Þjóðviljinn - 22.07.1987, Side 8
Manuela og Einar í Skálholti
Telemarm-
tónleikar
Hj ónin Manuela Wiesler og
Einar G. Sveinbjörnsson léku
Dúo-sónötur og sólófantasíur
eftir Telemann á fyrri Skál-
holtstónleikunum s.i. laugar-
dag. Alls voru þetta sex tón-
verk og öll innblásin þeim
mikla og eilífa anda, sem lék
að sunnan um þýskar smá-
bæjasálir á öndverðri 18du
öld. Það var mikil guðsgjöf að
fá svona trakteringar.
Ég missti að vísu af fyrstu
dúósónötunni og kom í kirkj-
una í miðri sólófantasíu fyrir
fiðlu. Og mikið var leikið fal-
lega, stílhreint og án nokkurs
yfirgangs eða belgings. Þessi
músík, fantasíur í f moll og D
dúr, varð bráðlifandi í hönd-
um Einars, án þess að vera
uppáþrengjandi og stór í snið-
um. Miðað við Bach er þetta
minniháttar músík, sem ber
að taka sem slíka.
Manuela lagði hinsvegar
mikla dramatík í sólófantasíur
í E dúr og g moll. Það er un-
aðslegt hvernig hún veltir
breiðum tóninum um tiltölu-
lega venjubundna tónhugsun
meistarans, og nýtir sér
dramatískar pásur og hik til
hins ýtrasta. En stundum
finnst manni þó að hún eyði of
miklu púðri að tilefnislausu.
Lokaverkið, sónata í A dúr
fyrir fiðlu og flautu var
skemmtilega flutt, létt og án
djúpra pælinga, og það var
góður endir á fyrri hálfleik.
Bach með meiru
Seinni Skálholtstónleikar s.l.
laugardag, kl. 5 e.h. voru einnig
með þeim Manuelu og Einari.
Þar var prógrammið blandað
ýmsum þjóðernum: hófst með
þýskum Bach og lauk með léttum
Hotteterre rómönskum með
þunnum Þorkatli og daufum
spænskum Halffter á milli.
Einar hóf tónleikana með E
dúr partítu Bachs, og vitaskuld
var það vel þess virði. Að vísu var
leikur hans ekki alveg eins frísk-
legur og maður hefði óskað, á
honum voru nokkur þreytumerki
á köflum. Ég er bara að hafa orð á
þessu, vegna þess að ígóðu formi
Ieikur Einar við hvurn sinn fingur
f svona músík. Kransakökubitar
fyrir flautu og fiðlu úr bakaríi
Þorkels Sigurbjömssonar voru
búnir til vegna brúðkaups þeirra
hjóna í fyrra. Þetta em léttar og
sléttar varíasjónir, þar sem at-
burðarásin er einsog kennslu-
æfíngar og auðvitað fær enginn
gert við því. Faglega fönsuð
smásmíð, án merkilegheita.
Sólóverkið, Debla, fyrir flautu,
eftir spánska tónskáldið Cristob-
al Halffter, náði ekki tökum á
manni, þó Manuela blési af allri
sinni ómælanlegu snilld. Það
vantaði eitthvað, andalúsíub-
læinn, þjóðarangistina, eitthvað.
Kannski það hafi verið talentið?
Svo fóru klukkurnar að slá í
miðju léttmeti Hotteterres. Þar
léku hjónin fjörlega, einsog fyrir
dansi og hefðu alls ekki átt að láta
klukkurnar trufla sig. Þær vildu
bara vera með. LÞ
íslensk tunga
Beygjum
ættarnöfnin!
Ingólfur Pálmason gefur
út rit um ættarnöfn og er-
lend mannanöfn og hvet-
ur til einurðar við
eignarfallsbeyginguna
„Það væri núlifandi kynslóð til
vansa að horfa á augljós málspjöll
ágerast daglega fyrir augum sér,“
eru lokaorð Ingólfs Pálssonar
fyrrverandi lektors við Kennar-
aháskólann, í nýútkomnu riti
hans „Um ættarnöfn og erlend
mannanöfn í íslensku“, þar sem
hann færir rök að því að flest slík
orð skuli taka eignarfallsendingu
í góðu máli.
f riti sínu rekur Ingólfur nokk-
uð sögu ættarnafna og tekur
dæmi frá ýmsum tímum um
beygingu þeirra. Hann telur að á
fyrri öldum og í máli helstu
rithöfunda og málsmekksmanna
nú á tímum séu velflest ættarnöfn
beygð í eignarfalli, og sama máli
gegni um flest erlend nöfn úr
granntungum, sem auk þess eru
oftar en ekki íslenskuð ef erlenda
nafnið á sér hliðstæðu í íslenskum
nafnforða. Þó ágerist í nútíma-
máli að sleppa beygingunni, tala
um ríkisstjórn Gunnars Thor-
oddsen, sögur Áma Bergmann,
fræði Karl Marx, sinfóníur Beet-
hoven.
