Þjóðviljinn - 19.08.1987, Síða 15

Þjóðviljinn - 19.08.1987, Síða 15
MOila-iÆio Punktar úr 13. og 14. umferð 13. umferð Tveir leikmenn léku í fyrsta skipti í 1. deild í 13. umferð. Jón- as Hjartarson með FH gegn KA og Örn Gunnarsson með í A gegn ÍBK. ÍA náði með sigrinum á ÍBK 600 stigum í 1. deildarkeppninni frá upphafi. í A er reyndar komið með 602 stig samtals. Gunnar Oddsson fyrirliði ÍBK lék gegn ÍA sinn 50. leik í 1. deild. Sveinbjörn Hákonarson, ÍA, skoraði sitt 30. mark í 1. deildar- keppninni í leiknum við ÍBK. Friðrik Friðriksson lék gegn Víði sinn 50. leik með Fram í 1. deild. Hann hefur að auki leikið 18 leiki fyrir Breiðablik. FH hefur aldrei náð að sigra KA í 1. deild. í sex viðureignum liðanna hefur KA unnið fjórum sinnum en tvívegis hefur orðið 0- 0 jafntefli, í bæði skiptin í Hafn- arfirði. í A vann sigur fimmta árið í röð í Keflavík. ÍBK hefur reyndar að- eins náð að vinna heimaleik gegn ÍA einu sinni í 13 tilraunum, allt frá árinu 1974. Það var 1982 að ÍBK tókst að sigra 1-0. Fram hefur ekki tapað deilda- leik gegn Víði. í 8 leikjum lið- anna í 1. deild hefur Fram unnið 6 sinnum en tvisvar hefur orðið jafntefli. Valur vann sinn 11. sigur á Þór í 14 leikjum félaganna í 1. deild. Þór hefur tvisvar sigrað og einu sinni orðið jafntefli. KR er með 100 prósent árang- ur gegn Völsungi í deildakeppn- inni, fjórir sigrar í jafnmörgum leikjum í 1. og 2. deild. -VS 14. umferð Fjórir leikmenn léku sinn fyrsta 1. deildarleik í 14. umferð. Það voru Sigursteinn Gíslason, KR, Einvarður Jóhannsson, ÍBK, Birgir Karlsson, Þór, og Unnar Jónsson, Völsungi. Allir komu inná sem varamenn. Sævar Jónsson lék gegn FH sinn 100. leik í 1. deild fyrir Val. Óli Þór Magnússon, IBK, lék gegn KR sinn 100. leik í 1. deild. Þar af eru 84 fyrir ÍBK en 16 fyrir Þór. Guðjón Guðmundsson og Vil- berg Þorvaldsson léku báðir sinn 50. leik í 1. deild með Víði, gegn Völsungi. Þetta var 50. leikur Víðismanna í 1. deild svo þeir tveir hafa verið með í öllum ieikjunum. Njáll Eiðsson lék gegn FH sinn 50. leik með Val f 1. deild. Hann hefur að auki leikið 33 með KA. Birkir Kristinsson lék gegn Þór sinn 50. leik með ÍA í 1. deild. Hann hefur að auki leikið 2 með KA. Ólafur Gottskálksson lék gegn Fram sinn fyrsta 1. deildarleik fyrir KA. Svavar Geirfinnsson, Völs- ungi, skoraði gegn Víði sitt fyrsta 1. deildarmark. Helgi Helgason, Völsungi, skoraði í sama leik sitt fyrsta 1. deildarmark í fimm ár. Hann skoraði síðast fyrir Víking í 1. deild 1982. Pétur Ormslev er orðinn annar markahæsti leikmaður Fram í 1. deild frá upphafi með 49 mörk. KA hefur ekki sigrað Fram í 6 heimaleikjum í röð, eða frá fyrsta 1. deildarleik liðanna árið 1978 sem KA vann 3-0. Mark Ólafs Kristjánssonar fyrir FH gegn Val er fyrsta 1. deildarmarkið sem FH skorar á Hlíðarendavellinum. FH tók þar jafnframt stig af Val í fyrsta skipti í níu síðustu viðureignum félag- anna í 1. deild. ÍÞRÓTTIR ★iðið Það er aðeins ein breyting á Stjörnuliði Þjóðviljans í 14. umferð. lan Fleming kemur í stað Vilhjálms Einarssonar. Líklega má búast við