Þjóðviljinn - 19.08.1987, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 19.08.1987, Qupperneq 10
ERLENDAR FRÉTTIR Reagan hrópar fyrirmæli sín til kolleganna í suðri en Þjóðarleiðtogarnir fimm í Guatemala. Frá vinstri: Ortega frá Nicaragua, Duarte frá El Salvador, gestgjafinn Cerezo, Azcona frá Honduras og enginn hlýðir lengur. Arias frá Costa Rica. Rómanska Ameríka Gengið í berhögg við Bandaríkjastjóm Eftirað lýðrœðislega kjörnar stjórnir settust að völdum víða í sunnanverðri Ameríku hafa áhrif Bandaríkjamanna í álfunni dvínað mjög ess gætir í auknum mæli að leiðtogar rtkja í Rómönsku Ameríku vilji draga úr ítökum Bandaríkjamanna í álfunni og móta stefnu í ýmsum málum sem gengur í berhögg við vilja stóra bróður í norðri. Guatemala- fundurinn Á friðarráðstefnu fimm þjóð- arleiðtoga í Guatemala fyrir skemmstu fékk áætlun Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta um frið í Mið-Ameríku sáralitla um- fjöllun. Ekki var höfð nein hlið- sjón af henni þegar valdsmenn- irnir fimm festu á blað eigin ráða- gerðir um leiðir til að binda enda á borgarastríð í þrem ríkjum á svæðinu. í tillögum Reagans var eingöngu rætt um átök Kontra- liða og stjórnarhersins í Nicarag- ua og blandaðist engum hugur um að í þeim var dreginn taumur hinna fyrrnefndu. Að auki var hvergi á það minnst í pésa Bandaríkjastjórnar að ráðamenn í Managua hefðu minnsta rétt á því að telja sig rétt- mæta leiðtoga þjóðar Nicaragua. Að minnsta kosti ættu Kontralið- arnir, sem reknir eru af banda- rísku almannafé en njóta engrar samúðar í Nicaragua og hafa ekki náð að vinna lófastóran blett lands, ekki síður tilkall til slíkra nafnbóta. Það liggur því í augum uppi að tillögur Reaganstjórnarinnar voru ekkert annað en helber sýndarmennska einsog banda- ríski öldungadeildarþingmaður- inn Edward Kennedy benti rétti- lega á. í áætlun leiðtoganna fimm er það skýrt tekið fram sem allir vita að í Nicaragua er ein ríkis- stjórn og það er ríkisstjórn Nicar- agua en ekki bófaflokkur sem hefur aðsetur í öðru landi. „Þjóðir vakna“ Það er ný bóla að fjöldi leiðtogi ríkja sem nefnd hafa verið „bak- garður Bandaríkjanna“- skuli með jafn opinskáum hætti snið- ganga vilja ráðamanna í Was- hington. Enda hafa ýmsir frétt- askýrendur í Rómönsku Amer- íku tekið svo djúpt í árinni að ræða um „síðari sjálfstæðisyfir- lýsinguna" eða að ríkin í suðri væru „að vakna til lífsins". Þótt ýmsir gjaldi varhuga við hóflausri bjartsýni þá hafa menn trú á því að lýðræðið, er fjöldi þjóða álfunnar hefur nýlega heimt úr helju, eigi langa lífdaga fyrir höndum. Margir binda vonir við að þjóðkjörnir forystumenn geti ráðið fram úr þeim mikla og margvíslega vanda sem við er að glíma og þori að bjóða Sámi frænda byrginn. Leiðtogafundur án Bandaríkjamanna En þótt fundurinn í Guatemala hefði markað nokkur þáttaskil í samskiptum Bandaríkjanna og grannríkjanna í suðri þá myndi sá atburður einn og sér ekki hafa nægt til þess að menn færu að draga mjög víðtækar ályktanir. Fleira hangir á spýtunni. Aðeins örfáum dögum eftir að fímmmenningamir héldu til síns heima lýstu átta þjóðarleiðtogar úr álfunni því yfír að þeir hygðust efna til ráðstefnu um málefni ríkja sinna án þátttöku Banda- ríkjastjómar og myndi slík sam- koma þaðan í frá verða árviss at- burður. Fundurinn verður haldinn dag- ana 26.