Þjóðviljinn - 19.08.1987, Page 6

Þjóðviljinn - 19.08.1987, Page 6
Manitóbaháskóli. Prófessorsstaða í ís- lensku er laus til um- sóknar Tekið verður á móti umsóknum eða tilnefningum til starfs við íslenskudeild Manitóbaháskóla og boðið upp á fastráðningu (tenure) eftir tiltekið reynslutímabil í starfi ef öllum skilyrðum er þá fullnægt. Staðan verður annaðhvort veitt á stig- inu „Associate Professor" eða „Full Professor" og hæfur umsækjandi settur frá og með 1. júlí 1988. Laun verða í samræmi við námsferil, vís- indastörf og starfsreynslu. Hæfur umsækjandi þarf að hafa lokið doktorsprófi eða skilað sambærilegum árangri á sviði íslenskra bók- mennta bæði fornra og nýrra. Góð kunnátta í enskri tungu er nauðsynleg sem og fullkomið vald á íslensku rit- og talmáli. Kennarareynsla í bæði málfræði og bókmenntum er mikilvæg og æskilegt að umsækjandi hafi til að bera nokkra kunnáttu í nútímamálvísindum. Þar sem ís- lenskudeild er að nokkru leyti fjármögnuð af sér- stökum sjóði og fjárframlögum Vestur- íslendinga, er ráð fyrir því gert að íslenskudeild eigi jafnan drjúga aðild að menningarstarfi þeirra. Þess er vænst að karlar jafnt sem konursæki um þetta embætti. Samkvæmt kanadískum lögum sitja kanadískir þegnar eða þeir sem hafa atvinnuleyfi í Kanada í fyrirrúmi. Umsóknir eða tilnefningar með ítarlegum greinargerðum um námsferil, rannsóknir og starfsreynslu, sem og nöfnum þriggja er veitt geti nánari upplýsingar, berist fyrir 30. október 1987. Karen Ogden Associate Dean of Arts University of Manitoba Flensborgarskólinn í Hafnarfiröi Frá Flensborgarskóla - öldungadeild Innritun íöldungadeild Flensborgarskólaferfram á skrifstofu skólans dagana 20. til 21. og 24. til 25. ágúst kl. 14 til 18. Námsgjald er kr. 4.500.- og greiðist það við innritun. Kennsla í öldungadeild hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 1. september. Stöðupróf verða haldin sem hér segir: Danska: þriðjudaginn 25. ágúst kl. 18. Franska: þriðjudaginn 25. ágúst kl. 18. Þýska: miðvikudaginn 26. ágúst kl. 18. Enska: fimmtudaginn 27. ágúst kl. 18. Vélritun: föstudaginn 28. ágúst kl. 18. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans, sími 50092. Skólameistari Þjóðviljinn vill ráða umboðsmann á Neskaupstað. Vinsamlegast hafið samband við afgreiðslu blaðsins í síma 91-681333. lUÓOVILIINN / Afmœlisþing B.I. Áætlun til aldamóta Um þróun íslensks landbúnaðar Á hátíðarfundi Búnaðarfélags íslands s.l. laugardag var eitt mál á dagskrá: Aætiun milliþinga- nefndar Búnaðarþings 1987 um gerð heildaráætlunar um þróun landbúnaðar til næstu aldamóta, svohljóðandi: Landbúnaður á íslandi er á tímamótum. Mikilvægt er að fé- lagssamtök bænda efli samstöðu sína og starf til að tryggja hag stéttarinnar og farsæld byggða í landinu. Búnaðarþing felur stjórn Bún- aðarfélags íslands að beita sér fyrir því í samvinnu við Stéttar- samband bænda, að gerð verði áætlun um þróun landbúnaðar á íslandi fram til næstu aldamóta. Áætlunin hafi það meginmark- mið, að treysta stöðu landbúnað- arins með því m.a. að efla nýjar búgreinar í því augnamiði að fra- mleiðslan og þjónustan verði fjölbreyttari, svo og að auka hag- kvæmni í hefðbundnum búskap. Miðað skal við, að með hag- kvæmum fjöldkyldubúskap búi bændur hvorki við lakari kjör né Bjarni Guðráðsson mælir fyrir áætluninni. Mynd Sig. lengri vinnutíma en aðrir þegnar þjóðfélagsins. Leggja ber áherslu á að auka fagþekkingu bænda með því að efla bændaskólana, endurskipu- leggja leiðbeiningaþjónustuna og laga rannsóknir að breyttum við- horfum. Lokið verði við áætlunina og hún lögð fyrir Búnaðarþing 1980. Jafnframt áætluninni verði gerð jarðabók, er gefi sem gleggstar upplýsingar um allar búiarðir í landinu. I milliþinganefndinni áttu sæti: Bjarni Guðráðsson formaður, Egill Bjarnason, Jón Ólafsson, Jón Hólm Stefánsson og Stefán Halldórsson. - mhg Hvítasunnuhreyfingin Varað við lauslæti Árið 1000 tóku íslendingar kristni og hurfu frá heiðni. Þjóðin fékk að reyna misjöfn kjör og oft mikla óbilgirni af annarra hálfu en trúin á Guð föður og frelsar- ann Jesú Krist reyndist stoð í þrengingum og ljós í myrkviði erfiðleikanna. Á okkar dögum sjáum við mikið fráhvarf frá kristinni trú og siðferði ef marka má atferli þjóðarinnar. Hjónabandið er stofnsett af Guði sjálfum og því heilög stofn- un. Hjúskaparheitið um ævar- andi trúnað og gagnkvæma skuldbindingu maka ber að virða. Fjölgun