Þjóðviljinn - 30.09.1987, Qupperneq 1
Listasafn íslands
Kostnaður úr böndunum
Kostnaður við að breyta Glaumbœ í listasafn kominn langtfram úr öllum áœtlunum.
Þegar verið eytt210 milljónum íhúsið. Húsameistari ríkisins hannaði.
Guðmundur G. Þórarinsson erformaður byggingarnefndar
Kostnaður við að breyta
Glaumbæ heitnum í Listasafn
íslands er kominn iangt fram úr
öllum áætlunum, en Listasafnið
opnar þetta nýja húsnæði sitt 14.
nóvember og er þó enn töluverðu
ólokið við frágang. Nú er kostn-
aðurinn við endurbygginguna
kominn upp í 210 milljónir króna
á núvirði og er búist við að nokkr-
ir tugir milljóna eigi eftir að
bætast ofan á þá upphæð áður en
yfir lýkur.
Það var árið 1972 að brunarúst-
ir Glaumbæjar voru keyptar af
ríkinu og um svipað leyti hófst
Garðar Halldórsson, Húsa-
meistari ríkisins, handa við
hönnun Listasafnsins. Hvorki
hann né aðrir sem Þjóðviljinn
ræddi við höfðu upphaflega
kostnaðráætlun hússins hand-
bæra.
Garðar hafði hinsvegar hand-
bæra áætlun frá 1. október 1983
um svipað leyti og húsið var tilbú-
ið undir tréverk. Þá var lokið
framkvæmdum fyrir 43 milljónir
króna, sem framreiknað til dags-
ins í dag gera tæpar 95 milljónir
króna og áætlað að kostnaður við
að ljúka verkinu yrði 40 milljónir
eða rúmar 88 milljónir fram-
reiknað til dagsins í dag. Saman-
lagður kostnaður átti því að
verða um 183 milljónir króna.
Garðar sagðist búast við því að
enn ættu eftir að bætast við kostn-
aðinn „einhverjir tugir milljóna."
Að sögn Garðars er húsið um
3000 fermetrar að stærð og kostar
því hver fermetri um 70 þúsund
krónur miðað við þær 210
milljónir sem þegar hefur verið
eytt í húsið og á fermetraverðið
því eftir að hækka enn frekar.
Til samanburðar má geta þess
að fermetraverð í fjölbýlishúsum
er nú reiknað vera 31.605 krónur
og í skólum um 36 þúsund krón-
ur.
Guðmundur G. Þórarinsson,
alþingismaður, er formaður
bygginganefndar Listasafnsins.
Hann er staddur erlendis og
sömuleiðis Runólfur Þórarins-
son, sem einnig á sæti bygginga-
nefndinni. Bera Nordal er ný-
skipuð í nefndina. Hún sagði við
Þjóðviljann að enn væri eftir að
ljúka ýmsu við húsið, m.a. væri
eftir að ljúka frágangi á lóðinni
að hluta auk þess sem ýmsum
innri búnaði, einsog t.d. hús-
gögnum yrði ólokið á þessu ári,
en stefnt væri að því að ljúka því á
næsta ári.
Bygginganefndin hefur gert
áætlun um fjárþörf á næsta ári en
Bera vísaði á Guðmund G., for-
mann nefnarinnar að svara því
hversu há hún væri.
Síðast þegar bygginganefndin
fór fram á fjárveitingu var hún
skorin niður um 14 milljónir
króna.
Byggingaverktakar og tækni-
menn sem þekkja til þessa máls
segja að ekkert hafi verið sparað í
þetta hús. „Aðeins það alfínasta
er nógu fínt í þetta hús og hvergi
hefur verið sparað í krónum og
aurum. Bruðlið er svo mikið að
dollaramerkin glampa í hverjum
krók og kima.“
Garðar Halldórsson sagði hinn
langa byggingartíma hafa haft sitt
að segja um hversu hár kostnað-
urinn væri orðinn.
-Sáf Listasmiðirnir Hörður Kolbeinsson og Sigurður Einarsson önnum kafnir við að byggja nógu fínt yfir listina. Mynd E.ÓI.
Nýbyggingar
Samdráttur
í fyrra
Mikill samdráttur varð í ný-
byggingum viðast hvar á landinu í
fyrra. Mestur var samdrátturinn
á Vestfjörðum eða um 50% og á
Vesturlandi um 40% miðað við
ijölda fullgerðra íbúða árið 1985.
