Þjóðviljinn - 16.09.1987, Blaðsíða 9
Hann yrkir yndisleg Ijóð.
Hann er óvœginn gagnrýnandi.
Hann er ritstjóri bókmenntatímarits.
Hann opnar rithöfundaskóla í haust.
Hann heitir
Danska skáldið Poul Borum er einn
hinna erlendu gesta á bókmenntahátíð
1987. Borum hefur gefið út tugi ljóða-
bóka. Hann er ritstjóri bókmenntatíma-
ritsins Hvedekorn og er auk þess aðal
bókmenntagagnrýnandi danska dag-
blaðsins Ekstrabladet og vekja greinar
hans ávallt mikil viðbrögð - bæði lesenda
og höfunda. Poul Borum hefur frá upp-
hafi ferils síns verið fulltrúi nýrra strauma
í bókmenntum og hefur haft mikil áhrif í
Danmörku með nærveru sinni á bók-
menntasviðinu - hvort sem mönnum lík-
ar það betur eða verr.
- Segðu mér hvað þú ert að
gera núna, Poul Borum.
-Pað ersvona sitt afhverju. Ég
yrki ljóð öllum stundum og nú í ár
kemur út eftir mig ný ljóðabók og
bók með völdum ljóðum eftir mig
frá seinustu 25 árum - einskonar
hátíðarútgáfa... Síðastliðið vor
komu út eftir mig tvær bækur,
safn furðusagna, myndskreytt af
hinum ágæta listamanni Robert
Jacobsen og hin bókin er lítil bók
sem ég skrifaði handa unglingum
og öðru ungu fólki - hún heitir
Alting- Allt — bók gegn sjálfsvíg-
um... Þetta er tilraun mín til að
skrifa á einföldu máli speki sem
útskýrir tilgang þess að allt er til-
gangslaust og hvers vegna maður
hefur líffræðilega skyldu til að lifa
af og halda áfram að lifa. Þessi
bók náði strax miklum vinsæld-
um og hún er brúkuð í dönskum
skólum, en það eru alveg ótrú-
lega mörg sjálfsmorð framin í
Danmörku. Þetta efni tók að
brenna mjög á mér vegna dauða
Michaels Struve, en hann var 28
ára gamall, þegar hann lét lífið
fyrir eigin hendi - hann var mikið
ljóðskáld - hann hafði breiða og
djúpa skáldhæð og hafði sent frá
sér ellefu ljóðabækur frá 18 ára
aldri. Dauði hans sló mig mjög
harkalega. Og svo varð ég hrædd-
ur um að hann yrði fremur dáður
fyrir sjálfsvígið en fyrir ljóð sín.
- Finnst þér rithöfundar hafi
ríkari sjálfseyðingarhvöt en ann-
aðfólk?
- Sjálfsagt hafa þeir það að því
leyti að listafólk slítur frekar út
tilfinningum sínum og taugum en
margir aðrir. En auðvitað er það
ekki sj álfseyðandi - þetta bara
tilheyrir hjá þessari starfsgrein, -
og við verðum að læra að lifa með
því. Og bókin mín fjallar ekki um
sjálfsmorð-húnfjallarumsjálfs-
LÍF. Nú-nú, svo hef ég alltaf ann-
að og meira á prjónunum en að
yrkja. Ég er fastráðinn
gagnrýnandi hjá Ekstrabladet,
sem er útbreiddasta blað Dan-
merkur. Ég skrifa um bók-
menntir og rokktónlist.
-En er ekki viss fjarlægð milli
yóðskáldsins og gagnrýnandans?
-Jú,aðsjálfsögðu. Það er
auðvitað allt annað og öðruvísi
að yrkja ljóð eða skrifa í stórt
blað-dagblað. Maðurnotarallt
annað tungutak. Dagblaðið gerir
þær kröfur, að maður sé dálítill
orðhákur- hnyttinn og hittinn og
ja- af því eru ljóð mín sennilega
líka smituð. Mér finnst það ekki
kljúfa mig að skrifa bæði fyrir
engan og alla. Vinnan er sú sama,
en áhrifin á umhverfið eru ólík:
bein frá ljóðunum, en óbein í
gagnrýni um bækur.
- Er nauðsy nlegt fyrir skáld að
fá harða gagnrýni?
