Þjóðviljinn - 01.10.1987, Síða 9

Þjóðviljinn - 01.10.1987, Síða 9
Valur-Wismut Aue Afdrifaríkt útspark! Valsmenn níu mínútumfrá sæti Í2. umferð UEFA-bikarsins Ein mistök og þeir féllu taplausir úr keppninni Ein mistðk á 180 mínútum í Evrópukeppni reyndust Vals- mönnum dýrkeypt og kostuðu þá sæti í 2. umferð UEFA-bikarsins. Þeir höfðu leitt 1-0 gegn Wismut Aue á Laugardalsvellinum í gær í heilar 70 mínútur - þar til 9 mín- útur voru eftir af leiknum - þegar misheppnað útspark Guðmundar Baldurssonar færði Austur- Þjóðverjunum umdeilda víta- spyrnu og jöfnunarmark, 1-1. Guðmundur átti ekki möguleika á að verja öruggt skot frá Matthi- asi Weiss. Já, Valsmenn eru fallnir útúr UEFA-bikarnum, án þess að tapa leik. Eftir 0-0 í Aue fyrir háifum mán- uði lögðu þeir allt kapp á að sigra á Laugardalsvellinum í gær - og voru níu mínútum frá því að takast það ætlunarverk sitt. En úrslitin hljóma um alla Evrópu: - Austur-þýska liðið þurfti regluna um mark skorað á úti- velli til að slá út íslensku áhugamenn- ina í Val. {slandsmeistararnir ný- krýndu eiga heiður skilinn fyrir frammistöðu sína, hún jafnast þrátt fyrir allt á við það besta sem ísland hefur náð áður á þessum vettvangi. Það kom strax í ljós að Valsmenn léku til sigurs. Á fyrstu fimm mínút- unum voru þeir tvisvar nálægt því að skora, Sævar Jónsson átti dúndurskot af 30 metra færi sem Weissflog lands- liðsmarkvörður sló í horn og síðan spiluðu Valsarar sig fallega inní teiginn og Sigurjón Kristjánsson átti skot sem fór af varnarmanni í horn. Og á 11. mínútu kom markið, 1-0. Sigurjón Kristjánsson var í baráttu við vamarmenn á hægri kantinum, sneri sig af þeim inná vítateigslínu og skaut, var ekki í jafnvægi og boltinn stefndi laflaust í hendur Weissflogs í markinu. En á markteignum var Jón Grétar Jónsson vel með á nótunum: ,d*að stm maður á alltaf að gera er að fylgja öllum skotum og ég var tilbú- inn. Svo kom boltinn, nánast beint á mig og ég var á undan markmannin- um og renndi boltanum viðstöðulaust undir hann. Það var góð tilfinning að skora í Evrópuleik, sérstaklega eftir að hafa gengið iiia uppvið markið í sumar, en vonbrigðin í leikslok voru líka tvöfold,“ sagði Jón Grétar við Þjóðviljann eftir leikinn. Valsmenn léku mjög vel út fyrri hálfleikinn, yfirvegað og skynsam- lega, og Þjóðverjarnir komust lítt áleiðis gegn þeim. Ágæt færi gáfust til að auka við forskotið og það vom Valsmenn sem voru með undirtökin í leiknum. í seinni hálfleik snerist þetta hinsvegar strax við. Wismut náði mikillí pressu strax í byrjun og Vals- mönnum gekk illa að losa sig úr henni. Samt fékk Wismut lítið af fær- um, eina virkilega hættan var þegar Mothes náði hörkuskoti af 20 metra færi, Guðmundur Baldursson kastaði sér og sló boltann í stöngina og útaf. En Valur fékk samt færi til að komast í 2-0, Sigurjón var skyndilega aleinn gegn Weissflog á 53. mínútu en sá síðarnefndi var aðeins á undan hon- um í boltann. Á 69. mínútu átti Ing- Evrópumót félagsliða í knatt- spyrnu 1. umferð - seinni leikir Evrópukeppnl melstarallöa: Sparta Prag (Tókkóslóvakíu)-Fram (fslandi).............. Anderlecht (Belgíu)-Malmö (Svíþjóð)..................... DynamoBerlin (A-Þýskalandi)-Bordeaux (Frakklandi)....... Galatasaray (Tyrklandi)-PSV Eindhoven (Hollandi)........ Gornik Zabrze (Póllandi)-Olympiakos Pireus (Grikklandi). Hamrun Spartans (Möltu)-Rapid Wien (Austurrríki)........ Jeunesse D' Esch (Luxemburg)-Aarhus (Danmörku).......... Kuuysi Lahti (Finnlandi)-Neuchatel Xamax (Sviss)........ Linfield (N-lrlandi)-Lilleström (Noregi)................ MTK Búdapest (Ungverjalandi)-Steaua Búkarest (Rúmeníu). Napoli (Italíu)-Real Madrid (Spáni)..................... Omonia Nicosia (Kýpur)-Shamrock Rovers (Irlandi)........ Rangers (Skotlandi)-Dynamo Kiev (Sovétríkjunum)......... Sredets Sofia (Búlgaríu)-Bayern Munchen (V-Þýskalandi).. Vardar Skopje (Júgóslavíu)-Porto (Portúgal)............. ......8-0 (10-0 .......M (2-1) .......0-2 (0-4) .......2-0 (2-3) .......2-1 (3-2) .......0-1 (0-7) .......1-0 (2-4) .......2-1 (2-6) .......2-4 (3-5) .......2-0 (2-4) .......1-1 d-3) .......0-0 (1-0) .......2-0 (2-1) .......0-1 (0-5) .......0-3 (0-6) Evrópukeppnl blkarhafa: Kalmar FF (Svíþjóð)-lA (Islandi)..........................................1-0 (1-0) Atalanta (Ítalíu)-Merthyr Tydfil (Wales)..................................2-0 (3-2) Den Haag (Hollandi)-Ujpest Dozsa (Ungverjalandi)..........................3-1 (3-2) Dinamo Bukarest (Rúmeníu)-Mechelen (Belgíu)...............................0-2 (0-3) Dundalk(lrlandi)-Ajax(Hollandi)...........................................0-2 (0-6) Genclerbirligi(Tyrklandi)-DynamoMinsk(Sovét.).............................1-2 (1-4) Glentoran (N.lrlandi)-Rovaniemen (Finnlandi)..............................1-1 (1 -1) (Rovaniemen áfram á útimarkinu) Hajduk Split (Júgóslavíu)-Aalborg (Danmörku)..............................1-0 (1-1) (Hajduk sigraðí eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni) Hamburger SV (V-Þýskalandi)-Beggen (Luxemburg)............................3-0 (8-0) Marseilles(Frakklandi)-Lok. Leipzig (A-Þýskalandi)........................1-0 (1-0) Ofi Crete (Grikklandi)-Vitosha Sofia (Búlgaríu)...........................3-1 (3-2) Slask Wroclaw (Póllandi)-Real Socidad (Spánl).............................0-2 (0-2) Sliema Wanderers (Möltu)-Vlaznia Shkoder (Albaníu)........................4-0 (6-0) Swar. Tyrol (Austurríki)-Sporting Lissabon (Portúgal).....................4-2 (4-6) Tromsö(Noregi)-St. Mirren (Skotlandi)......................................0-0 (0-1) Young Boys (Sviss)-Dunjaska Streda (T ékkóslóvakíu)........................3-1 (4-3) UEFA-blkarlnn: Valur((slandi)-WismutAue(A-Þýskalandi).....................................1-1 (1-1) (Wismut Aue sigraði á útimarkinu) Belenenses(Portúgal)-Barcelona(Spáni).....................................1-0 (1-2) Utrecht(Hollandi)-Linz(Austurríki)........................................2-0 (2-0) Espanol (Spáni)-Bor.Mönchengladbach (V-Þýskalandi)........................4-1 (5-1) Guimaraes (Portúgal)-Tatabanya (Ungverjalandi).............................1-0 (2-1) Dynamo Moskva (Sovétríkjunum)-Grasshoppers (Sviss)........................1-0 (5-0) Verona (Italíu)-Pogon Szczecin (Póllandi).................................3-1 (4-2) Dundee United (Skotlandi)-Coleraine (N-lrlandi)...........................3-1 (4-1) DynamoDresden(A-Þýskalandi)-SpartaMoskva(Sovét.)