Þjóðviljinn - 03.10.1987, Blaðsíða 6
-------ALÞYÐUBANDALAGIÐ---------------------
Alþýðubandalagið uppsveitum Árnessýsiu
AÐALFUNDUR
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Árnesi mánudaginn 5. október kl.
21.00.
Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Kosning fulltrúa á kjördæmisþing.
3) Kosning fulltrúa á Landsfund. 4) Önnur mál.
Stjórnin
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
Bæjarmálaráðsfundur
ABH boðar til bæjarmálaráðsfundar laugardaginn 3. október kl. 10.00 í
Skálanum, Strandgötu 41.
Dagskrá: 1) Undirbúningur fyrir komandi bæjarstjórnarfund. 2) Kynntar
tillögur að breytingum á starfsreglum bæjarmálaráðs. 3) Starfsskipulagið í
vetur. 4) önnur mál.
Nefndarmenn ABH eru hvattir til að mæta. Fundurinn opinn öllum flokks-
mönnum.
Stjórnin
Alþýðubandalagið Akureyri
Bæjarmálaráðsfundur
ABA boðar til bæjarmálaráðsfundar í Lárusarhúsi mánudaginn 5. október
kl. 20.30.
Dagskrá: 1) Veitumál. 2) Fundargerð bæjarstjórnar. 3) Önnur mál.
Alþýðubandalagið á Reykjanesi
Stjórn Kjördæmisráðs
Stjórn Kjördæmisráðs er boðið til fundar laugardaginn 3. október kl. 14.00 í
Þinghóli, Kópavogi. Dagskrá: Undirbúningur fyrir kjördæmisþing. Áríðandi
að allir mæti.
Stjórnin
Alþýðubandalagið Kjósarsýslu
Félagsfundur
Fólagsfundur í Hlógarði, þriðjudaginn 6. október kl. 20.30.
Ólafur Ragnar Grímsson mætir á fundinn og ræðir um flokksstarfið og
stjórnmálaástandið í upphafi þingsins.
Félagar fjölmennið.
Stjórnln
Alþýðubandalagið Reykjavík
Félagsfundur
ABR boðar til félagsfundar fimmtudaginn 15. október kl. 20.30 að Hverf-
isgötu 105.
Fundarefni: 1) Kosning 100 fulltrúa og 100 varafulltrúa á Landsfund
Aiþýðubandalagsins. 2) Almenn stjómmálaumræða.
ATH: Tillaga uppstillinganefndar mun liggja frammi á skrifstofu ABR,
Hverfisgötu 105 frá og með mánudeginum 12. okt. Aðrar uppástungur
undirritaðar af tillögumönnum skulu berast skrifstofu ABR, Hverfisgötu 105
frá og með mánudeginum 12. okt. Aðrar uppástungur undirritaðar af tillögu-
mönnum skulu berast skrifstofu ABR fyrir kl. 20.30 miðvikudaginn 14. okt.
Ef til kosningar kemur verða aðalmenn og varamenn kjörnir í einu lagi
með einföldu vægi allra atkvæða.
Munið að greiða félagsgjöldln
Stjórn ABR
Alþýðubandalagið í Hafnarfirði
Aðalfundur
Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði
verður haldinn fimmtudaginn 8. október kl. 20.30 í
Skálanum, Strandgötu 41.
Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf 2) Breyting-
ar á starfsreglum Bæjarmálaráðs 3) Kosning fulltrúa
í Kjördæmisráð 4) Kosning fulltrúa á Landsfund AB.
5) ÍSLENSK FRAMTÍÐ - OKKAR FRAMLAG -
Ólafur Ragnar Grímsson fjallar um stöðuna í
stjómmálunum og hlutverk AB
Félagar fjölmennið
Stjórnin
Ert þú
að missa af lestinni?
Síðasti umsóknardagur
12. október.
• Ert þú fædd/ur 1970 eða 1971?
• Viltu búa eitt ár í framandi landi?
• Viltu auka þekkingu þína á umheiminum?
• Viltu kynnast lifnaðarháttum annarra þjóða?
• Viltu verða skiptinemi?
• Opið daglega milli kl. 14 og 17.
Ef svarið er já, hafðu samband við:
áíslandi
Hverfisgötu 39, P.O. Box 753-121 Reykjavík. Sími 25450.
ERLENDAR FRÉTTIR
Pólland
Nýsköpun á næsta leiti
Jaruzelski hyggst feta í fótspor Gorbatsjofs
Leiðtogar pólska kommúnist-
aflokksins viðurkenna að
hann hafi misst tiltrú almennings
en þeir hyggjast snúa vörn í sókn
og færa nokkuð af völdum sínum í
hendur alþýðu manna. Þannig
telja þeir að þeir vinni fóik til liðs
við ýms veigamikil nýmæli í efna-
hagsmálum.
