Þjóðviljinn - 22.07.1987, Blaðsíða 10
Kína
ERLENDAR FRETTIR
Þeir plotta í Beidaihe
Margir gömlu leiðtoganna óttast um afdrifbyltingarinnar.
Þeir dvelja nú ísumarbústöðum sínum við sjávarsíðuna og
leggja á ráðin um aðgerðir á þingi kommúnistaflokksins í
október
að stefnir í uppgjör á flokks-
þingi kommúnistaflokks Kína
sem haldið verður í októbermán-
uði næstkomandi. Gömlu bylt-
ingarforingjarnir, menn sem
þoldu súrt og sætt á tímum Göng-
unnar miklu, menn sem leiddu al-
þýðuherinn til sigurs á sveitum
Kuomintang árið 1949, sæta nú
síauknum þrýstingi um að hverfa
úr valdakerfinu og rýma fyrir
yngri félögum. En þeir eru tregir.
Þeim geðjast ekki allskostar að
þeim ungu mönnum sem bíða
óþreyjufullir eftir hækkun í tign
og enn síður falla margar hug-
myndir þeirra um frjálsan mark-
aðsbúskap þeim í geð. Þeir ætla
því að freista þess að fá brugðið
fæti fyrir „afturhvarf til kapítal-
isma“ í október. Þeir óttast um
afdrif byltingarinnar.
Nú um stundir dvelja þeir í
sumarbústöðum sínum í sjávar-
þorpinu Beidaihe. Þar leggja þeir
á ráðin og koma skipan á lið sitt
fyrir lokaorrustuna í haust.
Þingið er haldið á fimm ára
fresti og er að formi til valda-
mesta stofnun flokksins. En al-
kunna er að það er í raun af-
greiðslustofnun og allar þýðing-
armestu ákvarðanirnar eru tekn-
ar í sumarbýlum leiðtoganna í
Beidaihe. „f Beidaihe er þingið í
raun og veru haldið. „Mannfagn-
aðurinn í Peking er aðeins til að
sýnast,“ er haft eftir ónefndum
austurevrópskum diplómat.
Endurnýjun í forystusveit
flokks og ríkis er því ekki fyrst og
fremst spurning um kynslóða-
skipti heidur um framtíðarskipan
mála í Kína, efnahagsleg og pólit-
ísk nýsköpun hangir á spýtunni.
Stjórnvöld hafa sett sér það
mark að um aldamótin verði
Kína í fremstu röð iðnvelda og
búi einum miljarði þegna sinna
viðunnandi lífskjör. Þau hafa
undanfarin ár bryddað upp á
ýmsum nýjungum í efnahagslíf-
inu og reynt að efla frumkvæði
Tveir öldungar á öndverðum meiði um
Xiaoping og Peng Zhen.
einstaklinga innan ramma hins
sósíalíska þjóðskipulags.
11 áreru liðinfrá þvíMaoTset-
ung yfirgaf þessa heims táradal.
Augljósustu breytingarnar sem
orðið hafa í Kína á þessum tíma
eru í landbúnaði. Bændur hafa nú
aukið frelsi til að ákveða hvað
þeir framleiða og fá haldið
bróðurhluta ágóðans af sölunni.
Velmegun margra þeirra er
augljós, vönduð íbúðarhús og
smáverksmiðjur hafa sprottið
upp víða úti á landsbyggðinni.
Sömu sögu er ekki að segja úr
borgunum og þar hafa verið til-
raunir í ríkisverkssmiðjum sem
eldri kommúnistarnir geta ekki
fellt sig við. Embættismenn
flokksins hafa víða engin völd í
stærri verksmiðjum, þau hafa
verið færð í hendur framkvæmda-
stjóra sem sjá aðeins eitt mark-
mið með rekstrinum: að skila
hagnaði. Til að ná því markmiði
hefur verið tekið upp afkasta-
hvetjandi kerfi, dugmiklum, ung-
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið Vesturlandi
Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vesturlandi verður farin um verslun-
armannahelgina. Fyrirhuguð ferðaáætlun er þannig:
Laugardagur 1. ágúst: Brottför frá Skaganesti á Akranesi kl. 9.00 og frá
Borgarnesi ki 10.00. Ekið norður í land og gist í Edduhótelinu á Hrafnaqili í
h/ær nætur. Sunnudagur 2. ágúst: Ekið um Eyjafjörð og farið út í Hrísev.
Mánudagur 3. ágúst: Heimferð. Svefnpokagisting og gistinq í tveqqia
manna herbergjum.
?™ast: Garöar’ Akranesi s. 12567, Halldór, Borgarnesi s.
