Þjóðviljinn - 03.10.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.10.1987, Blaðsíða 4
JLEIÐARI er ekki eyland! Island Eftir röska viku mun Alþýðubandalagiö gang- ast fyrir opinni ráðstefnu um umhverfismál, þar sem meðal annars verður fjallað um geisla- mengun sjávar af völdum kjarnorkuversins í Dounreay í Skotlandi. En flestum ber saman um, að fiskimiðum íslendinga geti stafað veru- leg hætta af Dounreay verinu, og nágranna- þjóðir á borð við Færeyinga og Norðmenn hafa skorið upp herör gegn stækkun þess. Einn helsti talsmaður andófsins gegn Dounreay ver- inu, Chris Bunyan frá Leirvík á Skotlandi, verður sérstakur gestur ráðstefnunnar og heldur þar aðalerindið. íslenskir stjórnmálaflokkar hafa til þessa látið sig umhverfismál litlu varða. Alþýðubandalagið og raunar Kvennalisti á seinni árum, hefur þó vissulega skorið sig úr með áberandi hætti og lagt fram á þingi vandaðar tillögur um aukið átak í málum sem snúa að umhverfisvernd. Innan Alþýðubandalagsins er jafnframt vaxandi áhugi á umhverfismálum og ráðstefnan um næstu helgi er órækur vottur þess. En til þessa hefur umræða á íslandi um um- hverfismál að mestu leyti snúist um innlend mál. Um hreint land. Um gróðureyðingu. Um betri umgengni við sjálft landið. Hinni alþjóð- legu mengun sem fylgir iðnvæðingu hefur hins vegar ekki verið sýnd ýkja mikil athygli. Það er einfaldlega líkt og Islendingarfinni öryggi í hinni landfræðilegu einangrun þeirra, - einsog hún tryggi þeim vörn gegn hinum alþjóðlega meng- unarvanda. Þetta viðhorf er hins vegar rangt. Mengun og meiðsl á landi af mannavöldum eru löngu orðin að alþjóðlegum vanda, sem snertir allt mannkynið. Líka okkur íslendinga. Eyðing ósonlagsins, súrt regn, jafnvel dauði frumskóga geta haft afdrifaríkar afleiðingar hjá eyþjóð við nyrstu höf. Hvað þá hlutir á borð við kjarnorkuslys. í þessum efnum er ísland ekki eyland. Við hljótum þessvegna að beina sjónum okk- ar í vaxandi mæli að hinum alþjóðlega umhverf- isvanda, - ekki einungis mengun, heldur líka eyðileggingu gróðurs og vatnasvæða, geisla- mengun af völdum kjarnorkuvera og kjarnorku- vopna, útrýmingu tegunda. Allt eru þetta mál sem snerta okkur líka. Einmitt vegna þessa er kjörorð ráðstefnu Al- þýðubandalagsins um umhverfismál: „ísland er ekki eyland“. Kjarnorkuverið í Dounreay er í sjálfu sér órækur vottur um sanngildi þessa kjörorðs, sem þó kann við fyrstu sýn að vera þverstæðukennt. Þar er árlega dælt til sjávar verulegu magni af geislavirkum efnum, sem hafstraumar bera svo norður á fiskislóðina millum íslands og Jan Ma- yen. Yrði slys í verinu gæti miklu meira magn geislavirkra efna borist út í umhverfið, og síðan norður um ísland með hafstraumum eða lofti. Þetta sýnir, að sú barátta sem háð er af íbú- um Shetlands gegn stækkun Dounreay versins er um leið líka barátta íslendinga. Við eigum líka hagsmuna að gæta, það er okkar hagur að taka þátt í hinni alþjóðlegu baráttu sem háð er gegn losun kjarnorkuúrgangs í hafið. Þetta hafa frændur vorir írar skilið. Allir stjórnmálaflokkar í írlandi hafa sameinast um harða andstöðu gegn þeirri ósvinnu Breta, sem felst í sífelldri losun kjarnorkuúrgangs í hafið. Sömu sögu er að segja af Norðmönnum, og Færeyingum, sem hafa gerst mjög virkir þátt- takendur í baráttunni gegn Dounreay. Chris Bunyan, formaður CADE, samtakanna sem andæfa stækkun Dounreay versins, verð- ur einsog fyrr segir sérstakur gestur á hinni opnu ráðstefnu Alþýðubandalagsins um næstu helgi. Á fjölþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var fyrr í sumar á Shetlandi var samþykkt að leita eftir stofnun samtaka allra ríkja sem liggja að Norðursjó og Norðaustur-Atlantshafi, til að berj- ast gegn stækkun versins í Dourney. Með því að bjóða Chris Bunyan hingað til lands er Alþýðubandalagið að lýsa yfir stuðn- ingi sínum við stofnun slíkra samtaka. -ÖS Mynd: Sigurður Mar LJOSOPIÐ þlÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritatjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, Össur Skarphéðinsson. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamann: Garðar Guðjónsson, Guðmundur RúnarHeiðarsson, . Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjömsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrft*- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: EinarÓlason, Sigurður Mar Halldórsson. Utlltstaiknarar: Sævar Guöbjömsson, Garðar Sigvaldason. Margrót Magnusdóttir Framkvæmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfstofustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Knst- insdóttir. Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiftslu- og afgrelðsluatjórl: Höröur Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjörnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúia 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síftumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiftja Þjóftviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verö í lausasðlu: 55 kr. Helgarblöð: 65 kr. Áskriftarverö á mánuöi: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN' Laugardagur 3. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.