Þjóðviljinn - 03.10.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.10.1987, Blaðsíða 1
Laugardagur 3. október 1987 219. tölublað 52. ðrgangur Karnabœr Orkustofnun r ------------- 41 fá reisupassann Ovissa um framhald rannsókna Starfsmönnum saumastofu Karnabœjar sagt uppfrá og með áramótum. Guðlaugur Bergmann, kaupmaður: Hagrœðing á rekstri saumastofunnar. Lœtekkert uppskátt. Ekki hœttur klœðagerð. íslenskurfataiðnaður á í vök að verjast. Klondyke-œði ííslensku efnahagslífi Guðlaugur Bergmann, kaup- maður í Karnabæ tíl margra ára, hefur sagt upp 41 starfs- manni á saumastofu fyrirtækis- ins. Starfsmennirnir 41, sauma- konur og fatahönnuðir, sem ný- lega fengu uppsagnarbréfið í hendur, eiga að vera búnir að taka pokann sinn um áramót. Guðlaugur Bergmann segist segja starfsfólkinu upp, til að fá svig- rúm til nauðsynlegra hagræðinga á rekstri fyrirtækisins. Grœnland Yfír- gangur danskra verktaka íslenskum verktaka í Grœnlandi bolað burt af dönskum - Þvi er ekki að neita að við höfum orðið fyrir barðinu á yfír- gangi danskra verktakafyrir- tækja á Grænlandi. Danskir verktakar virðast til alls vísir og neyta allra tiltækra ráða til að koma í veg fyrir að ísiensk fyrir- tæki fái verk á Grænlandi. Inuít- ar hafa aftur á móti mikinn áhuga á að fá íslenska verktaka, - ein- faldlega vegna þess að þau bjóða lægra f verk, sagði Gunnar Bigis- son, hjá verktakafyrirtækinu Gunnar og Guðmundur, en hann er jafnframt formaður Verktak- asambandsins. Verktakafyrirtækið Gunnar og Guðmundur hefur að undan- fömu unnið við smíði sútunar- verksmiðju í Julianehaab ásamt dönsku fyrirtæki, en nýlega var smíði skinnaverkunarhúss boðin út í lokuðu tilboði milli þessara fyrirtækja. Tilboð Gunnars og Guðmundar var nokkru lægra, en dönsk stjóm verksmiðjunnar afréð að taka tilboði danska fyrir- tækisins. - Þegar um lokuð tilboð er að ræða, er það almenn regla að lægsta tilboði er tekið. Við emm því að vonum mjög óánægðir með þessar málalyktir. Við höf- um rætt þetta við Jonatan Mos- feldt, en hann hét því að grafast fyrir um málið, sagði Gunnar. Gunnar sagði að samstarf þeirra og samskipti við Inúíta hefðu verið með ágætum, en sama væri ekki að segja um Dan- ina. -RK - Ég þarf að gera hagræðingar á rekstrinum. Eg er ekki hættur að framleiða föt. Hvernig getur nokkmm manni dottið slíkt í hug, þegar ég er búinn að eyða nánast allri starfsævinni í að framleiða og selja föt og ganga í gegnum alla þá vitleysu sem hefur við- gengist hér á landi, - óðaverð- bólgu og aðra óstjórn. Það kemur bara ekki til greina, sagði Guð- laugur. - Ég ætla ekkert að segja Steingrímur Hermannsson utanrfldsráðherra telur að A tlanshafsbandalagsr íkj unum beri að skoða af opnum hug nýj- ustu tillögur Gorbatsjofs Sovét- leiðtoga um viðræður milli blokk- anna um afvopnun á Eystrasalti, Norðursjó og á hafínu austan ís- lands og vestan, Grænlandshafí og Noregshafí. hvaða breytingar ég er að ræða um. Ég þarf að fá að breyta fyrir- tækinu í friði. Hvers vegna finnst mönnum þetta svona mikil frétt? Ég hef þurft að stokka af og til upp. Aðrir hafa verið að rifa segl- in og jafnvel lagt árar í bát. Allur fataiðnaðurinn á í vanda, sagði Guðlaugur Bergmann. Guðlaugur sagðist vera til- neyddur til að aðlaga reksturinn að þeim aðstæðum sem ríkja í ís- lensku efnahagslífi. -Við höfum