Þjóðviljinn - 30.09.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.09.1987, Blaðsíða 6
VIÐHORF ---------ALÞÝÐUBANDALAGEÐ---------------------------- Alþýðubandalagsfélagið í Keflavík og Njarðvík Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn í húsi Verslunarmannafélagsins Hafnargötu 28, næstkomandi miðvikudag 30. september kl. 20.30. Gestur fundarins verður Ólafur Ragnar Grímsson prófessor. Allir velkomnir á meðan hús- rúm leyfir. Stjórnin Alþýðubandalagsfélag Selfoss og nágrennis Aðalfundur Aðalfundur félagsins verður haldinn 30. september n.k. að Kirkjuvegi 7, Selfossi kl. 20.30. Dagskrá 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Fulltrúi frá Varmalandsnefndinni gerir grein fyrir starfi nefndarinnar. Margrét Frímannsdóttir mætir á fundinn. Nýir félagar sérstaklega boðnir velkomnir. Stjórnin Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Félagsfundir Fundir verða í Alþýðubandalagsfélögum á Norðurlandi eystra á eftirtöldum stöðum: Raufarhöfn - þriðjudaginn 29. september kl. 20.30. Kópaskeri - miðvikudaginn 30. september kl. 20.30. Ólafsfirði - fimmtudaginn 1. október kl. 21.30. Ath. Fundartími kl. 21.30. Á dagskrá fundanna verður m.a. kosning fulltrúa á kjördæmisþing og á Landsfund - Stjórnmálaumræður. Steingrímur J. Sigfússon mætir á fundina. Nánar auglýst á hverjum stað. Alþýðubandalagið uppsveitum Árnessýslu AÐALFUNDUR Aðalfundur félagsins verður haldinn í Árnesi mánudaginn 5. október kl. 21.00. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 3) Kosning fulltrúa á Landsfund. 4) Önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalag Héraðsmanna Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 30. september kl. 20.30 að Selási 9 (kjallara). Fundarefni: 1) Kosning fulltrúa á kjördæmisþing á Iðavöllum. Hjörleifur Guttormsson alþm. kemur á fundinn og segir frá gangi stjórnmálanna. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna. Alþýðubandalag Héraðsmanna Alþýðubandalagið Austurlandi Aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðs verður haldinn á Iðavöllum laugardaginn 3. október kl. 4.00 og lýkur honum kl. 16.00 næsta dag. Dagskrá fundarins verður samkv. lögum kjördæmisráðs. Umræða: Lífskjör á landsbyggðinni Framsögu hafa: Kristinn V. Jóhannsson, Álfhildur Ólafsdóttir, Björn Grétar Sveinsson og Hjörleifur Guttormsson. Kvöldvaka verður á laugardagskvöldið á vegum Alþýðubandalags Héraðs- manna. Helgi Seljan fyrrv. alþm. verður gestur kvöldvökunnar sem er öllum opin. Gistingu er hægt að fá í orlofshúsum ASA að Einarsstöðum. Upplýsingar veita: Sveinn í síma 11681 og Sigurjón í síma 11375. Stjórn kjördæmlsráðs Alþýðubandalagið Höfn Hornafirði Félagsfundur Alþýðubandalagið í A-Skaftafellssýslu heldur félagsfund í Miðgarði í Höfn, miðvikudaginn 30. sept- ember kl. 20.30. Dagskrá: 1) Kosning fulltrúa í kjördæmisráð. 2) Hjörleifur Guttormsson alþm. situr fyrir svörum. 3) Önnur mál. ,... . ., Stjórnin Hjórleifur Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur ABH boðar til bæjarmálaráðsfundar laugardaginn 3. október kl. 10.00 í Skálanum, Strandgötu 41. Dagskrá: 1) Undirbúningur fyrir komandi bæjarstjórnarfund. 2) Kynntar tillögur að breytingum á starfsreglum bæjarmálaráðs. 3) Starfsskipulagið í vetur. 4) Önnur mál. Nefndarmenn ABH eru hvattir til að mæta. Fundurinn opinn öllum flokks- mönnum. Stjórnln Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráðsfundur ABA boðar til bæjarmálaráðsfundar í Lárusarhúsi mánudaginn 5. október kl. 20.30. Dagskrá: 1) Veitumál. 2) Fundargerð bæjarstjórnar. 3) Önnur mál. Alþýðubandalagið á Akureyri Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 1. október í Lárusarhúsi klukkan 20.30. Dag- skrá: 1) Starfið framundan. 2) Reikningar félagsins. 