Þjóðviljinn - 29.07.1987, Page 7

Þjóðviljinn - 29.07.1987, Page 7
Fritlejde.jassdúóiðsemernæstumþvítríóogeraðfaraútumalltlandaðjassa fyrir landann. Ole Rasmussen, kontrabassinn og Nils Raae. (Mynd E.ÖI). Umsjón Ingunn Ásdísardóttir Tónlist Dönsk sveif la um landið Jassdúóið Frit lejde er að leggja land undir fót og mun spila hátt í tuttugu sinnum vítt og breitt um landið. En Reykvíkingar bera skarðan hlut frá borði í þetta sinn í Heita pottinum í Duus-húsi erspilaðurjassá sunnudagskvöldum og hefur verið svo íallt sumar. Er þetta nokkurtilbreytingfrá gítaristunum með gömlu bítlalögin sem sumum finnst heldur mikið af í kráarlífi miðbæjarins. Síðasta sunnudagskvöld spil- aði í Heita pottinum danskt jass- dúó, FRIT LEJDE, en það eru þeir Ole Rasmussen á kontra- bassa og Nils Raae á píanó. Þeir tóku Þjóðviljamanni ljúflega þegar barið var á dyr hjá þeim og buðu einn Gammeldansk í morg- unsárið. Uppástóðu að það væri varla hægt að kalla Gammel- dansk áfengi, þetta væri morgun- meðal, sem bæði hressti og kætti og bætti þar að auki meltinguna. „Mamma fær sér einn svona á hverjum morgni og verður aldrei misdægurt,“ sagði annar þeirra og brosti eiskulega. Dúó eða tríó! En spurningin var um jass og þeir verða snögglega alvarlegir í framan og segjast næstum lifa og deyja fyrir jassinn. Þeir eru á leiðinni út á land og ætla að spila vítt og breitt um landið: á Akur- eyri, Siglufirði, Ólafsfirði, Húsa- vík, Mývatni, Seyðisfirði, Egils- stöðum, Neskaupstað og Höfn. Þeir og kontrabassinn. Þeir segj- ast eiginlega vera tríó, kontrabas- sinn tekur mesta plássið í bflnum og þegar ferðast er í flugvél milli landa þarf að kaupa heilt sæti undir hann. Að vísu á barnafar- gjaldi. Aðspurðir um ætt og uppruna eins og venja er að gera hér á Fróni segjast þeir báðir fæddir og uppaldir rétt utan við Kaup- mannahöfn en eru núna búsettir inni í borginni. Nils er tónlistar- kennari að mennt frá tónlistar- háskólanum í Kaupmannahöfn og kennir í einkatímum ásamt því að spila. Hann segist aðallega kenna improvfsasjón og tónlist- arteoríu en segist ekki spila lengur klassík þó hann hlusti enn mikið á hana. Einnig kennir hann útsetningu en hann útsetur mikið af þeirri tónlist sem dúóið flytur. Ole er í rafmagnsverkfræði en segir miklu meiri tíma fara í tónli- stina en námið. Síðustu þrjú árin hefur hann verið í einkatímum hjá Nils-Henning Örsted Pedersen og gengur einnig í tíma í klassísk- um kontrabassaleik hjá Lars Malther sem er kontrabassa- leikari í Det Kongelige Kapel við Konunglega leikhúsið í Kaup- mannahöfn. Ráku big-bandið Spurningunni um af hverju þeir spili sem dúó svara þeir að þeir hafi kynnst er þeir spil- uðu báðir í big bandi á árunum ‘83-84. „Við sátum langtímum saman og létum okkur leiðast á meðan allir blásararnir voru að æfa sig, þeir þurfa svo langan æf- ingatíma af því að þeir eru svo margir. Við fórum að spjalla til að okkur leiddist minna og það endaði með því að við rákum alla hina úr bandinu og héldum áfram sem dúó. En þeir héldu samt áfram þó við rækjum þá. En án gríns, þá gengum við úr bandinu og höfum spilað sem dúó síðan.“ Hvernig tónlist spilið þið? „Aðallega þekkta ameríska standarda sem við útsetjum upp á nýtt. Inn í blöndum við frum- sömdum jass og jössum svo nor- ræn þjóðlög og þjóðvísur með til gamans. Þjóðvísur eru svo meló- dískar og gaman að spila þær en svo er þetta líka okkar tónlist, sem,þóaðþjóðlögséu, vel má útsetja sem jass. Hluti af því að spila þjóðlög er líka til að vera með dálítið persónulegt próg- ramm, ekki bara ameríska stand- ara.