Þjóðviljinn - 30.09.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.09.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Herstöðvapólitík og Alþýðublaðið Það hefur verið gert að umræðuefni hér í blaðinu, að þeir sem hafa lifað og hrærst í Nató- pólitík og herstöðvavafstri áratugum saman hafa tilhneigingu til að ætla að tregðulögmálið hafi kveðið niður mestalla andstöðu við þessi fyrirbæri meðal íslensku þjóðarinnar. Og mátti til dæmis vísa á þrjá sendiherra íslenska sem hafa fram gengið með málflutning sem undir fræðimannlegu yfirbragði lætur að því liggja, að hér sé um einhverja sjálfsagða hluti að ræða, einskonar fasta hryggjarliði í tilveru íslenska lýðveldisins sem „aulaháttur" væri að efast um. Og þá vill svo hlálega til að skoðanakannanir sýna, að því fer fjarri að einhverskonar þjóðar- sátt hafi náðst um natópólitík og herstöðvapóli- tík, og þá ekki heldur þjóðarsátt skoðanaleysis eða þagnar. Um fjórðungur landsmanna er ó- ákveðinn í þessum málum, um fjórðungur þeirra sem afstöðu taka er andvígur aðild ís- lands að Nató og um helmingur þeirra er and- vígur herstöðinni á Miðnesheiði. Þetta eru merkilegar upplýsingar og ekki nema von að menn reyni, hver með sínum hætti, að útskýra þær. Til dæmis er sú skýring borin fram bæði í ritstjórnarpistli í Tímanum og leiðara Alþýðublaðsins í gær, að sú staðreynd að aldrei hafa fleiri sagst vilja herinn burt stafi af afskiptum Bandaríkjamanna af hvalamálinu og öðru því um líku. Alþýðublaðið segir að viðhorf landsmanna til hersins hafi mjög einkennst af „utanaðkomandi þáttum eins og þorskastríð- inu, hvalamálinu og tilfallandi erfiðleikum í sam- starfi við Bandaríkin eða önnur Natólönd." Eitt er athyglisvert við leiðara Alþýðublaðsins um þetta mál. Þar kemur greinilega fram sú afstaða, að menn eigi ekki að láta „utanaðkom- andi þætti“ eins og þorskastríð hafa áhrif á af- stöðu sína til erlendra herstöðva hér. Sem er furðuleg tilætlunarsemi í rauninni: hvernig getur farið hjá því að landsmenn spyrji sjálfa sig að því hvaða hagsmunum slíkar herstöðvar þjóni? Auk þess er það mikil einföldun að ætla að afstaðan til herstöðvanna ráðist fyrst og fremst af sambúðarvandræðum við önnur Natóríki. Hér hafa margir þættir komið við sögu, til dæmis hefur það sitt að segja um þessar mundir að sæmilega miðar í afvopnunarviðræðum risa- velda, það og svo umbótastarf Gorbatsjovs dregur úr mætti þeirrar frægu rússagrýlu sem mörgum hefur staðið fyrir þrifum. En fyrst og síðast hefur aldrei sofnað það andóf íslenskt sem sækir styrk til þeirrar sjálfstæðiskröfu sem ekki fellur úr gildi, þeirrar kröfu um menningar- reisn og mannlegan virðuleik sem hverskyns aronska og annar aumingjaskapur hafa ekki fengið að vera í friði fyrir. Leiðari Alþýðublaðsins veit ekkert af þeim hlutum. Hann segir ofur hlutlaust, að „sveiflu- kennd afstaða til varnarliðsins sýnir ennfremur að landsmenn eru síður en svo sáttir við veru hersins á íslandi." En leiðarahöfundur mannar sig ekki upp til að meta þá „ósátt“ á nokkurn hátt. Hann vill barasta mótmæla því að íslend- ingar séu eitthvað að ergja Nató og Amríkana í sambandi við þorsk og hval - en um rætur þess andófs sem tengist við hugsjónina um ísland sem ekki er „öðrum þjóðum háð“ - um þær hefur hann svosem ekkert að segja. áb KUPPT OG SKORIÐ Hlaupið í skarðið Þann reka hefur undanfariö borið á fjörur fréttamiöla að til standi að skipta um þrjá banka- stjóra í ríkisbönkunum sem nú eru ekki nema tveir eftir að Út- vegsbankinn lenti í sjálfheldunni. Kjartan Jóhannsson á að setjast inní Búnaðarbankann í staðinn fyrir Stefán Hilmarsson, Valur Arnþórsson inní Landsbankann í staðinn fyrir Helga Bergs, Sverrir Hermannsson í Landsbankann í stað Jónasar Haralz. Af einhverjum ástæðum hefur fréttamönnum gengið bölvanlega að fá þessa þrálátu sögu staðfesta svo vit sé í, - þannig að hægt sé að vitna í menn svart á hvítu undir nafni. Þessi mannaskipti virðast vera eitthvert felumál, - eða var kannski ekki búið að segja þeim frá sem eiga að víkja? Að minnsta kosti mótmælti Búnaðarbankastjórinn því harð- lega fyrir nokkrum vikum að hann væri á faraldsfæti, og sá fír er ekki þekktur fyrir að taka glað- ur við skipunum sem hann á ekki sjálfur að gerstan hlut. Dularfullt samkomulag Sagan segir að þessi væntan- legu bankastjóraskipti séu hluti af stjórnarsáttmálanum frá í vor, - sem þá hafi verið skrifaður