Þjóðviljinn - 08.10.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.10.1987, Blaðsíða 10
ERLENDAR FRETTIR Atvinnuöryggið í Japan er ekki annað en þjóðsaga Algengtað fyrirtœki reyniað eyðileggja verkalýðsfélög með „gulum“ starfsmannafélögum að er þjóðsaga og misskilning- ur að Japanir búi við atvinnu- öryggi og njóti yfirleitt æviráðn- ingar hjá fyrirtækjum. Það er að- eins minnihluti launafólks sem nýtur æviráðningar og í raun eru þeir ekki heldur öruggir um störf sín - atvinnurekendur hafa mörg ráð til að gera þeim líflð leitt sem þeir vilja losa sig við svo að menn segja upp „af frjálsum vilja“. Svo mælir Joshijuki Onogi verkalýðsfrömuður frá Japan og talar af eigin reynslu. Hann var árið 1970 rekinn úr starfi hjá olí- ufyrirtækinu General Sekyiu, en þangað hafði hann verið ráðinn að lokinni skólagöngu 1958 og átti svo að heita að um æviráðn- ingu væri að ræða. En Onogi var ekki sagt upp vegna þess að fyrirtækið þyrfti að draga saman seglin. Heldur blátt áfram vegna þess að stjórnendum fyrirtækisins fannst að hann og aðrir trúnaðarmenn verklýðs- samtakanna væru of róttækir í sinni kröfugerð. Og sjálft verk- lýðsfélagið fékk einnig fyrir ferð- ina - og eitthvað svipað gerðist reyndar í fjölmörgum fyrirtækj- um öðrum. kvæði um stofnun nýs verka- lýðsfélags starfsmanna, „guls“ fé- lags og var svo „mælt með því“ að menn gengju í það. Flestir gerðu það vegna þess að þeir óttuðust refsingar- til dæmis í því formi að þeir yrðu fluttir í lakari störf og gengið fram hjá þeim við stöðu- hækkanir og launahækkanir. Árið 1978 hafði Onogi og fé- lögum hans tekist að vinna sigur í langvinnri baráttu fyrir endur- ráðningu hjá General Sekyiu. Hann er enn varaformaður gamla verkalýðsfélagsins sem þar starf- ar - þótt í því sé ekki nema lítill hluti þeirra sem eitt sinn voru í því. Onogi kom fyrir skömmu til Danmerkur að halda fyrirlestara við Hróarskelduháskóla. Hann segir í viðtali við Information sem hér er endursagt, að hann hafi orðið mjög var við þann út- breidda misskilning á Vestur- löndum, að í Japan væri friðsam- legt á vinnumarkaði, einskonar fjölskyldutengsli mynduðust þar milli fyrirtækja og verkamanna sem nytu mikils öryggis í formi æviráðningar. Á mörgum hæðum Japan er mjög lagskipt þjóðfé- lag, segir Onogi. Og það er ekki aðeins mannfólkið heldur og fyr- irtækin sjálf sem skiptast í flokka og það eru aðeins fyrirtæki í „yfir- stéttarflokki" sem hafa þúsund starfsmenn eða meir sem viðhafa æviráðningar. Því er það minnihluti jap- anskra launamanna sem hafa fengið lífstíðarráðningu. Og því fer fjarri að öllum verkamönnum ístórfyrirtækjunum standi slíkt til boða. Mikið af þeim störfum sem neðarlega eru í mati og launum eru unnin af fólki í hlutastarfi sem samið er um til skamms tíma. Þar fyrir utan lifa stóru fyrir- tækin mjög á þjónustu smærri undirverktaka, sem eru mjög oft í einu og öllu háð samningi við eitt „móðurfyrirtæki". Þeir sem vinna hjá undirverktökum vinna í rauninni svipuð störf og verka- menn hjá stórfyrirtækinu, en við lakari aðstæður og fyrir miklu lægra kaup - eða kannski helm- ing þeirra