Þjóðviljinn - 23.08.1987, Side 3
,...ein ofurvirðuleg frú sem missti matarlystina þegar hún sá eina af myndunum mínum!" (Mynd: Sig).
Þjóðlegar hefðin
Landróver á beit
Dálítið spjall við Lars Emil Árnason myndlistarmann
„ Þetta er fyrsta einkasýningin
mín hérlendis; áður hef ég sýnt á
kaffihúsum og félagsheimilum
útum allar trissur. Þannig get ég
núna nýtt plássið til hins ýtrasta
og skipulagt sýninguna með það
í huga. Auk þess er engin hætta á
slysi eins og varð þegarég sýndi
einu sinni á Café heitnum Gesti:
en þá missti ein of ur virðuleg frú
matarlystina þegar hún sá eina
myndina!" sagði Lars Emil Árna-
son, myndlistarmaður í samtali
við Sunnudagsblaðið.
Hann hefur undanfarið sýnt í
dálitlu galleríi á Laufásvegi 1 sem
heitir Hallgerður. Lars útskrifað-
ist úr nýlistadeild Myndlista- og
handíðaskóla íslands og hélt að
því búnu til Amsterdam, þar sem
hann nam í þrjá vetur. Hann tók
þátt í samsýningum í Hollandi,
auk þess að halda þar einkasýn-
ingar. Á næsta ári hyggst hann
sækja nám til útlanda, að öllum
líkindum í New York.
„Ég hef verið á staðnum síðan
sýningin opnaði og fengið margs-
konar viðbrögð frá fólki,“ segir
Lars. „Sumir eru á því að ég sé
rétt liðtækur skiltamálari, en aðr-
ir eru hrifnir af því sem ég er að
gera. Ég lít á þessa sýningu sem
eðlilega þróun frá expressionism-
anum og nýja málverkinu. sem ég
var í til sícamms tíma. Ég vann
mikið með börnum og unglingum
og hreifst af þessum hráa og
spontana stíl sem einkennir
þau... Undanfarið hef ég verið að
reyna að temja mér ákveðna
ögun ög beiti annars konar vinnu-
brögðum. En svo hafa líka sumir
ásakað mig fyrir að vera ekki
nógu þjóðlegur í verkum mín-
um“.
- Og er slæmt að vera ekki
þjóðlegur?
„Það finnst mér alls ekki. Við
eigum góða listamenn sem
byggja á þjóðlegum hefðum, en
það er einfaldlega ekki mín deild.
Ég lít svo á að ég tilheyri kynslóð
sem við getum kennt við rokk og
ég hitti fólk útum öll lönd sem
talar sama „mál“ og ég geri. Ég
reyni þannig að vera trúr lífs-
skoðun minni fremur en að remb-
ast í einhverjum óskilgreindum
þjóðlegheitum.
Ég fór raunar út á land í vetur
til þess að leita að þjóðlegu hefð-
unum,“ segir Lars, „en það eina
sem ég fann voru Landróverar á
beit og yfirfullar vídeóleigur!"
- Er almennur áhugi á mynd-
list?
„Það eru svona 250 manns sem
hafa virkilegan áhuga og reyna að
fylgjast með því sem er að gerast.
Það er þetta lið sem mætir á allar
sýningamar - en almennur áhugi
held ég að sé afar takmarkaður.
Jafnvel nemar í Myndlistarskól-
anum eru ósköp latir við að fara á
sýningar; sjálfir stúdentamir...“
- Og hvað tekur svo við eftir
þessa sýningu, sem lýkur nú um
helgina?
„Ég er farinn að leggja drög að
stærri sýningu, - eins og þú sérð
em þetta eingöngu smámyndir, -
mig langar semsagt til að færa mig
yfir á stærri flöt. Sýningin mín hér
er tilraun af minni hálfu, - og síð-
an held ég áfram.“
-hj.
Erfið fæðing
hjá ÁTVR
Áður en Ríkið gat opnað í
Kringlunni nýju gekk margt á.
Það var engu líkara en ein-
hverjir þeir straumar lægju í
lofti sem vildu slá því á f rest að
þetta musteri Bakkusar opn-
aði dyr sínar þorstlátum.
Þegar innréttingum var
langt komið og farið að raða
flöskum í hillur sáu menn sér
til skelfingar aö hillurnar
gerðu sig líklegar til að sligast
undan guðaveigunum, flö-
skurnar mundu þá hrapa á
gólf niður og fara í mask og
mél.
Var flöskuröðun slegið á
frest og hið snarasta útvegað-
ar sterkari hillur, eða amk.
sterkari festingar á þær.
Svo var farið að raða flösk-
um aftur.
