Þjóðviljinn - 19.08.1987, Blaðsíða 1
Útvegsbankinn
íhaldið felmtri slegið
Einstakirþingmenn Sjálfstœðisflokksins hóta stjórnarslitum verði Sambandinu seldur Útvegsbankinn.
Engin flokkslína innan Alþýðuflokksins um hverfœr bankann, en meirihluti virðistfylgja Sambandinu.
Tilgreina kemur að ríkið taki aðalstöðvar Sambandsins við Sölvhólsgötu upp íhluta af kaupverðinu
Eg sé ekki hvernig við getum
verið áfram í ríkisstjórninni
verði einokun Sambandsins í ís-
lensku viðskiptalífi efid með því
að selja því Útvegsbankann, sagði
þingmaður Sjálfstæðisflokksins í
viðtali við Þjóðviljann í gær. En
gifurleg ólga ríkir nú innan
fiokksins eftir að menn þar náðu
að jafna sig eftir leiftursókn SÍS
að rcytum Útvegsbankans, sem
álitin er þrauthugsað bragð
Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra
Sambandsins. Einstakir þing-
menn flokksins hafa haft við orð
að slíta stjórnarsamstarfinu taki
Jón Sigurðsson viðskiptaráð-
herra ákvörðun um að sclja
bankann til SÍS og þungavigtar-
menn úr hópi Sjálfstæðismanna f
röðum iðnrekenda hafa haft uppi
svipuð orð.
Ráðherrar annarra flokka
könnuðust í gærkveldi við að ein-
stakir þingmenn Sjálfstæðis-
manna hefðu haft uppi orð um
stjórnarslit. Þeir vildu hins vegar
ekki staðfesta orðróm um að ráð-
herrar íhaldsins hefðu haft uppi
hótanir um stjórnarslit.
Jón Sigurðsson eftir ríkisstjórnarfundinn í gær: Skulda Sambandinu svar fyrsf.
Nýja flugstöðin
Farþegar borga brúsann
Flugleiðir hœkkar fargjöldin 1. september
Flugleiðir hafa í hyggju að
hækka flugfargjöld um mán-
aðamótin, að sögn Leifs Magnús-
sonar, framkvæmdastjóra hjá
Flugieiðum. Að sögn Leifs er
þessi hækkun tilkomin vegna
breyttra verðforsendna innan-
lands og sumpart vegna þess
kostnaðarauka sem félagið ber
vegna leigu á aðstöðu í nýju flug-
stöðinni á Keflavíkurflugvelli.
- Ég get ekki sagt til um það
hve mikil hækkun verður á far-
gjöldum félagsins, sagði Leifur
Magnússon.
- Því er ekki að leyna að það er
ýmiskonar útgjaldaauki samfara
nýju flugstöðinni og leigan fyrir
aðstöðuna er mikil. Hvort við
munum fara að dæmi Amarflugs
og afsala okkur einhverju af því
athafanrými sem okkur var út-
hlutað í flugstöðinni get ég ekkert
fullyrt um. Við erum að kanna
möguleika á því hvort til að
mynda sé hægt að flytja eitthvað
af starfseminni yfir í flugþjónust-
ubyggingu, sem við reistum þar
skammt frá, sagði Leifur
Magnússon. -rk
Engin flokkslína er í röðum
krata um málið, en svo virðist
sem yfirgnæfandi meirihluti
hinna bestu manna þeirra telji að
SÍS hreppi bankann.
Þjóðviljinn hefur það jafn-
framt staðfest, að verði af sölunni
til SÍS hefur ríkið fullan hug á að
taka upp í hluta greiðslunnar
húsakynni SÍS við Sölvhólsgötu,
þar sem aðalstöðvar Sambands-
ins eru nú til húsa. Þetta hefur
þegar verið rætt milli SÍS og ríkis-
ins. En hið opinbera hefur lengi
haft augastað á húsinu sem og
öðrum hlutum torfunnar undir
húsnæði ráðuneyta.