Framkvæmdastjórn flokksins
sendi almennum félögum nýverið
langa skýrslu um væntanlegar
breytingar í pólskum stjórn- og
efnahagsmálum. Þar eru and-
stæðingar nýsköpunar eindregið
varaðir við því að hafa sig í
frammi og þeir hvattir til að snúa
frá villu sinni. Ennfremur er
skorað á félaga er yfirgáfu flokk-
inn er herlög voru sett árið 1981
að ganga til liðs við hann á ný.
„Við beinum orðum okkar til
þeirra félaga er sögðu skilið við
flokkinn árið 1981 af því þeir
töldu að aftur yrðu teknar upp
gamlar og úr sér gengnar starfs-
aðferðir: snúið aftur! Við þörfn-
umst ykkar í flokknum!"
Skýrsla þessi kvað ekki hafa
verið samþykkt átaka- og mótat-
kvæðalaust í miðstjórninni. Þar
eru á fleti fyrir margir andstæð-
ingar hverskyns nýsköpunar.
Sérstakt þing miðstjórnarinnar
á að halda um miðbik næsta mán-
aðar er Wojciech Jaruzelski snýr
heim af fundi leiðtoga ríkja
Austur-Evrópu í Moskvu. Þar
mun hann verða sér úti um úm-
boð frá Gorbatsjof til að hefjast
handa við viðreisn og umbætur á
heimaslóð í anda hins gerska kol-
lega síns.
Wojciech Jaruzelski. Beitir sór fyrir
pólskri „perestroiku".
Friðlýsing á norðurhöfum
Tillaga Goitatsjofs rædd
Varnarmálaráðherra Noregs telur hana skrefí rétta átt
Hugmyndir Mikaels Gorbat-
sjofs Sovétleiðtoga um við-
ræður fulltrúa NATO og Varsjár-
bandalagsins um minni hernað-
arumsvif á norðurhöfum hefur
vakið athygli og umtal á Vestur-
löndurn. Sovétleiðtoginn sagði í
ræðu I Murmansk í fyrradag að
hann væri mjög áfram um að um-
ferð herskipa og herflugvéla yrði
takmörkuð verulega á fjórum
hafssvæðum á norðurslóð,
Grænlandshafl, Noregshafl,
Norðursjó og Eystrasalti.
Bandarískir embættismenn
vildu ekki láta hafa neitt eftir sér
um tillöguna en sögðu ráðamenn
vera að ræða hana.
Fyrstu viðbrögð fyrirmanns á
Norðurlöndum komu frá varnar-
málaráðherra Noregs, Jóhanni
Holst. „Þetta er stórt skref í rétta
átt,“ sagði hann á blaðamanna-
fundi í gær en varaði engu að
síður við því að það gæti orðið
NATO-ríkjum dýrkeypt ef til ó-
friðar dragi að eiga ekki greiðan
aðgang að siglingarleiðum til
nyrstu hjara.
Frá aðalstöðvum NATO í
Brússel bárust þær fréttir að
menn hygðust athuga tillögur
Gorbatsjofs gaumgæfilega en
höfðu sömu fyrirvara og Holst,
ekki kæmi til greina að leggja
fyrir róða áætlanir um herflutn-
inga á hættutímum.
Tillögur Gorbatsjofs eru um
fleira en hemaðarumsvif á nyrstu
hafssvæðum. Þær er í sex liðum.
Auk hugmyndanna um viðræður
fulltrúa hernaðarblokkanna
tveggja um takmörkun herskip-
asiglinga og flugumferðar segir
hann Sovétmenn reiðubúna til að
virða hugsanlega yfírlýsingu
Norðurlanda um að löndin væru
kjarnorkuvopnalaus svæði.
MINNING
Gorbatsjof vill alþjóðlega sam-
vinnu um nýtingu auðlinda
norðursins og nefndi í því sam-
bandi að til greina kæmi að öll
ríki Norður-Evrópu semdu sam-
eiginlega áætlun um orkunýt-
ingu. Hann stingur uppá því að
stjórnvöld allra þeirra ríkja er
liggja að Norðurheimskautinu
efni til ráðstefnu á næsta ári um
samvinnu í vísindalegum rann-
sóknum á því svæði.
Gorbatsjof vill að norðlæg ríki
komi sér saman um umhverfis-
vemdaráætlun. Ennfremur segist
hann vera til viðræðu um að opna
siglingarleiðina norðan Sovétr-
íkjanna og austur fyrir erlendum
skipum ef samskipti ríkja í
heiminum breytast til batnaðar.
Þetta myndi stytta siglingarleið
skipa frá Vesturlöndum til landa
á borð við Kína og Japan mjög
mikið. —ks.
