Þjóðviljinn - 01.10.1987, Page 7

Þjóðviljinn - 01.10.1987, Page 7
Handbolti Atli brotinn? Talsverð hætta cr á að Atli Hilmarsson landsliðsmaður úr Fram sé fingurbrotinn. Hann skall í gólfið í lciknum við Val í gærkvöldi með þeim afleiðingum að hann lenti illa á vinstri hendinni. Sigurður Blöndal læknir sagði í spjalli við Pjóðviljann á meðan hann gekk frá gipsumbúðum á hönd Atla á slysadeildinni seint í gærkvöldi að ef um brot væri að ræða yrði Atli sex vikur í gipsi. Viðkomandi bein, bátsbeinið, er mjög viðkvæmt og grær oft seint og illa. Sé Atli ekki brotinn heldur um tognun að ræða þarf hann hinsvegar aðeins tíu daga hvfld. Þetta skýrist eftir 1-2 daga en Atli verður örugglega ekki með gegn KA í næstu viku. Annar Framari lenti á slysadeildina í gærkvöldi. Agnar Sigurðsson fékk skurð á augnabrúnina sem þurfti að gera að. Til viðbótar eru Hannes Leifsson, Egill Jóhannesson og Jens Einarsson allir meiddir svo ástandið er ekki gott hjá Frömurum í augnablikinu. -VS Kalmar-ÍA Olafur í athugun Útsendarar frá sænska úrvals- deildarliðinu Örgryte voru mættir á leik Kalmar og ÍA í gær- kvöldi. Þeir voru að fylgjast með íslenska landsliðsmanninum Ólafi Þórðarsyni, en hann hefur verið talsvert í sviðsljósinu í Sví- þjóð. Ekki síst vegna þess að hann er bróðir Teits Þórðarsonar sem sænskir knattspyrnuáhugamenn gjörþekkja og dá. -VS Langþráð mark! Þegar Jón Grétar Jónsson skoraði mark Vals gegn Wismut Aue á Laugardalsvellinum í gær létti hann þungu fargi af íslensk- um knattspyrnumönnum. ís- lenskt félagslið hafði þá ekki skorað mark í Evrópuleik í tæpa 23 mánuði og 821 mínútu sam- tals af leiktíma, eða síðan Guð- mundur Torfason skoraði fyrir Fram gegn Rapid Wien á Laugardalsvellinum í nóvember 1985. Hér horfa Jón Grétar og Weissflog markvörður á eftir bolt- anum í markið. -VS/mynd E.ÓI. Knattspyrna Fanell meðÍBK Peter Farrell mun leika áfram með Keflvíkingum í 1. deildar- keppninni næsta sumar. Farrell er þrítugur Breti, fyrrum atvinnumaður í 3. og 4. deildinni ensku, sem lék með liðinu á ný- liðnu keppnistímabili og var drjúgur á miðjunni. Hann er far- inn utan en er væntanlegur aftur í nóvember. Annar Breti, Frank Upton, þjálfar Keflvíkinga en hann tók við liðinu af Peter Kee- ling í byrjun ágúst. -VS Valur-Wismut Löng ferð hjá Njáli! Njáll Eiðsson hefði alveg eins getað verið að fara til Austur- Þýskalands og að mæta í heima- leikinn gegn Wismut Aue í gær. Hann er kennari á Vopnafirði og þurfti að keyra þaðan til Akur- eyrar í fyrrakvöld, gista þar og fljúga síðan til Reykjavíkur. Síð- an sami rúntur til baka! -VS Knattspyrna Atlií Víking Valur-Wismut Aue „Hélt hann væri að dæma á leikaraskap!“ Atli Helgason, einn af máttar- stólpum liðs Þróttar í knatt- spyrnu, hefur nú ákveðið að leika með Vfliingum næsta sumar. Víkingar sigruðu í 2. deildinni og leika því í 1. deild að ári. Júrí Sedov, þjálfari Víkinga, hefur sagt að hann vanti nauðsynlega nýja leikmenn og honum hefur nú orðið að ósk sinni. Atli hefur leikið vel með Þrótti í sumar, en ristarbrotnaði og missti af síðustu leikjunum. Þess má til gamans geta að Atli hefur leikið meistaraflokksleiki með öllum deildum Þróttar, í knattspymu, handbolta og blaki. -O.St/lbe „Þegar dómarinn flautaði hélt ég að hann væri að dæma leikara- skap á Austur-Þjóðverjann. Ég var á undan í boltann og beið eftir því að hann rynni í hendurnar á Guðmundi markverði þegar maðurinn hljóp á mig og datt,“ sagði Sævar Jónsson miðvörður Valsara í samtali við Þjóðviljann eftir leikinn við Wismut Aue í gærkvöldi. Vitaspyrnan sem dæmd var á Sævar þarna, 9 mín- útum fyrir leikslok, færði Wi- smut Aue 1-1 jafntefli og farseðil f 2. umferð UEFA-bikarsins. En það var misheppnað út- spark Guðmundar Baldurssonar sem var rótin að þessu atviki. Hann var með boltann í höndun- um rétt innan vítateigsins og ætl- aði að spyrna frá, hitti boltann hinsvegar það illa að hann rann beint á mótherja skammt utan vítateigsins. Sending inní teiginn þar sem Þjóðverjinn og Sævar rákust saman og Kaiser dómari frá Luxemburg dæmdi víta- spyrnu. „Ég átti í erfiðleikum með útspörkin allan tfmann, það var bara eins og eitthvað í fótun- um á mér kæmi í veg fyrir að ég gæti sparkað almennilega frá markinu,“ sagði Guðmundur niðurbrotinn eftir leikinn. „Ein mistök, eitt sekúndubrot, og allt erfiðið orðið að engu,“ sagði Ian Ross þjálfari Vals. „En ég var búinn að segja að þetta yrði spennandi leikur og hafði rétt fyrir mér. Það var ekki með ráðum gert að bakka f seinni hálf- leik, þvert á móti ætluðum við alls ekki að leika varnarleik. En leik- menn Wismut þröngvuðu Val- sliðinu einfaldlega aftur að eigin vítateig, þeir fengu samt engin sérstök færi og það var sorglegt fyrir strákana að falla úr keppn- inni á þennan hátt,“ sagði Ross. „Markið kom einmitt þegar þeir voru að missa móðinn, þeir voru við það að gefast upp þegar þeir fengu vítaspymuna. Leikur- inn þróaðist svipað og ég bjóst við, við urðum smátt og smátt að gefa eftir svæðin á miðjunni en spiluðum samt allan tímann skynsamlega. Wismut lék mun betur en þetta í fyrri leiknum og það er sárlega svekkjandi að þetta skyldi fara svona,“ sagði Guðni Bergsson. -VS L Umsjón: Logi B. EiðssonA/íðir Sigurðsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.