Ingólfur varar við þessu með
tilvísun til málfarsfyrirmynda, og
segir ekki ólíklegt að beygingar-
leysi ættarnafna muni með tíð og
tíma veikja beygingarkerfi tung-
unnar.
í riti sínu leggur Ingólfur til að
ættarnöfn flest, og þau erlend
nöfn (síður ættarnöfn) sem tök
eru á, séu látin taka eignar-
fallsendingu, oftast -s: deilur Sig-
urðar Nordals og Einars Ævars
Kvarans, ræður Matthíasar Á.
Mathiesens, Þórarins Eldjárns,
Sigurðar Breiðfjörðs, Gríms
Thomsens og Matthíasar Johann-
essens.
Á þessu eru þó nokkrar mikil-
sverðar undantekningar sam-
kvæmt riti Ingólfs. Til dæmis er
fátítt að ættarnöfn sem enda á
sérhljóða taki eignarfalls-
endingu: framboð Geirs Haarde,
orkudraumur Jóhannesar Zoéga.
Og enn víðtækari er sú unda-
ntekning að ættarnöfn kvenna
taka helst ekki eignarfallsend-
ingu: myndlist Sigrúnar Eldjárn,
ritgerð Bem Nordal, framkoma
Völu Thoroddsen, fegurð Unnar
Steinsson, rannsóknir Guðrúnar
Kvaran. -m
Söguslóðir
í Grikklandi
Sveinbjörn Egilsson, 1791-1853. Hann var merkt skáld og
afkastamikill þýðandi úrgrísku. „Frægur...", segir Sigurður
Nordal í Mannlýsingum sínum, „fyrir þýðingar sínar, framar
öllum Odysseifskviðu og lllionskviðu á óbundið mál..."
Sigurður Nordal, jöfur íslenskra fræða á þessari öld. Hann
segir á einum stað um Sveinbjörn Egilsson: „Honum
auðnaðist á sínu sviði hið sama sem Jóni Sigurðssyni á
sínu: að slá lífsins vatn úr hellu lærdómsins með fortíðina að
bakhjarli." Þór Jakobsson veðurfræðingur stingur upp á því (
grein sinni að hin nýja Stofnun Sigurðar Nordals, sem Sverr-
ir Hermannsson kom á fót í menntamálaráðherratíð sinni,
haldi menningarhátíð 1991, sem verði helguð minningu
Sveinbjarnar og verka hans. En á því ári eru einmitt liðin 200
ár frá því Sveinbjörn fæddist.
Mikil tilbreyting fylgir því að
eiga heima á jörð sem hallast,
hallast miðað við braut sína
um sólu! Fyrir bragðið höfum
við árstíðirnar, sem koma og
fara hver með sínu sniði,
veðurfari, gróðurfari og dýra-
lífi. Sumarið er mönnum kær-
komið, hin sólríka hlýja tíð -
með sumarleyfum hjá flestum.
Sumarleyfísferðirnar eru nú
æði viðamikill þáttur í þjóðfé-
laginu, en það er mönnum
nauðsynlegt að skipta um um-
hverfi öðru hverju, hafa annað
landslag fyrir augunum en ella og
kynnast þar staðháttum og fólki.
Þannig halda þeir sem eiga
heimangengt á annað borð í
ferðalag á sumrin, stutt eða langt,
heima á íslandi eða til annarra
landa - og hafa af því skemmtun,
hressingu og fróðleik. Væntan-
Iega snúa flestir heim á leið
endurnærðir á sál og líkama - og
sumir hafa jafnvel fengið afdrifa-
ríka opinberun, svo mjög hefur
sjóndeildarhringurinn víkkað
eða reynslan orðið ríkari.