- Maður skrifar ekki gagnrýni
fyrir skáldið. Maður skrifar hana
fyrir lesendurna. Og eftir að hafa
lesið bók í viku getur maður ekki
sagt skáldinu neitt, sem það ekki
veit sjálft - um bók sem það hefur
ef til vill unnið við í langan tíma -
kannski mörg ár. Gagnrýni í
blaði er fyrst og fremst
leiðbeining fyrir lesendur frá
Poul Borum:
Til einhvers sem ekki þekkir mig og ein-
hverntíma er hryggur og les þetta
Á þessum árum varð hann oft mjög hamingjusamur
alltafán ástæðu og mjögskyndilega
ekki varþað að minningar kæmu íhuga hans
nartþeirra kom varla við hann
og ekki varþað að framtíðarórar
læstu sig um heila hans
en það var um þetta leyti
að hann nálgaðist upplausn tímans
og um leið varhannfjarri ístóru óræðu brosi
aldrei hafði hann fundið eins fyrir eigin nærveru
klukkan gekk eins og milli tvö
hérvarhann
þegar hann gekk úti í náttúrunni
óskaði hann þess ekki að renna saman við veginn
eða náttúruna eða sjálfan sig
hann stansaði og beygði sig niður að blómum bakkans
og tungumálþeirra var honum fullkomlega skiljanlegt
í beygju líkama síns fann hann greinilega
aðdráttarafl jarðar
og það skipti engu hversu lengi það myndi vara
sporsín skildi hann eftir ísandinum
handa þeim sem alltafkoma síðar
þegar eitt ár hafði skotistgegnum rimlana íhliðinu
til hins gleymskugræna krikjugarðs allra ára
sat hann bara aleinn og taldi á fingrum sér
kannski átta - tíu sekúndur
á heilu ári
ári sem hann hafði bæði lifað og ekki lifað
þetta var eins og innri hiti
sem streymdi út í húðina
fylling líkama
þakkláts líkama
hann gat ekki trúað neinumfyrir þessarifurðu
nema öllum ogþað var ekki nóg
hann vissi bara að fáein blóm á bakka vissu það
og að þau myndu aldrei segjafrá því
og ekki gleyma því
ÞýSing: Nína Björkð Árnadóttir
PoulBorum:
Andardráttur
Hraðifiðrildisins
égveitaðmúr
úr lofti
sem ekki verður
komist í gegnum
greinirmig
frá náttúrunni
Seinlætifiðrildisins
Með líkama mínum
veitég
að í mér
finnstekkert
sem væri hægt að kalla sál
jafnvægi fiðrildisins.
Þýðing: Nína Björk Árnadóttir
hendi persónu sem vegna skiln-
ings - fróðleiks og menntunar,-'
og helzt ástar á bókmenntufíí,
hefur verið valin og talin hæf til
þessastarfa. Vandamál
gagnrýnanda er ekki aðallega að
þurfa að segja hvaða bækur eru
endilega góðar og hvaða bækur
endilega slæmar - mesta vanda-
málið eru þær bækur sem ekki
eru NÓGU góðar-en gætu hafa
orðið betri - bækur hvar manni
finnst skáldið svíkja gáfu sína.
Skáldum hættir til - eins og öllu
öðru fólki - að endurtaka sig bara
og að vilj a ekki nóg.
- Ertu sjálfur meðvitaður um
nákvæmlega hvað innblæs þig og
verður þér að Ijóði?
- Nei - það er bara allt sem hjá
mér er og gerist - upplifanir
hversdagsins - tilfinningar -
hugsanir-skynjanir-hræringar
- draumar og svo auðvitað allur
sá bókmenntaforði sem maður
þekkir.
- Poul Borum - ertu kannski
upptekinn af einhverju fleiru en
því að gefa út bók á hverju ári og
vera gagnrýnandi í fullu starfi?
Nú upptendrast Poul Borum
ískyggilega:
- Já, svo sannarlega. Ég mun
stjóma fyrsta danska rithöfunda-
skólanum og hann tekur til starfa
nú í nóvember. Hann verður
rikisstyrktur - allavega fyrsta árið
— til að sjá, hvemigtekst til. Ne-
mendur verða níu, en 68 umsókn-
ir komu og allir sendu inn 25
blaðsíður- ljóð og prósa. Þessir
níu sem fá inngöngu eru á aldrin-
um 18-31 árs-þarafeinn Svíi.