Innan Sjálfstæðisflokksins er
talið að staða Þorsteins Pálssonar
þoli ekki að íhaldið tapi af bank-
anum til SÍS, og þessvegna verði
barist til þrautar. Ráðamenn sem
rætt var við í gær höfðu mjög
skiptar skoðanir á lyktum máls-
ins. Flestir töldu þó, að tæpast
yrði um slit á stjórnarsamstarfinu
að ræða þó bankinn færi til SÍS og
Þorsteinn og ráðherrar flokksins
myndu láta sér nægja „að gera
hávaða með bókunum" einsog
einn orðaði það. Áhrifamaður úr
miðstjórn flokksins var ósam-
mála þessu. Hann kvaðst telja aö
líf ríkisstjórnarinnar yrði ekki
lengra en örfáir mánuðir, fengi
SÍS bankann.
Ríkisstjórnin fjallaði um þetta
mál á fundi sínum í gærmorgun
og voru skoðanir ráðherra mjög
skiptar að loknum fundi.
Steingrímur Hermannsson sagði
að það þyrfti ákaflega sterk rök
til að hafna tilboði Sambandsins,
enda hefðu hlutabréfin verið
tekin úr sölu þegar tilboðið barst.
Þorsteinn Pálsson sagði að
stjórnvöld gætu tekið báðum til-
boðum og Jón Sigurðsson, sagð-
ist skulda SÍS svar fyrst.
Á fundinum var skipuð nefnd
þriggja ráðherra til að kanna til-
boðin og fundaði ráðherranefn-
din síðdegis í gær. Mun nefndin
meðal annars kanna tryggingar
að baki tilboðunum. í dag mun
viðskiptaráðherra svo hitta Val
Arnþórsson, stjórnarformann
Sambandsins.
Máletm Dankanna heyra undir
viðskiptaráðuneytið og það verð-
ur því Jón Sigurðsson, sem á lok-
aorðið í þessu fyrsta deilumáli
ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar.
ÖS-Sáf
Snœfellsness- og Hnappadalssýsla
Velheppnuð
forsetaheimsókn
Kornelíus Sigmundssonforsetaritari: Einstök
veðurblíða og höfðinglegar móttökur
að hefur hvarvetna verið
tekið höfðinglega á móti okk-
ur og veðrið leikið við okkur á
þessu ferðalagi. Við getum því
ekki verið annað en hæstánægð,
sagði Kornelíus Sigmundsson
forsetaritari þegar Þjóðviljinn
hafði tal af honum í félagsheimil-
inu Breiðabliki i gær þar sem
heimamenn tóku á móti Vigdísi
Finnbogadóttur forseta og fyigd-
arliði síðdegis í gær.
Síðdegiskaffið í Breiðabliki var
lokaáfanginn í fjögurra daga ferð
forsetans um byggðir Snæfells- og
Hnappadalssýslu. Einmuna
veðurblíða var meðan á ferð for-
setans stóð um sýslurnar og var
mikil og almenn þátttaka heima-
manna í þeim samkomum sem
haldnar voru forsetanum til
heiðurs.
- Það var úði í Reykjavík þeg-
ar við lögðum upp í ferðina en
sólin tók á móti okkur hér í sýsl-
unum og hefur fylgt okkur allan
tímann, en nú er komið úðaregn
aftur þegar við kveðjum. Heima-
menn hafa tekið einstaklega vel á
móti okkur, fært Vigdísi góðar
gjafir og flutt henni ljóð. Þetta
hefur verið afskaplega skemmti-
leg upplifun, sagði Kornelíus Sig-
mundsson. _i„
Haförninn
21 ungi
arnarpör urpu eða gerðu
tilraun til varps í sumar en
varpið tókst aðeins hjá 16 pörum
og komu þau upp 21 unga, sem er
að mati Fuglaverndunarfélagsins
og Náttúrufræðistofunar þokka-
legur árangur miðað við fyrri ár.
Varpið tókst áberandi best við
sunnanverðan Breiðarfjörð eins
og undanfarin ár en einnig með
besta móti við norðanverðan
fjörðinn. Við talningu í sumar
fiindust 36 arnarpör sem er
nokkru færra en undanfarin tvö
ár.
Ernir verpa nú eingöngu við
vestanvert landið og á Vestfjörð-
um. Langflest pörin eru við
Breiðafjörð 23 talsins, 7 við Fax-
aflóa og 6 í ísafjarðarsýslum.
-•g-