Þjóðviljinn - 19.08.1987, Page 16
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
AÐFARSÆLLI
SKÓLACÖNCU
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
y Svefneyjar/Fjölmiðlun
lltvarpsstjóri furðu lostinn
Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri: Telaðfréttastofa Sjónvarps hafifarið langt útfyrir eðlileg mörk.
Guðjón Bjarnason, framkvæmdastjóri Barnaverndarráðs: Börnunum fórnað á altari blaðamennsku
Eg er furðu lostinn yfir þcssum
fréttaflutningi, og verð að
segja það alveg eins og er að mér
finnst mjög undarlega að þessu
staðið. Ég tel það alls kostar óvið-
eigandi að Sjónvarpið flytji frétt-
ir af málum sem þessum sem eru á
viðkvaemu stigi og til rannsóknar
þjá réttum yfirvöldum, sagði
Markús Örn Antonsson útvarps-
stjóri þegar Þjóðviljinn leitaði
álits hans á frétt í Sjónvarpinu í
fyrrakvöld, en þar var rætt á
mjög tilfinningahlöðnum nótum
við foreldra barna sem tengjast
svokölluðum Svefneyjarmálum.
„Ég tel að fréttastofan Hafi far-
ið langt út fyrir eðlileg mörk sem
hún verður að setja sér varðandi
umfjöllun um slík málefni. Ég
mun að sjálfsögðu ræða þetta við
fréttastjórann, og meginefni er-
indis míns við hann verður að
gera honum grein fyrir því áliti
mínu að þarna hafi ekki verið rétt
að málum staðið. Það er mjög
brýnt að fréttamenn Sjónvarps
ræði það hvernig beri að fara með
meðferð sakamála í fréttum
Sjónvarpsins. Að sjálfsögðu eiga
slík mál ekki að liggja í þagnar-
gildi, heldur verður að ræða hve-
nær, og með hvaða hætti frétta-
stofan tekur á slíkum málum,“
sagði útvarpsstjóri.
„Það er verið að fórna börnun-
um á altari blaðamennskunnar.
Auðvitað eru barnaverndaryfir-
völd algjörlega bundin trúnaði,
og þagnarskyldan er grundvallar-
atriðið í öllu þeirra starfi. Sú hlið
málanna sem að okkur snýr kem-
ur því aldrei fram og mun aldrei
koma fram,“ sagði Guðjón
Bjarnason framkvæmdartjóri
Barnaverndarráðs, þegar Þjóð-
viljinn innti hann álits á þeim fjöl-
miðlaumfjöllunum sem Svefn-
eyjamálið hefur fengið.
„Til þess eru dómstólar í
landinu að skera úr um
ágreining,“ sagði Guðjón. „Ef
foreldrarnir eru ósáttir við máls-
meðferð barnaverndaryfirvalda
þá geta þeir farið með sín mál
fyrir dómstóla eins og aðrir. En
að vinna svona að viðkvæmum
persónumálum í gegnum fjöl-
miðla er afleitt."
DV hefur skrifað mikið um
málið. Ellert Schram ritstjóri
sagði að þar á bæ hefðu menn
talið sig talið vera að gegna
skyldu fjölmiðils með því að
fjalla um málið, og vísaði því á
bug að umfjöllun blaðsins væri
óeðlileg. „Málið var komið á það
stig að það var búið að setja fram
kæru og hneppa málsaðilann í
gæsluvarðhald, og því var málið
orðið hálfopinbert,“ sagði Ellert.
„Þetta er líka mál sem snertir
almenning,“ sagði Ellert, „það er
í tengslum við sumarbúðir, og því
ekki fullkomlega einkamál.“ HS
Æðstaráð flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Kjartan Gunnarsson, PóturGuðmundsson, Jón Böðvarsson, Þorsteinn Ingólfsson, Steinþór Guðmundsson, Leifur
MagnússonogGarðarHalldórssoníbyggingarnefndnýjuflugstöðvarinnarsegja kostnað við smíði stöðvarinnar ekki hafa farið úr böndunum. Mynd. Sig.
Nýja flugstöðin
Kostnaðaráætlun stóðst
Byggingarnefnd flugstöðvarinnar vísar ummælum um milljarð umfram áætlun til
föðurhúsanna. Fer ráðherra með fleipur?
Byggingarnefnd harmar þær
röngu fullyrðingar sem fram
hafa komið um að byggingar-
kostnaður flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar hafl farið einn
miUjarð fram úr kostnaðaráætl-
un, segir m.a. í fréttatilkynningu
byggingarnefndar flugstöðvar-
innar, en eins og kunnugt er hefur
Jón Baldvin Hannibalsson, fjár-
málaráðherra, lýst undran yflr
miklum umframkostnaði við
smíði flugstöðvarinnar og vísað
málinu til athugunar Ríkisendur-
skoðunar.
Á blaðamannafundi, sem
byggingarnefnd flugstöðvarinnar
og „Varnarmálaskrifstofan“
boðu til í gær, var ummælum,
sem m.a. eru höfð eftir fjármála-
ráðherra, þess efnis að kostnaður
við smíði flugstöðvarinnar hefði
farið úr böndunum, alfarið vísað
á bug.
Að mati byggingarnefndarinar
eru þessar missagnir tilkomnar
vegna þess misskilnings að borin
er saman óverðbætt kostnaðar-
áætlun frá því í maí 1983 og verð-
bættur byggingarkostnaður í júlí
1987.