..........................1-0 (1-3) AIK Stokkhólm (Svíþjóð)-TJ Vitkovice (Tékkóslóvakíu)......................0-2 (1-3) AdmiraWacker(Austurríki)-Turun(Finnlandi).................................0-2 (1-2) Gautaþorg (Svíþjóð)-Bröndby (Danmörku)................................... 0-0 (1-2) FC Brugge (Belgíu)-Zenit Leningrad (Sovótríkjunum)........................5-0 (5-2) Partizan Belgrad (Júgóslavíu)-Flamurtari (Albaníu)........................2-1 (2-3) AC Milano (Italfu)-Sporting Gijon (Spáni).................................3-0 (3-1) Juventus (Italiu)-Valetta (Möltu).........................................3-0 (7-0) Chaves (Portúgal)-Universitatea Cralova (Rúmeníu).........................2-1 (4-4) (Chaves sigraði á útimörkum) Trakia Plodiv (Búlgaríu)-Rauða Stjarnan (Júgóslaviu)......................2-2 (2-5) Panionios (Grikklandi)-Toulouse (Frakklandi)..............................0-1 (1-6) Inter Milano (Italíu)-Besiktas Istanbul (Tyrklandil.......................3-1 (3-1) Sion (Sviss)-Velez Mostar (Júgóslavíu)....................................3-0 (3-5) Aberdeen(Skotlandi)-BohemiansDublin(lrlandi)..............................1-0 (1-0) Werder Bremen (V-Þýskalandi)-Mjöndalen (Noregi)...........................0-1 (5-1) Auxerre(Frakklandi)-Panathinaikos(Grikklandi).............................3-2 (3-4) Dynamo Tiblisi (Sovét.)-Lokomotiv Sofia (Búlgaríu)........................3-0 (4-31 BorussiaDortmund(V-Þýskalandi)-Celtic(Skotlandi)..........................2-0 (3-2) Lokeren (Belgíu)-Honved Budapest (Ungverjalandi)..........................0-0 (0-1) Bayer Leverkusen (V-Þýskalandi)-Austria Wien (Austurríki).................5-1 (5-1) VitoriaBukarest(Rúmeníu)-EpaLarnaca(Kýpur).................................3-0 (4-0) (Samanlögð úrslit beggja leikja í svigum) var Guðmundsson glæsilegt skot af 20 m færi, alveg útvið stöng, en Weiss- flog kastaði sér og varði með tilþrif- um. Vítaspyrnan og markið voru síðan eins og köld vatnsgusa, því þarna undir lokin var sókn Wismut að fjara út og sigurinn blasti við Val. Grátlegt, sorglegt, hræðilegt - orð í þessum dúr voru á vörum allra í leikslok því þarna var virkiiega tækifæri - stórkostlegur möguleiki Valsmanna rann útí sand- inn á sfðustu stundu. Valsliðið var jafnt og sterkt og sýndi einfaldlega að það á fullt erindi í sterk Evrópulið. Af einstökum leik- mönnum verður að hæla Sævari Jónssyni sem átti sérlega stórbrotinn fyrri hálfleik. Ekki bara ívöm, heldur enn frekar í sóknarleik Vals þar sem hann var með krafti sínum og yfirferð oftast sá maður sem skapaði usla á miðju og í námunda við vítateig Wi- smut. Guðni Bergsson var nánast með sóknarmennina í vasanum, komst fyrir allar sendingar og stungur og afstýrði hættunni áður en hún myndaðist. Guðmundur var einsog kóngur f vítateignum - og það var sorglegt að einmitt hans misheppn- aða útspark skyldi reynast svona af- drifaríkt. -VS Kvennahandbolti Fram vígði Valshúsið íslandsmeistarar Fram