fleiri breytingum eftir næstu umferð því margir leikmenn eru nálægt því að komast í liðið. Stjörnuliðið eftir 14. umferð, stjörnufjöldi í svigum: Birkir Kristinsson ÍA (12) Birgir Skúlason Völsung (8) Sævar Jónsson Val (10) lan Fleming FH (7) Guðni Bergsson Val (11) Gunnar Oddsson IBK (11) Andri Marteinsson KR (10) Halldór Áskelsson Þór (13) Pétur Ormslev Fram (15) Pétur Pétursson KR (12) Jón Grétar Jónsson Val (9) 4. deild Sigur hjá Víkverja Víkverji sigraSi Gróttu í gær í úrslitakeppni 4. deildar, 2-1 og er nú í efsta sæti í A-riðli úrslitakepp- ninnar. Finnur Thorlacius náði foryst- unni fyrir Víkverja, en Valur Sveinbjörnsson jafnaði fyrir Gróttu. Það var svo Níels Guð- mundsson sem tryggði Víkverjum sigur. -Ibe 3. deild Fylkir stendur vel Sigraði Aftureldingu, en Stjarnan tapaði gegn Leikni björn Jóhannesson jafnaði fyrir Fylkismenn höfðu ástæðu til að brosa í gær. Þeir sigruðu Aftureld- ingu, 2-1 og á sama tíma bárust þær fréttir úr Garðabænum að Stjarn- an, helsti keppinautur þeirra, hefði tapað gegn Leikni. Það voru óvænt úrslit í Garðabæ. Leiknir sigraði Stjörnuna, 2-1. Sæ- var Gunnleifsson skoraði bæði mörk Leiknis, en Valur Árnason minnkaði muninn fyrir Stjörnuna. Fylkismenn áttu í mestu vand- ræðum með Aftureldingu. Baldur Bjarnason náði forystunni í síðari hálfleik, en Óskar Óskarsson jafn- aði skömmu síðar. Það var svo Gústaf Vífilsson sem tryggði Fylk- ismönnum sigur rétt fyrir leikslok. ÍK sigraði Aftureldingu, 2-1 og þar kom sigurmarkið á síðustu sek- úndu leiksins. Steindór Elísson náði forystunni fyrir ÍK, en Guð- Njarðvík. Jón Hersir Elíasson skoraði svo sigurmarkið á síðustu sekúndunni. Grindavík sigraði Reyni í hörku- leik, 4-2. Júlíus Pétur Ingólfsson og Hjálmar Hallgrímsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Grindavík, en Kjartan Einarsson skoraði bæði mörk Reynis. Haukar sigruðu Skallagrím, 4-1. Snæbjörn Óttarsson skoraði mark Skallagríms. Staðan í A-riðli: Fylkir ... 15 13 2 0 39-9 41 Stjarnan ... 15 12 0 3 45-16 36 ÍK ... 15 8 1 5 41-24 25 Atturelding ... 15 8 1 5 32-22 25 Reynir ... 14 8 1 5 31-23 25 Grindavík ... 15 5 3 6 27-23 21 Leiknir .... 15 4 5 6 21-15 17 Haukar .... 15 4 0 11 19-32 12 Njarðvik .... 14 3 2 9 16-22 11 Skailagrímur... .... 15 0 1 12 6-74 1 -Ibe England Inglbjörg Jónsdóttir skorar hér 6. mark Vals. Mynd: Ibe. Kvennaknattspyrna Valur og ÍA í úrslit Það verða Valur og ÍA sem mæt- ast í úrslitaleik Bikarkeppni kvenna. Valur sigraði Breiðablik, 7-0 og ÍA sigraði ÍBK, 6-2. Valsstúlkur höfðu mikla yfir- burði gegn Breiðablik og í hálfleik var staðan 4-0. Brynja Guðjóns- dóttir skoraði þrjú mörk, Ingibjörg Jónsdóttir tvö, og Ragnheiður Vík- ingsdóttir og Guðrún Sæmunds- dóttir eitt hvor. Keflarvíkurstúlkurnar höfðu for- ystuna gegn ÍA í hálfleik 2-1, en Skagastúlkurnar gerðu út um leikinn í síðari hálfleik með fimm mörkum. Ragnheiður Jónsdóttir skoraði fjögur mörk og Vanda Sigurgeirs- dóttir og Sigurlín Jónsdóttir skoruðu eitt mark hvor. Inga B. Hákonardóttir og Svandís Magnús- dóttir skoruðu mörk ÍBK. Það verða