Þjóðviljinn - 16.09.1987, Qupperneq 5
af tölvuskjám?
Nýlegar rannsóknir benda til þess að agnir á sveimi
milli skjás og notanda valdi geislun þegarþœr
afhlaðast
Skjáritarar komast í tæri við
agnir sem eru hlaðnar rafmagni,
og geta agnir þessar gefíð frá sér
geislun þegar þær afhiaðast.
Þetta eru niðurstöður nýrra
rannsókna Eugen Ungethiim og
hóps rannsóknafólks á Sahl-
grenska sjúkrahúsinu í Gauta-
borg. Rannsóknir þeirra kunna
að hafa mikla þýðingu við lausn
gátunnar hjá fólki því sem vinnur
við tölvuskerma.
Niðurstöðurnar voru gerðar
heyrinkunnar á fjölmennri tölvu-
ráðstefnu á Hawaii um miðjan
ágúst síðastliðinn, en hana sóttu
um 500 fyrirlesarar. Eugen Ung-
ethúm, vinnuheilsufræðingur,
hefur stjómað rannsóknum á
Starfslækningastofnuninni við
Sahlgrenska sjúkrahúsið, og
beinast þær að rafstöðusviðinu
sem getur myndast milli
skermsins og þess sem við hann
situr. Mælingar í þessu skyni hafa
bæði verið gerðar á vinnustöðum
og rannsóknastofum. Á rafstöðu-
sviðinu eru hlaðnar agnir á
sveimi, og lenda þær smátt og
smátt framan í skjáritaranum.
Grannt var fylgst með því
hvernig þetta svið verkar í ná-
munda við húðina í andlitinu, og
er sú fjarlægð mæld í millimetrum
eða broti úr millimetra.
Styrkleiki rafstöðusviðsins
eykst mjög við allar ójöfnur í
húðinni. í námunda við hár, ból-
ur, nabba og aðrar ójöfnur er
sviðið greinilega sterkara en við
skerminn, og er það þó öflugt þar
líka.
Geislunarhætta
í rafstöðusviðinu dragast
hlöðnu agnimar að andliti not-
andans. Forsendur þess að þær
afhlaðist em að þær lendi á hári,
bólu eða öðram ójöfnum. Rann-
sóknir benda til að slík afhleðsla
eigi sér stað við geislun.
„Það er sérstök hætta á geilsun
rétt við húðina. Trúlega er um
útfjólubláa geislun að ræða,“
segir Eugen Ungethúm.
Enn er mikið starf eftir við að
meta vegalengdina á geisluninni
sem getur átt sér stað við af-
hleðsluna. Slíkt mat er miklum
vandkvæðum bundið, þar sem
geislunin gerist á afar afmörkuðu
svæði, „en ég held við séum kom-
in vel á veg með að leysa þetta
mál með ljósmyndatækninni,“
segir Eugen Ungethúm.
Áður fyrr hafa sænskir vtsinda-
menn reynt að mæla afhleðsluna,
en ekki haft árangur sem erfiði.
Anna Norberg, verkfræðingur á
Háspennustofnuninni í Uppsöl-
um hefur reynt að sýna fram á að
hárið á húðinni verki eins og eldi-
ngarvari þegar rafhlaðnar agnir
lenda á því. Þetta hefur henni þó
ekki tekist að sýna fram á, og hef-
ur hún nú slegið kenningunni frá
sér.
Vandasamar mælingar
„Hún er á réttri braut. Kenn-
ingin stenst, en ég er ekki hissa á
því að henni hafi ekki tekist að
mæla þetta, enda er það afar erf-
itt,“ segir Eugen Ungethúm, en
hann er sérfróður um rafmæling-
ar, og hefur Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunin (WHO) meðal annars
leitað til hans með verkefni á
sviði rafmagns og tölva.