hvað eftir annað lýst því yfir, að minnsta kosti við Framsóknarmenn að það skipti miklu máli að fækka vopnum í sjónum ekki síður en á landi, sagði Steingrímur við Þjóðvilj- ann í gær, - og ég tel að Atlants- hafsríkin hljóti að skoða hverja tillögu sem fram kemur um þetta af opnum hug og án allrar - Við lifum hér á „Klondyke- gullfiskpeningum og hverri krónu er eytt. Gengið er fallið að minnsta kosti um 20%, erlendur gjaldeyrir er á útsöluverði og inn- flutningurinn flæðir óheftur inn í landið. Þetta eru skilyrðin sem innlendum fataiðnaði eru sett. Hvernig færi fyrir öðrum inn- lendum iðnaði ef innflutningur væri leyfður án takmarka? Hvernig færi fyrir landbúnaðin- um? sagði Guðlaugur Bergmann. -rk fyrirfram-tortryggni. En það þarf auðvitað að nícja jafnvægi milli stórveldanna, bæði í kjamorku- búnaði og hefðbundnum herafla. - Það er enginn vafi á að þetta er breyting á afstöðu Sovét- manna. Þeir hafa breytt afstöðu sinni í ýmsu undanfarið og þetta er framhald á þeim breytingum, sagði Steingrímur. - Menn era að Lykilmönnum og stjór- nendum stórra rannsóknaverkefna sagt upp störfum - Það er allt óljóst um fram- haldið á þessu stóra verkefni okk- ar og fleiri rannsóknir raskast verulega. Bæði lykilmönnum og stjórnendum hefur verið sagt upp og menn hafa þannig verið rifnir út úr miðjum stórverkefnum, sagði Ólafur G. Flóvenz deildar- stjóri á jarðhitadeild Orkustofn- unar í samtali við Þjóðvifjann í gær. - Við eram búin að vera með mjög stórt verkefni í gangi varð- andi könnun á skilyrðum til fisk- eldis víða um land. Þetta verkefni sem er fjármagnað af ríki og sveitarfélögum er verið að vinna í Öxarfirði, og að byrja í Skaga- firði og síðan átti að fara á Vest- firði og Suðurland. Ólafur sagði að þessi niður- skurður á stofnuninni væri gerður án allrar pólitískrar stefnumörk- unar. Það er bara eitthvað skorið niður út t loftið. - Nú hefur nýr iðnaðarráðherra boðað þriðju endurskoðunina á Orkustofnun á einum áratug. Það sem skiptir öllu máli er hvort það verður fólk úr orkuiðnaðinum sem vinnur það verk eða menn sem era að vinna að sínum eigin persónulegu hagsmunum, sagði Ólafur G. Flóvenz. -•g- Skákþingið Manjeir vann „Margeir er mjög vel að sigrin- um kominn. Hann tefldi af geysi- legu öryggi og festu, og vart hægt að segja að hann hafi komist í taphættu í nokkurri skák,“ sagði mótsstjórinn á skákþinginu Ólafur Ásgrímsson, en því lauk á Akureyri í gær með sigri Marg- eirs Péturssonar stórmeistara. Margeir hlaut 12 vinninga af 13 mögulegum - ekki dónalegt hlut- fall það - og varði þar með titil sinn frá því í Grandarfirði í fyrra. HS sjá það að kjamorkustyrjöld get- ur ekki verið lausn á neinum vandamálum. Ég trúi því að þess- ir menn séu í alvöra að reyna smátt og smátt að fikra sig af þeirri braut. -m Sjá einnig síður 3 og 6 Á sama tfma og Margeir Pétursson tryggði sér glæsilegan sigur á Skákþingi Islands á Akureyri i gær, tefldi stórmeistarabróðir hans Johann Hjartarson fjöltefli við háskólastúdenta I Árnagarði. Jóhann tapaði þremur skákum af 18 og gerði 1 jafntefli. Mynd - Sig. Sjá síðu 15 í Sunnudagsblaði Gorbatsjof-tilboð Skoða af opnum hug Utanríkisráðherra: Viðrœðutillögur Sovétmanna um afvopnun íhöf- unum verður að skoða af opnum hug og án fyrirframtortryggni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.