Þjóðviljinn - 30.09.1987, Page 15
Körfubolti
Valur stal
sigrinum
Valur Ingimundarson stal sigr-
inum af Kefl víkingum þegar hann
skoraði sex síðustu stigin og
tryggði Njarðvíkingum sigur eftir
að Keflvíkingar höfðu verið 6 stig
yfir mínútu fyrir leikslok. Lokat-
ölur urðu 60-58 fyrir Njarðvík og
spennan komst í hámark.
Grindvíkingar sigruðu Breiða-
blik 72-62 en á laugardaginn
töpuðu Haukar 61-67 fyrir
Keflvíkingum og Njarðvíkingar
sigruðu Breiðablik auðveldlega
84-44.
Úrslitaumferðin verður leikin
á fimmtudaginn kl. 19.00. Þá
keppa Grindavík og Keflavík og
Haukar og Njarðvík. Þeir síð-
astnefndu standa best að vígi en
vinni Haukar leikinn er sigurinn
Keflvíkinga. Haukar geta tryggt
sér sigur á mótinu sigri þeir
Njarðvíkinga með 11 stiga mun.
-*g
Júdó
Bjami fékk
silfur
Bjarni Friðriksson náði silfri í
sínum flokki á opna sænska
meistaramótinu í júdó um hclgina
í Lundi.
Bjarni komst í úrslit í 95 kflóa
flokki með því að vinna hollensk-
an júdókappa og vesturþýskan en
tapaði loks fyrir Jens Giesler frá
Vestur-Þýskalandi. Halldór Haf-
steinsson og Eiríkur Ingi Krist-
jánsson kepptu einnig í flokkum
sínum í Lundi og tapaði Halldór í
annarri umferð, Kristján í fyrstu.
Badminton
3.-4. sæti
TBR-liðið stóð sig vel í
Austurríki
Badmintonlið TBR náði 3.-4.
sæti á Evrópumótinu sem lauk í
Viliach í Austurríki um helgina og
getur verið stolt af þeim árangri.
AIIs tóku þátt 18 lið.
TBR vann lið Olve frá Belgíu,
Smash frá Finnlandi og Cym frá
írlandi en tapaði fyrir danska lið-
inu Triton í undanúrslitum.
Veggjatennis
Hörður sigraði
Hafnfirðingurinn Hörður Þor-
steinsson sigraði í móti sem haldið
var 1 veggjatennis um helgina,
oStjörnu Matin- Blue“ mótinu.
I öðru sæti var Sigurður Sveins-
son og Frosti Sigurjónsson í
þriðja. Stjarnan, Veggjasport og
Dansstúdíó Sóleyjar stóðu að
mótinu.
T
Góðir möguleikar Vals
Mœta Wismuth Aue á Laugardalsvellinum ídag. Skagamenn
gegn Kalmar og Fram gegn Spörtu
Valsmenn eiga erfiðan leik fyrir höndum er þeir mæta Wismuth Aue í dag. Hér eru þeir Þorgrímur Þráinsson og Njáll
Eiðsson í leik gegn Skagamönnum sem einnig leika í kvöld, gegn Kalmar FF.
Evrópukeppni
íslensku liðin, Valur og ÍA eiga
góða möguleika á að komast í 2.
umferð í Evrópukeppninni.
Möguleikar Vals eru þó betri,
þeir náðu jafntefli gegn Wismuth
Aue á útivelli, 0-0.
Aðalleikurinn í dag er leikur
Vals gegn Wismuth Aue. Það er
eini heimaleikurinn og þar eru
líklega mestar líkurnar.
Nýkrýndir íslandsmeistarar
Vals hafa leikið vel í sumar og á
góðum degi ættu þeir að eiga
mikla möguleika. Þeir verða þó
að sigra, því að jafntefli nægir
ekki. Ef leiknum lýkur með
markalausu jafntefli þarf að
framlengja og svo vítaspyrnu-
keppni ef ekki fæst úr skorið með
úrslit í framlengingunni.
Andstæðingar Vals eru engir
aukvisar. Þrátt fyrir að í liðinu
séu engar stjörnur, er það mjög
sterkt og geysilega vinsælt í
Austur-Þýskalandi. Þess má geta
að Wismuth Aue er eina liðið í
Austur-Þýsksklandi sem hefur
ekki fallið í 2. deild.
Leikur Vals og Wismuth Aue
verður á Laugardalsvelli og hefst
kl. 16.30.
Skagamenn eiga einnig ágæta
möguleika. Það var greinilegt í
fyrri leik þeirra gegn Kalmar að
þar áttust við tvö svipuð lið.
Skagamönnum nægir jafntefli, en
verða að skora a.m.k. eitt mark.
Þeir eru þó heldur ver staddir
en Valsmenn, enda á útivelli. Þó
má segja að möguleikar þeirra
séu nokkuð góðir.
Framarar leika einnig á morg-
un og möguleikar þeirra eru litlir.
Þeir leika gegn einu sterkasta liði
Tékkóslóvakíu, Sparta Prag.
Með tap, 0-2, á bakinu, eftir fyrri
leikinn er ekki ástæða til að vera
bjartsýnn. Þá mun markakóngur-
inn Pétur Ormslev ekki leika með
Fram og ekki verður það til að
bæta ástandið.
Framarar leika á sama tíma og
Valsmenn, kl. 16.30, en Skaga-
menn tveimur tímum síðar.
