Þjóðviljinn - 03.10.1987, Blaðsíða 2
-SPURNINGIN-
Ætlarðu að setja nagla-
dekk undir bílinn í vetur?
Skúli Skúlason,
verkamaður:
Já. Það fylgja nagladekk bílnum sem
óg var að kaupa. Ég geri ráð fyrir að
nota þau. Annars er ég ekki fylgjandi
nagladekkjum. Það hefur bara kostn-
að í för með sér og slit á götum.
Kjartan Guðmundsson,
bílstjóri:
Nei. Ég hef ekki gert það síðustu árin.
Ég nota bara grófmynstruð dekk.
Nagladekk eru viðbjóður.
Guðmundur Þ. Ágústsson,
verkamaður
Nei. Ég er á mudder-dekkjum og það
er alveg nóg. Ég er ekkert á móti
nagladekkjum. Án efa gera þau sitt
gagn.
Margrét Ingvadóttir,
verslunarmaður:
Nei. Ekki frekar en ég hef gert undan-
farin ár. Ég hef komist allra minna
ferða án þeirra. Ég er á framhjóla-
drifnum bíl.
Ingibjörg Ólafsdóttir,
fóstra:
Hef ekki ákveðið það. Undanfarin ár
höfum við notað nagladekk. I haust
getur verið að við veljum fremur gróf
dekk en negld.
_________________FRETTIR________________
Við verðum að læra
að lilá í lýðræði
Viðtal við ritstjóra sovéska vikuritsins Ogonjok um lífsnauð-
syn umbóta Gorbatsjovs og hœttur sem að þeim steðja
Vítali Korotistsj: ef að þessi mikla tilraun verður eyðilögð þá er það sögulegt
stórslys fyrir allar vonir sem við sósíalismann eru bundnar (Ijósm S.Mar)
Ef að umbótahreyfíng Gor-
abtsjovs mistekst, verður kæfð,
þá er það stórslys fyrir vonir okk-
ar um sósíalisma með lýðræði.
Andstæðingar okkar eru margir,
og þeir reyna að sýna fram á það
að með því að segja sannleikann,
með opnari umræðu, muni altt
fara í ringuireið og ríkið hrynja.
Segir Vítalí Korotitsj ritstjóri
eins helsta málgagns glasnost,
opnari umræðu, í Sovétríkjun-
um.
Vítalí Korotitsj er hingað kom-
inn til þátttöku í hringborðsum-
ræðum um Reykjavíkurfundinn
fyrir ári og framvindu sambúðar-
mála síðan. Hann er ritstjóri
helsta vikurits Sovétríkjanna,
Ogonjok, Neistinn, sem kemur
út í 1,5 miljón eintökum. Þetta
var eitt íhaldsssamasta blað
landsins, segir hann. En við höf-
um verið að breyta því. Og ef
áður fóru um 300 þúsund eintök
af upplaginu í súginn, þá er það
núna uppselt allsstaðar kl. 9 á
laugardagsmorgna þegar það
kemur út, og fer svo á svartan
markað og allt er það haria gott.
Að skrifa
sannleikann
Ég spurði Vítalí Korotsitsj,
sem hefur skrifað nær fjörtíu
bækur, ljóð jafnt sem bækur um
Bandaríkin, um helstu breytingar
sem orðið hafa á sovéskri blaða-
mennsku á dögum glasnost. Svör
hans voru á þessa leið:
Þú þekkir til í Sovétríkjunum
það var eins og tveir sannleikar
væru í gangi, annar var sá sem við
þekktum og töluðum um á
göngum, hinn var sá sem við
skrifuðum um - með þeim hætti
að útlendingar héldu gjarna að
við værum hálfvitar. Nú skrifum
við um það sem við töluðum um á
göngum áður. Hér áður fyrr, t.d.
þegar þú varst við nám í Moskvu,
var auðvelt að vera frjálslyndur.
Þú komst með grein til
ritstjórans- ritstjórinn sagði:
þetta er snilldargrein en ÞEIR
þarna uppi leyfa aldrei að hún sé
prentuð. Og höfundurinn sagði:
mikill snilldarritstjóri ertu - en
þú færð ekki að birta greinina
mína. Og báðir voru ánægðir
með sjálfa sig. Nú vilja þeir í Mið-
stjórn flokksins ekki vera að Iesa
greinar, ekki vera að hnýsast í
slíkt. Og nú eru þeir „frjáls-
lyndu“ færri, því nú þurfa þeir að
standa við það sem þeir skrifa -
vegna þess að leyft er að birta
það! Og ritskoðunin hefur breyst
- áður voru ritskoðarar sífellt að
krukka í handrit, rétt eins og þeir
væru stílfræðingar - en nú hringja
þeir bara og segja: þetta er allt í
lagi, nema þú mátt ekki minnast á
það hve mikið af gulli við fram-
leiðum í landinu, það er
leyndarmál.
Þegar ég hitti glasnostblaða-
menn í Moskvu í vor voru sumir
þeirra svartsýnir á það hvernig
fara muni fyrir perestrojku, um-
bótahreyfingu Gorbatsjovs.
Hvað um þig?
Ég veit ekki heldur hvernig
þetta fer. En ef þessi tilraun verð-
ur bæld niður þá er það stórslys
fyrir afdrif byítingarinnar, fyrir
það sem sósíalisminn gæti verið.