-27. nóvember næstkom- andi og munu hann sækja hæst- ráðendur Argentínu, Brasilíu, Perú, Kólombíu, Mexíkó, Urug- uay, Venezuela og Panama. í löndum þessum búa um 80 af hundraði innbyggjara Rómönsku Ameríku sem em um 400 miljón- ir talsins. „Loksins, loksins, höfum við Suður-Ameríkumenn sjálfir frumkvæði að því að halda leiðtogafund,“ segir Alan Wagn- er, utanríkisráðherra Perú, og eru viðbrögð hans mjög skiljan- leg sé það haft í huga að aðeins tveir slíkir fundir hafa verið haldnir áður, árin 1962 og 1967, og kvöddu Bandaríkjamenn til beggja. Efnahagssamvinna Á sama tíma og áætlanir eru á prjónunum um leiðtogafund vinna ríkisstjórnir landanna leynt og ljóst að því að stórauka við- skipti þeirra og samvinnu á sviði efnahagsmála. Ennfremur vinna þær að mótun sameiginlegrar stefnu í skuldamálum álfunnar en vestrænir lánardrottnar eiga nú um 380 miljarða bandaríkjadala hjá ríkjum rómönsku Ameríku. Ekki eins auðsveipir og fyrrum Suðuramerískir diplómatar kveða það af og frá að stjórnir landa sinna hyggist fjandskapast við Bandaríkjastjórn en valds- herrar í Washington verði að gera sér grein fyrir því að sú tíð sé liðin að þeir geti sagt kollegum sínum í suðri að sitja og standa einsog þeim þóknast. Þetta hefur komið skýrt fram í starfi Samtaka Ameríkuríkja (OAS). Þar á 31 fulltrúi jafn- margra þjóða atkvæðisrétt en fram að þessu hafa fundir sam- takanna fýrst og fremst snúisfum afgreiðslu og samþykkt tillagna Bandaríkjamanna. En uppá síðkastið hefur annar verið uppi á þeim bæ. Hvað eftir annað hafa fulltrúar rómönsku ríkjanna vísað hugmyndum Re- aganstjórnarinnar á bug. Til að mynda þverneituðu þeir í síðasta mánuði að samþykkja vítur á leiðtoga Panama í raun, Manuel Antonio Noriega hershöfðingja, en hann hefur ekki átt uppá pall- borðið hjá Bandaríkjastjórn að undanförnu. Þrem mánuðum áður höfðu ráðamenn í Washington farið þess á leit við rómanska vini og bræður að þeir létu þeim í hendur rétt til að beita neitunarvaldi gegn meirihlutasamþykktum Ameríska þróunarbankans en það var ekki tekið í mál. í febrúarmánuði síðastliðnum ollu leiðtogar úr suðri Banda- ríkjastjóm skelfilegum vonbrigð- um þegar þeir neituðu að sam- þykkja ályktun á fundi mannréttindanefndar Samein- uðu þjóðanna í Genf þar sem ó- fögrum orðum var farið um meint mannréttindabrot Kúbustjórnar. Búnir að fá sig fullsadda Það er ekki af hrifningu á stjórnarfari í Panama, Nicaragua og á Kúbu að ráðamenn í löndum rómönsku Ameríku vilja ekki taka þátt í aðför Bandaríkja- stjórnar á hendur þessum ríkjum. Ástæðan er einfaldlega sú að þeir eru búnir að fá sig fullsadda af íhlutun bandarískra valdsherra í málefni álfunnar. Þau eru nefni- lega næsta fá ríkin sunnan landa- mæra Bandaríkjanna sem ekki hafa einhverntíma orðið fyrir barðinu á ráðríki þeirra. Því eru leiðtogarnir núorðið mjög áfram um að virða fullveldi nágranna- ríkja og hafa ekki afskipti af innanríkismálum þeirra. Reagan botnar ekki neitt í neinu Sendiherra ónefnds Evrópu- ríkis í ónefndu Suður-Ameríku- ríki orðar þetta svo: „Það sem Reaganstjórnin getur ekki með nokkru móti skilið er það að hægt er að hafa ímugust á stjórnarfar- inu á Kúbu eða í Nicaragua án þess að geta fallist á framkomu Bandaríkjamanna í þeirra garð.“ Reagan virðist ennfremur ekki með nokkru móti geta áttað sig á að nú eru aðstæður í rómönsku Ameríku allar aðrar en þegar hann settist við stjómvölinn í Washington. Þá ríktu herfor- ingjastjómir í tíu ríkjum sem nú hafa lýðræðislega kjörna leið- toga. Herforingjarnir voru bandarískum ráðamönnum áka- flega leiðitamir en núverandi valdhafar telja sig verða að standa löndum sínum, kjósend- um, skil gerða sinna en ekki fors- eta Bandaríkjanna. REYKJkMIKURBORG ALau&#si Sfödur Unglingaathvarfið Tryggvagötu 12, óskar eftir starfsmanni í 46% kvöldstarf. Æskilegt að umsækjendur hafi kenn- aramenntun eða háskólamenntun í uppeldis-, félags-, og/eða sálarfræði. Umsóknarfrestur er til 24. ágúst 1987. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 20606 eftir hádegi virka daga. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Auglýsið í Þjóðviljanum -ks. 10 S(ÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 19. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.