Sjö af þessum hafa þegar gefið út
eina eða fleiri bækur. Það kom
semsagt í ljós að við völdum þá
sömu og útgefendur höfðu þegar
lagt blessun sína yfir og í því felst
viss uppörvun. Það sannar dálítið
sem maður hefur sem betur fer
oft upplifað, að það er ekki ýkja
mikill ágreiningur milli hæfra
umfjallenda á þessu sviði - hvort
viðkomandi hefur neistann - ef
maður aðeins ætlar ekki rithöf-
undi að skrifa eftir ákveðnum
reglum eða með ákveðnum hætti.
En þess hefur nokkuð gætt hjá
amerískum háskólum, sem
mennta rithöfunda, að þar hafa
orðið til akademískir rithöfund-
ar. Það eru 25 þekktir danskir rit-
höfundar sem standa að þessum
skóla og hann er byggður eftir
amerískri fyrirmynd að miklu
leyti. Auðvitað er ekki hægt að
kenna fólki að verða rithöfundar
- en hafi fólk hæfileika getur það
lært þónokkuð og fyrir sum skáld
er þetta örugglega rétta leiðin.
Það mikilvægasta er að taka tillit
til einstaklingssérkenna skálds-
ins. Að hlúa að þeim og rækta
þau. - Að gera góðan rithöfund
enn betri. Og þessvegna munu
þarna kenna rithöfundar, en ekki
fræðingar. Og mér finnst það að
vinna að þessum skóla vera fram-
hald af því sem ég hef gert lengi,
en það er að ritstýra bók-
menntatímaritinu „Hveitikom".
Það hefur nú komið út síðan á
þriðja áratugnum og ég hef
stjórnað því síðan 1968. í þessu
tímariti hafa fyrst komið fram
nær öll dönsk skáld sem síðar
urðu. Þar á meðal Michael
Struve.
Það reis upp ný skáldakynslóð í
kringum 1978- henni tilheyrir nú
fólk, sem orðið er áhrifamikið og
áberandi í dönskum bók-
menntum. Og það hefur verið
æðislegt að taka þátt í að fóstra
upp skáidakynslóð - og fylgj a
henni svo eftir sem gagnrýnandi.
Viðtal: Nína Björk Árnadóttir
13.9. 1987
PoulBorum:
Snemma morguns íbœnum
Égsá borgina klæddasilfri
égsá húsin nudda augun
og kinka kolli hvort til annars
égsáþröst
leita að tré
hann hafði stórt nef gult
égsá tjörnina ígarðinum
semlokað svæði
hver opnar litlu dyrnar grassins?
Ég sá hlægilega, óörugga sól
alveg hvíta afbyrjun
ég sá himininn opnast
niður ítjörnina
ég sá húsin opna munninn
og hrópa áfólk sitt
án þess það heyrði
ég sá klukkuna í turninum
hún hafði stansað á hálffimm
hvað heimurinn veitmargt
sem fólkið færaldreiað vita
Þýðing: Nína Björk Árnadóttir
„Verkið skapar
lesendurna"
Alain Robbe-Grillet talar um „nýju skáldsöguna“ og ævisögur
„Nýja skáldsagan og ævisagan"
var ef nið sem franski skáld-
sagnahöfundurinn Alain Robbe-
Grillet tók til meðferðar í fyrirlestri
í Norræna húsinu á mánudaginn,
en hann er hér kominn til að taka
þátt í bókmenntahátíðinni 1987.
Robbe-Grillet talaði eingöngu
frönsku, þótt hann kenni við
bandaríska háskóla, en eigi að
síður var margt manna komið
saman til að hlýða á mál hans.
