Þjóðviljinn - 22.07.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.07.1987, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 22. júli 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 legg égtilað kunnáttumenn vinni að menningarhátíð árið 1991 þarsem blessuð verði minn- ing Sveinbjarnar Eg- ilssonar-og afrek hans stór og smá verði rœkilega kynnt. Er ekki hér ein- mitt verkefni fyrir hina nýju Stofnun Sigurðar Nordals, sem Sverrir Her- mannsson kom á laggirnar?" hingað viðskiptum og menning- arstraumum. í fallegum upplýs- ingarbæklingi, sem Skipulags- stofa höfuðborgarsvæðisins gaf nýlega út á ensku voru vígorð sögð sem eiga vel við ísland: „We link continents", Við tengjum meginlöndin. Það er mikilvægt fyrir sam- skiptin við útlönd að fslendingar hafi gott orð á sér. Þaö er líka mikilvægt fyrir íslendinga að flestar þjóðir, voldugar þjóðir og dvergþjóðir jafnt, skilji leikregl- ur alþjóðlegs samstarfs og virði alþjóðlegar samþykktir. Það er mikilvægt að íslendingar skilji hugsunarhátt umheimsins og hagi sér ekki eins og heimalning- ar. Ég vil ljúka máli mínu með áskorun til hins nýja forsætisráð- herra að hann beiti sér fyrir því að Islcndingar hætti hvalaveiðum eins og aðrar siðaðar þjóðir. A.m.k. eitt dagblaðanna hefur snúið við blaðinu og vonandi fara fleiri að sjá hvert stefnir. Blaða- menn sjá væntanlega fleiri blöð en Eystrahorn og hljóta að sjá blikur á lofti í erlendum blöðum. Bandarískt almenningsálit, við skulum segja hér: álit fólksins sem við viljum selja fiskinn, það er ekkert lamb að leika við: ég var um skeið búsettur vestanhafs og verður þá vitni að því þegar bandarískur almenningur stöðv- aði Vietnam-stríðið og steypti forseta sínum - þvert gegn guðs og manna lögum að áliti valdhaf- anna í upphafí mótmælanna. Bandarísku almenningsáliti verð- ur ekki skotaskuld úr því að hafa áhrif á fisksölu á eigin markaði. Þetta verða íslendingar að fara að skilja. Fleiri rök mæla auðvit- að gegn hvalveiðum, en tími vinnst ekki til að þylja þau hér. Mig langar að koma áleiðis uppástungu til dagskrárgerðar- manna hjá útvarps- og sjónvarps- stöðvum. Valinkunnur heiðurs- maður hefur bent á tvennt sem mætti betrumbæta: í fyrsta lagi væri rnikill kostur fyrir hlustend- ur þegar þeir lesa dagskrá og vega og meta hvort þeir skuli sitja um tiltekinn þátt, ef efni þáttarins væri tilgreint nánar en gengur og gerist. Hin ábendingin er viðvíkj- andi niðurröðun efnis á kvöldin. Of oft vill brenna við, að þættir sem skírskota til aldraðra séu seint á kvöldin. Það hlýtur að vera hægt að bæta úr þessu. Að lokum er tilhlýðilegt í fyrsta þætti um daginn og veginn eftir stjórnarmyndun að óska nýju ríkisstjórninni velfarnaðar í starfi og nýju stjómarandstöðunni í sínu mikilvæga hlutverki. Heilla- drýgst er þjóðinni ef vel er teflt báðum megin. Þór Jakobsson er ve&urfræðingur. (Grein þessi er a& stofni til erindl sem Þór flutti í útvarp um Dag og veg). Kjalarnes og Álftanes. Á sól- stöðuhátíðinni á Sounionhöfða talaði fararstjórinn okkar, um áhrif grískrar nienningar á ís- lenska menningu. í ræðu sinni minnti Sigurður A. Magnússon á