Þjóðviljinn - 22.07.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.07.1987, Blaðsíða 5
Hugvekja um hvala- rússneskum kafbátum. Yrðu hvalveiðiskipin tekin í notkun til þess, Hval I t.d. breytt í „Kafbát I“, og þar sem hér væri um að ræða hernaðarlega mikilvægt at- hæfi, sem halda yrði stranglega leyndu, yrði hvalstöðin í Hval- firði vandlega afgirt og nágrenni hennar lýst bannsvæði, og hún svo notuð til „kafbátarann- sókna“. Þannig gætu íslendingar haldið áfram að slagta hvalfisk- um af hjartans lyst án þess að nokkur gæti truflað þá, - því þeir sem sýndu málinu óþarflega mik- inn áhuga, hvort sem það væru erlendir Græningjar eða innlend niðurrifsöfl, yrðu auðvitað hand- teknir fyrir njósnir þegar í stað og læstir inni á öruggum stað. En hvernig ætti svo að fara með afur- Eitt er það sem vekur meira litla furðu í þessu margtuggna hvalamáli. Pað telst naumast nein nýlunda, að þjóð leitist af hagsmunaástæðum við að kom- ast hjá að virða alþjóðasam- þykktir, sem hún þó hefur undir- ritað. Éað er því miður heldur ekki ný saga, að menn kjósi held- ur að lifa flott með því að eyða höfuðstólum náttúrunnar á rán- yrkju heldur en taka rólega út vextina. Þótt undarlegt megi virðast er það líka algengt að gróðavon fámennra þrýstihópa ráði meiru um stjórnarstefnu en brýnir hagsmunir heildarinnar. En stjórnmálamenn, sem eru vandanum vaxnir, leitast jafnan við að réttlæta þetta á klókan og ísmeygilegan hátt, sem erfitt er að vefengja, og hafa þá sér til aðstoðar djúphugula sérfræð- inga, sem vandlega eru skólaðir hjá Macchiavelli hinum ítalska. Þess vegna kemur það manni heldur napurlega á óvart, að ís- lendingar skuli ekki hafa fundið neina aðra réttlætingu á hvala- drápi sínu en að það sé gert „í vísindaskyni“. Með þessu er ver- ið að leggja þungan kross á alla þá fórnfúsu og ósérplægnu menn sem eru að reyna að kynna eða verja málstað íslendinga er- lendis, þ.e.a.s. á þeim eina vett- vangi þar sem málsvarnar er verulega þörf, því hvernig eiga þeir að boða slíkar kenningar og halda andlitinu um leið? Sá hross-hvala-hlátur sem mætir hverjum manni erlendis um leið og hann upplýkur sínum munni um „hvalveiðar í vísindaskyni" er næsta óþægileg reynsla, sem hætta er á að skilji eftir spor í djúpum sálarlífsins. Þetta er eins og að halda því fram að maður sem gómaður er pöddufullur á þeysireið á blikkbelju um öngs- træti, hafi með þessu verið að gera „vísindalega tilraun". Mað- ur sárvorkennir þeim stjórnmála- mönnum og sendimönnum sem gerðir eru út fyrir landsteinana til að halda þessum kenningum fram í alvöru: þeir ættu skilið að fá einhvers konar „athlægisbæt- ur“ fyrir fórnfýsi sína. En sá stuttbuxna-Macchiavelli sem fann upp þessa „skýringu“ ætti hins vegar að drífa sig hið snar- asta í framhaldsnám: með slíkar sannanir í höndunum fyrir kunn- áttuskorti sínum ætti hann að eiga greiðan aðgang að Lána- sjóði, hversu mjög sem sá sjóður kann að hafa verið skertur í tíð fyrrverandi menntamálaráð- herra. Jafnvel óskólaður leikmaður getur séð í hendi sér miklu betri leiðir til að halda áfram hvala- morðum í friði og ró, fyrst þau eru nú einu sinni orðin að sérs- töku keppikefli hugsjónamanna og nánast því að tákni um að ís- lendingar séu eftir allt saman óháðir Bandaríkjamönnum og fúsir til að bjóða þeim byrginn. Það væri t. d. hægt að hætta hvala- veiðunum í orði kveðnu en hefja þess í stað skipulega leit að ðirnar? Það gæti naumast talist óeðlilegt, að skip sigldi úr Hval- firði með stykki úr rússneskum kafbátum, sem þörfnuðust ítar- legri rannsókna, t.d. í stofnunum bandaríska hersins. Það er svo gamall og góður siður að skipsfarmar breyti um eðli, verð, áfangastað og annað slíkt úti á rúmsjó. Þannig gæti hvalkjötið verið orðið að „íslensku sækúakj- öti“, þegar það kemur á markað- inn í Japan, - eða þá kannski að „úrbeinuðum vatnanykri". Með þessu myndu íslendingar slá margar flugur í einu höggi; hval- amorðin blífa, útflutningstekj- urnar streyma inn, - og þjóðin aflar sér virðingar meðal vest- rænna ríkja. e.m.j. Er jurtasmjörlíki óhollara en Nýjar rannsóknir benda til neikvœðra áhrifa jurtaolía Ólafur Sigurðsson matvœlafrœðingur skrifar Flest þekkjum við til þess að mettuð fita og kólesteról valda hjarta- og æðasjúkdómum ef neytt er ótæpilega. Nýjar rann- sóknir vísindamanna í fituefna- fræðum víða um heim benda til þess að ofneysla fjölómettaðra plöntuolía sé ekki síður varasöm, þó ekki sé um sömu áhrif að ræða. Samræmast þessar niður- stöður ekki fullyrðingum um að plöntufita sé holl