Segja má að efni fyrirlestrarins
sé nokkuð á dagskrá um þessar
mundir, þar sem ýmsir þeir höf-
undar, sem kenndir voru við
„nýju skáldsöguna“ í Frakklandi
á sínum tíma, hafa nýlega gefið út
sjálfsævisögur sínar eða skáld-
sögur með miklu ævisagna-
kenndu ívafi og hafa menn velt
því fyrir sér hvernig slík skrif
samræmist fyrri ritstörfum
þeirra. Robbe-Grillet gaf þannig
út sjálfsævisögu sína „Spegilinn
sem kemur aftur“ árið 1984, og
um sama leyti gaf Nathalie Sarr-
aute út bernskuminningar sínar,
„Bemska", og síðast en ekki síst
birti Marguerite Duras skáld-
söguna „Elskhugann" um ung-
lingsár sín í Indókína, sem hefur
orðið ein hin mesta sölubók síð-
ustu ára, seldist á tveimur
milljónum eintaka í frönskumæ-
landi löndum og var þýdd á fjöl-
mörg tungumál, þ.á m. íslensku.
En í fyrirlestri sínum kom
Robbe-Grillet víða við, og byrj-
aði á því að skilgreina það bók-
menntafyrirbæri sem nefnt hefur
verið „nýja skáldsagan".
Þessi stefna er nátengd frönsku
útgáfufyrirtæki, sem nefnist
„Editions de minuit“, eða
„Miðnæturútgáfan“, og rakti
Robbe-Grillet sögu þess. Útgáf-
ufyrirtæki þetta var stofnað leyni-
lega á stríðsárunum til að gefa út
bækur, sem þýska hemáms-
stjórnin hafði hannað, og þótt
fyrirtækið yrði að sjálfsögðu op-
inbert að stríðinu loknu hélst þar
sú hefð að gefa út bækur sem
voru bannaðar eða féllu ekki í
kramið hjá venjulegum útgef-
endum. Þannig gaf „Miðnæturút-
gáfan" út á tímum Alsír-stríðsins
ýmis rit, þar sem flett var ofan af
framferði franska hersins í Alsír
og þeim pyndingum, sem þar tíð-
kuðust, og bar úr býtum lö-
gregluofsóknir og sprengjutil-
ræði. Um svipað leyti komst
einnig á sú hefð, að þetta fyrir-
tæki fór að gefa út skáldsögur
höfunda, sem var annað hvort
hafnað hjá öðmm útgefendum
eða höfðu ekki vakið neina at-
hygli annars staðar, þar sem svo
virtist sem lesendur hefðu ekki
áhuga á verkum þeirra. Þessir
höfundar vora Samuel Becket og
Claude Simon, sem hafa nú báðir
fengið Nóbelsverðlaunin, og
Marguerite Duras, Nathalie
Sarraute, Michel Butor og
Robbe-Grillet sem öll era nú orð-
in víðfræg. Um þennan sérkenni-
lega feril rithöfunda, sem enginn
vildi líta við í byrjun -
gagnrýnendur sögðu jafnvel að
Robbe-Grillet ætti skilið að vera
settur á geðveikrahæli eða koma
fyrir sakadóm - en eru nú orðnir
metsöluhöfundar, sagði Robbe-
Grillet: „Það era ekki lesendurn-
ir sem móta verkið, heldur er það
verkið sem skapar lesendurna.
Verkið er gert fyrir lesendur sem
það stuðlar sjálft að því að
skapa“.
Svo undarlega vildi til að marg-
ir þessir rithöfundar voru alls
ekki bókmenntamenn í byrjun -
Nathalie Serraute var t.d. lög-
fræðingur, Claude Simon vín-
bóndi og Robbi-Grillet sjálfur
var búfræðingur, sem var sér-
hæfður í sjúkdómum banana-
trésins - og auk þess var bók-
menntasmekkur þeirra sérstæð-
ur. Þeir höfðu allir dálæti á höf-
undum eins og Faulkner, Joyce,
Kafka, Proust, og Borges, sem þá
voru að vísu þekktir að nafninu til
en lítið lesnir, og svo höfðu þeir
alveg ákveðnar skoðanir á skáld-
sagnagerð.
Til að útskýra þetta setti
Robbe-Grillet fram þá kenningu
að til væru tvenns konar skáld-
sögur, og útskýrði hann muninn
með því að bera saman fyrstu
setningarnar í skáldsögu eftir
Balzac og í „Útlendingnum" eftir
Camus og útskýra þær. í skáld-
sögu Balzacs hefur heimurinn
merkingu, höfundurinn kann full
skil á þessari merkingu, hann veit
allt, bæði ytra borðið og hugsanir
og tilfinningar persónanna, og
hann skrifar til að koma því á
framfæri. Á þennan hátt voru
hefðbundnar skáldsögur gjarn-
an, og þannig er mikill fjöldi
skáldsagna nú á dögum.