“ Hvar spilið þið helst? „Við spilum langmest á kaffi- húsum, bæði í Kaupmannahöfn en líka mikið á Fjóni og Jótlandi. Við þykjumst vera orðnir svolítið þekktir í Danmörku og stefnum að því að verða heimsfrægir á ís- landi hið fyrsta. Svo höfum við líka spilað mikið í félagsmið- stöðvum í litlum bæjum hingað og þangað í Danmörku en þannig miðstöðvar eru algengar þar og eru fyrir alla aldurshópa. Ekki bara fyrir unglinga eins og hér. Þar er aðstaða fyrir hvers konar hobbý og félagsstarfsemi og al- gengt einmitt að þangað komi alls konar hljómsveitir og spili. Það er mjög mikið tónlistarlíf í Danmörku og ótrúlegur fjöldi af hvers konar tónlistarhópum. Samkeppnin er því hörð og marg- ir um hituna. Sem dæmi má nefna að á bestu stöðunum spila kann- ski 70-80 grúppur yfir árið en um- sækjendur um að fá að spila á viðkomandi stað slaga hátt í þús- undið.“ íslendingar skemmtilega heiðarlegir Þið komuð hér í fyrra og spil- uðuð þá hér í Reykjavík og á Ak- ureyri og nú eruð þið komnir aft- ur. Hvað veldur þessari íslands- ást? „Það er okkur nauðsynlegt að komast frá Danmörku öðru hverju. Hingað? Það er svo gam- an að drekka Gammeldansk með íslendingum. Nei, íslendingar eru mjög skemmtilegir áheyrend- ur og það er gaman að spila fyrir þá. Þeir taka mikinn þátt í tónlist- inni og eru líka svo skemmtilega heiðarlegir. Þeir láta mann vita ef þeim þykir gaman en eru ekkert að liggja á því ef þeim leiðist. Danir, og sérstaklega Kaup- mannahafnarbúar, sitja bara og hlusta og maður veit ekkert hvað þeim finnst. Reyndar erum við dálítið hissa á því hvað reykvísk vertshús eru lítið fyrir að fá jassista til að spila. Á einum stað þar sem við komum og buðum þeim að spila var okk- ur hafnað á þeim forsendum að salan á barnum dytti niður um típrósent ef spilaður væri jass. Þetta þykir okkur stórmerkilegt. Þannig að í þessari ferð spilum við sem sagt bara einu sinni í höf- uðborginni og það var á Duus í gær. En það var reglulega gaman, nokkuð margt fólk og góðir áheyrendur. Svo hlökkum við mikið til að fara um landið og spila.“ Blaðamaður þakkar fyrir Gammeldanskinn og töltir út í rigninguna í hugleiðingum um að nú hafi dæmið snúist við og farið sé að mismuna Reykvíkingum gagnvart landsbyggðinni, að minnsta kosti hvað jass varðar. -ing Miðvikudagur 29. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Tónlist Edda í Tívolí Edda Erlendsdóttir píanóleikari fær lofsamlega dóma fyrir túlkun sína á Schön- berg í Tívolí í Kaupmannahöfn lega vel. Hún spilaði djarft í fyrsta hlutanum og hæfði það hin- um léttu köflum þess ákaflega vel. Öðrum kaflanum gaf hún tíma og alúð og lét minnin um píanóverk Brahms njóta sín til fulls með ástúðlegri og angur- værri túlkun. í hinum sérlega og tætingslega þriðja kafla lagði hún áherslu á lýriska tóninn. Með þessari Schönberg túlkun er Edda Erlendsdóttir tvímæla- laust komin í hóp þeirra bestu af miklum píanistum sumarsins í Tí- volí.“ Edda Erlendsdóttir píanó- leikari og kennari við tónlistarhá- skólann í Lyon í Frakklandi hélt nýverið tónleika í Tívolí í Kaup- mannahöfn og fékk mjög lofsam- lega dóma. Á efnisskrá Eddu voru verk eftir Zemlinsky, We- bern, Schönberg og Hafliða Hall- grímsson. Um tónleikana segir Jens Brincker tónlistargagnrýnandi Berlingske Tidende meðal ann- ars: „Bæði hið íslenska og hið al- þjóðlega átti hlut á tónleikum Eddu Erlendsdóttur. Hún byrj- aði í Vínarborg tuttugustu aldar- innar, skrapp svo til Islands áður en hún sneri sér að rómantíker- unum.“ Brincker fer síðan í gegnum efnisskrá Eddu og segir leik hennar hafa mátt vera meira af- gerandi framan af, en segir síðan um síðari hluta tónleikanna: „Stærsta upplifun kvöldsins var þó túlkun Eddu Erlendsdóttur á opus no. 11 eftir Schönberg. Þetta verk spilaði Edda frábær-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.