því Valur og ÍA sem mætast í úrslitum Bikarkeppninn- ar. -MHM Bryndís Ólafsdóttlr setti íslandsmet í 100 metra bringusundi, en það nægði ekki í úrslit. Sund islandsmet Bryndísar Besti árangur íslands á fyrsta degi EM í sundi Islensku keppendurnir á Evr- ópumótinu í Strasbourg náðu ekki í úrslit í gær. Bryndís Ólafs- dóttir náði þó góðum árangri, setti Islandsmet í 100 metra skriðsundi og var ekki langt frá því að komast í B-úrslit. Bryndís synti á 58.87 sekúnd- um og hafnaði í 18. sæti af 26 keppendum. Það leit lengi vel út fyrir að hún kæmist í B-úrslit og íslenska liðinu var reyndar til- kynnt það, en síðar kom í ljós að það voru mistök. Arnþór Ragnarsson byrjaði mjög vel í 100 metra bringusundi og náði mjög góðum millitíma. Hann náði þó ekki að fylgja því nógu vel eftir og hafnaði í 28. sæti. Magnús Már Ólafsson og Ragnar Guðmundsosn kepptu í 200 metra bringusundi. Magnús hafnaði í 22. sæti af 32 keppend- um á 1.55.69, en Ragnar synti á 2.02.06. Ragnar sérhæfir sig í lengri vegalengdum og var þetta sund því aðeins upphitun. „Við náðum ekki jafn góðum árangri og við vonuðumst til,“ sagði Friðrik Ólafsson aðstoðar- þjálfari landsliðsins. „Bryndís synti vel og Arnþór byrjaði vel, en náði ekki að klára það nógu vel. Magnús komst ekki í gang, en við eigum von á að ná lengra.“ Sjö íslenskir keppendur taka þátt í mótinu og á morgun keppa systurnar Hugrún og Bryndís Ól- afsdætur og Ragnheiður Runólfs- dóttir. Mesta athygli vakti sigur Anders Homertz frá Svfþjóð í 200 metra skriðsundi. Hann synti á 1.48.44. Giorgio Lambertz hafnaði í 2. sæti og sjálfur Micha- el Gross varð að láta sér lynda 3. sætið, þrátt fyrir að hafa byrjað vel. Mopmertz, sem er aðeins 18 ára, var ekki á lista yfir sterkustu sundmenn heims og því kemur árangur hans mjög á óvart. -Ibe Reykjavíkurmaraþon Jafnt hjá Everton Evcrtun náði aðeins jafntefli gegn Wimbledon í 2. umferðinni í 1. deildinni í Englandi, 1-1. Nokkrir leikir voru í 1. deild. Coventry sigraði Luton, 1-0, Chelsea sigraði Portsmouth á úti- velli, 3-0 og Sheffield Wednesday og Oxford gerðu jafntefli, 1-1. í 2. deild voru fjórir leikir. Barnsley sigraði Blackburn, 0-1, Bradford sigraði Oldham, 2-0 á útiveli, Plymouth og Ipswich gerðu jafntefli, 0-0 og einnig Stoke og Hull, 1-1. Þá var einnig leikið í fyrstu um- ferð deildarbikarkeppninnar í Englandi, en þar eru 1. deildar- liðin ekki enn komin í spilið. -Ibc Skráningu Frestur til að láta skrá sig í Reykjavíkurmaraþonið rcnnur út í dag, en hlaupið hefst kl. 12 á sunnu- dag. Margir þekktir keppendur mæta til leiks. m.a. sigurvegarinnn í fyrra, Steve Surridge, auk fleiri sterkra útlendinga. Hægt er að velja milli þriggja lýkur í dag vegalengda: skemmtiskokk (7 km.), hálfmaraþon (22,1 km) og maraþon (42.2 km.) Allir eru hvattir til að mæta til að gera hlaupið líflegt. Upplýsingar fást hjá ferðaskrifstofunni Úrval og þar fer skráning fram í síma 28522 og 26900. -Ibe -VS Miðvikudagur 19. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJiNN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.