Eugen Ungethúm leiðir hjá sér
þá spumingu hvort vísindalegar
uppgötvanir hans geti skýrt húð-
skaða sem orðið hefur vart meðal
skjáritara. „Ég held mig við
rannsóknarsvið mitt,“ segir
hann, „en hin eðlisfræðilegu skil-
yrði era fyrir hendi og þarmeð
hættan á því að vandamál í sam-
bandi við húðina tengist geislun.
En ég er ekki sérfræðingur í húð-
sjúkdómum og get því ekkert um
það fullyrt hvort uppgötvanir
mínar tengist þeim.“
„Björn Lagerholm, dósent við
Karólínska sjúkrahúsið í Stokk-
hólmi, segir að margir sjúklinga
sinna sem eigi við húðvandamál
að stríða þjáist af sams konar
geislasköddun og þeirri sem stafi
af útfjólubláu ljósi. Sjúklingar
þessir eiga það sammerkt að þeir
hafa setið við tölvuskerma.
Húðskaðar af þessu tagi era
annars alvanalegir meðal gamalla
bænda og sjómanna sem lengi
hafa orðið fyrir útfjólublárri
geislun í formi sólarljóssins, en
það er útilokað að sjúklingar
Lagerhoms eigi nokkuð sökótt
við sólina.
Eugen Ungethúm er áfram um
að næsta skrefið verði samvinna
sérfræðinga á sviði eðlisfræði og
læknisfræði, og hafi sú samvinna
það að markmiði að samhæfa
rannsóknaniðurstöður þessara
greina.
Rafstöðusviðið umhverfis
skermana sem Ungethúm hefur
rannsakað er hægurinn að losna
Eugen Ungethúm, vinnuheilsufræðingur við Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gauta-
borg: Tímabært að læknar og eðlisfræðingar taki höndum saman og samhæfi
niðurstöður sínar varðandi þá hættu sem skjáritarar kunna að vera í.
við með því að jarðtengja skerm-
ana. Því hvetur hann bæði not-
endur og þá sem setja skermana
upp að sjá til þess að þeir séu
tryggilega jarðtengdir. Rafstöðu-
sviðið umhverfis skermana á að
vera á núlli.
Rannsóknir Ungethúms hafa
líka gildi fyrir prentsmiðjur og
aðra þá vinnustaði þar sem raf-
stöðusvið fyrirfinnast. Áður hef-
ur hann sýnt fram á að
loftmengun er á sveimi í rafstöðu-
sviðinu og hefur sín áhrif á húð og
slímhimnu notendanna.
Margir aðrir vísindamenn hafa
komist að svipuðum niðurstöð-
um. Nú orðið er það almennt við-
tekin skoðun að loftmengun sem
merkja má á rafstöðusviðinu geti
vaidið hósta og kláða. En þegar
Ungethúm gerði niðurstöður
sínar heyrinkunnar í Svíþjóð árið
1981 þá vöktu þær enga athygli
heima fyrir, en þeim mun meiri í
umheiminum, svo sem í Vestur-
Þýskalandi og Bretlandi.
Núna er umræðan um skerm-
ana mjög í brennidepli, og að áliti
Ungethúms taka menn niður-
stöðum hans til muna jákvæðar
en áður fyrr.
Athyglin er ekki einskorðuð
við rafstöðusviðið umhverfis
skermana, heldur beinist hún nú
einnig að rafsegulsviðinu og raf-
víxlsviðinu. Þessi svið eru að því
leyti ólík hinu rafstöðulega að
þau finna sér leið inn í líkamann.
Þau stafa ekki einasta af tölvum,
heldur einnig öllum þeim raf-
magnstækjum sem eru í notkun á
heimilum og á skrifstofum.
Mikið rannsóknastarf er enn
óunnið áður en við vitum hvernig
mannskepnunni reiðir af í sínu
nýlega rafmagnsumhverfi.
(Unnið að mestu upp úr
TCO-Tidningen, en BSRB
þeirra Svía gefur það út).
HS
Geislunarhætta
Miðvlkudagur 16. september 1987 |ÞJÓÐVILJINN - SIOA 5