3) Kosningar á kjör- dæmisþing. 4) Önnur mál. Félagar fjölmennið! öllum ráðum að eigna sér þessar fjöldahreyfingar og ekki sparað meðölin. Og vissulega hefur ver- ið reynt að gera mannréttinda- hópa í Austur-Evrópu að CIA agentum í augum vinstrisinna á Vesturlöndum. Sem dæmi um samstarf óháðra friðarhreyfinga í austri og vestri má nefna að 1. desember 1985 birtist auglýsing í New York Times þar sem skorað er á Reaganstjórnina að hætta íhlutun í málefni Nikaragva. Jafnframt var hvatt til þess að Bandaríkin hættu allri íhlutunar- stefnu og að Sovétríkin gerðu slíkt hið sama í Austur-Evrópu og Afghanistan. Auglýsing þessi var einstæð að því leyti að undir hana skrifuðu einstaklingar bæði frá Vesturlöndum og Austur- Evrópu. Aðstœður óopinberra friðarhreyfinga í Austur-Evrópu Það er að hluta til rétt hjá sov- éska friðarnefndarfólkinu sem vitnað var til hér að framan að óopinberu hreyfingarnar hafa ekki haft „mikið annað að segja“ en þær opinberu. Trúnaðarhóp- urinn í Moskvu leggur t.d. mikla áherslu á frystingu kjarnorkuvíg- búnaðar líkt og „Freeze" hreyf- ingin bandaríska og Sovéska friðarnefndin hefur einnig tekið undir þessar kröfur. Trúnaðar- hópurinn telur hins vegar að vest- rænar friðarhreyfingar hafi ein- blínt um of á vopnakerfin í stað þess að setja mannleg samskipti í brennidepil: Það eru ekki vopnin sem drepa heldur menn sem stjórnast af hatri. Þess vegna hef- ur hópurinn lagt áherslu á aukin skoðanaskipti almennings í löndum austurs og vesturs til að skapa trúnað. Þessum hreyfing- um eins og t.a.m. Viðræðuhópn- um í Ungverjalandi hefur verið í mun að afla sér viðurkenningar stjórnvalda og því hafa þær oft reynt að fara varlega í sakirnar til að aðgreina sig frá andófshópum. Þó er eitt grundvallaratriði sem greinir á milli hinna opinberu friðarnefnda og óopinberu hóp- anna: Óopinberu hreyfingarnar gera kröfur ekkert síður til So- vétríkjanna en Bandaríkjanna. Þær hafa reyndar bryddað upp á kröfum um að Sovétherinn eigi að fara úr löndum Austur-Evr- ópu jafnframt sem Bandaríkja- her fari úr Vestur-Evrópu. í starfi þeirra felst krafa um að menn hafi aðgang að upplýsing- um, fái að móta skoðanir sínar sjálfir og láta þær í ljós þegar þeim þóknast. Þess vegna hafa félagar í þessum samtökum orðið að sæta kúgun og ofsóknum. La- dislav Lis, talsmaður Charta 77 í Tékkóslóvakíu, var handtekinn í janúar 1983 fyrir að hafa sam- skipti við fulltrúa vestrænna friðarhreyfinga. Snemma árs 1984 voru Barbel Bohley og Ur- ikke Poppe í óháðri friðarhreyf- ingu kvenna í Austur-Þýskalandi handteknar ásamt Barböru Ein- horn, fulltrúa bresku friðarsam- takanna END. Barböru var síðan vísað úr landi og austurþýsku konunum var sleppt eftir tiltölu- lega stuttan tíma. Irina Pankrato- va og Anetta Fadayeva, 17 ára gamlir menntaskólanemar, voru lokaðar inni á geðsjúkrahúsi í ársbyrjun 1986, skömmu eftir að þær höfðu tekið þátt í fundi Trún- aðarhópsins í Moskvu sem hald- inn var til að minnast Johns Len- nons. Félagar úr Trúnaðarhópn- um voru handteknir sl. vetur fyrir að halda fram sjónarmiðum sín- um á sama tíma og friðarráð- stefna Gorbatsjofs var haldin. Það er hægt að hafa þennan lista miklu lengri. Fulltrúar 7 íslenskra friðar- hreyfinga ættu að hafa örlög þessa fólks í huga þegar þeir bjóða sendiboða Heimsfriðar- ráðsins velkomna hingað til lands. íslenskir friðar- sinnar hugsi sig vel um Að framansögðu er ljóst að ég tel að íslenskar friðarhreyfingar geti ekki með nokkru móti tekið á móti Heimsfriðarráðinu sem systurhreyfingu - mig varðar ekki um hvað íslenska friðarnefndin og MFÍK gera í því sambandi. Það er allt annað mál hvort full- trúar íslenskra friðarhreyfinga geta, undir sömu formerkjum og fulltrúar stjómmálaflokkanna og aðilar