Þjóðviljinn - 19.08.1987, Side 8

Þjóðviljinn - 19.08.1987, Side 8
Love me tender... Tíu árum eftir and- látið er ekkert lát á vinsældum Elvis Presley, konungs rokksins Það var á þeim árum þegar stúlkurnar fóru að greiða hárið upp í fagurlega strokna flókahrauka sem líktust toppunum á Dairy Queen- mjúkísnum og strákarnir settu hvíta brillíantínfitu í hárið svo að gljáandi bylgjurnar gengu upp af kollvikunum og enduðu í u-löguðu dalverpi með fitulöðrandi lokk sem lá fram á ennið eins og tálbeita. Það var á þeim tíma þegar nælonsokk- arnir urðu saumlausir og níðþröng pilsin styttust upp undir nára og háu hælarnir gáfu stúlkunum þetta sérkennilega göngulag sem eins og gaf til kynna að þær væru annað hvort með magapínu eða þá að missa niður um sig nærbuxurnar. Og támjóu svörtu skórnir, sem stóðu eins og sporar út í loftið og breiðu grænu og rauðu silkibind- in með stúlkumyndunum og svit- astorknar nælonskyrturnar gerðu strákana ómótstæðilega í augum stelpnanna sem teygðu út úr sér tyggigúmmíið í löngum dræsum og ófu því um vísifingur hægri handar ef þær blésu það ekki upp í blöðrur sem huldu stóran hluta andlitsins áður en þær sprungu með rökum smelli svo að blautur gúmmímassinn flattist út yfir bleiklitaðar varirnar. Og strák- arnir púuðu Lucky strike og lásu Basil fursta eins og ekkert væri. Það var á þessum ógleymanlegu tímum sem ég komst á gelgju- skeiðið og upplifði um leið mestu menningarbyltingu sem riðið hef- ur yfir Vesturlönd frá því að Gut- henberg uppgötvaði prenttækn- ina: fæðingu rokksins með stjörn- unum Bill Haily, Tommy Steel og rokk-kóngnum sjálfum, Elvis Presley. 30 ára eilífð Það er eins og heil eilífð sé lið- in, þegar maður les það nú í er- lendum blöðum að þann 16. ág- úst síðastliðinn hafi verið liðin 10 ár frá því að hjarta rokk-kóngsins brast undan frægðinni og vin- sældunum sem hann hafði þá not- ið í rúm 20 ár og áttu sér ekki hliðstæðu meðal skemmtikrafta í heiminum fyrr eða síðar. Sú orka sem rokkið leysti úr læðingi meðal unga fólksins um heim allan á miðjum 6. áratugn- um átti eftir að marka tímamót í sögunni, tímamót sem áreiðan- lega hafa verið vanmetin til þessa, tímamót þar sem ung- lingar urðu í fyrsta sinn í sögunni að sjálfstæðu og mótandi afli í þjóðfélaginu. Afli sem ekki laut boðum og banni forfeðranna, heldur tjáði sig á sinn sérstaka hátt, í fatnaði, hárgreiðslu og tísku, en síðast en ekki síst í dansi og tónlist sem braut allar fyrri reglur og hömlur. Rokkað í Stjörnubíói Ég gleymi því ekki þegar ég í fyrsta skipti sá rokk-mynd á 5- sýningu í Stjörnubíói einhvern tímann á miðjum 6. áratugnum. Þegar Bili Haily greip gítarinn og fór að syngja „Rock around the clock“ var eins og allt ætlaði af göflunum að ganga. Áhorfend- umir, sem nú eru komnir á það aldursskeið að teljast miðaldra og famir að passa barnabörnin á kvöldin á meðan börnin em í næt- urvinnu að koma sér upp nýja húsinu, þessir áhorfendur létu öllum illum látum, stöppuðu taktfast í gólfið, stóðu upp í sæt- um sínum, öskmðu og rifu hand- riðin af sætunum til þess að nota þau sem barefli við það að berja taktinn. Sú bælda orka sem þama braust út átti síðan eftir að magn- ast enn í meðfömm snillingsins Elvis með lögum eins og „Hound Dog“ og „Jailhouse Rock“, en það má segja um bæði þessi lög að það megi rekja æskulýðsupp- reisn 7. áratugarins aftur til þeirra. Kynslóðabilið En hvað var það sem gerði El- vis svona sérstakan? Sú uppreisn sem rokk-tónlistin fól í sér gagnvart sykursætum og