hjónaskilnaða og óvígðra sambúða sýnir þverrandi virðingu fyrir tilskipan Guðs á sviði fjölskyldumála. Guð hatar hjónskilnaði. Hvert og eitt hjónaband getur lent í erfiðleikum. Við hvetjum hjón sem í þeim lenda að leita lausnar á vandanum í stað þess að flýja hann með auðfengnum hjónaskilnaði. Þá sem leita ham- ingju fyrir sig og afkomendur sína hvetjum við til að halda hjóna- bandið í heiðri. Nú uppskera menn bitran ávöxt lauslætis og hins „frjálsa kynlífs” í örri útbreiðslu eyðni- veirunnar. Guð ætlaði kynlífinu sess innan hjónabandsins, allt lauslæti, hórdómur og saurlífi er synd. Við minnum á gildi hrein- lífis og trúnaðar á sviði kynlífsins. Þeim sem slíkt ástunda er ekki þörf á verjum gegn eyðni, séu hlutaðeigendur ósýktir fyrir. Það er sorgleg staðreynd að fóstureyðingum fer sífjölgandi þrátt fyrir að lífskjör öll og öll skilyiði til farsæls mannlífs hafi aldrei verið betri á íslandi en nú. Guð er höfundur lífsins og enginn annar hefur vald til að eyða lífi.. Fósturdeyðing getur aldrei verið lausn á félagslegum vanda. Búi verðandi móðir við svo bágar að- stæður að henni sé illkleift að sjá ófæddu barni sínu farborða hlýtur það að vera skylda þjóðfél- agsins og þegna þess að bæta úr bágindunum með félagslegum aðgerðum. Skorum við á Alþingi að endurskoða ákvæði um félags- legar forsendur fóstureyðinga og leysa hinn félagslega vanda í stað þess að eyða lífi óborinna íslend- inga. Einnig minnum við á fjölmarg- ar íslenskar fjölskyldur sem þrá það heitast að fá að bjóða börn velkomin og veita þeim umönnun og uppeldi. Við skorum á yfirvöld mennta- mála að taka til endurskoðunar námsefni í kristnum fræðum 8. og 9. bekkjar grunnskóla. Þar þarf að veita miklu meiri og miklu betri fræðslu um kristilegt sið- gæði á sviði fjölskyldu-, kynlífs- og uppeldismála. Benda þarf á skaðsemi lauslætis og afbrigði- legs kynlífs og kenna nemendum að bera virðingu fyrir eigin lífi og líkama. Við sendum íslensku þjóðinni blessunaróskir og kærleikskveðj- ur í nafni Jesú Krists. Við hvetj- um alla sem byggja þetta land til að sameinast í bæn til Guðs um að vel ári til lands og sjávar og að við fáum notið afla handa okkar í friði og réttlæti. Til að friður haldist og réttlætið aukist er okkur nauðsynlegt að hlíta þeim reglum sem Guð hefur sett og gilda frá kynslóð til kyn- slóðar. Þær er að finna í Biblí- unni, Heilagri ritningu kristinna manna. Sam Daníel Glad Sigtúnshópurinn Mál okkar í skoðun Allir þekkja þá staðreynd að sögur og samtöl milli manna vilja oft brenglast í meðförum og er þar oft um að ræða ónákvæmt orðalag og/eða misskilning. Vegna þessa verð ég að gera örfá- ar athugasemdir við frétt biaðsins sem byggð er á viðtali við mig í gær- . Sigurður A. Fnðþjófsson blaðamaður átti um það bil 5 mínútna símtal við mig í gær og þar sagði ég honum m.a. að „...vænta mætti niðurstöðu frá félagsmálaráðherra í næsta mán- uði...“, í fréttinni stendur: „...lofaði Jóhanna að koma með útspil í upphafi næsta mánað- ar...“. Ég sagði blaðamanninum „...mörgum finnst súrt í broti að sitja uppi með miklu lægri lán frá húsnæðiskerfinu heldur en eru veitt núna samkvæmt nýja kerf- inu...“, í fréttinni segir „...vilja njóta sömu kjara og þeir sem fá lán eftir nýja kerfinu...“. í fréttinni stendur „...var rætt um verðbætur til þessa hóps og hvemig hægt er að útfæra þær í nýju skattalögunum...“. Orðið „verðbætur“ í þessu samhengi er hægt að misskilja en hið rétta kemur fram hér á eftir. Að endingu þetta: Við áttum gagnlegt samtal við Jóhönnu Sig- urðardóttur félagsmálaráðherra í gær. Okkur langaði að vita meira um það ákvæði stjórnarsáttmál- ans sem fjallar um skuldbreyt- ingu skammtímalána yfir í lán hjá húsnæðiskerfinu. Hún upplýsti okkur um að verið væri að skoða þetta mál hjá ráðuneytinu en lík- lega yrði ekkert að frétta fyrr en í næsta mánuði. Enn fremur ræddum við ákveðnar tillögur sem við lögðum fyrir fjárhags- og viðskiptadeild efri deildar s.l. vor um meðferð áfallinna og ógreiddra verðbóta á fasteignalánum í nýju skattakerfi og munum við í framhaldi af því koma með nánari útfærslu á þeim tillögum okkar. Við í Sigtúnshópnum höfum alltaf reynt að koma frá okkur sem réttustum upplýsingum til fjölmiðla og þykir mjög miður að frétt blaðsins í gær var ónákvæm í nokkrum atriðum. F.h. Sigtúnshópsins Sturla Þengilsson 6 SÍÐA - ÞJÓÐVIL.JINN Mlðvlkudagur 19. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.