-Ibe
Fyrlrll&ar með fslandsblkarinn: Islandsmótið í handknattleik byrjar í dag. Á myndinni má sjá sjö af tíu fyrirliðum þeirra
liða sem berjast munu um Islandsmeistaratitilinn í vetur. Þeir eru frá vinstri: Guðmundur Guðmundsson KA, Gísli Felix
Bjamason KR, Guðmundur Guðmundsson Víkingi, Hermann Björnsson Fram, Gunnar M. Gunnarsson Þór, Guðmundur
Þórðarson ÍR og Geir Sveinsson Val.
Handbolti
íslandsmótið hefst í dag
Heil umferð í kvöld
England
Stórsigur
Liverpool átti ekki í tcljandi
vandræðum með nýliðana Derby
á Anfíeld í gær. Liverpool sigraði,
4-0.
Bradford jók forystu sína í 2.
deild með góðum sigri gegn
Huddersfield, 2-1 á útivelli, og
hefur nú þriggja stiga forystu á
Hull sem einnig sigraði Manc-
hester City, 3-1.
Úrslit leikja í 2. deild:
Barnsley-Sheffield United.......1-2
Bournemouth-Plymouth............2-2
Huddersfield-Bradford...........1-2
Hull-ManchesterCity.............3-1
Middlesborough-Reading..........0-0
Oldham-Millwall.................0-0
Swindon-Shrewsbury..............1-1
-Ibe/Reuter
Drengjalandslið
Hádegis-
knattspyma
Drengjalandsliðið í fótbolta
mætir Svíum í dag á Valbjarnar-
velli og er viðureignin fyrri leikur
liðanna í Evrópukeppninni.
Lárus Loftsson þjálfari hefur
valið sextán leikmenn í hópinn og
er listinn þessi: Markmenn: Vil-
berg Sverrisson Fram, Ólafur
Pétursson ÍBK. Aðrir leikmenn:
Arnar Grétarsson UBK, fyrir-
liði, Axel Vatnsdal Þór Ak.,
Halldór Kjartansson UBK, Hug-
inn Helgason Tý, Karl Karlsson
KA, Kjartan Gunnarsson Sel-
fossi, Nökkvi Sveinsson Tý, Rík-
harður Daðason Fram, Sigurður
Sigursteinsson ÍA, Steinar Guð-
geirsson Fram, Valgeir Reynis-
son Selfossi, Vilhjálmur Vil-
hjálmsson Fram og Þorsteinn
Þorsteinsson KR.
Leikurinn hefst klukkan tólf á
hádegi og er aðgangur ókeypis.
1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 1X2...
6. vika
^ L- CU
:o £ > .1 coO >,S
aSQt-oiaico
Charlton-Arsertal............
Chelsea-Newcastle.............
Coventry-Watford..............
Liverpool-Portsmouth.........
Luton-Manchester United......
Oxford-Norwich................
Southampton-Everton...........
Tottenham-Sheffield Wednesday
West Ham-Derby................
Wimbledon-Q.P.R...............
Blackburn-Leeds...............
Ipswich-Barnsléy.............
2 2 2 2 2 2 2
.x 1 1 1111
.111x111
111 1111
.1 x x 2 1 X 2
..X 1 1 1 X X X
2 2 2 x x 1 2
111 1111
.2112111
2 112 12 2
.2 11 2 12 2
1x12 111
x 2
1 1
1 1
1 1
2 2
x x
2 2
1 1
x 1
x 2
x 2
1 x
Hæsti getraunavinningurinn til þessa kom í 4. viku. Árbæingur var einn með
12 rétta og fékk rúma miljón, eða 1,222.745 krónur, á gulan 16 raða seðil.
Með 11 rétta voru 37 raðir og hlaut hver um sig 5,520 krónur.
íslandsmótið í handknattleik
hefst í dag. Langt sumarfrí er að
baki hjá flestum leikmönnum, að
landsliðsmönnum undanskildum,
og um helgina hittust þjálfarar og
fyrirliðar og komust að þeirri
niðurstöðu að Valsmenn væru
líklegastir til að sigra í 1. deild.
Samtök leikmanna í 1. deild
stóðu fyrir könnun og þar var
spáð fyrir um sætaröð.
Valsmönnum var spáð sigri, en
næstir koma íslandsmeistararnir
Víkingur. Nýliðunum Þór og ÍR
var spáð falli.
1. Valur...................67
2. Víkingur................80
3. FH.....................117
4. Fram...................127
5. UBK......................133
6. KA.......................156
7-8. Stjarnan................213
7-8. KR......................213
9. IR.......................267
10. Þór......................286
f kvöld verður leikin fyrsta um-
ferðin. KA mætir Stjörnunni á
Akureyri, Breiðablik íeikur gegn
KR í Digranesi og FH tekur á
móti nýliðunum Þór í Hafnar-
firði. Þá hefja Víkingar titilvöm
sína gegn ÍR í Laugardalshöll og
að þeim leik loknum mætast Val-
ur og Fram.
Þessir leikir hefjast allir kl. 20,
nema leikur Vals og Fram sem
hefst kl. 21.15.
Þá er einnig fyrsti leikurinn í 1.
deild kvenna, Valur og Fram
leika í íþróttahúsi Vals. Leikur-
inn hefst kl. 18.
Mótið verður með nokkuð
öðru sniði en áður og munar mest
um langt hlé um áramótin. Ekk-
ert er leikið frá miðjum nóvem-
ber fram í miðjan febrúar. Þessi
tími fer að mestu í undirbúning
landsliðsins, auk bikarkeppninn-
ar.
Það má reikna með spennandi
móti í vetur. Heimkoma sterkra
leikmanna á borð við Einar Þor-
varðarson, Sigurð Gunnarsson
og Atla Hilmarsson setur
skemmtilegan svip á mótið og má
búast við mikill spennu, jafnt á
toppnum sem á botninum. -ibe
Mióvikudagur 30. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15