vígðu nýja Valshúsið að Hlfðarenda í gærkvöldi með því að sigra Val 17-14 í fyrsta leik 1. deildar kvenna - og jafnframt fyrsta leik á ísiandsmóti sem háður er í húsinu. Sigur Framstúlkna var öruggari en lokatölur gefa til kynna, þær leiddu 10-5 í hálfleik og 15-6 þegar tíu mínútur voru eftir. Kolbrún Jóhanns- dóttir átti mjög góðan leik í marki Fram og vörnin fyrir framan hana var sterk þar til í lokin. Erla Lúðvíksdóttir og Kristín Amþórsdóttir stóðu sig best Valsstúlkna. Mörk Vals: Kristín Arnþórsdóttir 5, Guðrún Kristjánsdóttir 3, Ema Lúðviksdóttir 2, Katrín Friðriksen 2, Ásta B. Sveinsdóttir 1, Björg Guðmundsdóttir 1. Mörk Fram: Guðríður Guðjónsdóttir 8, Ingunn Bernótusdóttir 4, Oddný Sigsteinsdóttir 1, Jóhanna Haildórsdóttir 1, Hafdís Guðjónsdóttir 1, Ósk Viðisdóttir 1, Arna Steinsen 1. -ó.st./vs Handbolti Góður endasprettur Fram Unnu upp fimm marka forskot Vals Þegar tíu mínútur voru til leiksloka í leik Vals og Fram var staðan 18-13, Valsmönnum f vil og stefndi allt í ör- uggan sigur Vals. En með góðum endaspretti náðu Framarar að vinna upp þetta forskot og voru reyndar klaufar að sigra ekki. Þeir fengu bolt- ann þegar rúm ein mínúta var til leiks- loka, staðan þá 19-19, en komust ekki í gegnum sterka vöm Vals og þar við sat. Leikurinn var ekki sérlega vel leikinn með tilliti til liðanna sem áttu í hlut. Framarar byrjuðu vel, en smám saman náðu Valsmenn yfirhöndinni. Ekki bætti úr skák að Atli Hilmar- sosn, stórskyttan í liði Fram varð að yfirgefa völlinn rétt fyrir leikhlé. Hann er líklega fingurbrotinn og væri það gífurlegt áfall fyrir Framara. Valsmenn byrjuðu af miklum krafti í síðari hálfleik og skoruðu fyrstu mörkin. Þeir léku mjög vel á þessum kafla og munaði mest um sterka vöm. En Framarar voru ekki af baki dottnir og með góðum leik og Fram ialshöll 30 sept. ‘alur 19-19 (9-10) 3-1, 3-3, 5-5, 9-9, 9-12, 10-15, 13-18, 16-19, 19-19. Mörk Fram: Birgir Sigurðsson 4, Hermann Bjömsson 4, Ólafur Vil- hjálmsson 3, Júllus Gunnarsson 3, Ragnar Hilmarsson 2, Atli Hilmarsson 2, Agnar Sigurðsson 1. Mörk Vals: 15Jón Krlstjánsson 5(1v), Jakob Slgurðsson 4, Júlfus Jónas- son 4<1v), Theodór Guðflnnnsson 4, Einar Naabye 1, Gelr Sveinsson 1. Dómarar: Gunnlaugur Hjálmars- son og Árni Sverrisson - sæmilegir. Maður leikslns: Guðmundur Arnar Jónsson Fram. stórkostlegri markvörslu Guðmund- ar náðu þeir að jafna. Valsmenn fengu þó góð færi og höfðu reyndar þriggja marka forystu þegar fjórar mfnútur voru til leiksloka. Líklega má telja jafntefli sanngjörn úrslit þrátt fyrir að Valsmenn hafi lengst af haft yfirhöndina. Bæði liðin áttu sína góðu og slæmu kafla og sig- urinn hefði getað hafnað hvorum megin sem var. Hjá Fram var Guðmundur bestur, varði mjög vel. Júlíus Gunnarsson átti einnig góðan leik og Birgir var mjög sterkur á línunni. Geir Sveinsson átti mjög góðan leik hjá Val, batt vörnina vel saman. Július Jónasson og Jakob Sigurðsson voru sprækir í sókninni og Theodór Guðfinsson átti mjög góða spretti. Einar Þorvarðarson lék sinn fyrsta leik með Val og varði vel. -Ó.St Kalmar-ÍA Fengu engin teri Kalmar náði að skora í framlengingu og komst áfram „Við áttum í vök að verjast all- an tímann og því fór sem fór. En ég er viss um að með eðlilegum heimaleik gegn þessu liði hefðum við átt að renna í 2. umferð. Kalmar er eins og miðlungs 1. deildarlið heima,“ sagði Aðal- steinn Víglundsson, leikmaður ÍA, í samtali við Þjóðviljann í gærkvöldi. ÍA féll þá útúr Evrópukeppni Sparta Prag-Fram „Búið eftir 13 mínútur!