Þjóðviljinn - 30.09.1987, Síða 2
FRETTIR
>étur Þormar,
leigubílstjóri
Ég veit ekki. Mér líst ekkert á skatta-
stefnu ríkisstjórnarinnar, hún hlýtur
að bitna á hinum lægst launuðu.
Þetta er engin frumleg lausn og hætt
við því að gamla sagan endurtaki sig.
—SPURNINGIN
Áttu von á höröum
kjaraátökum í vetur?
Hafsteinn Hafliðason,
garðyrkjumaður
Það verður allt vitlaust. Hver höndin
upp á móti annarri. Enginn veit hvert
stefnir. Annars er ég illa að mér í
þessari stéttabaráttu. En mér finnst
kominn tími til að fiskverkunarfólk,
þvottakonur og aðrir láglaunahópar
láti að sér kveða.
Þorvaldur Valsson, símritari
Já. Ég held það hljóti aö vera miklar
líkur á því, miðað við hvað hefur verið
að gerast síðustu daga. Svo tekið sé
verkfall húsgagnasmiða til dæmis.
Annars var ég ekki sammála þessum
7%, þar mátti koma meira á móts við
vinnuveitendur. Lágmarkslaun mega
hækka töluvert, svona um 30-40%.
Gunnlaugur Vilhjálmsson,
gerir ekkert
Ég vona ekki. Það tapa allir á því. En
auðvitað er þörfin fyrir hendi. Þetta er
brjálað þjóðfélag og dýrtíðin óskap-
leg.
Ásdís Magnúsdóttir,
ballettdansari
Já, mig grunar það. Það liggur [ loft-
inu. Fólk er orðið þreytt, en tilbúnara
til að standa upp og láta til sín heyra.
Það er meiri djörfung. Enda segir sig
að ekki er hægt að lifa á þessum
launum. Ég vinn sjálf hjá ríkinu og ég
finn fyrir meiri þrýstingi hjá fólki en
áður.
Arnaldur Bjarnason bæjarstjóri: Okkur býðst rafmagn á tœpa 50 aura kílóvatt■
stundin. Ofdýrt. 36 aura kílóvattstundin með kolaorkuveri.
„Ef ekki nást viðunandi samn-
ingar um orkuverð til
Vestmannaeyja þá er ekki um
annað að ræða en að byggja hér
kolaorkuver til upphitunar vatns
til húshitunar. En bygging og
rekstur slíks orkuvers er nú ekki
okkar óskaúrlausn í orkuvand-
amálum eyjarskeggja,“ segir
Arnaldur Bjarnason bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum.
Um nokkurt skeið hafa við-
ræður verið milli Vestmanna-
eyjabæjar og Landsvirkjunar um
rafmagnsverð tii eyjarinnar, þar
sem fyrirsjáanlegt er að ekki er
við því að búast að meiri orka
fáist úr hrauninu til fjarhitunar
nema í nokkra mánuði í viðbót.
Að sögn Arnaldar hefur
Landsvirkjun boðið um 20%
lækkun á rafmagnsverði á hverja
kílóvattstund og bjóða þeir nú
rúma 22 aura fyrir hverja kfló-
vattstund. En hnífurinn stendur í
kúnni þar sem eru Rafmagns-
veitur ríkisins, sem sjá um flutn:
ing raforkunnar tileyja. Þeirtelja
sig ekki geta komist af með
minna en 26 aura fyrir flutnings-
kostnaðinn á raforkunni til
Vestmannaeyja. Innifalið í þess-
um kostnaði er bygging línu og
þess háttar sem fylgir slíkum
framkvæmdum. Þar með er kíló-
vattstundin komin upp í tæpa 50
aura, en samkvæmt verðútreikn-
ingum yrði kílóvattstundin með
kolaorkuveri 36 aurar.
„Við vonumst nú til að fá lausn
úr þessum málum innan skamms
og í næstu viku verða viðræður
okkar ásamt iðnaðarráðuneytinu
með Landsvirkjun og Rafmagns-
veitum ríkisins, þar sem reynt
verður að leysa vandann. En ef
ekki þá neyðumst við til að
byggja hér kolaorkuver, því það
er dýrt að kynda katlana í vara-
aflstöðinni okkar með olíu,“
sagði Arnaldur Bjarnason, bæj-
arstjóri.
Aðeins eitt fyrirtæki hér á landi
notar kol til orkuframleiðslu í dag
og það er Sementsverksmiðja
ríkisins á Akranesi.
Hraunhitaveitan er að syngja sitt síðasta. Bæjaryfirvöld leita nú allra ráða til að finna ódýran upphitunarmöguleika fyrir
Eyjaskeggja.
Vestmannaeyjar
Kolin síðasta lausn
SAA
Neskaupstaður
10 ára afmæli
Um næstu helgi munu Samtök
áhugafólks um áfengisvandamál-
ið - SÁA - fagna því að tíu ár eru
liðin frá stofnun þeirra. Verður
efnt til hátíðarsamkomu í Háskól-
abíói laugardaginn 3. október kl.