í skáldsögunni „Útlendingn-
um“ eftir Camus er málunum alit
öðra vísi farið. Heimurinn hefur
enga merkingu, hann er brotinn
upp í smáhluta, og sögumaður
skilur ekki hvað er að gerast,
hann er á bólakafi í sinni eigin
margræðu tilveru og er það e.t.v.
þess vegna sem hann skrifar.
Þeir rithöfundar, sem vora
kenndir við „nýju skáidsöguna"
vora fylgjandi síðarnefndu stefn-
unni í skáldsagnagerð, og töldu
að hún samsvaraði reynslu nú-
tímamannsins. Það sem gagn-
rýnendur tóku fyrst eftir í ritum
þeirra vora miklar lýsingar á
hlutum og ytra umhverfi, var
þessum stíl því líkt við „auga“
kvikmyndarinnar og talað um
„hlutlæga" skáldsagnaritun.
Þessu sagðist Robbe-Grillet
alltaf hafa mótmælt, - það væri
fyrst og fremst stíll Balzacs sem
væri „hlutlægur" í lýsingum sín-
um á klæðaburði og slíku, sem
gefa til kynna stöðu og skapgerð
persónu. Stíll „nýju skáldsögunn-
ar“ hefði hins vegar verið hug-
lægur: lýsingarnar væru meðvit-
und sem leitaði út á við til hlut-
anna og til einhverrar sögu sem
hún skilur ekki.
Robbe-Grillet rakti síðan nán-
ar hvernig samskipti þessara rit-
höfunda við lesendur hefðu þró-
ast á undarlegan hátt. Á sjöunda
áratugnum hefðu þeir verið
komnir í tísku og verið mikið um-
talaðir, en þrátt fyrir það hefðu
verk þeirra selst mjög lítið.
Nefndi hann sem dæmi, að skáld-
saga hans sjálfs „Afbrýðisemin"
hefði selst í 300 eintökum á einu
ári! En svo gerðist það að þessir
höfundar fóra úr tísku, og brá þá
allt í einu svo við að þeir fóra að
seljast mun betur og breiður
áhugi skapaðist fyrir verkum
þeirra meðal almennings. Nú
sagði Robbe-Grillet að „Afbrýði-
semin“ hefði selst alls í hundrað
þúsund eintökum. Þessar vin-
sældir hefðu svo aukist enn, þeg-
ar þessir höfundar fóru að birta
sjálfsævisögur sínar.
En Robbe-Grillet sagði að lok-
um, að þessar „sjálfsævisögur"
væru allar í talsvert öðram stíl en
þau rit sem venjulega væra
kölluð þessu nafni, og á vissan
hátt „nýjar sjálfsævisögur" á
sama hátt og skáldsögur þessara
höfunda hefðu verið „nýjar“.
Áður hefðu menn gjarnan skrif-
að sjálfsævisögur sínar til að
verða að e.k. „sögupersónu“ í stíl
Balzacs, - til að setja fram ævi
sína sem skipulagða heild, og
breyta brotakenndri ævi í „raun-
ævi“. í þessum „nýju sjálfsævi-
sögum“ reyndu höfúndarnir hins
vegar að setja fram ævisögu sem
þeir skildu ekki sjálfir, af því að
hún hefði kannski enga merk-
ingu. Þar kæmu fyrir augu les-
andans skýr brot en umkringd
þokumóðu, og þau rynnu kann-
ski saman í heild en sú heild
leystist svo strax upp aftur. Hefði
Kínverjinn, sem svipti Margréti
Duras meydómnum í „Elskhug-
anum“ verið til annars staðar en í
draumum og hugaróram hennar
sjálfrar? Það vissi enginn: kann-
ski hefði hann verið til í raun-
veraleikanum en ekki í raunsæ-
inu. En það skipti engu máli.
Robbe-Grillet lauk máli sínu
með að benda á það sem öllum
var ljóst, að þessi fyrirlestur hans
sjálfs var mjög rökréttur og skýi
og alveg í anda Balzacs...
e.m.j
Mi&vikudagur 16. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9