“ „Það heppnaðist allt hjá þeim í byrjun, þrjú skot og þrjú mörk á fyrstu 13 mínútunum, og þar með var þetta búið,“ sagði Framarinn Guðmundur Steinsson eftir 8-0 ósigur gegn Sparta í Prag í gær- kvöldi. Sparta fer því í 2. umferð Evrópukeppni meistaraliða með 10-0 samanlagt. „Við náðunt þokkalegum kafla um miðjan fyrri hálfleik, héldum boltanum talsvert og fengum ekki á okkur fleiri mörk framað hléi. Við áttum engin dauðafæri, 2-3 hálfgerð færi, en aldrei nógu hættulegt. Eftir að þeir höfðu síð- an skorað í byrjun seinni hálf- leiks, 4-0, fór svo okkar mót- spyrna þverrandi," sagði Guð- mundur. Mörkin gerðu Peter Novak 3, Ivan Hasek 2, Stainslav Griga, Ivan Cabala og Jozef Chovanec eitt hver. Framarar léku án Pét- urs Ormslevs sem var meiddur. -VS bikarhafa með 1-0 tapi fyrir Kalmar ytra, eftir framlengingu. Fyrri leikurinn á Akranesi var markalaus eins og menn muna. „Við leyfðum þeim að sækja og vörðumst á okkar vallarhelmingi, og það gekk mjög vel upp í fyrri hálfleiknum,“ sagði Aðalsteinn. „Uppúr miðjum seinni hálfleik fór róðurinn hinsvegar að þyngj- ast og þeir fengu ágæt færi. Birkir Kristinsson varði hinsvegar mjög vel tvisvar og hirti mikið af fyrir- gjöfum," sagði Aðalsteinn. Sigurmark Kalmar kom þegar 12 mínútur voru liðnar af fram- lengingunni. Martin Holmberg splundraði vörn ÍA og sendi glæsilega á Stefan Alexandersson sem þurfti aðeins að renna bolt- anum í netið af markteig, 1-0. Að sögn Aðalsteins átti Holm- berg hreint stórkostlegan leik með Kalmar og var allt í öllu hjá liðinu - gerði útslagið í leiknum. ÍA fékk engin hættuleg færi í leiknum þannig að sigur Kalmar var fyllilega sanngjarn - það munaði þó glettilega litlu að Skagamenn héldu þetta út og næðu í vítaspyrnukeppni. -VS Evrópuleikirnir Risar rotaöir! Napoli, Kiev, Gautaborg ogfleiri góð úr leik Það er huggun harmi gegn fyrir íslensku liðin sem féllu útúr Evr- ópumótum félagsliða í gærkvöldi að nokkur af stærstu nöfnum Evrópu máttu þola sömu örlög. ítölsku meistararnir Napoli, so- vésku meistararnir Dinamo Kiev og sænsku UEFA-meistararnir Gautaborg féllu allir út í 1. um- ferðinni, ásamt fleiri stórliðum. Stóri leikurinn í Evrópukeppni meistaraliða var Napoli gegn Real Madrid þar sem Real leiddi 2-0 úr fyrri leiknum. Maradona og fé- lagar f Napoli byrjuðu vel því Francini skoraði strax á 9. mín- útu. En Emilio Butrageno jafn- aði fyrir Real á 43. mínútu, 1-1, og þar með þurfti heimaliðið þrjú mörk til að slá út Spánarmeistar- ana. Dinamo Kiev fór með 1-0 for- skot til Glasgow en það var ekki nóg gegn Rangers. Mark Falco skoraði ótrúlega ódýrt mark fyrir Skotana eftir að sovéski mark- vörðurinn Chanov hafði kastað boltanum í hælinn á samherja! Falco lagði síðan upp mark fyrir Ally McCoist, 2-0 og því 2-1 samanlagt. Anderlecht