14.00 með fjölbreyttri dagskrá:
Flytja þar ræður og ávörp Pétur
Þ. Maack formaður SÁÁ, Jón
Baldvin Hannibalsson fjármála-
ráðherra, Ólafur Ólafsson land-
læknir, Flosi Ólafsson og Sigurð-
ur Guðmundsson settur biskup,
en skemmtikraftar verða Egill
Ólafsson og félagar, Bjarni Ara-
son og Ólöf Kolbrún Harðardótt-
ir. Stjórnandi og kynnir er Jónas
Jónasson og er öllum heimill
ókeypis aðgangur. Á sunnudag-
inn verður svo kaffisamsæti milli
kl. 14.00 og 16.00 í húsakynnum
SÁÁ að Síðumúla 3-5, 2. hæð, og
eru þar velkomnir allir vinir og
velunnarar SÁÁ fyrr og nú.
í fréttatilkynningu um þessa
afmælishátíð stendur enn fremur:
„Stjórn SÁÁ telur tilefni til há-
tíðarhalda ærið, því mikið hefur
áunnist í meðferðarmálum
áfengis- og fíkniefnaneytenda á
þessum 10 árum. Er nú öll með-
ferð þessara sjúklinga hér innan-
lands auk þess sem hugarfars-
breyting er mikil hjá þjóðinni í
garð áfengissjúklinga og annarra
vímuefnaneytenda. Hefur þessi
vakning vakið athygli víða um
heim og árlega sækja tugir út-
lendinga þekkingu til SÁÁ. Er
skemmst að minnast heimsóknar
sænsku konungshjónanna.“
Fyrir utan meðferðarstofnan-
irnar sem SÁÁ rekur að Vogi,
Sogni í Ölfusi og Staðarfelli í
Dölum, reka samtökin umfangs-
mikla fræðslu- og leiðbeiningar-
stöð í Síðumúla 3-5 í Reykjavík.
Fjorhjol
tekin í sátt
Ör fjölgun fjórhjóla á þessu ári
hefur víða skapað sveitar-
stjórnarmönnum hugarangur og
mörg sveitarfélög hafa nú þegar
bannað notkun fjórhjóla.
Bæjarstjórn Neskaupstaðar og
hreppsnefnd Norðfjarðarhrepps
hafa hins vegar í samvinnu við
lögreglu í Neskaupstað leyst
þetta mál með því að gera sam-
komulag við nýstofnað Félag
fjórhjólaeigenda í Neskaupstað.
Með samningnum er fjórhjóla-
eigendum úthlutað sérstakt æf-
ingasvæði og skýrt tekið fram að
fjórhjólum megi hvergi aka utan
akbrauta nema á fyrrgreindu
svæði. Um götur bæjarins má
ekki aka nema til og frá fyrr-
greindu svæði og hámarkshraði
fjórhjóla er í öllum tilfellum 40
km á klst. Eftir kl. 23 má ekki aka
fjórhjólum um götur bæjarins.
Brot á samningi þessum mun
valda því að notkun fjórhjóla
verði bönnuð í Neskaupstað og
Norðfjarðarhreppi og sett er það
skilyrði fyrir skráningu fjórhjóla
að eigandi hafi áður gengið í Fé-
lag fjórhjólaeigenda.
hb/Neskaupstað
Riðan
Tveggja ára áætlun
Stórfellt átak verður gert til
þess í haust og að hausti að losa
bændur við riðuvágestinn þótt
auðvitað verði ekkert fullyrt um
það nú, að komist verði fyrir allar
rætur. Gróft áætlað má gera ráð
fyrir því, að tala þess sauðfjár
sem ætlunin er að farga á þessum
tveimur árum sé 40 þúsund.
Búið er að ganga frá samning-
um við 114 sauðfjáreigendur um
slátrun á 24 þús. fjár nú í haust og
búast má enn við einhverri viðbót
þannig að talan gæti farið í 28
þús. að sögn Kjartans Blöndals,
framkvæmdartjóra Sauðfjár-
veikivarna. Afgangurinn af 40
þúsundunum bíður þá næsta
hausts.
Til þessa hefur verið talið að
kjöt af riðuveiku fé væri hvorki
hættulegt til neyslu mannfólki né
loðdýrum. Á hinn bóginn er eng-
inn markaður fyrir þetta kjöt og
ekki er talið á neitt hættandi með
loðdýrin. Því er mælt með því að
féð verði svæft, gæran hirt og
kjötið urðað. Sýnist ekki annar
kostur einfaldari né ódýrari fyrir
alla.
Aðalriðusvæðin eru fjögur: 1.
Frá Miðfjarðargirðingu að
Blöndu. 2. Milli Blöndu og Hér-
aðsvatna. 3. Fellshreppur í
Skagafirði, norður um og til Ár-
skógsstrandarhrepps í Eyjafirði,
(hann meðtalinn). 4. Hlíðar-
hreppur eystra og suður í Geit-
hellnahrepp. Ætlunin er að næsta
haust verði lokið við að farga rið-
uveiku fé á þessum svæðum
öllum. - mhg
Veit ekki, kannski
einhver órói á þingi.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 30. september 1987