Þjóðviljinn - 03.10.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.10.1987, Blaðsíða 7
ERLENDAR FRÉITIR Guatemala/El Salvador Friðaiviðræður öndverðra fylkinga Skœruliðar og stjórnarliðar í tveim Miðameríkuríkjum munu hefja viðrœður á nœstunni einsog gert er ráð fyrir í friðaráœtlun forsetanna fimm tjórnvöid og vinstrisinnaðir skæruliðar í Guatemaia hafa ákveðið að hefja viðræður um frið f landinu og munu þær hefj- ast á miðvikudag í Madríd. Greint var frá þessu í yfirlýs-1 Bandaríkin ingu Byltingareiningar Guate- mala (URGN) í gær. Þar var þess ennfremur getið að aðilar hefðu fallist á vopnahlé sem gekk í gildi í rauðabýtið í morgun. Embættismenn stjórnvalda fengust ekki til að staðfesta þess- ar fréttir í gær en heimildamaður sem öllum hnútum kvað vera kunnugur sagði rétt vera að full- trúar ráðamanna og skæruliða myndu eiga viðræður um leiðir til að binda enda á borgarastríðið. í yfirlýsingu uppreisnarmanna Öldungadeild með Satt-2 rátt fyrir að Ronald Reagan forseti hafi hótað að beita neitunarvaldi samþykkti öld- ungadeild Bandaríkjaþings í gær frumvarp um útgjöld til varnarr- mála þar sem gert er ráð fyrir lækkun fjárframlaga til stjörn- ustríðsáætlunar. Ennfremur er Reaganstjórninni gert að virða ákvæði Salt-2 samningsins um hámarks eldflaugaeign stórveld- anna. Lokagerð frumvarpsins er afurð samkomulags demókrata og repúblikana í öldunga- deildinni. Liður í sáttagjörðinni er ákvæði um að Bandaríkja- menn virði á ný ákvæði Salt-2 samningsins frá 1979 um að þeir takmarki kjarn- og sprengi- flaugasafn sitt við 1,320 stykki. í nóvember í fyrra gaf Reagan út fyrskipun um að varnarmála- ráðuneytið kæmi sér upp 131. B- 52 sprengjuþotunni. Þotur þessar eru gagngert útbúnar til að flytja stýriflaugar en samkvæmt Salt-2 samningnum mega Bandaríkja- menn aðeins éiga 130 slíkar. Á því ári sem liðið er frá því Reagan gaf út þessa fyrskipun hafa Bandaríkjamenn smíðað 14 B-52 sprengjuþotur til viðbótar. Forseti Bandaríkjanna hefur neitunarvald í varnarmálum hafi frumvarp þingsins ekki verið samþykkt með tveim þriðju hluta atkvæða. Svo var ekki að þessu sinni og má því fastlega búast við því að Reagan beiti þessu valdi sínu þar eð hann segist öndverður því að Bandaríkjastjórn haldi Salt-2 samninginn og ekki um- bera neinar stjörnustríðstak- markanir. - ks. Berfætlingar í Guatemala. Friður innan seilingar? kemur fram, að að á fundinum verða ræddar og skilgreindar til- lögur beggja um hvernig koma megi á friði. Forseti .Guatemala, Vinicio Cerezo, var kjörinn almennri kosningu árið 1986 eftir áratuga harðstjórn herforingja. Hann sagði fyrr í þessari viku að stjórnvöld væru reiðubúin til að eiga orðastað við skæruliða en hinsvegar kæmi ekki til greina að koma verulega til móts við kröfur þeirra þar eð þeir væru ekki það öflugir að ráðamönnum stafaði mikil hætta af herbrölti þeirra. Að sögn háttsettra embættis- manna munu viðræður skæruliða og ráðamanna í EI Salvador hefj- ast í fyrramálið einsog gert hafði verið ráð fyrir. Hann eyddi orð- rómi um að viðræðurnar myndu ' eiga sér stað í Guatemala og sagði ekkert því til fyrirstöðu að þær færu fram í sendiráði Páfagarðs í San Salvador. Á fimmtudag hittust fulltrúar uppreisnarmanna og ríkisstjórn- ar að máli í Guatemalaborg þar sem þeir komu sér saman um áætlun um að tryggja öryggi full- trúa skæruliða í höfuðborginni en þar eru margir er fordæma friðar- viðræður og hafa dauðasveitir á sínum snærum. Að undanfömu hafa báðir að- ila sent frá sér yfirlýsingar sem ekki benda til þess að hugur fylgi friðarhjali. Báðir segjast hvergi hvika frá þeirri stefnu er þeir héldu fram í viðræðunum árið 1984 og leiddu til þess að þær samningaumleitanir fóru út um þúfur. Ríkisstjórn Napóleons Duart- es vill að skæruliðar leggi niður vopn án skilyrða og hefji stjórnmálabaráttu í núverandi kerfí. Því vísa skæruliðar á bug. Ósk þeirra er sú að þeir deili völdum með Duarte ( bráða- birgðastjóm sem undirbúi frjáls- ar kosningar og á meðan sá undir- búningur fari fram séu liðsmenn þeirra undir vopnum. -ks. ... FLEIRINÝJUNGAR inali*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.