Þjóðviljinn - 08.10.1987, Page 7

Þjóðviljinn - 08.10.1987, Page 7
Björgvin Jónsson, tuttugu og þriggja ára Njarðvíkingur, hefur komið mjögá óvart á skákmótinu I Óiafsvík. í tveimur fyrstu um- ferðunum sigraði hann tvo stiga- hæstu keppendurna, þá Jón L. Árnason og Karl Þorsteins. Þegar Þjóðviljinn hitti Björgvin að máli var hann að búa sig undir þriðju umferð og átök við Dan Hansson, en þeirri skák lauk með sigri Björgvins og var hann í gær efstur á mótinu, með þrjá vinninga af þrem mögulegum. „Ég þarf að ná sjö vinningum af ellefu mögulegum til þess að ná fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitili og þessi byrjun glæðir þá von að ég nái því,“ sagði Björgvin. Björgvin er eini innlendi kepp- andinn sem ekki er úr Reykjavík, en einsog margir aðrir af okkar ungu og efnilegu skákmönnum er hann í laganámi. „Það er mjög mikill skákáhugi í lagadeildinni. Það er erfitt að segja hvað veldur en ætli félags- skapurinn hafi ekki sitt að segja, þetta smitar út frá sér. Velgengni Jóhanns Hjartarsonar hefur auðvitað áhrif á aðra í deildinni.“ Kom þessi árangur í fyrstu skákunum Björgvini á óvart? „Það er ekki laust við það. Ég var alveg æfingalaus fyrir mótið þannig að ég átti ekki beint von á fljúgandi starti.“ Hvernig er undirbúningi fyrir skákirnar háttað? „Það er mjög misjafnt. Maður kannar byrjanir andstæðingsins en hvað íslensku skákmennina varðar þekkir maður mjög vel inn á skákstíl þeirra þannig að það er ekki margt sem kemur á óvart.“ Skákmótið er haldið í hinu glæsilega félagsheimili Ólsara og kvað Björgvin alla aðstöðu til fyr- irmyndar. Þá sagði hann að heimamenn sýndu mótinu mik- inn áhuga og fjölmenntu að fylgj- ast með skákunum. „Þeir treystu sér hinsvegar ekki til að taka þátt í mótinu þó þeim hafi staðið það til boða. Töldu mótið vera of sterkt fyrir sig.“ -Sáf Ég átti ekki von á fljúgandi starti, segir Björgvin Jónsson en í fyrstu skákun- um lagði hann að velli þá Karl Þor- steins, Jón L. Árnason og Dan Hans- son. Mynd Sig. Mót ungu skákmannanna Jón L. Árnason með hvítt gegn Dananum Henrik Danielsen. SKAK Skákmótið Ólafsvík Var æfingalaus fyrir mótið Rœttvið Björgvin Jónsson, Njarð- víkinginn sem er efstur á alþjóðlega skákmótinu í Ólafsvík TorfiStefánsson, mótsstjón' rœðir um alþjóðlega skákmótið í Ólafsvík „Þetta mót er fyrst og fremst hugsað fyrir ungu skákmennina okkar sem ekki hafa enn náð titl- um einsog alþjóðlegur meistari eða stórmeistari,“ sagði Torfi Stefánsson, mótsstjóri í Ólafsvík. Mótið er af 5. styrkleikaflokki og eru skákmennirnir valdir með það í huga að mótið sé af þessum styrkleika, á það jafnt við inn- lendu skákmennina og þá er- lendu, en auk íslendinganna tefla á mótinu tveir Danir. einn Svíi og einn Norðmaður. A mótinu er ekki hægt að ná áfanga að stór- meistaratitli en hinsvegar hægt að ná áfanga að alþjóðlegum meistara. „Við eigum 6 stórmeistara en hinsvegar bara tvo virka alþjóð- lega meistara. Mótið núna er það fyrsta í röðinni til að bæta úr því, en næsta mót verður haldið í Keflavík í nóvember og verður það einnig í 5. styrkleikaflokki. Nauðsyn þess að svona mót eru haldin sést best á því að Björgvin Jónssonvinnur í fyrstu tveimur umferðunum alþjóðlegan meist- ara og stórmeistara, en hefur sjálfur ekki náð áfanga að alþjóð- legum meistara.“ Það er tímaritið Skák sem stendur fyrir mótinu í samvinnu við Ólafsvíkurbæ og er þetta 7. alþjóðlega mótið sem haldið er á landsbyggðinni á vegum tímarits- ins. Þó mótið sé haldið utan Reykjavíkur eru allir íslending- arnir fyrir utan einn úr höfuð- borginni, en það er Björgvin sem er úr Njarðvíkum. „Það er mikill áhugi fyrir mót- inu í bænum og aðsókn töluverð. Heimamönnum var boðið að taka þátt í mótinu en þeir treystu sér ekki.“ -Sáf Björgvin Jónsson niðursokkinn í stöðuna gegn Dan Hansson, en staða svarts var ekki alltof glæsileg þegar þarna var komið tafli, svartur peði undir og bjuggust flestir við að sigurgöngu Njarðvíkingsins lyki þarna. Honum tókst hinsvegar að snúa taflinu við og lagði að lokum Dan Hansson. Þriðji vinningurinn var í höfn. Myndir Sig Norðmaðurinn Petter Haugli, einn hinna erlendu skákmanna sem dvelja nú í Ólafsvík. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.