Þjóðviljinn - 08.10.1987, Side 5

Þjóðviljinn - 08.10.1987, Side 5
m Umsjón: Magnús H. Gíslason Marta Svavarsdóttir vinnur við skógræktarstöðina í Varmahlíð í Skagafirði. Hér leggur hún hönd yfir ungplönturnar. Skógrœkt Landbúnaðanáðheira skeri úr Frá aðalfundi Skógrœktarflelags íslands Á aðalfundi Skógræktarfélags íslands, sem haldinn var í Stykk- ishólmi dagana 4.-6. sept. s.l. voru ýmsar ályktanir samþykkt- ar, sem ástæða er til að komi fyrir almenningssjónir. Vill blaðið fyrir sitt ieyti stuðla að því að svo megi verða og því birtast þær hér. Breyting á jarðalögum Fundurinn skorar á ríkisstjórn íslands að leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á jarðalögum nr. 65/1976. Til- gangur með frumvarpinu verði 1. Að takmarka rétt sveitar- stjórna og jarðanefnda til á- kvörðunar um eignar- og leigu- hald á landi, ef ráðstafa á því til gróðurverndar og gróðurbóta. Náist ekki samningar milli aðila að slíkum málum um hver land skuli hljóta, skal ákvörðun land- búnaðarráðherra gilda, enda sé hún studd áliti skógræktar- og landgræðslustj óra. 2. Að styðja þá, sem bæta vilja landið og gróðurvernd og skóg- rækt. 3. Að sjá til þess að skógrækt- armönnum gefist möguleiki á að eignast land og nytja það. Viðbótarákvæði Fundurinn beinir þeim tilmæl- um til hins háa Alþingis, að tekin verði upp í VIII. kafla frumvarps til laga um skógvernd og skóg- rækt ákvæði um verulega fjár- veitingu til ræktunar verndar- og landgræðsluskóga á vegum félaga og einstaklinga. Skógræktarfé- lagi íslands verði falin umsjá og úthlutun þess fjár, í samráði við Skógrækt ríkisins, og hún sé háð ákveðnum skilyrðum skv. reglu- gerð. Fé til þessa verkefnis komi inn á sérstakan fjárlagalið til Skóg- ræktarfélags Islands. Erindreki Fundurinn vill ítreka fram- kvæmd tillögu, sem samþykkt var á aðalfundi 1986 um ríkisstyrktan erindrekstur á vegum Skógrækt- arfélags íslands. - Fundurinn tel- ur að það sé eitt brýnasta hagsmunamál skógræktarfélag- anna a landsbyggðinni að starf- andi sé allt árið, félagslegur er- indreki og ráðgjafi í skógræktar- starfi og geti hann aðstoðað fé- lögin við skipulagningu og gerð starfsáætlana. Fundurinn telur ástæðu til að fagna sérstaklega viðbrögðum og framtaki úr ýmsum áttum, sem gefa til kynna vilja þjóðarinnar til endurheimtar gróðurkápu lands- ins. Mætti þar til nefna: Átak frjálsra fjölmiðla til söfnunar fjár fyrir Landgræðslu ríkisins, skipulagðri lúpínurækt- un til landgræðslu í stórum stíl, framkvæmdir við gróðurkorta- gerð víðsvegar um land, átakið Flag í fóstur o.fl. Verndun birkiskóga Eitt af þremur höfuðverkefn- um Skógræktar ríkisins sam- kvæmt iögum er verndun birki- skóga. Þessu hlutverki hefur Skógrækt ríkisins ekki getað sinnt sem skyldi. Fundurinn beinir þeim tilmælum til Alþingis að Skógrækt ríkisins verði gert kleift að framfylgja lagagreinum • þeim, sem lúta að friðun birki- skóga. - mhg Markaðsmál Útflutningur sláturhrossa Skilaverð til bænda 15 þús. kr. Ekki þarf að gera því skóna, að unnt sé að selja kjöt af fullorðn- um hrossum sé það orðið meira en ársgamalt. Það leiðir af sér verðfellingu til bænda. Því hefur verið gripið til þess ráðs að selja sláturhross úr landi. Og nú er hrossaútflutningsskip væntanlegt til Þorlákshafnar 10,- 15. okt. n.k. Tekur skipið 450 hross en í þeim hópi er ætlunin að verði 100-150 reiðhross. Fara þau til þriggja hafna erlendis: Friðrikstað í Noregi, Esbjerg í Danmörku og Gent í