Ég veit blátt áfram að stalínskar
aðferðir koma ekki til greina, við
verðum að læra að lifa við að-
stæður lýðræðis. Þú manst tím-
ana kringum 1956, þá fengum við
von, sem drukknaði svo í skrif-
ræði, í loðmullu og skít Brés-
hnevtímans. Ég veit sjálfur að ég
fæ ekki fleiri perestrojkur. Og
mér er það nauðsyn að berjast
fyrir umbótunum, ég veit líka að
fólkið vill þetta, það vill heyra
sannleikann, vill fá að vera
manneskjur.
Átökin geta orðið tvísýn. Við
berjumst fyrir einhverju „af-
ströktu“ eins og málfrelsi og rétt-
læti - andstæðingamir berjast
fyrir áþreifanlegum hagsmunum
og forréttindum.
Þið í Ogonjok birtuð frásögn af
þingi óháðra umbótahópa?
Já. Við vorum fyrstir til að
birta greinar um Ljúbera og fé-
lagið Pamjat sem er hægrisinnað
og svo þessa hópa, sem era
vinstrisinnaðir, taka mið af sósí-
alismanum. Þeir ætla að stofna
með sér formlegt samband á
þingi í febrúar næstkomandi.
Það var vikið að andstæðingum
perestrojku og Vítalí Korotitsj
rakti saman viss tengsli milli
þeirra og hægrisinna í Pamjat,
sem hafa haft uppi rússneska
þjóðrembu, andgyðingleg vígorð
og fleira þessháttar.
Við erum að reyna að sýna
fram á það, að með því að segja
sannleikann, með lýðræðislegri
umræðu, hljóti okkur að vegna
betur. En andstæðingarnir vilja
sýna fram á að opin umræða leiði
aðeins til ringulreiðar, til þess að
ríkið hrynji. Og þeir fara í mót-
mælagöngur og dreifa flugritum
og æpa um „samsæri júða og
frímúrara" og þessháttar.
Við þurfum svo nauðsynlega
að ná til æskunnar, sem á dögum
Bréshnevs leitaði einhverrar
svörunar í rokki og hippastælum,
flúði hvunndagsleikann vegna
þess að hann var svo fullur af lýgi,
við þurfum að gefa þessu unga
fólki möguleika.
Andstæðingar breytinganna
eru margir, ekki síst meðal þeirra
sem komið hafa sér fyrir þægilega
í miðjuhópum þjóðfélagsins. En
þeir sem nú skipa æðstu stöður
vita vel að landið ferst ef menn
reyna að halda áfram eftir Brés-
hnevformúlum. í þeim skilningi
koma umbætumar ofan frá. Og
ég styð Gorbatsjov blátt áfram
vegna þess að hann vill reyna að
skapa þann sósíalisma með lýð-
ræði sem mig hefur alltaf dreymt
um.
Umrœðan
Breytingarnar ganga greið-
legar í fjölmiðlum og í menning-
arlífi en í efnahagslífinu, ekki
satt?
Vitanlega. Það er auðveldara
að ræða um hluti en að fram-
kvæma. Við vitum nú hvemig við
eigum að segja frá því sem slæmt
er, en við kunnum ekki svör við
því hvað ber að gera, þótt menn
séu að fikra sig áfram með sjálf-
stæði fyrirtækja, frumkvæði ein-
staklinga og svo framvegis. Efna-
hagslegur árangur kemur ekki
strax. Menn gera mistök og við
munum reyna það, eins og sjúk-
lingar stundum, að fyrst verður
ástandið að versna áður en það
batnar. Það var búið að spilla svo
mörgu og ræna og rupla að úr því
verður ekki bætt á einu ári.
Hvað má ekki?
Hver eru takmörk þess sem þið
getið skrifað um?
Ég vil náttúrlega að boð og
bönn séu sem fæst. En þau era
alltaf einhver til. Og nú er verið
að endurskoða lög um fjölmiðla,
þar verður reynt að fá á hreint
hlutverk ritstjóra, hlutverk rit-
skoðunar (mjög skert) osfrv. Ég
segi fyrir mig: enn sem komið er
er erfitt að skrifa um innri vanda-
mál hersins, eða um geimrann-
sóknir- um það sem hefðin hefur
gert að ríkisieyndarmálum. Þjóð-
ernamálin ? spyr þú. Já, við eram
að læra að ræða um þau eftir að
hafa ýtt þeim undir teppið lengi
og sagt að allt væri í lagi og ekki
meira um það.
Það er mikið rætt um Stalíns-
tímann, um þá sem létu lífið sak-
lausir, þriðja hvert bréf af um 300
sem við fáum frá lesendum í
hverri viku er um áratug
hreinsananna. Og sýnist sitt
hverjum - en við prentum það
allt. Við viljum að þau mál kom-
ist á hreint, því annars miðar okk-
ur ekki áfram. Við erum ekki að
hamast á Stalfn sem persónu,
heldur á vissri tegund forystu, við
erum að berjast fyrir rétti manna
til að ganga uppréttir.
Ég hefi sagt á fundum með les-
endum Ogonjok: Einu sinni vora
til risaeðlur sem dóu út, ekki af
því að aðrar eðlur átu þær, heldur
af því að veðurfar breyttist. Við
verðum að breyta veðurfarinu til
að risaeðlurnar deyi út....
Árni Bergmann skráði
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. október 1987