Kios -
heimkynni Hómers
Sjálfur er ég nýkominn heim úr
þriggja vikna ferð fjögur þúsund
ár aftur í tímann, með undirleik
lifandi nútíma í suðausturhorni
Evrópu: í hópferð 50 ágætra
landa minna um söguslóðir í
Grikklandi. Farið var um Pelops-
skaga syðst á meginlandinu og á
allmargar eyjar. Stórmerkar
fornmenjar á Krít og Santorini
voru skoðaðar, einnig var dvalist
á Kios-eyju við Tyrkland, þar
sem sagan segir að hafi verið
heimkynni Hómers og í lok ferð-
arinnar var farið einn dag gegn-
um vegabréfa- og vopnaleitar-
múrinn milli Grikklands og Tyrk-
lands, og ekið til Efesus þar sem
eru stórfenglegar menjar grískrar
stórborgar. Efesus var um aldir
ein stærsta borg við Miðjarðarhaf
og þar starfaði t.d. Páll postuli í
tvö ár og boðaði kristni. Efesus
lagðist smám saman í eyði vegna
þess að hin góða höfn fylltist
vegna árframburðar. Verslun og
viðskipti sem héldu uppi hinu
blómlega menningarlífi urðu
fyrir óviðráðanlegum skakkaföll-
um, þegar ströndin færðist út.
í Efesus þótti mörgum okkar
hápunktur ferðalagsins, svo
heillaðir voru menn af því sem
enn stóð og minnti á glæsilega
borg og iðandi líf fyrr á tíð. Eru
þó byggingar og vegir nú að von-
um ekki nema svipur hjá sjón.
Á Krít lentum við reyndar
óvart á villtum fagnaðarfundi við
komu okkar. Svo vildi til að for-
ingi stjórnarandstöðunnar í
Grikklandi og erkifjandi Papand-
reos forsætisráðherra var sam-
ferða okkur íslendingunuin frá
Aþenu til Krítar. Samherjar
stjórnmálaforingjans voru mættir
þúsundum saman á flugvöllinn,
veifuðu flöggum, sungu og æddu
um ganga flugstöðvarinnar.
Undruðumst við norrænir menn
trúarhita Krítverja er þeir tóku á
móti átrúnaðargoði sínu. Annan
dag er við landar vorum á Krít
vildi svo til að Evrópukeppni í
körfubolta lauk með sigri
Grikkja yfir Rússum. Ætlaði þá
allt um koll að keyra og streymdu
Krítverjar í miðbæinn, þeyttu
lúðra, sungu og dönsuðu af hams-
lausri gleði langt fram eftir nóttu.
Smáþjóðin hafði slegið við stór-
veldinu og öðrum gamalreyndum
þjóðum í keppninni.
Skemmst er frá að segja, að við
ferðalangar þóttumst kynnast
Grikkjum nokkuð vel, flókinni
sögu þeirra og lifnaðarháttum nú
á dögum. Margt hefur á daga
þeirra drifið, friður hefur ríkt, en
æði oft harla skammvinnur, mörg
handaverkin við byggingar stórra
og smárra húsa verið eyðilögð af
miskunnarlausum innrásarherj-
um og erlendum drottnurum.
Við sáum verksummerki slíkra
átaka, en við sáum líka blómlegar
byggðir, iðandi mannlíf höfu-
ðborgarinnar með kostum og
göllum margmennis og bílmergð-
ar, kynntumst lifandi list á forn-
grískum leiksviðum og við fs-
lendingarnir kynntumst líka
hverjir öðrum þessar þrjár vikur
á flækingi okkar um Grikkland
hið forna og Grikkland hið nýja.
Við tengdumst böndum, allar
manngerðirnar, eins konar ís-
lenskum Grikklandsböndum, en
sá sem vígði var hinn fróði og
andríki fararstjóri okkar Sigurð-
ur A. Magnússon rithöfundur.
Sveinbjöm Egilsson
og íslensk menning
Sólstöðudaginn, 21. júní, vor-
um við í ferð þessari stödd á So-
unionhöfða syðst á Attíkuskaga,
en þar stendur súlnahof kennt við
sjávarguðinn Póseidon. Forn-
Grikkir höfðu hafið byggingu
hofsins á hinum helga höfða um
500 f.Kr., en verkinu var varla
lokið þegar Persar komu og
skemmdu tuttugu árum síðar.
Það var að vísu endurreist
nokkru síðar og nú vorum við
komin að skoða þennan fallega
stað í sumarhitanum og heit sólin
skein á okkur eins og raunar alla
dagana þar syðra. Það kom ekki
dropi úr lofti allan tímann. Á
einni súlunni má sjá nafn Byrons
lávarðar greipt eigin hendi, en
hann var mikill aðdáandi grískrar
menningar og studdi Grikki í
frelsisstríði þeirra gegn Tyrkjum
snemma á 19. öld.
Þennan dag héldum við ferða-
langar dálitla sólstöðuhátíð með
söng og upplestri og hugsuðum til
sólstöðugöngunnar heima þenn-
an sólarhring um Seltjarnarnes,
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 22. júlí 1987