væmnum slögurum eftirstriðsár- anna eins og þeir voru á vömm söngvara á borð við Frank Sin- atra og Bing Crosby átti rætur sínar að rekja til svartrar alþýðu- tónlistar, blues og country tónl- istar. Þetta var tónlist sem Presl- ey ólst upp við og dýrkaði á upp- vaxtarárum sínum í fátækrahverfi í bænum Tupelo í Missisippi. Þessi alþýðlegi uppruni setti sinn svip á tónlist hans sem var undar- legt sambland af blíðukenndri mýkt og sakleysi annars vegar og kynferðislega eggjandi og ögr- andi framgöngu og hljómi hins vegar. Þegar allt þetta blandaðist saman varð úr því mólotoffkokt- eill sem kveikti bál í hverju stúlk- uhjarta og gaf strákunum herping í lærin rétt eins og kóngurinn sýndi sjálfur á sviðinu með svo ögrandi hætti að hneykslun vakti á meðal miðaldra manna og kvenna. Þessi kokteill reyndist vera rétta blandan til að vekja sjálfsímynd þeirrar kynslóðar sem fædd var í lok heimsstyrjald- arinnar síðari og vildi ekki láta flækja sér inn í spurningar eldri kynslóðarinnar um sekt og sak- leysi í þeim hildarleik. Því rokkið hlaut engu minni hljómgrunn austan hafs en vestan, eins og við- tökurnar í Stjörnubíói um miðjan 6. áratuginn sönnuðu. Rokkið átti eftir að staðfesta það kyn- slóðabil, sem á þessum tíma var nýlunda en varð brátt að óvinn- andi vfgi æskunnar um sjálfs- ímynd sína og sjálfstæði gagnvart eldri kynslóðinni sem axla þurfti efnahagslega og siðferðilega ábyrgð á þeim heimi sem æskunni var skapaður. Eilíf œska Rokktónlistin var tákn æsk- unnar og kóngur hennar, Elvis Presley, hlaut að vera það um leið. En krafan um hina eilífu æsku var eitt af því sem rokk-kóngnum reyndist hvað erf- iðast að standa við á rúmlega 20 ára ferli sínum: þegar hann lést af hjartaáfalli 16. ágúst 1977 var hann útbrunninn og útlifaður af ofneyslu áfengis og lyfja og hóf- lausu líferni í alla staði. Eigin- kona hans, Pricilla, lýsti honum sem stóru eigingjörnu barni sem eltist við dutlunga sína af fullkomnu hömluleysi. Kynni þeirra hjóna hófust reyndar með því að hann byrlaði henni eiturlyf 17 ára gamalli með þeim afleið- ingum að hún svaf í 48 klukku- stundir. Óteljandi eru sögurnar sem sagðar eru af sjúklegum til- tektum stjörnunnar. Sagan segir til dæmis að þegar þannig bar við hafi hann ekki hikað við að taka einkaþotu til Dallas eða Denver til þess að fá sér uppáhaldsréttinn sinn, sem var samloka með hnet- usmjöri og djúpsteiktum ban- önum. Hann var góði gæinn sem sagt var um að hann ætti það til að gefa góðkunningjum sínum ká- diljálk upp úr þurru, og altalað var hið góða samband hans við móðurina, en hann þakkaði henni allan frama sinn. Dýrið og dýrlingurinn Eftir dauða kóngsins mögnuð- ust sögurnar um hann um allan helming og tóku æ meir á sig líki helgisagnar. Þannig segir plötu- snúður einn í samtali við blaða- mann vikuritsinsNewsweek: „Ég vil ekki vanhelga trúna, en hann var engum líkur nema Jesú. Einu sinni þegar við vorum í ökuferð stöðvaði hann bílinn og sagði: Sjáðu skýið þarna. Ég ætla að hreyfa þetta ský. Og skýið hreyfðist. Kannski vindurinn hafi gert það, ég veit það ekki, en El- vis bara brosti til okkar og svo héldum við áfram.“ Elvis var goðsagnavera sem sameinaði í einni persónu dýrið og dýrlinginn. Þegar hann dó hafði dýrið í honum étið upp þann æskuljóma sem goðsagan krafðist, og dauðinn kom því sem frelsandi engill til þess að fullkomna helgisögnina um dýr- hnginn. Þannig vildu aðdáend- 8 S(ÐA - ÞJÓÐVIUINN Ml&vlkudagur 19. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.