í tveimur pörtum: annar til birting- ar, hinn fyrir skjalasafnið. Það styður þessa kenningu að kring- um stjórnarskiptin „fannst“ á förnum vegi skjal úr óbirta hlut- anum þarsem Jón Baldvin og Steingrímur skrifuðu nöfn sín undir loforð um að Alexander Framsóknarmaður yrði sem varaformaður fjárveitingar- nefndar jafnrétthár Sighvati krata í formannssætinu. Ódaunn Það leggur margháttaðan ódaun af þessu bankastjóramáli öllusaman. Enda bendir leyndin til að hér telji menn betra að breiða yfir, samningur stjórnar- flokkanna um bankastjórastóla kratans, íhaldsmannsins og fram- sóknarmannsins er ekki talinn vænlegur til kynningar meðal al- mennings. Það er líka vert eftirtektar hver tekur við af hverjum. Sverrir Sjálfstæðismaður leysir af Jónas Sjálfstæðismann, Valur Fram- sóknarmaður tekur við af Fram- sóknarmanninum Helga, en krat- inn Kjartan sest í stól sem hingað- til hefur verið talinn utan flokka- skipta. Nýr kratabitlingur Kratar yrðu sumsé með táknrænum hætti komnir á ný inná bitlingabrautina sem á við- reisnarárunum svokölluðu var svo tíðfetuð að bitlingurinn var nánast orðinn einkennismerki flokksins áður en kjósendur sáu aumur á honum með því að hverfa frá í hrönnum. Nema sú skýring gildi hér að fall Útvegsbankans hafi raskað flokkahlutföllunum í bankakerf- inu og sá stóll sem Stefán Hilm- arsson tók í arf frá föður sínum í Búnaðarbankanum sé nú orðinn að einskonar uppbótarsæti fyrir Alþýðuflokkinn? Sverrir bítur í skjaldarrendur Þáttur Sverris Hermannssonar í þessum hrossakaupum er líka ákaflega athyglisverður. Eftir að honum var í sumar bylt úr stjórnarráðinu eftir litríkan feril kom hann með miklum slætti í útvarpið. Þar sagði hann að hann hefði upphaflega ætlað að hafa hægt um sig sem „óbreyttur" þingmaður á síðasta kjörtímabili. Það væri hinsvegar ljóst að lands- byggðin hefði farið halloka þegar raðað var í ráðherrastóla, og nú mundi hann, - Sverrir Her- mannsson þriðji þingmaður Austfirðinga - skera upp herör og safna liði til nýrra sigurvinn- inga fyrir landsbyggðina. Síðan þessi yfirlýsing barst um ljósvakann hefur verið óvenju- lega hljótt um Sverri Hermanns- son þangaðtil nú að hann heyrist sterklega orðaður við Lands- bankann. Á þessu eru tvær skýr- ingartilgátur sennilegastar. Ann- arsvegar gætu landsmenn hafa misskilið Sverri í útvarpinu. Það hafi alls ekki verið á þingi sem Sverrir ætlaði að skera upp herör- ina, heldur í sjóðum Landsbank- ans. Hinsvegar kynnu hinir reykvísku andskotar Sverris og landsbyggðarinnar að hafa orðið skelkaðir við reiðióp Austfirð- ingsins vestfirska og boðið hon- um sjálfdæmi gegn því hann léti herför sína niður falla. Rónar og brennivín Það hefur verið sagt um of- drykkjumenn að mestur sé sá óskundi þeirra að koma óorði á brennivínið, og svipaða sögu má segja um langa afskiptasögu þrí- flokkanna í opinberum stofnun- um, sameign landsmanna. í vold- ugustu hópum opinberra starfs- manna er flokksskírteini í ein- hverjum þríflokkanna til dæmis skilyrði: diplómasía, sýslumenn og fógetar, bankastjórar... Og greiði er launaður með greiða samkvæmt reglum gamla fyrirgreiðslu- og samtryggingar- kerfisins þarsem litið er á opin- bera þjónustu sem valdagrunn fyrir SÍS-stjóra, KR-inga og kerf- iskrata. -m þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóðinsson. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson " (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, StefánÁsgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita-og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndaror: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Margrét Magnúsdóttir Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfstofu8tjóri:Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Siqríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglyslngar: Unnur Agústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Kríst- insdóttir. Símvarsla: HannaÓlafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. útbrelðslu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Olafur Björnsson. Útkeyrsia, afgrelðsla, ritstjórn: Sföumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, simar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð: 65 kr. Áskriftarverð ó mánuði: 600 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 30. september 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.