vinnumarkaðarins, tekið þátt í ráðstefnu sem haldin er í nafni „International Liaison For- um of Peace Forces" eða Heims- friðarráðsins þannig að ekkert fari milli mála hver gestgjafinn er. Undir flestum kringumstæð- um hefði ég talið það sjálfsagt. Margir í hinum óopinberu friðar- og mannréttindahópum í Austur- Evrópu hafa einmitt hvatt vest- rænar friðarhreyfingar til gagn- rýnna viðræðna við opinberu friðarnefndirnar. Allur aðdragandi þessarar ráð- stefnu gerir það hins vegar að verkum að ég tel vafamál hvort fulltrúum íslenskra friðarhreyf- inga sé sæmandi að sitja hana: I fyrsta lagi hef ég rökstuddan grun um að Steingrímur Herm- ansson, utanríkisráðherra ís- Iands, hafi verið blekktur þegar hann var fenginn til að ávarpa „Alþjóðleg samtök friðarhreyf- inga“. I öðra lagi var því einnig haldið leyndu fyrir íslenskum friðar- hreyfingum lengi vel hvaða samtök stæðu í raun og vera að þessari ráðstefnu. í þriðja lagi tel ég það móðgun við íslenskar friðarhreyfingar að bjóða þeim gestgjafahlutverk í ráðstefnu þar sem umræðuefnin, ráðstefnustaðurinn og gestirnir eru löngu ákveðin án nokkurs samráðs. Slíkt lýsir ekki öðru en fyrirlitningu á okkur sem smá- þjóð. í fjórða lagi er Reykjavíkur- fundur þeirra Reagans og Gor- batsjofs ekkert sérstakt tilefni til árlegra hátíðarhalda friðarhreyf- inga þótt sjálfsagt sé að fagna hverju skrefi sem þeir ná í átt til afvopnunar og bættra samskipta, hversu lítið sem það er. Friðar- hreyfingar eiga engu að síður að gæta þess að láta ekki nota sig í áróðursstríði risaveldanna. Af þessari ástæðu bið ég hvern einasta íslenskan friðarsinna að hugsa sig vandlega um áður en hann þiggur boð um að sitja ráð- stefnu „Alþjóðlegra samtaka friðarhreyfinga“. Það er í sjálfu sér ekkert að því að hitta hr. handra og félaga að máli, svo emi að það sé á jafnréttisgrand- velli. Við skulum þá eiga þátt í að ákveða umræðuefnin. Við kynn- um t.d. að hafa áhuga á að ræða fækkun bandarískra og sovéskra kjarnorkuvopna á Norður- höfum. Við kynnum að hafa áhuga á að ræða sjálfsákvörðun- arrétt smáþjóða og íhlutunar- stefnu risaveldanna. Við skulum ákveða sjálf hverja við viljum hitta og ræða við. Við kynnum t.d. að hafa áhuga á að fá til fund- ar við okkar hernámsandstæð- inga í Austur-Evrópu, fólk frá Trúnaðarhópnum í Moskvu, Viðræðuhópnum í Ungverja- landi, Samtöðu í Póllandi, Charta 77 í Tékkóslóvakíu, Sverðum og plógjárnum í Aust- ur-Þýskalandi. Flest okkar sem starfað hafa í íslenskum friðarhreyfingum hafa hvatt til sjálfstæðrar íslenskrar stefnu í utanríkismálum. Við þurfum einnig að halda uppi sjálfstæðri stefnu íslenskra friðar- hreyfinga í alþjóðlegum sam- skiptum og gæta þess að ekki sé troðið á sjálfsforræði okkar. Síð- ast en ekki síst ættu hr. Chandra og Heimsfriðarráðið að læra bet- ur þær reglur sem hafa skal í heiðri í samskiptum þjóða, stórra og smárra. Auglýsing um styrkveitingar til kvikmyndagerðar Kvikmyndasjóður íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki til kvik- myndagerðar. Sérstök eyðublöð fást á skrifstofu Kvikmynda- sjóðs, Laugavegi 24, III. hæð, 101 Reykjavík, og í menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Kvikmynda- sjóðs fyrir 1. desember 1987. Reykjavík, 30. september 1987 Stjórn Kvikmyndasjóðs íslands W Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd byggingadeildar, óskar eftir tilboðum í efni í brunaviðvörunarkerfi fyrir Borgarleikhúsið. Helstu magntölur: Skynjarar 360 stk. Strengur 3600 metrar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, gegn kr. 5.000.- skilatryggingu. Til- boðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 20. október n.k. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 Stjórnin 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.