Þjóðviljinn - 23.08.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.08.1987, Blaðsíða 16
Smiðimir í uppiausn! Johnny Marr hœttur ÍThe Smiths og framtíðin óviss Frá Bretlandi berast nú þær fréttir að John Marr hafi sagt skilið við fyrrum félaga sína í hljómsveitinni TheSmiths. Hefur þetta fengist opinberlega staðfest af útgáfufyrirtæki sveitarinnar Rough Trade og segir þar einnig að leit sé nú hafin að nýjum gítar- leikara, og að aðrir meðlimir sveitarinnar óski Marr alls hins besta í framtíðinni. Þetta þykir þó allsendis óvíst þar sem Marr var einn af aðaldrif- fjöðrum sveitarinnar og einn helsti lagahöfundur hennar. Rétturinn til að nota nafnið er líka ekki á hreinu þar sem bæði Morrissey og Marr gera kröfu til nafnsins. Nýlegur samningur The Smiths við E.M.I. setur einnig strik í reikninginn. Allt virðist því benda til að þegar væntanleg breiðskífa The Smiths kemur út í haust geti orðið löng bið þar til aftur heyrist í The Smiths eða hvað svo sem Marr eða Morrissey gera í framtíðinni, þar sem áður nefndur samningur bindur þá E.M.I. Það er því rétt að fylgjast vel með því sem gerist á þessum vígstöðvum á næstunni. Marianne Faithfull - Slrange Ég mundi ekki mæla með því að sorgmætt fólk settist niður og hlustaði á þessa plötu. Hér er Marianne Faithfull að syngja lög sem eru öll eftir aðra listamenn og öll eru þau fremur tregafull. Það er ekki hægt að neita því að hér er samt sem áður um vandað- an grip að ræða og eins og búast mátti við hefur Marianne fengið til liðs við sig hóp af afburða tón- listarmönnum. Það er þó alltaf Weather heldur súrt í broti þegar tónlistar- menn senda frá sér efni sem að ekki er að nokkru leyti eftir þá sjálfa. Að þessu sögðu er þó rétt að benda á að platan er mjög góð sé hún tekin með þessum fyrir- vara og fyrir flesta ætti hér að vera um freistandi grip að ræða, því það er bara ekki hægt að segja að Marianne Faithfull geri ekki hlutina vel. Imperium - Imperium Plata þessi sem er nýlega kom- in út í Bretlandi er afrakstur sam- starfs Hilmars Arnar Hilmars- sonar, John Balance (úr Coil), Douglas P. (úr Death In June), Wulfe (úr Sol Invictus) og Tibet er líklega með tormeltara efni sem nú er á boðstólnum. Að kalla þetta popp væri svipað og að kalla Wham pönk. Þetta er held- ur ekki plata sem er líkleg til að birtast á vinsældalista og því lýtur tónlistin talsvert öðrum lögmál- um en er um popptónlist. Hér er meira kapp lagt á það að reyna eitthvað nýtt og halda inn á ó- troðnar slóðir. Svæðið sem Imperium fer í könnunarleiðang- ur inn á er allt fremur drungalegt og tilvitnanir í helgar bækur hljóma á meðan tónlistarmenn- irnir fikra sig áfram. Ég er ekki viss hvort hér hafi þetta skilað miklum árangri, en hér er amk. reynt. The Catheads - Hubba Hljómsveitin The Catheads mun eiga rætur sínar að rekja til Califomiu, sem svo sannarlega hefur verið einskonar gróðrar- stöð bandarísks rokks á undan- förnum ámm. Eftir því sem ég kemst næst hefur þessi sveit verið starfandi um nokkurn tíma, en það skal fúslega viðurkennt að vitneskja mín er ekki öllu meiri. Það kom mér skemmtilega á óvart að hér er um að ræða mjög svo frambærilega plötu þar sem reyndar er lítið um frumlegheit í tónlistarsköpun, en húmorinn er bara þess meiri. Sem þýðir að hafa má gaman af plötunni á tvennan hátt, annars vegar af tónlistinni og hins vegar húmorn- um. Platan er í heild nokkuð dæmigerð fyrir sveitir af þessu tagi, en fær auka stig fyrir að taka sig ekki of alvarlega. The B-52’s — Bouncing Off The Satellites Þetta er hljómsveitin sem hefði átt að vera búin að sigra heiminn. The B-52 er bandarísk sveit sem hefur verið starfandi um nokkurt skeið en þessi nýja plata hennar er sú fyrsta í nokkurn tíma, þar sem allt var í óvissu um framhald- ið. Nú er þessi skífa loksins kom- in út og er amk. hvað mig varðar ein af þeim sem koma manni í gott skap og maður setur á aftur og aftur. Það kæmi mér á óvart ef þessi plata nær ekki að gera það gott á sölulistum bæði hér heima og erlendis, til þess hefur hún alla kosti. B-52’s tekst á frábæran hátt að sameina popp og það sem frum- legt er í rokktónlist. Tvímæla- laust ein af tíu bestu plötum árs- ins. POPPSIÐAN The Smiths - ein besta hljómsveit allra tíma í eyðingarhættu. Nú þegar ykkar ástkæri popp- skríbent heldur á vit ævintýranna í landi Sáms frænda þykir mér upplagt að nefna nokkuð af því efni sem væntanlegt er fram að næstu áramótum. Það skal þó tekið skýrt fram að hér