Þjóðviljinn - 30.09.1987, Side 7
Umsjón:
Elísabet Kristín
Jökulsdóttir
Rúrí hefur opnað einkasýningu að Kjarvalsstöðum, sem hún nefnir Tími. Hún hefur áður haldið 6 er ne forrnaöur Myndhöggvarafélags Islands. Síðustu ár hefur Rúri unnið mikið erlendis og
einkasýningar. tekiðþáttífjöldasamsýningahérogerlendis, gert stuttar kvikmyndir, er fræg fyrir 9ert s,ór omhverfisverk í nágrannalöndum okkar. Af því hefur hennar verið getið í erlendum
performansasína og hún vann 1. verðlaun ísamkeppni um listaverk viðflugstöð Leifs Eiríkssonar. listaverkatímaritum og veitt verðskulduð athygli. mynd - sig.
Myndlist
Tíminn er höfuðskepna
-semaldreierhægtaðhöndla, segir Rúrí sem sýnir á Kjarvalsstöðum og kallar sýninguna Tími
Þú gengur inn í stóran sal og
ert alveg viss um að það er
29. september, fyrir hádegi.
Það sem ber fyrir augu eru
Ijósmyndir; hvernig líkani af
föllnu húsi í fullri stærð hefur
verið stillt upp úti á götu í stór-
borg, á öðru götuhorni liggja
firnastórar súlur; einnig rústir,
og svo hvernig listamaðurinn
hefur ímyndað sér að lysti-
skáli í Malmö líti út, þegartím-
inn hefur beitt tönnum sínum.
Veglegar kistur sem minna á
líkkistur, standa í röðum, eins
og í líkhúsi, ofaná þeim eru
glerlok og hægt að sjá fur-
ðu.hluti úr ólíkustu áttum, á
einum kistubotni eru litsk-
rúðug diskabrot og stakurtafl-
maður stingur í stúf eða gerir
hann það? I annarri kistunni
eru umbúðir af tannkremi og
sápu, bjórdósum. Þarnaer
líkagömul rafmagnstafla, raf-
alar og margir skrítnir hlutir, úr
vélum, en slitnir úr samhengi,
þannig að ekki er gott að átta
sig á hvaða tilgangi þeir
þjóna. Og þó hægt væri að sjá
vélina alla á fullum hraða er
alls ekki víst að hægt væri að
átta sig á því.
En skyldi einhver halda að
þetta væri rusl, sem við nútíma-
menn skiljum eftir okkur er það
regin misskilningur, það er miklu
frekar einsog natinn fornleifa-
fræðingur hafi verið að verki.
Eftir 600 ár.
í hinum enda salarins hanga
rúður niður úr loftinu og
rússneskar ljósaperur vísa þér
veginn um þetta draugahús, á
hverri rúðu er ljósmynd af húsi
sem er horfið - eða er að hverfa.
Þegar þú gengur út aftur hafa
allar víddir riðlast, ótal tímar orð-
ið til inni í þér á einum og sama
tímanum, þannig að það er ekki
lengur 29. september, heldur er
orðinn þinn eiginn tími, undir
áhrifum frá hugmyndum og verk-
um listamannsins. Þú ferð afturá-
bak og áfram í tíma og ferð þess
vegna mjög hátt upp og þegar þú
reynir að koma þér niður á jörð-
ina aftur, finnst þér spurningin,
„Afhverju tíminn sé Rúrí svona
hugleikinn" hljóma hálf álku-
lega.
Tíminn er
miskunnarlaus
„Tíminn er svo afstæður og mi-
skunnarlaus. Tíminn hefur svo
marga fleti og það er aldrei hægt
að höndla tímann. Tíminn er
heldur ekkert að skitpa sér af
okkur. Við verðum að læra að
fara með hann, eins og annað
sem við fáumst við. Eftir því sem
við þekkjum verkefnið betur,
næst betri árangur. Það er líka
rangt að ætla sér að hafa áhrif á
höfuðskepnurnar, reyna að
breyta árstíðunum. Ég upplifi
tímann sem eina af höfuðskepn-
unum. Við eigum að reyna að
njóta þeirra einsog þeirra eðli
býður uppá, en fyrst verðum við
að reyna að kynnast því. Það er
aldrei hægt að afgreiða tímann og
ég ætla mér það ekki með þessari
sýningu, heldur eru þetta hug-
leiðingar um tímann og afrakstur
af vinnu þeirra hugmynda. Hug-
leiðingar um hvað hefur átt sér
stað í fortíðinni og hvað geti átt
sér stað í framtíðinni. Ég held að
það sé hollt að hugsa í stærri ein-
ingum en sekúndum og klukku-
stundum. Tíminn er svo hverfull
og hver maður á sína sérstöku
upplifun með tímanum."
- Er nauðsynlegt að upphefja
tímann? Ertu að reyna það með
þessari sýningu?
„Ég held að það sé nauðsynlegt
að reyna að öðlast vissa fjarlægð
frá núinu. Þá er hægt að sjá sig úr
annarri nálægð. Ef maður finnur
þörf hjá sér tilað skipta um um-
hverfi, held ég maður verði að
hlýða því. Það er líka nauðsyn-
legt fyrir listamenn og reyndar
allt fólk. En einsog ballettdansari
leggur metnað sinn í að kynnast
líkama sínum, hlýtur listamaður
að leitast við að kynnast andan-
um og ferðalög eru ein leið til
þess.“
Hugmyndir
eru líka vinna
- Ertu búin að vera lengi að
vinna sýninguna?