mátti hafa fyrir því að sigra sænsku meistarana Malmö þrátt fyrir 1-0 forskot úr útileiknum. Vervoort kom Anderlecht yfir á 29. mínútu en Engquist jafnaði fyrir Malmö, 1- 1, í seinni hálfleik. Evrópumeistarar Porto héldu hinsvegar sýningu í Júgóslavíu þar sem þeir unnu Vardar Skopje 3-0, eins og í fyrri leiknum. Alsír- búinn Rabah Madjer skoraði þar undravert mark af 40 metra færi. í Evrópukeppni bikarhafa fór flest eftir formúlunni en ítalirnir í Atalanta sigruðu þar velska áhug- amannaliðið Merthyr Tydfil naumlega, 2-0, eftir 1-2 óvænt tap í fyrri leiknum. f UEFA-bikarnum lá Gauta- borg, 0-0 jafntefli var ekki nóg gegn danska atvinnuliðinu Bröndby sem hafði unnið fyrri leikinn 2-1. Beiskt tap það fyrir Svíana. Norðurlandalið komu meira við sögu, Mjöndalen frá Noregi vann glæstan sigur á Werder Bremen í Þýskalandi, 1-0, en það dugði þó skammt eftir að hafa tapað heimaleiknum 0-5! Turun frá Finnlandi gerði góða ferð til Austurríkis og sigraði Admira 2-0 eftir að hafa tapað heimaleiknum 0-1. Aberdeen þurfti vítaspyrnu frá James Bett til að sigra írana í Bohemians 1-0 og Ian Rush skoraði í sínum fyrsta Evrópuleik með Juventus, í 3-0 sigri á Val- letta frá Möltu. -VS/Reuter 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. október 1987 Knattspyrna Þrjú mörk á sex mínútum Markajafntefli gegn Norðurlandameisturunum Enn einu sinni voru það lokamínúturnar sem voru íslensku unglingalandsliði örlagaríkar. Nú var það íslenska drengjalandsliðið sem gerði jafntelfl gegn Svíum, 3-3, en þegar sex mínútur voru til leiksloka var staðan, 2-1, Islandi í vil. Það byrjaði ekki vel því að Svíar náðu foryst- unni í fyrri hálfleik og leiddu í hálfleik, 0-1. íslendingar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og Ríkharður Daðason jafnaði á 54. mínútu með skalla eftir sendingu frá Halldóri Kjartanssyni. Steinar Guðgeirsson bætti svo öðru marki við eftir hornspyrnu. Staðan var 2-1 allt þartil að 6 mínútur voru til leiksloka. Þá skoruðu Svíar tvö ódýr mörk og náðu forystunni, 2-3. En Ríkharður Daðason jafnaði með góðu marki mínútu fyrir leikslok. íslenska liðið lék ágætlega í leiknum, en átti þó slæma kafla. Liðið fékk góð færi, en tókst ekki að nýta þau og róðurinn verður því erfiður í síðari leiknum í Svíþjóð. -Ibe Handbolti Basl hjá meishnim ✓ 14 markalausar mínútur gegn IR Það var ekki mikill meistara- bragur á leik Víkinga gegn nýlið- unum ÍR. íslandsmeistararnir sigruðu þó, 27-20, en léku ekki sérlega vel. Leikurinn var jafn framan af og rólegur. Víkingar voru yfir- Laugardalshöll 30. september Víkíngur-ÍR 27-20 (16-10) 1-0, 4-5, 8-7, 9-9,11-10, 16-10, 18- 11, 21-12, 21-18, 24-18, 27-20 Mörk Víkings: Siguröur Gunnars- son 6, Guðmundur Guömundsson 4, Bjarki Sigurðsson 4, Siggeir Magnús- son 4 (1 v), Karl Þráinsson 4 (2v), Hilm- ar Sigurgislason 3 og Árni Friðleifsson 2. Mörk (R: Frosti Guðlaugsson 4,Ólafur Gylfason 4(1 v), Guðmundur Þórðarson 4(1 v), Magnús Ólafsson 3(3v), Finnur Jóhannsson 2, Matthías Matthíasson 1, Róbert Rafnsson 1 og Sigfús Bollason 1. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Óiafur Haraldsson — góðir. Maður leikslns: Kristján Sig- mundsson, Víking. leitt fyrri til að skora. Það var ekki fyrr en undir lok fyrri hálf- leiks að þeir náðu forystunni svo einhverju munaði, þá skoruðu þeir fimm mörk í röð. Víkingar byrjuðu vel í síðari hálfleik, en svo kom slæmur kafli þar sem þeir skoruðu ekki mark í 14 mínútur! Á þessum tíma gengu ÍR-ingar á lagið og það var aðeins mjög góð markvarsla Kristjáns Sigmundssonar sem kom í veg fyrir að þeir kæmust yfir. Víkingar náðu svo ágætum leik í lokin og sigurinn nokkuð öruggur. Kristján var yfirburðamaður í liði Víkings, varði 20 skot þar af fjögur vítaköst. Bjarki Sigurðs- son átti einnig ágætan leik og einnig Hilmar Sigurgíslason. Guðmundur Þórðarson var bestur í liði ÍR og þeir Ólafur Gylfason og Frosti Guðlaugsson áttu þokkalegan leik. -Ibe Handbolti Skellur hjá nýliðum Töpuðu stórt fyrir FH eftir góðan fyrri hálfleik Nýliðarnir í 1. deild, Þórsarar byrjuðu ekki sérlega vel. Þeir náðu þó að hanga í FH-ingum í fyrri hálfleik, en í þeim síðari höfðu Hafnfirðingarnir mikla yfirburði og sigruðu 36-21. Þórsarar léku rólega framan af og sóknir þeirra voru langar og tíðindalitlar. FH-ingar voru hins- vegar full bráðir í sóknarleiknum og virtust taugaspenntir. Það var svo umdeilt atvik undir lok fyrri hálfleiks sem hleypti krafti í FH-inga. Þá fékk Óskar Ármannsson rautt spjald fyrir gróft brot, en FH-ingar voru ekki sáttir við það. FH-ingar hófu því síðari hálf- leikinn af miklum krafti og léku á köflum mjög vel. Þórsarar áttu ekkert svar við stórleik FH-inga, sterkri vörn og öruggum sóknar- leik. Þórsarar skoruðu aðeins fjögur mörk á síðustu 15 mínút- unum gegn þrettán mörkum FH- inga. Þorgils Óttar Mathiesen átti stórleik í liði FH og þeir Pétur Petersen og Óskar Helgason áttu góðan leik. Sigurður Pálsson stjórnaði sóknarleik Þórsara og átti góðan leik. Þá vantar hinsvegar til- finnanlega vinstri handarskyttu og líður sóknarleikur þeirra nokkuð fyrir það. Hermann Karlsson stóð í marki Þórs og varði mjög vel, alls 16 skot og bjargaði þeim frá stærra tapi. -lg Hafnarfjörður 30. september FH-Þór 36-21 (16-12) 3-1, 4-5, 13-10, 16-12, 19-15, 23- 16, 29-19, 35-20, 36-21 Mörk FH: Þorgils Óttar Mathiesen 8, Pétur Petersen 6, Óskar Helgason 6 (1v), Héðinn Gilsson 5, Guðjón Árna- son 5, Óskar Ármannsson 5 (1 v) og Gunnar Beinteinsson 1. Mörk Þórs: Sigurður Pálsson 9(2v), Sigutpáll Aðalsteinsson 7(3v), Jóhann Samúelsson 2, Gunnar Gunnarsson 1, Ólafur Hilmarsson 1 og Árni Stef- ánsson 1. Dómarar: Björn Jóhannsson og Sigurður Baldursson - sæmilegir. Maöur lelksins: Þorgils Óttar Mathiesen, FH Handbolti Stórleikur Gísla Lokaði markinu gegn daufum Blikum Það er greinilegt að tap Breiðabliks gegn IHK í Evrópu- keppninni situr í leikmönnum liðsins. Liðið byrjaði mjög illa gegn KR og þrátt fyrir að ná góð- um kafla í síðari hálflcik urðu þeir að sætta sig við tap, 18-20. KR-ingar byrjuðu mjög vel og mikil barátta í liðinu. Þeir komu Breiðalik í opna skjöldu og sem Atll Hllmarsson skorar annað mark sitt í leiknum. Sekúndubroti síðar skall hann í gólfið með þeim afleiðingum að hann meiddist á hendi og verður líklega frá næstu vikur. Sjá nánar bls. 7. Mynd:E.