Þjóðviljinn - 16.09.1987, Síða 16

Þjóðviljinn - 16.09.1987, Síða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þiómnuiN Miðvlkudagur 16. september 1987 204. tölublað 52. árgangur LEON AÐ FV\RS€LLI SKÓLACÖNCU SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Kvótadeilur Skúli fær ekki svar Ráðuneytið athugar kœru um eigin úr- skurð Ekki hefur fengist upplýst hversu langan tíma sjávarútvegs- ráðuneytið ætlar sér til að af- greiða kæru Skúla Alexanders- sonar, en eins og kunnugt er kærði hann þann úrskurð ráðu- neytisins að Jökli hf á Hellissandi bæri að greiða sekt fyrir að hafa verkað fisk sem hafi farið „fram hjá kvótanum“. Málið er ekki enn komið til kasta dómstóla. Kæra Skúla er til afgreiðslu hjá ráðuneytinu. Verði hún tekin til greina mun ráðuneytið endurskoða úrskurð sinn en ella standa við fyrri ákvörðun. Verði ekki um endur- skoðun að ræða á Skúli þess kost að skjóta málinu til dómstóla. Dráttur á afgreiðslu þessa máls hlýtur að há Skúla í umræðum um fiskveiðistefnu en hann hefur verið eindreginn andstæðingur aflamarksins í umræðum á al- þingi. Sjávarútvegsráðuneytið mun hafa skoðað skýrslur 40 fiskverk- unarstöðva til Fiskifélagsins, en þar ber að tilgreina allan afla sem berst í hús, reiknað með meðal- nýtingu og borið síðan niðurstöð- umar saman við magn útflutn- ingsafurða. í 5 tilvikum af þess- um 40 hefur ráðuneytið talið að meiri afli hljóti að hafa borist í hús en tilgreint var í skýrslum og úrskurðað að viðkomandi aðilar skyldu greiða sekt. Aðeins Jökull hf, fyrirtæki Skúla Alexanders- sonar, hefur kært úrskurðinn. Skúli hefur bent á að ráðuneyt- ið gefi sér forsendur og að það hafi ekki nægjanlegar upplýsing- ar til að fella dóm, enda sé úr- skurðurinn rangur. Hann æskir þess að endanleg niðurstaða fáist sem fyrst. Þórður Eyþórsson deildar- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu vildi í gær ekkert um það segja hvenær kæra Skúla yrði afgreidd. „Málið fær umfjöllun eins og hvað annað,“ sagði hann. óp/grh „Síðasta tilboð atvinnurekenda áður en til verkfalls kom, var að bjóða okkur lasgra kaup en við höfum I dag,“ sagði Kristbjörn Árnason, formaður Félags starfsfólks í húsgagnaiðnaði á fjölmennum fundi félagsmanna í gær. Mynd: Sig. Húsgagnaiðnaður Fáheyrð ósvífni Formaður Félags starfsfólks í húsgagnaiðnaði: Buðu iðnaðarmanninum 215 krónur á tímann í byrjunarlaun. Hann hefur 232 krónur í dag Annarri eins ósvífni, eins og síð- asta tilboð atvinnurekenda ber með sér, hef ég aldrei kynnst fyrr og á vonandi aldrei eftir að kynnast. Síðasta tilboð þeirra hefur í för með sér lækkun á tíma- kaupi iðnaðarmanna og ófag- lærðra miðað við núverandi tímakaup í dagvinnu, sem um var samið í samningunum frá því í febrúar síðastliðnum. Samkvæmt tilboðinu tekur það iðnaðarmanninn þrjá mánuði að vinna sig upp í núgildandi dag- taxta. Þeirra boð hljóðar upp á 215 krónur á tímann í dagvinnu, en viðkomandi hefur 232 krónur á tímann í dag. Þegar ljóst var að þetta var ekkert grín heldur blá- kaldur veruleikinn, var ljóst að verkfall var óumflýjanlegt, sagði Kristbjörn Árnason formaður Fé- lags starfsfólks í húsgagnaiðnaði. í gær var haldinn almennur fé- lagsfundur í Félagi starfsfólks í húsgagnaiðnaði þar sem skýrt var fyrir félagsmönnum hvernig stað- an væri í upphafi verkfalls og hvaða tilboð atvinnurekendur höfðu lagt fram á síðasta samn- ingsfundi hjá ríkissáttasemjara. Menn