71355, Skuh, Hellissandi s. 66619, Jóhannes, Ólafsvík s. 61438, Matthild-
Búðardafs 175 86715’ Þórunn’ Stykkishólmi s. 81421 og Sigurjóna,
Stjórn kjördæmisráðs
Sumarhátíð Alþýðubandalagsins
Norðurlandi eystra
verður í Bárðardal dagana 7.-9. ágúst. Tjaldað verður við barnaskólann en
möguleikar eru á gistingu í svefnpokaplássi eða herbergjum á sumarhóteli
sem rekið er í skólanum. Þar er einnig hægt að fá ýmsa aðra þjónustu.
Reiknað er með að mótsgestir komi í hlað á föstudag en á laugardag verður
dagsferð á rútu (eða rútum) upp á norðanverðan Sprengisand, og verða þá
ýmsir markverðir staðir skoðaðir með leiðsögn kunnugra og sögufróðra. Á
laugardagskvöld verður svo að venju glatt á hjalla, og á sunnudag, eftir að
mótinu lýkur, geta menn skoðað sig um í Bárðardal áður en haldið er heim.
Það er mjög brýnt að fólk láti skrá sig til þátttöku, og þeir sem það gera
ekki geta ekki treyst á að komast með I laugardagsferðina. Eins þurfa þeir
sem vilja gistingu innandyra að panta hana sérstaklega.
Athugið: Alþýðubandalagsfólk og stuðningsmenn Alþýðubandalagsins
ásamt fjölskyldum er hvatt til að mæta. Gestir úr öðrum kjördæmum og
félagar á ferðalagi um norðanvert landið eru boðnir sérstaklega velkomnir.
Þátttaka tilkynnist hjá Brynjari og Sigrúnu í síma 22375, hjá Benedikt
Bragasyni í síma 22430, og einnig, frá og með 4. ágúst í síma Norðurlands
21875.
Stjórn kjördæmisráðs
efnahagslega nýsköpun í Kína. Deng
um og hraustum verkamönnum
er umbunað ríkulega en aðrir eru
hýrudregnir. Finnst mörgum nóg
um hvað þetta kerfi bitnar harka-
lega á eldra fólki og eru gömlu
hugsjónamennirnir þar í broddi
fylkingar.
Ennfremur hafa ýmis illa rekin
fyrirtæki verið látin fara á haus-
inn en það var óheyrt hér áður og
fyrr. Verðbréfamarkaðir gefa
sumum kost á því að ávaxta spari-
fé sitt og gróða.
Það leggst því allt á eitt, bilið
milli ríkra og fátækra eykst í
Kína. Litlir gúllasbarónar berast
mikið á og ekki er óalgengt að
velmegandi fólk stæri sig af bílíf-
inu.
Það bögglast mjög fyrir brjósti
öldunga sem lögðu á sig tak-
markalaust erfiði til að frelsa
Kína undan kúgun Japana og Ku-
omitang að heyra unga embættis-
menn grobba sig af því að hafa
gist á hótelsvítum í Evrópu þar
sem næturdvöl kostar 400 banda-
ríkjadali á sama tíma og æ al-
gengara verður að menn falli um
sofandi berfætlinga á götum Pek-
ing, tötralýð sem á hvergi höfði
sínu að að halla.
Einn þeirra lætur sér þó ekki
bregða en það er leiðtoginn sjálf-
ur, Deng Xiaoping, sem nú er 82
ára gamall. Hann hefur þrásinnis
lýst því yfir að forsenda al-
mennrar velmegunar sé sú að
sumir auðgist fyrr en aðrir. Hann
er mjög áfram um kynslóðaskipti
í forystusveit flokks og ríkis og
kveður framfarir lífsnauðsyn-
legar fyrir afkomu þjóðarinnar.
En þær séu óframkvæmanlegar ef
„gamalt og sjúkt fólk víkur ekki
úr vegi fyrir ungum og
kraftmiklum einstaklingum.“
Þessum orðum Dengs er vita-
skuld beint að þeim jafnaldra
hans sem miklar efasemdir hafa
um gildi nýmælanna. í þeim hópi
eru fremstir menn á borð við Li
Xiannian forseta og tvo félaga
Dengs úr framkvæmdanefnd
flokksins, þá Chen Yun og Peng
Zhen sem einnig er forseti þjóð-
þingsins.
Öruggt má telja að Deng muni
kappkosta af fremsta megni að
styrkja skjólstæðing sinn Zhao
Ziyang í sessi innan valdahóps-
ins. Zhao er forsætisráðherra og
starfandi formaður flokksins eftir
að Hu Yaobang var staðinn að
„borgaralegu frjálslyndi" og
hrökklaðist í ónáð á öndverðu
þessu ári.