Hér er um að ræða bráðabirgð-
atölur frá Þjóðhagsstofnun sem
birtust í septemberfréttabréfi
Húsnæðisstofnunar. Samkvæmt
þeim hefur einnig orðið sam-
dráttur á Suðvesturhorni lands-
ins. í Reykjanesi var samdráttur-
inn 18% og í Reykjavík um 7%.
Landsbyggðarkjördæmin hafa
því aukið hlutdeild sína í bygging-
arframkvæmdum landsmanna úr
26% í 29%.
Þar munar mest um aukna
hlutdeild Suðurlandskjördæmis,
þar sem aukningin varð um 75%
milli ára. Einnig varð lítilsháttar
aukning í íbúðabyggingum á
Austurlandi og Norðurlandi
vestra. Á Norðurlandi eystra
voru hinsvegar framkvæmdir í al-
gjöru lágmarki árið 1985. -Sáf
Bílakaup
Ótti við gengisfellingu
Það er margur viðskiptavinur-
inn harður á því að það verði
gcngisfelling um næstu áramót og
það kemur fram í mjög góðri sölu
á nýjum bflum í dag. Maður hélt
að mesti sölutoppurinn í sölu
nýrra bfla væri liðinn hjá að
mestu eftir rosasölu í vor og
sumar þcgar við seldum allt að
200 nýja fólksbfla í hverjum mán-
uði, segir Brynjar Jóhannesson,
sölumaður hjá Bflaborg Vf.
Ekkert lát virðist vera á sölu
nýrra bíla nú í haust, en hvað þeir
eru margir er erfitt að fá hjá Hag-
stofu lslands, en starfsmenn
hennar eru nánast að drukkna í
innflutningsskj ölum nýrra bfla og
eru rétt nýbúnir að skila frá sér
innflutningstölum fyrir fyrstu sex
mánuði ársins, hvað þá að þeir
séu búnir með fyrstu þrjá árs-
fjórðunga í bflainnflutningi.
Fyrstu sex mánuði ársins voru
Ekkert lát á sölu nýrra bíla
nýir bflar, fólksbflar eingöngu
samtals 10.239 sem hingað voru
fluttir inn og er það spá margra að
þeir verði að öllu óbreyttu nálægt
20 þúsundum í árslok.
Þjóðviljinn forvitnaðist um
það hjá nokkrum bflaumboðum
hvernig salan væri um þessar
mundir og var það viðkvæðið hjá
þeim umboðum sem flytja inn
þessa dæmigerðu fjölskyldubfla
að ekkert lát virðist vera á sölu
þeirra og fólk almennt trúir því
statt og stöðugt að nú sé rétti tím-
inn að kaupa inn nýja bílinn áður
en gengið verði fellt um næstu
áramót. En það er ekki sopið kál-
ið þó að í ausuna sé komið.
Hjá bflaumboðum er af-
greiðslufrestur á nýjum bflum
nokkuð mismunandi, allt frá
nokkrum dögum og allt fram í
febrúar á næsta ári.
„Við erum hættir að spá í þessa
þróun meðal landans í bíla-
kaupum. Hann virðist alltaf geta
bætt við sig nýjum bílum, sem er
mjög gott fyrir okkur sem vinn-
um við að selja nýja bíla. En við
héldum kannski að eitthvað færi
að hægjast um eftir törnina í vor
og sumar, en það er ekkert lát á
henni,“ sagði Rúnar Sigtryggs-
son, sölustjóri hjá Toyota-
umboðinu.
grh
Morgunblaðið
Titringur vegna myndar
Mikill titringur varð á ritstjórn
Morgunblaðsins í gær eftir
að ritstjórar blaðsins höfðu séð
forsíðu Þjóðyiljans. Þar gat að
líta mynd af Arna Johnsen, vara-
þingmanni Sjálfstæðisflokksins
og blaðamanni Morgunblaðsins,
þar sem hann hélt tölu úr pontu á
landsfundi Borgaraflokksins um
síðustu helgi.
Samkvæmt heimildum Þjóð-
viljans kölluðu ritstjórarnir Arna
inn á teppið vegna þessarar fram-
göngu á fundinum, sem þeir
töldu með öllu óhæfa.
í Þjóðviljanum í dag eru birtar
nokkrar línur frá Árna þar sem
hann skýrir fyrir lesendum Þjóð-
viljans erindi sitt í ræðustól.
Sjá bls. 9 -s"