Guraihildur Guðmundsdúttir
Fœdd17.08.1904-Dáin 24.09.1987
í dag verður jarðsungin frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
Gunnhildur Guðmundsdóttir,
ömmusystir mín.
Hún fæddist 17. dag ág-
ústmánuðar 1904 á Akrahóli í
Grindavík, dóttir hjónanna Guð-
ríðar Sveinsdóttur (1862-1946)
og Guðmundar Magnússonar
(1867-1911), sjómanns og síðar
verkamanns. Foreldrar Guð-
mundar voru Magnús Magnús-
son f. um 1838 og Gunnhildur
Pálsdóttir f. um 1842.
Móðir Gunnhildar heitinnar,
Gyðríður, var komin af Jóni
Steingrímssyni prófasti, sem fyrir
löngu er þjóðkunnur af merkri
ævisögu sinni. Var hún dóttir
Sveins Pálmasonar (1816-1896)
bónda í Björnskoti, hjáleigu frá
Ásólfsskála undir Eyjafjöllum,
og konu hans Gyðríðar Bjarna-
dóttur. Sveinn var sonur Pálma
Jónssonar, hvers móðir var
Guðný, dóttir Jóns „Eldklerks".
Systkini Gunnhildar voru:
1. María Kristín Ágústa f. 1894.
Dó ung af berklum. 2. Guð-
mundur Max á Rangá, f. 1898, d.
1975.3. Sveinbjörnf. 1901, d.um
1940. 4. Petrína f. 1908 í Reykja-
vík, en hin í Grindavík.
Gyðríður eignaðist dóttur,
Gróu Sesselju að nafni, áður en
hún kynntist eiginmanni sínum.
Foreldrar Gunnhildar fluttu
með börnin til Reykjavíkur 1907.
Bjuggu þau að Lindargötu 5, en
það hús mun hafa staðið á auðu
lóðinni milli Hæstaréttarhússins
og íþróttahús Jóns Þorsteins-
sonar.
Eftir 4 ára búsetu í höfuðstaðn-
um fellur Guðmundur frá, sjálf-
sagt útslitinn um aldur fram.
Hann hafði framfleytt fjölskyldu
sinni þessi síðustu ár sín af þræl-
dómnum við höfnina.
Heldur hafa áttir verið óvissar
hjá ekkjunni með barnahópinn,
Gunnhildur 7 ára gömul. Þegar
neyðin er stærst er hjálpin næst.
Ættfólk og vinir austur í sveitum
munu hafa leyst sem best úr, eftir
því sem aðstæður og efni hafa
leyft. Eyjafjöllin fögur og gróð-
urrík með „silfurbláan Eyjafjall-
atind“ eins og skáldið komst að
orði, urðu heimkynni Gunnhild-
ar. Þaðan er Björgvin Pálsson
sem Gunnhildi hefur verið
traustur lífsförunautur í yfír 60
ár. Snemma fluttu þau til
Vestmannaeyja þar sem Björg-
vin starfaði við verkstjóm í ára-
raðir. í Eyjum undu þau sér vel,
bömin og síðar barnabömin uxu
þar skjótt úr grasi.
Það urðu mikil tíðindi er frétt-
ist um eldgos svo að segja við
bæjardyr Vestmannaeyinga að-
faranótt 23. janúar 1973. Þau
Björgvin og Gunnhildur urðu
sem aðrir að leita undan þessum
hrikalegu náttúmhamförum. Það
hlýtur að hafa verið þeim erfíð
spor að slíta sig upp frá þeim stað
sem þeim hafði lengi verið kær. 1
annað sinn settu þau saman
heimili í Hveragerði, sem ætíð
stóð vegmóðum ættingja opið.
Ómæld birta og ylur stafaði það-
an langt, langt, yfir fjöll og
heiðar. Hjartagæskan og kær-
leikurinn ásamt regluseminni og
látlausri lífsstefnu var hvarvetna í
fyrirrúmi.
Gunnhildi var ýmislegt til lista
Iagt. Hún setti saman vísur við
hin ólíklegustu tækifæri. Má rétt
ímynda sér hversu oft Iéttist fólki
brún og brá, þegar Gunnhildur
fór með vísurnar sínar.
En - „nú er skarð fyrir skildi
nú er svanurinn nár á tjörn".
Það em góðar minningar
tengdar Gunnhildi Guðmunds-
dóttur. Björgvini, bömunum og
bamabörnunum sem og öllum
vandamönnum er vottuð inni-
legust samúð. Með þeirri einlægu
ósk og góðar minningar um góða
konu megi draga sem mest úr tár-
um og trega.
Guðjón Jensson
Mosfellssveit
6 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 3. október 1987