Markmiðið er að hann verði
kjörinn formaður á októberþing-
Nýrík ungmenni berast á í Peking. Gömlu byltingarforingjunum blöskrar út-
breiðsla „borgaralegra, vestrænna lífshátta" og hafa áhyggjur af breikkandi bili
milli ríkra og fátækra.
inu. Að undanförnu hefur hon-
um verið gert æ hærra undir höfði
í kínverskum fjölmiðlum. Sér-
staka athygli vakti á dögunum að
í umfjöllun um stórmenni er fyrr
og síðar hafa dvalið í Beidaihe
voru nefndir „Mao Tsetung,
Chou Enlai og núverandi leiðtog-
arnir Zhao Ziyang og Deng Hsia-
oping".
En gömlu mennirnir í forystu-
sveit kínverska kommúnista-
flokksins hafa ekki sagt sitt síð-
asta orð og víst er að þeir munu
ekki fallast ótþróalaust á kjör
Zhaos í embætti formanns. En
hvað þeir brugga nú í Beidaihe
skal ósagt látið, það kemur í ljós í
október.
-ks.
Vesturbakki árinnar Jórdan
Bandarískir
Palestínumenn
snua
rátt fyrir tortryggni fsraels-
manna og gerólíkt umhverfi
hafa um 10 þúsund bandarískir
Palestínuarabar yfirgefið Vestur-
heim og flutt búferlum til lands
forfeðranna, nánar tiltekið á
svæðin við vesturbakka árinnar
Jórdan sem ísraelsmenn her-
námu í sex daga stríðinu árið
1966.
Mál þeirra komst í hámæli fyrir
skemmstu er Bandaríkjastjórn
mótmælti formlega harðræði ís-
raelskra yfirvalda og mismunun í
garð nokkurra palestínskra
þegna sinna á Tel Aviv flugvelli.
Þar voru þeir óforvarandis sviptir
vegabréfum sínum og/eða gert að
punga út með háar tryggingaupp-
hæðir.
Stjórnvöld í ísrael kveða að-
gerðir þessar nauðsynlegar til að
koma í veg fyrir að gestirnir dvelji
lengur í landinu en þeir hafa
heimild til en fórnarlömbin segja
þetta hð í þeirri viðleitni stjórnar-
innar að sporna við fjölgun Pal-
estínumanna á vesturbakkanum.
Þrátt fyrir tregðu ísraelskra
yfirvalda til að veita þeim dvalar-
leyfi streyma bandarískir Palest-
ínumenn inn í landið og hefur nú
um fimmtungur allra þeirra sest
að í gamla föðurlandinu. Sumir
eru ellilífeyrisþegar sem eyða
vilja kyrrlátu ævikveldi undir ol-
ífutrjám á bernskuslóð.
Aðrir eru vel menntaðir hug-
sjónamenn sem blöskrar yfir-
gangur ísraelsku herstjórnarinn-
neim
ar á vesturbakkanum og niður-
níðsla á öllum svíðum. Þeir vilja
nýta þekkingu sína í þágu landa
sinna og bjóða stjórnvöldum
byrginn.
Ennfremur eru í hópnum ung-
menni sem foreldrarnir vilja
forða undan ýmsum hættum sem
eru á hverju stjái í Bandaríkjun-
um, eiturlyfjum, ofbeldi og kyn-
ferðislausung.
En í gamla landinu eru nýjar
hættur. Ekkert þeirra hefur fyrr
komist í kast við tortryggna og
taugaveiklaða dáta. Og öll eiga
þau því að venjast að fá óátalið
sagt sína meiningu. Umskiptin
eru því ekki eingöngu til hins
betra.
Abeer er sautján ára gömul og
bjó fyrrum í Tenessee. „Áður en
ég flutti hingað hafði ég aldrei séð
byssu nema í sjónvarpinu."
Skömmu eftir að hún settist að í
þorpinu Ramallah varð hún vitni
að því að ísraelskir hermenn
skutu á fólk sem var í mótmæla-
göngu og særðu ungan nágranna
hennar.
„Þetta er strákur sem ég þekki
og þeir skutu hann í fótinn. Ég
var skelfingu lostin. Fram að því
var ég hrædd við gyðinga, nú hata
ég þá.“ En Abeer á það sam-
merkt með flestum jafnaldra
sinna í hópi bandarísku Palest-
ínumannanna á vesturbakkanum
að hún harmar ekki að fjölskylda
hennar skyldi flytja á fomar slóð-
ir áanna.
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 22. júlí 1987