„Ég hef verið að vinna hana
sleitulaust í tvo mánuði og það er
búið að vera ansi mikil törn, en
hugmyndirnar eiga sér lengri
sögu og urðu til fyrir mörgum
árum og hafa verið að þróast...
Að sumu leyti hófust þær á Korp-
úlfsstaðasýningunni 1980, og ein-
hver sagði mér, að þetta væri
svipað því, að fylgjast með barni,
hvernig það byrjar að skríða en
lærir svo að stíga fyrstu skrefin.
Stóru umhverfisverkin sem ég
sýni ljósmyndir og teikningar af
hér, voru sett upp úti í Kaup-
mannahöfn, Helsinki og Malmö,
eftir beiðni. Ég fór á staðina tilað
vita hvað ég finndi og hvað ég
vildi gera. Vinnan við þau verk
þegar hugmyndin var fullmótuð,
var mjög hröð. Það tók tildæmis
einn mánuð að skapa Lysti-
skálann, sem er 15 fermetrar í
þvermál, og í hann fóru hvorki
meira né minna en 34 tonn af
steypu. Það er mjög misjafnt
hvernig fólk tekur umhverfi-
sverkum af þessu tagi. Danir
voru ýmist glaðir eða óánægðir.
En á myndunum sést hvernig fólk
hefur hreiðtað um sig í rústunum.
Finnar voru mjög ánægðir, þeir
hugsa líka öðruvísi en ég held að
ég hafi náð betur inná þeirra
bylgjulengd.
— Tilfinning
frekar en hugsun
- Kisturnar? Ertu búin að vera
lengi að safna í þœr?
„Já. Og í fyrstu vissi ég alls ekki
hvað ég ætlaðist fyrir, en fljótlega
langaði mig tilað útfæra hug-
myndina á þennan hátt. En það
eru mörg ár síðan ég fékk hana.
Ég merki kisturnar eftir talna-
kerfi, tvenndarkerfi, sama stærð-
fræðikerfi og tölvur eru pró-
grammeraðar með. En það er svo
meiri tilfinning en hugsun, sem
ræður því hvað ég set saman í
kistu, eða í hverja kistu fyrir sig.
En það má auðvitað kalla þetta
mannvistarleifar, ef maður á að
leyfa sér að gerast fræðimanns-
legur.
- En Ijósmyndaverkin?
„Þetta eru gamlar gluggarúður
og ljósmyndir af húsum á þeim,
sem gefa ákveðin augnablik. Þar
nota ég vissa ljósmyndatækni.
Glerið er brothætt og gegnsætt og
skírskotar eftilvill á þann hátt til
tímans. Þú horfir á myndirnar og
horfir samt í gegnum þær.“
- Er tíminn í laginu?
„Eins og sagt er að tíminn sé
einsog gormur í laginu, gormur
sem maður tekur í sundur og
leggur á hliðina. Þannig líður tím-
inn í hring en líður þó áfram.
Þannig hlýtur að eiga sér stað
endumýjun, en ekki endurtekn-
ing. Þá má kannski segja að orð
prédikarans forðum, um að ekk-
ert sé nýtt undir sólinni, séu bæði
hárrétt og alröng. Annars er ekk-
ert hægt að fullyrða um tímann og
ég ætla mér það alls ekki.“
- Hvað er mest spennandi við
umhverfisverk?
„Mest spennandi? Ég hef
aldrei hugsað um það á þann
hátt. En það er hægt að ganga í
gegnum umhverfisverk á vissan
hátt, og í raunveruleikanum.
Öðlast þannig öðruvísi nálægð en
með monumentalisma. Það
myndast viss tengsl, bæði sjónr-
ænt og hugmyndafræðilega.
Þannig hefur allur almenningur
líka tök á því að skoða verkin á
hvaða tímum sólarhringsins sem
er. Umhverfisverk bjóða upp á
ótai möguleika og fer mest eftir
listamanninum hver árgangurinn
verður. En maður reynir bara að
gera sitt besta og mestu máli
skiptir að maður sjálfur sé
ánægður. Það erfrumskilyrði."
Performansar
henta mér vel
- Hvað með stefnur í myndlist?
Eru umhverfisverk og performans-
ar að komast aftur „í tísku“?
„Umhverfisverk og perform-
ansar voru ráðandi áður en Nýja
málverkið tók við, en nú hefur
þetta riðlast saman. Performans-
ar hentuðu mér ákaflega vel, þeg-
ar ég var að byrja, og ég held að
það sé nauðsynlegt fyrir unga
listamenn, sem eru að koma úr
skólum, að reyna að finna sinn
eigin farveg, ekki að hlaupa eftir
því, hvað ber hæst þá stundina.
Talandi um stefnur, þá eiga allir
að vera ungir í dag, það er einsog
það sé eina fegurðin sem á rétt á
sér. En með því móti er verið að
afneita tímanum, með því að
reyna að festa hendur á honum.“
- ekj.
Mi&vlkudagur 30. september 1987 ÞJÓÐVIUHNN - StDA 7