Þjóðviljinn - 01.10.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 01.10.1987, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRÉTTIR Indland/Pakistan Blóðugátök Indverskir embœttismenn segjafjölmennt pakistanskt herlið hafa ráðist á bœkistöðvar Indverja í Kashmir fyrir skemmstu en árásinni hafi verið hrundið Pakistanskir hermenn í Islamabad. Frumhlaup þeirra í Kashmir var til einskis. Pakistanskar hersveitir gerðu harða hríð að stöðvum ind- verska hersins í hinu sundraða Kashmir fylki í fyrri viku. Þær munu ekki hafa uppskorið árang- ur erfíðis síns og misstu marga menn fallna. Ekki fékkst það staðfest af pakistönskum ráðamönnum að slegið hefði í brýnu milli herja ríkjanna tveggja en orðrómur hefur verið á kreiki í Islamabad um að skipst hefði verið á skotum í norðri. Embættismenn varnar- og utanríkisráðuneyta Indlands sögðu mikinn fjölda pakistanskra hermanna hafa lagt til atlögu við indverska kollega sína í Siachen héraði þar sem jörð er þakin ís allt árið um kring. Árásinni hefði verið hrundið en dátar stjórnar- innar í Nýju-Delhi væru engu að síður á varðbergi og í viðbragðs- stöðu. Embættismennirnir vildu ekki giska á hve margir pakistönsku árásarmennirnir hafí verið en fullyrtu að 150 þeirra hefðu fallið í orrustu við Saltoro fjallahrygg- inn nærri Karakoram. „Heimildamenn okkar í hern- um kveða árásarmenn hafa beitt failbyssum og eldflaugum og ver- ið búnir fullkomnum vígtólum, svo sem hríðskotabyssum af ýms- um tegundum oggerðum. Margir þeirra féllu en einnig nokkrir okkar manna,“ sagði ónefndur framámaður í indverska stjórnar- ráðinu í gær. Með jöfnu millibili kastast í kekki með indverskum og pakist- önskum hersveitum í þessu fjalla- héraði sunnan kínversku landamæranna. En síðustu átök voru þau hörðustu í þrjú ár og stóðu í þrjá sólarhringa sam- fleytt. Menn velta því fyrir sér hvað hafi valdið þessum hamagangi Pakistana. Sumir telja þá hafa verið að leita að snöggum bletti í vöm Indverja. Aðrir segja Zia- Ul-Haq forseta hafa látið undan þrýstingi um að hefjast handa og endurheimta svæði sem nágrann- inn hertók í stríðinu árið 1971. En enginn virðist óttast að átök þessi verði tilefni allsherjar ófriðar- báls. Ríkisstjórnir beggja landa gera tilkall til yfirráða í Kashmir sem hefur verið bitbein þeirra allar götur frá því þau hlutu sjálfstæði árið 1947. Af þrem stríðum ríkj- anna hafa tvö verið háð útaf þessu fylki þar sem mikill meiri- hluti íbúa er múhameðstrúar. Hermenn ríkjanna standa gráir fyrir járnum beggja megin vopn- ahléslínunnar sem dregin var er ófriðnum lauk árið 1971. Indverj- ar ráða yfir tveim þriðju hlutum Kashmirs og nefna sinn jarðar- part fylkið Jammu og Kashmir. Pakistanir eiga þriðjung og kalla hann „Azad“ (frjálsa) Kashmir. -ks. Yfírmenn Bandarísku alríkis- lögreglunnar, FBI, viður- kenndu í gær að í skjalasafni þeirra væru skýrslur um marga af ástsælustu rithöfundum þjóð- arinnar. Þeim var ekki stætt á öðru en gangast við þessu því í fyrradag voru gögn birt almenningi vestra þar sem fram kemur að um hálfr- ar aldar skeið fylgdist FBI með hverju fótmáli manna á borð við Ernest Hemingway, William Faulkner og John Steinbeck. Alls mun hafa verið njósnað um 124 rithöfunda allar götur frá árinu 1920 og fram til ársins 1976. Orsök hnýsni lögreglunnar mun hafa verið sú að hún taldi menn- ina ýmist vera niðurrifsseggi, í vináttu við vafapésa eða haldna stórhættulegum stjórnmálabá- biljum. í gögnunum kemur hins- vegar ekki fram fyrir hvað af þessu hver og einn var sakaður. í yfírlýsingu frá FBI er lögð mikil áhersla á að öllum slíkum persónunjósnum hafi verið hætt árið 1976 „enda samræmast þær ekki ákvæðum bandarísku stjórnarskrárinnar um skoðan- afrelsi einstaklinga". -ks. fXIÓÐVILIINH 0 68 13 33 Tímiim 0 68 18 66 0 68 63 00 Blaðburður er BESTA TRIMMIÐ og borgar sigL Hlíðar BLAÐBERAR ÓSKAST í: NVia miðbæ Fellsmúla þJÓOVILIINN Bakkahverfi (Breiðholti) Seljahverfi Ártúnsholt Kópavog (vestur) Kópavog (austur) Smáíbúðahverfi Fossvog Vesturbæ Seltjarnarnes Hafðu samband við okkur þJÓÐVILIINN Síðumúla 6 0 68 13 33 Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 1987 hefst að Grensásvegi 46 sunnudaginn 4. okt. kl. 14. í aðalkeppninni verður þátttakendum skipt í flokka með hliðsjón af ELÓ-skákstigum. Tefldar verða ellefu umferðir í öllum flokkum. öllum er heimil þátttaka. Umferðirverðaaðjafnaði þrisvar í viku, á sunnudögum kl. 14, á miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30. Biðskákadagar ákveðnir síðar. Skráning í mótið fer fram í síma Taflfélagsins á kvöldin kl. 20-22. Lokaskráning í aðalkeppnina verður laugardag 3. okt. kl. 14-18. Keppni í flokki 14 ára og yngri hefst laugardag 17. okt. kl. 14. Tefldar verða níu umferðir eftir Monrad-kerfi, þrjár umferðir í senn. Taflfélag Reykjavíkur Grensásvegi 44-46 Símar 83540 og 681690 Tilkynning til sauðfjárframleiðenda Aö gefnu tilefni vekur landbúnaöarráöuneytiö athygli sauöfjárfram- leiðenda á eftirfarandi ákvæðum reglugerðar nr. 43317. september 1987: 1. Framleiðandi á lögbýli sem hefur fullvirðisrótt getur tekið allt að 60 kg af ófrystu kjöti auk sláturs út úr afurðastöð af eigin fram- leiðslu fyrir hvern heimilismann, sem hafði þar lögheimili 1. des- ember 1986 skv. þjóðskrá. 2. Framleiðandi utan lögbýlis sem hefur fullvirðisrétt getur tekið allt að 60 kg af ófrystu kjöti auk sláturs af eigin framleiðslu út úr afurðastöð. 3. Taki framleiðandi út meira magn úr afurðastöð en um getur í 1. og 2. tölulið skerðist fullvirðisréttur hans um tilsvarandi magn. 4. Helmlld tll þess að taka út kjöt án þess að það skerði fullvlrðisrétt viðkomandl fellur niður, slátri framlelðandi utan afurðarstöðvar. 5. Brot á ákvæðum reglugerðar nr. 433/1987 varðar refsingu skv. 59. gr. laga nr. 46 27. júní 1985. Landbúnaðarráðuneytið 29. september 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.