í upphaflegri kostnaðaráætlun
í maí 1983, var gert ráð fyrir að
flugstöðin myndi kosta á þáver-
andi verðlagi 970 mill j ónir króna,
en að viðbættum forsendum um
verðlagsbreytingar 1,600 millj-
ónir. Hækkun byggingarvísitölu
reyndist frá maí 1983 og júlí 1987
all miklu hærri en ráð var fyrir
gert og kostar því byggingin þeg-
ar upp er staðið 2,850 milljónir.
Á fundinum kom fram að sé
upphafleg áætlun framreiknuð
miðað við gildandi verðlag, kosti
flugstöðin 250 milljónum króna
meira en gert var ráð fyrir í upp-
hafi. Þessi kostnaðarauki stafar
m.a. af því að hvikað var frá
upphaflegri byggingaráætlun, -
landgöngubrúm fjölgað, snjó-
bræðsla sett í flughlöð og kjallari
stækkaður.
Samkvæmt útreikningum
byggingarnefndarinnar, er kostn-
aður við hönnun og smíði stöðv-
arinnar í fullu samræmi við kostn-
aðaráætlun þegar hún hefur verið
framreiknuð til gildandi verð-
lags, að undanskildum þeim við-
bótarframkvæmdum sem ráðist
var í. _ rk
Sjálfstœðisflokkurinn
Hvalveiðar
Nýjar
tillögur
Framhald vísinda-
veiðanna rœðst í vik-
unni. Trúlega dregið
úr upphaflegri áætlun
r
Arfldsstjórnarfundi í gærmorg-
un kynnti Halldór Ásgríms-
son sjávarútvegsráðherra tiliögur
um mögulegt framhald svokall-
aðra vísindaveiða á hval í sumar,
en eftir á að veiða 40 sandreyðar
samkvæmt upphaflegri veiðiáætl-
un.
Samkvæmt heimildum Þjóð-
viljans eru nokkuð skiptar skoð-
anir innan ríkisstjórnarinnar um
næstu skref í þessum málum og
verða tillögumar ræddar að nýju í
ríkisstjóminni á fimmtudag. Þá
var utanríkismálanefnd Alþingis
kynnt staða málsins í gær.
Eins og kunnugt er vora vísind-
aveiðamar stöðvaðar í sl. mánuði
meðan á viðræðum íslenskra
stjórnvalda við Bandaríkjamenn
stóð. Ólíklegt er að úr þessu tak-
ist að veiða þann fjölda sand-
reyða sem stefnt var að og því
líklegt að ráðherra leggi til að
minnka sandreyðakvótann.
Ljárskógar 1 Seljahverfi í Breiðholti er fallegasta gatan í höfuðborginni í ár.
íbúum götunnar var í gær veitt viðurkenning frá borgaryfirvöldum í Höfða, sem
og fjöida annarra fulltrúa stofnana og fyrirtækja sem hafa ræktað garðinn sinn
vel og verið fyrirmynd öðrum um smekklegan frágang mannvirkja og lóða.
Mynd Sig.
Þorsteinn ekki friðhelgur
- Þorsteini Pálssyni verður
hvorki kennt um skattsvik Al-
berts Guðmundssonar né stofnun
Borgaraflokksins, eins og Árni
Sigfússon virðist álíta, sagði Sig-
urbjörn Magnússon, þinglóðs
sjálfstæðismanna og formanns-
kandídat í Sambandi ungra sjálf-
stæðismanna, um gagnrýni mót-
frambjóðandans í formanns-
embættið, Árna Sigfússonar, á
forystu Sjálfstæðisflokksins.
- Endurnýjun flokksforyst-
unnar getur fyllilega komið til
greina. Ég vil ekki útiloka það.
Þorsteinn Pálsson er ekki frið-
helgur og verk hans eru ekki haf-
in yfir gagnrýni, frekar en verk
annarra, sagði Sigurbjöm
Magnússon.
- Auðvitað geta menn haft
mismunandi skoðanir á kosning-
aúrslitunum frá því í vor. Það er
skoðun Árna að kenna megi sam-
bandsleysi flokksforystunnar við
hinn almenna flokksmanna um.
Vissulega hefur orðið ákveðið
sambandsleysi milli flokks og fé-
laga og sambandið þar á milli
mætti vera meira, sagði Sigur-
björn Magnússon.
í drögum að tillögum fyrir þing
ungra sjálfstæðismanna, sem
haldið verður í byrjun næsta
mánaðar er talað um að ófarir
flokksins í síðustu kosningum
krefjist vissra skipulagsbreytinga
á starfsháttum flokksins, ætli
Sjálfstæðisflokkurinn að öðlast
fyrri styrk á ný.
- Þetta eru aðeins drög, en
ekki fullmótaðar tillögur, sem
lagðar verða fyrir þingið. Það er
rétt, það er talað um að flokkur-
inn verði að taka sér tak, ætli
hann áfram að vera sú fjölda-
hreyfing sem hann hefur verið.
Það eru fyrst og fremst áróð-
ursmálin, sem verður að koma í
betra horf og leggja verður meiri
rækt en gert hefur verið við að
hlera ofan í kjósendur með skoð-
anakönnunum og skoða þeirra
hug, sagði Sigurbjörn Magnús-
son.
- rk