Þjóðviljinn - 08.10.1987, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 08.10.1987, Qupperneq 1
Fimmtudagur 8. október 1987 223. tölublað 52. árgangur Smárahvammur Endahnútar hnýttir GuðjónB. Ólafsson: Vil ekkert segja um málið fyrr en rétt fyrirhelgi. Ragnar Aðalsteinsson: Menn verða sjálfir að ákveða hvaðþeir kallaþau skjöl sem hafa gengið á milli manna. Búist við að gengið verðifrá kaupum ríkisins á Sölvhólsgötu á næstunni Einsog fram kom i Þjóðviljanum í gær hefur verið gengið frá frumdrögum að samkomulagi milli eigenda Smárahvammslands í Kópavogi og SÍS. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans er búist við að gengið verði frá endanlegri undirskrift fyrir helgi. Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins og Ragnar Aðalsteinsson lögmaður seljenda vildu hvorki játa þessu né neita í gær- „Ég vil ekkert segja um þetta mál,“ sagði Guðjón þegar Þjóðviljinn bar undir hann hvort búið væri að undirrita frumdrög að samkomulagi. í framhaldi af því bjóst hann við að geta tjáð sig um málið í dag eða á morgun. Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður fór einsog köttur í kringum heitan graut í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. „Ég held ég geti sagt, að það sé ekki hægt að nefna að slíkt skjal hafi verið gert, sem hægt er að gefa akkúrat það nafn (drög að samkomulagi). Það hafa hinsvegar gengið á milli í langa hríð ýmiskonar upplýsingar, Útvegsbankinn Óbreytt ástand Kristján Ragnarsson á fundi með viðskiptaráð- herraígær. GuðjónB. Ólafsson í dag Kristján Ragnarsson mætti á fund Jóns Sigurðssonar, við- skiptaráðherra í gær til að ræða Útvegsbankatilboðin. Á þeim fundi gerðist ekkert markvert annað en það að Jón tilkynnti Kristjáni að hann væri ekki fall- inn frá sölu bankans. Guðjón B. Ólafsson er boðaður á fund ráð- herrans í dag. „Jón bað mig að skýra ekki frá fundinum. Hann óskar að skýra sjálfur frá sínum málum þegar fímdinum með Guðjóni er lok- ið,“ sagði Kristján í gær. Kristján sagði að á fundinum hefði ekkert nýtt komið fram. „Jón er að velta fyrir sér ýmsum möguleikum og hann tjáði mér að hann væri ekki fallinn frá því að selja bankann," sagði Krist- ján. Hvað hugmynd Jóns um að sparisjóðirnir kæmu inn í mynd- ina, sagðist Kristján fagna því, hinsvegar hefði hann ekki séð neitt svar frá sparisjóðunum. Guðjón B. Ólafsson vildi ekki tjá sig um málið fyrr en eftir fund með viðskiptaráðherra í dag. skriflegar og bréf og tilboð, gagntilboð og gagn-gagntilboð og svo framvegis. Hvaða nöfnum þú átta að gefa þessum skjölum verður þú að ákveða." Kaup ríkisins á húsi Sambandsins við Sölvhólsgötu tengjast þessu máli en búist er við að gengið verði frá þeim málum á næstunni. Fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra leggja mikla áherslu á að Sambandið rými húsið hið fyrsta þannig að ljóst er að SÍS liggur töluvert á að ganga frá kaupunum á Smárahvammslandi svo hægt verði að hefja framkvæmdir við nýjar aðalstöðvar strax. Guðjón B. Ólafsson sagðist í gær fagna þeirri ákvörðun Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, að framlengja leyfi Miklagarðs til verslunarreksturs í Holtagörðum næstu tíu árin. Bjóst hann fastlega við að verslunin yrði rekin áfram á þeim stað hvað sem Smárahvammi viðkæmi. Kristján Pálsson bæjarstjóri Ólafsvíkur og ásteytingar- steinninn sem hefur kostað yfir 70 milljónir, þar af 35 á þessu ári. Mynd Sig. Ólafsvík Bæjarstjórínn hættir Bœjarstjórnarfulltrúar vilja að Kristján Pálsson hætti sem bœjarstjóri áðuren úttekt áfjármálum bœjarinsferfram, þarsem hann tengist þeim persónulega Kristján Pálsson, bæjarstjóri Ólafsvíkur hefur sagt starfi sínu lausu, með sex mánaða upp- sagnafresti. Ekki er þó búist við að hann muni sitja nema mjög lítinn hluta af uppsagnafrestinum í starfínu, því aðrir bæjarfulltrú- ar eru áfram um að hann hætti sem fyrst. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans eru bæjarfulltrúar Óíafs- víkur, fyrir utan Kristján, sam- mála um að Kristján hætti áður en úttekt verður gerð á fjárhags- stöðu bæjarins en hún er talin mjög slæm og Kristján talinn tengjast fjárhagsstöðunni per- sónulega. „Ég býst við aukafundi í bæjar- stjórn fyrir helgi þar sem þessi mál verða rædd,“ sagði Sveinn Þór Elínbergsson, forseti bæjar- stjórnar. Sagðist hann búast við að á þeim fundi kæmu fram árs- reikningar bæjarfélagsins fýrir árið 1986. í framhaldi af því telur Sveinn afar mikilvægt að skoðað Skák Þröstur vann Björgvin Tefld var fjórða umferð á al- þjóðlega skákmótinu í Ólafsvík í dag. Eftir hana eru Þröstur Þór- hallsson og Björgvin Jónsson ef- stir með þrjá vinninga hvor. Danielsen er í 2. sæti með 2Vi vinning. Þröstur vann Björgvin en öllum hinum skákunum lauk með jafntefli, þar á meðal skák þeirra Dainelsens og Karls Þor- steins. Að sögn Torfa Stefáns- sonar mótsstjóra eiga bæði Þröstur og Björgvin góða mögu- leika á að ná sér í áfanga að al- þjóðlegum meistaratitli, en Þröstur getur orðið alþjóðlegur meistari á mótinu. Sjá viðtal við Björgvin bls. 7 sé uppgjör á fyrstu 9 mánuðum þessa árs og að gerð verði úttekt á fjárhagsstöðu bæjarins. „Ég tel ekki eðlilegt að Krist- ján sitji sem bæjarstjóri á meðan slík úttekt fer fram.“ Einn helsti ásteytingarsteinn þess meirihluta sem nú er sprung- inn var fjármögnun og byggingar- hraði félagsheimilisins, en kostn- aður við það er nú kominn yfir 70 milljónir, þar af fóru um 35 milljónir í húsið á þessu ári. -Sáf VMSÍ Kratar vilja Jón sem varafrnmann Jón Karlsson, formaður Fram á Sauðárkróki: Framboð hefur verið nefnt við mig. Hefekki tekið ákvörðun. Hrafnkell A . Jónsson, formaður Á rvakurs á Eskifirði: Get ekki greitt Jóni atkvœði eftir frammistöðu hans á formannafundinum Það hefur verið nefnt við mig, en það liggur engin ákvörðun fyrir. Eg sækist ekki eftir emb- ættinu, en það er annað mál hvort maður að endingu situr uppi með embættið, sagði Jón Karlsson, formaður verkamannafélagsins Fram á Sauðárkróki, er hann var inntur eftir því hvort hann byði sig fram til varaformanns Verka- mannasambandsins, en Alþýðu- flokksmenn telja Jón koma helst til greina úr þeirra röðum. Olíklegt er að samstaða náist um Jón sem varaformann, gefi hann kost á sér. - Eftir þá ádrepu sem Jón flutti á formannafundinum og veittist að því fólki sem hefur talað máli fiskvinnslufólks, er ég ákveðinn að styðja einhvern annan en Jón Karlsson sem varaformann Verkamannasambandsins, sagði Hrafnkell Jónsson, formaður Verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eskifirði. Jón Karlsson sagði að sér væri vel kunnugt um að ýmsir hefðu fyrst við á formannafundinum vegna ummæla hans. - Ég talaði tæpitungulaust og var hvassyrtur, en það var hvert orð satt sem þar kom fram, sagði Jón Karlsson. - Kosningar hafa yfirleitt gegnið friðsamlega fyrir sig og ég á ekki von á öðru en að svo verði einnig nú. Annars er ekkert óeðlilegt við það þó menn kunni að greina á. Við kjör varafor- manns þarf að hyggja að mörgu og taka tillit til ólíkra sjónarmiða, sagði Jón. -rk -Sáf

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.