ÓI. Digranes 30. september UBK-KR18-20 (5-10) 1-1,1-5,3-9,5-10,6-13,12-16,16-18, 17-20, 18-20. Mörk UBK: Kristján Halldórsson 4, Jón Þórir Jónsson 3, Hans Guð- mundsson 3 (3v), Björn Jónsson 2, Aðalsteinn Jónsson 2, Svafar Magnússon 2, Paul Dempsey 1 og Magnús Magnússon 1. Mörk KR: Stefán Kristjánsson (2v), Konráð Olavsson 5, Guðmundur Pálmason 2, Guðmundur Albertsson 1, Sigurður Sveinsson 1, Þorsteinn Guðjónsson 1 og Bjami Ólafsson 1. Dómarar: Rögnvald Erlingsson og Gunnar Kjartansson - ágaetir. Maður lelkslns: Glsll Felix Bjarna- son, KR. dæmi um yfirburði KR þá var það ekki fyrr en á 19. mínútu að Blik- arnir skoruðu annað mark sitt. KR-ingar héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og náðusjömarkaforystu. Blikarnir náðu þó að saxa á forskotið en vantaði nokkuð upp á að ógna forskoti KR. Breiðablik náði að minnka muninn í tvö mörk og þegar þrjár mínútur voru til leiksloka varði Gísli Felix Bjarnason vítakast frá Hans Guðmundssyni og eftir það var sigur KR í höfn. Það var fyrst og fremst stór- leikur Gísla í markinu sem lagði grunninn að sigri KR-inga. Hann varði 16 skot þar af tvö vítaköst. Þorsteinn Guðjónsson átti góðan leik í vörninni og Konráð Olavs- son átti góðan leik í horninu. Hjá Breiðablik var það helst Svafar Magnússon sem stóð upp- úr, en Þórir Siggeirsson varði vel þann stutta tíma sem hann var inná. -Ó.St/lbe Handbolti Oruggt hjá Stjömunni Stjarnan átti ekki f miklum vand- ræðum með KA á Akureyri. Stjaman náði yfirhöndinni f síðari hálfleik, eftir jafnan fyrir hálfleik og sigurinn ömggur, 20-26. Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálf- leik og á köflum nokkuð skemmti- legur á að horfa. Bæði liðin léku þokkalega, jafnt í vörn sem sókn. Það var svo í síðari háflleik að úr- slitin réðust og munaði þar mest um slæma vörn KÁ. Það var engu lík- legra en að botninn dytti úr leik liðs- ins og leikmenn Stjörnunnar gengu nánast inn og út úr vítateig KA. Það var ekki að sjá að Garðbæingar söknuðu markakóngsins Hannes Leifssonar og sóknarleikur þeirra var á köflum mjög góður. Skúli Gunn- steinsson fór á kostum og skoraði góð mörk, en það var helst Sigmar Þröstur Óskarsson sem var maðurinn á bakvið sigur Stjörnunnar. Hann varði mjög vel, oft á þýðingarmiklum augnablikum. Þá átti Sigurður Bjarnason mjög góðan síðari hálf- leik. Hjá KA bar mest á Jakobi Jónsyni og endurkoma hans hefur greinilega góð áhorf á leik KA. Þá varði Brynjar Kvaran mjög vel í fyrri háflelik. -KH/Akuryeri Akureyri 30. september KA-Stjarnan 20-26 (10-12) 0-3, 3-3, 5-5, 8-11, 10-12, 11-15, 13-16, 14-20, 17-24, 20-26. Mörk KA: Jakob Jónsson 6(1 v), Axel Björnsson 5, Guðmunur Guð- mundsson 3, Friðjón Jónsson 2, Pétur Bjarnason 2 og Eggert Tryggvason 2(1 v). Mörk Stjörnunnar: Skúli Gunn- steinsson 9. Sigurður Bjamason 5, Sigurjón Guðmundsson 4, Gylfi Birg- isson 4, MagnúsT eitsson 1, Einar Ein- arsson 1, Hafsteinn Bragason 1 og Hermundur Sigmundsson 1. Dómarar: Garðar Sigurðsson og Einar Sveinsson - þokkalegir. Maður leikslns: Sigmar Þröstur Óskarsson, Stjörnunni.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.