Belgíu. Sláturhrossunum, sem þurfa þá að verða 300-350, verður skipað í land í Gent. Útflutningsbætur eru greiddar á sláturhrossin og nema þær rífum flutningskostnaði. Skila- verð til bænda verður 15 þús. kr. á hross og greitt í janúar. Þetta skilaverð miðast við meðalþyngd hrossa, í flokki HRI. Þyngri hross eru verulega verðfelld á inn- lendum markaði. Verður þetta því að kallast gott verð. Þegar þess er gætt, sem og hins, að innlendi markaðurinn er meira mettaður a.m.k. af feitu hrossakjöti, vekur það furðu hversu erfiðlega hefur gengið að afla hrossa í þennan útflutning. Kunna menn að óttast að ekki fari nógu vel um hrossin á leiðinni og er sá hugsunarháttur virðing- arverður. Sá ótti mun þó ástæðu- laus. Skipin eru beinlínis útbúin til gripaflutninga, með sérstökum stíum, loftræstingu og brynning- artækjum. Dýralæknir er og með í för til þess að fylgjast með líðan hrossanna. Hrossin mega ekki vera yngri en 6 vetra. Nauðsynlegt er að taka folöld undan hryssum a.m.k. 10 dögum fyrir útflutning. Félag hrossabænda skipuleggur flutning á hrossunum allstaðar að af landinu gegn lágu flutnings- gjaldi. Hrossin þarf að taglstýfa og klippa á lend þeirra útflutn- ingsnúmer, uppgefið af skrán- ingaraðila. Búið er að tryggja sölu á 300 sláturhrossum. Fáist ekki a.m.k. 250 hross er fjárhags- grundvöllur brostinn fyrir komu skipsins. Skráning hrossanna fer fram hjá Markaðsnefnd en formaður hennar er sr. Halldór Gunnars- son, Holti, sími 99-8960. Einnig hjá eftirtöldum formönnum deilda: Skúia Kristjónssyni, Svignaskarði, sími 93-71785. Grími Gíslasyni, Blönduósi, sími 95-4245. Þóri ísólfssyni, Lækja- móti, sími 95-1570. Jónasi Vig- fússyni, Litladal, sími 96-31283. Albert Halldórssyni, Skíðbakka, sími 99-8518. Sigurði Gunn- arssyni, Bjarnastöðum, sími 99- 6445. Kjartani Georgssyni, Ól- afsvöllum, sími 99-6541. Og svo hjá Sigurði Ragnarssyni, Bú- vörudeild SÍS, - mhg Tímarit Sumarhefti Hlyns Sumarhefti Hlyns, hins ágæta blaðs Landssambands samvinn- ustarfsmanna, hefur borist hér inn á borðið. Er þar að ýmsu vik- ið að venju, enda er blaðið þýð- ingarmikill tengiliður milli þeirra fjöimörgu sem starfa við fyrir- tæki samvinnumanna, víðsvegar um landið. Nýráðinn starfsmaður Sam- bandsins. Kristjana Sigurðar- dóttir á Isafirði, ritar ávarpsorð, víkur að starfsemi félaganna, sem víða sé góð en alltaf megi þó bet- ur gera og kveðst tilbúin að að- blaðs samvinnustarfsmanna stoða við það. Sagt er frá vináttu- viku á Austurlandi en í henni tóku þátt Svíar, Finnar og Norð- menn, auk íslendinga. Greint er frá störfum Vinnueftirlits ríkis- ins. Ingiberg Magnússon, mynd- listarmaður skrifar um listsýningu, sem áhugamenn um myndlist efndu til í Hamragörð- um. Þá er fjallað um málefni sam- vinnustarfsmanna, en þau voru að þessu sinni sérmál aðalfundar SÍS í vor, og birt ræða Magnúsar Guðjónssonar, sem hann flutti um þessi mál á aðalfundinum. Hinir föstu þættir ritsins eru á sínum stað svo sem vísnaþáttur, þáttur um málvernd, bridds, tölv- ur, skák, matreiðslu, umferð, og þáttur fyrir börn. Sagt er frá 50 ára afmæli Starfsmannaféiags SÍS. Auk þess eru í ritinu fjöl- margar greinar af margháttuðum viðfangsefnum samvinnustarfs- manna. Myndir eru margar. Ekki leynir sér að ritstjórinn, Guðmundur R. Jóhannsson og samstarfsmenn hans, kosta kapps um að gera Hlyn sem best úr garði og hafa líka árangur sem erfiði. - mhg Fimmtudagur 8. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.