hinar miklu þýðingar eljumanns- ins Sveinbjarnar Egilssonar á grískum bókmenntum m.a. kvið- um Hómers. Hann benti á áhrif fræðimannsins á næstu kynslóð, nemendur hans og aðra, ýmsa sem héldu áfram endurreisnar- starfi íslenskrar tungu og menn- ingar á fyrri hluta 19. aldar, en meðal þeirra voru Baldvin Ein- arsson og Jónas Hallgrímsson. Sigurður hafði satt að mæla þar syðra á Sounionhöfða. Vissulega er vert að minnast Sveinbjarnar Egilssonar og ekki síst nú er mönnum verður tíðrætt um ís- lenska tungu og menningu. 16. júní 1946 flutti Sigurður Nordal ræðu við leiði Sveinbjarnar Egils- sonar í Reykjavíkurkirkjugarði, en það ár voru 100 ár liðin frá því Sveinbjörn setti Reykjavíkur- skóla, nýskipaður rektor nýs skóla. Sigurður Nordal sagði í ræðu sinni og leyfi ég mér að vitna í nýútgefnar Mannlýsingar Nor- dals, annað hefti: „Danskur maður, sem hitti Sveinbjörn Egilsson í Kaup- mannahöfn 1845 og vissi, að hann var ágætt latínuskáld, sagði við hann, að hann mundi víst kunna að tala mörg tungumál. Sveinbjörn svaraði: „Eg kann ekki að tala nema íslenzku." í þessu svari er mikið yfirlætisleysi og þó nokkur metnaður. Hann gaf í skyn, að sér þætti lítils vert um allan lærdóm sinn í erlendum tungum hjá því að kunna móður- mál sitt. Þar gat hann líka hik- laust úr flokki talað. Hvað verður Sveinbjörn Egils- son framtíðinni? Verður hann ekki einmitt maðurinn, sem kunni að tala íslenzku, heldur áfram að tala íslenzku við óborn- ar kynslóðir? Frægur fyrir margt annað, lifandi fyrir þetta, fyrir nokkur kvæði sín og vísur, þótt hann gæfi sér ekki tíma til að leggja þá rækt við skáldgáfu sína, sem hún átti skilið, fyrir þýðingar sínar, framar öllum Odyss- eifskviðu og Illionskviðu á óbundið mál, ef til vill fullkomnustu þýðingar þessara öndvegisrita heimsbókmennt- anna, sem til eru á nokkra tungu, meistaraverk íslenzkrar orðlist- ar, sem aldrei geta bliknað." Síðar í ræðu sinni segir Sigurð- ur Nordal um Sveinbjörn Egils- son: „Honum auðnaðist á sínu sviði hið sama sem Jóni Sigurðs- syni á sínu: að slá lífsins vatn úr hellu lærdómsins, skapa framtíð með fortíðina að bakhjalli.“ Eftir fáein ár sem líða óðar en varir eru 200 ár liðin frá fæðingu Sveinbjarnar Egilssonar, en hann var fæddur árið 1791. Hvaða dag er óvíst og hef ég séð fjóra daga nefnda. En árið er víst og legg ég til að kunnáttumenn vinni að menningarhátíð árið 1991 þar sem blessuð verði minning Sveinbjarnar Egilssonar og afrek hans stór og smá verði rækilega kynnt. Er ekki hér einmitt verk- efni fyrir hina nýju Stofnun Sig- urðar Nordals, sem fráfarandi menntamálaráðherra Sverrir Hermannsson kom á laggirnar? Þar á hátíðinni yrði kynnt latnesk þýðing ellefu binda Fommanna sagna, Scripta historia Islandor- um, þar færu færir leikarar með Hómerskvæði, þar færi ef til vill ólæs hnokki eða hnáta með vís- una alkunnu: „Fljúga hvítu fiðr- ildin—“ Siglingar fyrr, nú - og í framtíðinni Þegar Sveinbjörn Egilsson hélt utan til náms sína fyrstu ferð landa á milli lagði hann af stað 10. sept. 1814, er létt var akkerum. Segir Sveinbjörn frá ferðinni og fengu menn logn, þvervinda og storma en milli