er aðeins um að ræða áætlaðar útgáfur og margar þeirra eiga örugglega eftir að frestast og það jafnvel fram á næsta ár, síðan er ekki síður mikilvægt að hafa það í huga að nýjar sveitir eru alltaf að koma fram og eins líklegt að ein- hverjar slíkar eigi eftir að líta dagsins ljós fram að áramótum. Þar sem hér er aðeins um áætlað- ar útgáfur verða engin nöfn á plötunum nefnd þar sem það er yfirleitt það fyrsta sem breytist. Þá er bara að demba sér í hópinn. Allir eftirlifandi bítlar eru með plötu í sigtinu og Paul McCartney hefur sagst stefna á tónleika í Bretlandi. George Harrison og Ringo Starr hafa enn sem komið er ekki gefið út slíkar yfirlýsing- ar. Bruce Springsteen hefur lokið upptökum á sinni plötu. Leonard Cohen er á lokasprettinum með sína plötu en vænta má tafa á út- gáfu. Bob Dylan er með nýja plötu í sigtinu og sama gildir um Joni Mitchell. Nýja platan frá Pink Floyd dregst enn í útgáfu. King Grimson sendir frá sér plötu á árinu en óvíst er um hverjir leika á skífunni. Gömlu hipparnir Crosby, Stills, Nash & Young senda frá sér nýja skífu og sama gildir um David Crosby sem sendir frá sér sólo skífu. Hin stór- góða sveit 10.000 Maniacs sendir frá sér breiðskífu með nýju efni. Fairport Convention lætur sér nægja hljómleikaskífu enda margir af meðlimunum að gefa út sóló skífur. Þeirra á meðal er Ric- hard Thompson. Bæði Mick Jag- ger og Keith Richards eru á leiðinni með sóloplötur. Söng- konurnar Ricky Lee Jones og Patti Smith eru að taka upp nýtt efni fyrir sínar skífur og kvenna- sveitin The Bangles er væntan- lega að gera það sama. Höfu- ðpaur Dire Straits, Mark Knop- fler mun vera að ganga frá sinni sólóplötu og annar gítarleikari Hugh Cornwell sem er best þek- ktur fyrir störf sín með The Stranglers er að ljúka sinni. Hinn fyrrum Clash limurJoe Strummer er að taka upp skífu og í bígerð er að gefa út efni með The Clash þó ekki sé enn vitað um hvað er að ræða. Roy Wood er að ganga frá en einni skífunni og á hún að koma út á árinu. Þjóðlagasveitin Steeleye Span er með plötu á leiðinni. Fyrrum meðlimir The Eagles ætla að vera duglegir við að senda frá sér skífur það sem eftir er árs en þeir eru Don Henl- ey, Glenn Frey, og Timothy Schmith. Bee Gees gefa út eitthvert efni, og gefnar verða út hvorki fleiri né færri en 3 skífur með Monkies („Pool it“, „Live 69“ og „Missing Link“). Jackson Browne gefur út nýtt efni og Elvis Costello sendir frá sér nýja plötu (en það er fyrsta platan sem hann gefur út fyrir nýjan samning). Tom Waits er að undirbúa sína fyrstu plötu frá því hin frábæra „Rain Dogs“ kom út. Lindsey Buckingham er með útgáfu á nýju efni á næstunni og sama má segja um Stevie Nicks. írinn sem aldrei varð frægur, Van Morrison er að vinna að nýrri plötu og anr,- ar sem varð frægur Elvis Presley heldur upp á 10 árin með útgáfu á einhverjum skífum. Fyrrum for- sprakki Roxy Music, Brian Ferry er að vinna að nýrri sólóplötu. Hollies senda frá sér nýja skífu og sama gildir um Jethro Tull. Bresku sveitirnar The Alarm og ABC ættu að senda frá sér skífur á næstu vikum. Graham Parker er að vinna að sinni plötu, en plötur bæði Donovan og Arlo Guthrie munu vera tilbúnar. The Pougues munu vera með plötu í bígerð og Beat Farmers munu vera í hljóðveri. Söngkonan sem heillað hefur marga, Emylou Harris er væntanlega að undirbúa sína plötu. Simon Nicol er vænt- anlega að vinna í sínu efni og ætti plata að líta dagsins ljós fyrir ára- mót. Andy White sendir frá sér nýja breiðskífu og nýtt efni er á leiðinni frá bæði Robbie Robert- son og Brian Wilson þeim þrautreyndu kempum. Af öðrum væntanlegum skífum með gömlum og velþekktum köppum má nefna Cliff Richards, Steve Winwood, Stevie Wonder, Robert Palmer og Elton John. Christine Collister og Richard Tompson munu ennfremur vera að vinna í sameiningu að plötu. Dexys Mid- night Runners liggja í upptökum og það munu Motels líka vera að gera. John Illsay mun væntan- legur með plötu og sama má segja um Jass Butcher. Syd Barret er væntanlegur á nýrri plötu og er varla við því að búast að hér sé um nýtt efni að ræða. Að lokum er rétt að geta tveggja platna sem munu innihalda kvikmyndatón- list úr myndunum „Hearts of Fire“ og „Leathal Weapon" en hér mun vera um merka gripi að ræða og auðvitað á margt íslenskt efni vera væntalegt er líða tekur á vetur. ÆVAR JÓSEPSSON 16 SÍÐA - ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 23. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.