brugðust mjög ókvæða við þessum upplýsingum og þeir sem tóku til máls og tjáðu sig um málið áttu ekki nógu stór og sterk lýsingarorð til að tjá sig um þá vanvirðu og móðgun í þeirra garð sem síðasta tilboð atvinnurek- enda bæri með sér. Það var sam- dóma álit allra að þessi fram- koma atvinnurekenda gerði ekki annað en að nú stæðu menn sam- an sem endranær sem ein órjúf- anleg fylking sem léti sitt ekki eftir og menn væru staðráðnir í því að gefa ekkert eftir í þessari vinnudeilu. „Síðastliðin 17 ár hefur þetta félag verið í verkfalli í heila 7 daga sem sýnir ábyrga afstöðu okkar. En þetta tilboð atvinnu- rekenda gerir ekkert annað en að hella olíu á eldinn. Ég sé ekki annað en að verkfallið geti orðið langvinnt og mér býður þá í grun að erfitt verði að manna vinnu- staðina aftur með sama fólkinu. Það leitar að sjálfsögðu í aðra vinnu, svo sem í byggingariðnað- inn, þar sem það getur fengið miklu betra kaup,“ sagði Krist- björn Árnason. grh i - VMSÍ Opnunartími verslana Deilt um gmndvallaratriði Meirihlutinn ekki einhuga Björn Grétar Sveinssonframkvœmdastjóri VMSÍ: Ógœfa að klofna um3prósent. Efhér er um smáræði að rœða afhverju œtla foringjarnir þá að kljúfa VMSI á því? Davíð þrengir opn- unarfrelsið I' þessari ályktun Verkamanna- sambandsins kemur fram þessi yfirlýsta ást á fiskvinnslufólki, sem hefur verið áberandi í fjöl- miðlum í allt sumar. Hinsvegar vantar inn í ályktunina hversu langt þessi ást nær, hvort hún nær til þess að fiskvinnslufólki verði skipað í efsta flokk við samning- ana, sagði Björn Grétar Sveins- son, formaður verkalýðsfélagsins Jökull á Hornafirði. f ályktun VMSÍ segir að for- mannafundur VMSÍ hafi sam- þykkt að gera kröfur um allt að 40% kauphækkun, en það séu hærri kröfur en gerðar hafi verið um fjölda ára. „Framkvæmda- stjórnin telur það mikla ógæfu ef deilur um hvort kröfur skuli vera 3% hærri eða lægri skuli skipta aðildarfélögunum í andstæðar fylkingar." Björn Grétar sagði að deilan snérist um annað og meira en þessi 3%, hún snúist um það grundvallaratriði hvort það eigi að raða fiskvinnslufólki í efsta flokk hjá VMSÍ. „Það er skýlaus krafa okkar að fiskvinnslufólk verði sett í 4. flokk og ég skil ekki að nokkur maður innan verkalýðshreyfing- arinnar sé andvígur því. Við hvik- um ekki fet frá þessari kröfu okk- ar til að ná sáttum við einhverja menn í verkalýðshreyfingunni. Pað kemur ekki til greina. Ef þetta er smáræði, afhverju geta verkalýðsforingjarnir þá ekki gengið að þessari sjálfsögðu kröfu? Hér á Hornafirði hrista menn hausinn yfir því að verka- lýðsforingjarnir ætli sér að kljúfa VMSÍ á þessari sjálfsögðu kröfu." Að sögn Bjöms Grétars mun Jökull reyna að ná samstöðu með öðmm félögum á Austfjörðum og annarsstaðar á landinu þar sem svipað háttar til um að setja fram eigin kröfur og fara fram á viðræður ef VMSÍ kemur ekki til móts við þá. -Sáf Sjá ályktun frá fundi fram- kvœmdastjórnar VMSÍ á bls.3 Á fundi borgarráðs Reykjavík- ur í gær var ákvcðið að vísa til- lögu sjálfstæðismanna um breytingar á gildandi samþykkt um opnunartíma sölubúða aftur til borgarstjórnar. Borgarstjóri lagði þar fram breytingartillögu við tillögu Árna Sigfússonar og fleiri sjálfstæðis- manna og er megininntak hennar að opnunartíminn skuli vera frá 7.00 til 22.00. Ámi og félagar hafa lagt til að opnunartíminn verði algjörlega frjáls. óp

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.