þess miðaði áleiðis. Vegna mótvinds í lokin var akkerum kastað við Rangey skammt frá Gautaborg. Var þá liðinn rúmur mánuður frá brott- för, en eftir 8 daga dvöl í Gauta- borg héldu svo Sveinbjörn og aðrir förunautar á vagni til Hels- ingjaeyrar, síðan yfir Eyrarsund og vom komnir til Kaupmanna- hafnar 23. október. Frá því er þessi sjóferð var far- in er mikið vatn til sjávar runnið og eru menn ólíkt fljótari í fömm á sjó, á landi - og í lofti hraðar en fuglinn fljúgandi. Hefði hinum ungu námsmönnum um borð í „Sæunni“ snemma á 19. öld þótt það ótrúleg sýn, ef þeir hefðu get- að allra snöggvast augum litið framtíðina og galdraverk tækni- nnar, sem við afkomendur þeirra teljum sjálfsögð á seinni hluta hinnar 20. aldar. Ekkert lát er á tækninýjungum og búast má við framförum á öllum sviðum næstu aldir og stór- stígari jafnvel en undanfarnar aldir. Það sem áður var óyfirstíg- anleg hindrun verður yfirunnið, það sem er óhugsandi í dag eða daufur draumur verður sjálfsagt í augum komandi kynslóða. Mig langar að beina huga okk- ar jafnlangt í norður og áður í suður er ég greindi frá Grikk- landsferð. I huga manna hefur Norður-íshafið verið eins konar endamörk meginúthafanna og - siglinga, lokað yrði það um aldur og ævi skipum, sem sigla á sjó með vörur milli landa. Það yrði áfram hið lokaða haf, ríki hafíss og hindrana. En nú er öldin önnur. Sökum tækninýjunga, smíði gervihnatta og betri skynjunar og mælitækja þar um borð, fjarskipta - og enn- fremur nýjunga og uppgötvana á sviði skipasmíða og ísbrjóta, eru siglingar um hafís Norður-íshafs miklum mun auðveldari en áður. Sovétríkin flytja nú þegar mikið milli hafna við strendur Síberíu þar sem á sér stað mikil uppbygg- ing og framsýnir menn sjá fyrir sér að meginæð flutninga um Norður-íshaf milli Atlantshafs og Kyrrahafs muni myndast á næstu áratugum. Ég hef undanfarin ár verið að koma áleiðis hugmynd, sem ég fékk frá þýskum veðurfræðingi en sá hafði sjálfur kynnst henni hjá japönskum vísindamönnum. Hún er sú, að hér á íslandi verði umskipunarhöfn í tengslum við umferð um Norður-íshaf. Mér til ánægju hefur verið skriður á mál- inu undanfarna 10-12 mánuði og áhugi vaxandi hér heima og er- lendis. Skal ekki farið nánar út í þá sálma hér, en hlustendur mína minni ég á hve verslun og við- skipti eru nauðsynleg fyrir menn- inguna. Því fjölbreyttari sem við- skiptin eru og samgöngur við út- lönd, því litríkari verða áhrifin og fjölbreyttari hin andlegu vítamín og umhugsunarefni sem berast til landsins. Viðskipti, menning, hvalveiðar Ég nefndi áðan forn-grísku stórborgina Efesus: þegar höfnin fylltist af árframburði og lagðist niður, þá skrælnaði menningin og borgin fór f eyði. Nýlega flokkaði skorinorður blaðamaður íslensku ráðuneytin niður eftir mikilvægi og gerði minnst úr samgöngu- ráðuneytinu. Ég leyfi mér að halda, að það ráðuneyti gæti hins vegar vel verið efst, ef menn átta sig. ísland er strjálbýl eyja í út- hafi fjarri öðrum löndum. Hún er ltka miðja vegu í þjóðleið milli heimsálfa. Við eigum að notfæra okkur þetta í ríkum mæli, veita

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.