En þegar það var búið og
sveittir starfsmenn reiðubúnir
til að blása úr nös komu önnur
ósköp upp.
Flöskurnar eru merktar
strikum úr tölvu og við kass-
ana er stautur dreginn yfir
strikin og stimplast þá rétt
verð inn á kassann. En ein-
hverra hluta vegna reyndist
ósamræmi við hugbúnað í
merkingum. Allt vín í útsölunni
vará vitlausu verði (ekki vitum
við hver hefði grætt á því en
það er önnur saga).
Og nú þurftu menn að
bretta upp ermar aftur, bíta á
jaxlinn og endurmerkja allar
flöskuþúsundirnar.
Á meðan þessu fór f ram sat
bindindispúki nokkur uppi í
rjáfri, fitnaði ört að því er
skyggnir menn herma og
hristist allur af einlægri Þórð-
argleði.
Skaldsagan
í sókn
Eins og fram kemur á bóka-
síðu er von á fjölda forvitni-
legra skáldsagna nú fyrir jólin.
Rithöfundar og útgefendur
hafa fulla ástæðu til að vera
bjartsýnir, því endanlegar
tölur frá síðustu vertíð herma
að bók Thors Vilhjálms-
sonar, Grámosinn glóir, hafi
selst mest; Tímaþjófur
Steinunnar Sigurðardóttur
varð síðan næst þar á eftir.
Sannarlega ánægjuleg þró-
un.B
ísfólkið og
sagnaþjóðin
Sumarið er ekki tími gullbók-
mennta ef marka má metsölu-
lista sem tímaritið Þjóðlíf birti í
síðasta tölublaði. Þar trónaði
á toppnum Margrét nokkur
Sandemó, með nýjasta heftið
um ástir og örlög ísfólksins,
fræga. Og Margrét og hyski
hennar geröu gott betur:
Önnur ísfólksbók var fimmta
söluhæst af öllum bókum.
Ein íslensk skáldsaga var á
listanum: Auðvitað sá lífseigi
skrattakollur Tómas Jóns-
son - metsölubók í tvennum
skilningi !B
Flórídaferð fyrir
sæti í deildinni
Alltaf annað slagið heyrast
tölur um hvað þjálfarar fá í
laun. Flestir eru þeir með upp-
bót fyrir sigur í deildinni, eða
ná sæti í næstu deild fyrir
ofan. Einn þjálfari setti það
skilyrði fyrir ráðningu sinni, að
ef hann kæmi liðinu upp í
næstu deild, fengi hann ferð til
Flórída fyrir fjölskylduna.
Sannarlega mikið í húfi, en
þessi þjálfari er nú hættur
störfum.B
Að rekast á
myndefnið!
Það hefur lengi verið talið að-
alsmerki góðs fréttaljósmynd-
ara að geta sett sig inní hinar
breytilegustu aðstæður.
Ljósmyndari Tímans var nú
fyrir stuttu sendur til að taka
mynd af nýopnaðri tjóna-
skoðunarstöð bíla. Þeirri
fyrstu sem íslensku trygging-
arfélögin stofna. Hann hefur
líklega verið með hugann við
myndefnið, því á leiðinni lenti
hann í árekstri.B
l*| REYKJNJÍKURBORG IHS
p <VS 3 («N H
^I^ Jlcuc&vi Stödíci
Dagvist barna Reykjavík vill ráða í
eftirtalin störf:
Fóstrur, þroskaþjálfar eöa fólk meö aöra uppeld-
isfræðilega menntun óskast til stuðnings börnum
meö sérþarfir á dagheimilin Laugaborg og Folda-
borg. Um er að ræöa 50% starf og/eða 100%
starf. Upplýsingar veita forstöðumenn viðkom-
andi heimila og Ragnheiður Indriðadóttir sál-
fræðingur í síma 27277.
Fóstrur óskast á eftirtalin dagvistarheimili:
Leiksk. Leikfell, Brákarborg, Njálsborg, Holta-
borg, Tjarnarborg, Staðarborg, Seljaborg.
Dagh./leiksk. Ægisborg, Hálsaborg, Nóaborg.
Dagh. Valhöll, Garðaborg, Suðurborg.
Skóladagh. Skála, Hraunkot, Hólakot.
Upplýsingar gefa forstöðumenn viðkomandi
heimila og umsjónarfóstrur í síma 27277.
Forstöðumenn óskast á eftirtalin dagvistarheim-
ili:
Leikskólann Árborg, dagh./leiksk. Foldaborg,
Frostafold 33 og leiksk. Leikfell, Æsufelli 4.
Fóstrumenntun áskilin.
Upplýsingar gefa framkvæmdastjóri og umsjón-
arfóstrur í síma 27277.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
Sunnudagur 23. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3