þar sem hún lækki kólesteról og auki þar með lífslíkur einstaklinga, öfugt við dýrafitu. Þá er mikið talað um hormón- lík efnasambönd sem myndast úr plöntuolíum og eru lífsnauðsyn- leg í hæfilegu magni. En sé um umframneyslu plöntufitu að ræða, myndast fituhormónar í umframmagni sem hafa vægast sagt neikvæða verkan að sögn sumra vísindamanna. Er þá rætt um aukna samloðun blóðflagna, hvötun á vexti krabbameinsæxla, örvun sjúkdóma eins og liðagigt- ar, asma, sykursýki o.fl. (Lands 85). Mikið af þessum niðurstöðum hafa komið fram í kjölfar rannsókna á jákvæðum áhrifum fiskfitu þegar kannað var með hvaða hætti hún verkaði og þá hvernig plöntufita verkaði til samanburðar. Vildu vísinda- menn kanna hvort sambærileg áhrif gætu orðið við neyslu plöntuolía með hátt hlutfall lin- ólfitusýru, en einmitt þeirri fitu- sýru hefur verið hampað mjög sem fjölómettuðu hollmeti. í ljós kom að plöntuolíur gátu haft öfug áhrif miðað við fiskfitu. Þegar könnuð var staða mettuðu fitunnar í því nýuppgötvaða kerfi sem virtist stjórna hormónasmíð- inni, kom í ljós að mettuð fita hafði engin áhrif þar á, hvorki til góðs né ills, en linólfitusýran úr plöntufitu reyndist helsti forveri neikvæðu fituhormónanna. Mettaða fitan nýttist einungis sem orkuefni og gaf ekkert nær- ingargildi ein og sér, umfram það að hjálpa til við upptöku fitu- leysanlegra vítamína eins og öll fita gerir. Mettaða fitan reyndist því hvorki vera forveri fyrir já- kvæða né neikvæða fitusýru- hormóna. Óvœntar niðurstöður Einnig hafa verið framkvæmd- ar ýmsar rannsóknir til að varpa ljósi á það hvaða áhrif fæðufita hefði á blóðfitu. í einni þesshátt- ar tilraun voru 74 heilbrigðir karl- menn og 55 heilbrigðar konur látnar neyta (með öðru fæði) eins eggs og 140 gramma af nautakjöti á dag í 3 mánuði (ekkert annað kjötmeti) og í næstu þrjá mánuði var breytt yfir í kjúkling og fisk (140 g/dag) og öðrum þáttum haldið óbreyttum. Þeir sem héldu áfram í þrjá mánuði til viðbótar, þ.e. 47 karl- menn og 29 konur, breyttu nú yfir í jafnmikið af svínakjöti á dag (140 g) auk hins daglega, kólest- erólríka eggs. Það undarlega gerðist að engin breyting varð á blóðfitumagni, heildarkólesterólmagni né held- ur varð aukning á neikvæðu LDL-kólesterólmagni, nema hjá kvenfólkinu sem neytti fugla- kjöts og fisks, þar jókst heildar- blóðfitumagn marktækt. Einn þeirra sem stjórnaði þessari rann- sókn segir að þessar niðurstöður stangist á við það sem almennt er haldið fram (M. A. Flynn 1985). Til útskýringar bendir þessi rannsóknahópur m.a. á að kóle- steról úr nýmeti sé alls ekki það sama og í unnum matvælum. Telja þeir að margar fyrri rann- sóknir á aukningu blóðkólester- óls og æðahrörnun hafi verið framkvæmdar með matvælum sem hafa mátt þola vinnslumeð- ferð eins og hitameðhöndlun, loftblöndun eða einungis of langa geymslu við stofuhita. Þannig að orsakir hækkunar á blóðkólster- óli sé ekki vegna kólesterólsins sem slíks, heldur þránunarefna þess. Nefna þessir rannsókna- menn ýmsar niðurstöður annarra vísindamanna máli sínu til stuðn- ings (Peng 78, Taylor 79, Addis 83). Þeir telja því að það geti skipt verulegu máli að notast við fersk- meti í tilraunum sem þessum. Ýmsir vísindamenn telja þrán- Það hlýtur því að teljast vafasöm hegðan þeg- ar auglýsendur hefja herferðir með fullyrðing- um um prósentutölur og hollafitu annarsveg- ar og óhollafitu hinsvegar, eins og önnursé hættulega einstaklingnum en hin ekki! unarefnasamböndin sem mynd- ast úr fjölómettuðum fitum og kólesteróli vera stórvarasöm þar sem þau setja keðjuverkandi þránun af stað í fituefnum sem staðsett eru í frumuhimnum lík- amans (Yagi 82). Plöntuolíur í dýrafitu... Hinsvegar má ekki gleyma því að alidýr fá sum mikið af plöntu- fitu úr fóðrinu og hafa mælingar sýnt að einmögungar eins og svín, hestar eða kjúklingar taka upp töluvert af fæðufitunni óbreyttri. Má jafnvel búast við að finna fiskfita úr fóðurlýsi í fitu þessara dýra þegar því er blandað í fóðr- ið. Þetta á þó ekki við um jórtur- dýr þar sem mest af fjölómettuðu fitunni í fóðri þeirra er breytt í mettaða fitu í meltingarveginum. Þó má geta þess að minna en helmingur fitu í nautakjöti er mettuð og um fjórðungur af fitu í kindavöðva er fjölómettuð plöntufita (Christie 81). Þannig endurspeglast fitusam- setning fóðurs oft í fitusamsetn- ingu vöðva og líffæra dýranna og ætti því ekki að koma á óvart að meira en 30% smjörfitu er ómett- uð fita (fæðudeild RALA). Væri Miðvikudagur 22. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.