launa sem greidd eru hjá móðurfyrirtækinu". Engin trygging Bæði verkafólkið hjá undir- verktökum og svo þeir sem fá tímabundna ráðningu hjá móð- urfyrirtækjunum eru svo notaðir sem „höggdeyfir". Ef að eftir- spurn eftir tilbúinni vöru minnkar getur stjórn fyrirtækis- ins losað sig við þá lausráðnu eða skorið niður pantanir hjá undir- verktökum. Það er svo höfuð- verkur þeirra smáu kapítalista hvernig þeir fækka starfsfólki hjá sér. Nú hefur eftirspurn eftir jap- önskum vörum minnkað vegna hágengisájeninu. Samdrátturinn hefur orðið svo mikill m.a. í bíla- iðnaði og skipasmíðum, að „höggdeyfirinn“ dugir ekki til - og stjórnir fyrirtækja eru farnar að fækka einnig hinum æviráðnu. Það er í rauninni ekki erfitt, því að engir samningar eru til um æviráðningu, hvorki skriflegir né munnlegir. Lúmskar aðferðir Þó er það sjaldgæft að þeir sem hafa talið sig æviráðna séu reknir beinlínis. Notaðar eru óbeinar aðferðir. Til dæmis gerist það einatt í bílaiðnaði, að stórfyrir- tækin leigja undirverktöícum fastráðna starfsmenn sína. Til dæmis getur verkfræðingur eða smiður sem í dag vinnur í fram- leiðsludeild bflaverksmiðju orðið fyrir því að næsta dag er hann leigður sölufyrirtæki, hvort sem hann nú kann eitthvað til sölu- mennsku eða ekki. Og undir- verktakar sætta sig við þetta vegna þess að þeir eru einatt svo háðir móðurfyrirtækjunum að þeir fá hvorki æmt né skræmt. Nú er heldur ekki líklegt að smiðurinn eða verkfræðingurinn séu sáttir við tilfærsluna. Þeir eru ekki einungis neyddir til að skipta um starf. Oft er vinnustaðurinn nýi langt frá heimili þeirra og launin eru lægri. Að vísu bætir móðurfyrirtækið launamuninn upp - en ekki nema í mesta lagi í eitt ár. Eftir að viðkomandi hefur þannig unnið við krappari kjör en áður um tíma segir hann kannski starfi sínu lausu. Niðurstaðan er sú að „móðurfyrirtækið" hefur fækkað fastráðnum mönnum á „mildan" hátt. Einnig er töluvert stunduð sú aðferð að fyrirtæki stofnar nýjar deildir undir sjálfstæðri stjórn og lætur þær fást við allt annað en fyrirtækið annars framleiðir. Til dæmis setur skipasmíðastöð upp rækjurækt og sendir logsuðu- menn þangað. Kannski gengur sá búskapur, og þá það - en eins víst er að hið nýja „dótturfyrirtæki" fari á hausinn - og enn hefur fast- ráðnum fækkað á „mildan“ hátt. Hollusta og smjaður Ein goðsögnin sem gengur á Vesturlöndum er sú, að japanskir verkamenn séu einstaklega trúir sínu fyrirtæki vegna þess að þeir fái sjálfkrafa launahækkanir með starfsaldri. í raun og veru eru þeir hollir sínu fyrirtæki vegna þess, að þeir sem vinna hjá stórfyrir- tækjum hafa tekið út sína starfs- þjálfun þar og vita að þeir geta ekki yfirgefið fyrirtækið og ráðið sig hjá öðru stórfyrirtæki. Þeir geta aðeins haldið „niður á við“ til smærri fyrirtækja þar sem launin verða að líkindum 60-70 % af því sem þeir áður fengu. Þar að auki var starfsaldurs- hækkunum í upphaflegu formi hætt á sjöunda áratugnum. Þess í stað fengu stjórnir fyrirtækja aukna möguleika á að mismuna mönnum í starfsaldurshækkun- um eftir eigin mati á þeirra störf- um og hollustu. Með þessu móti verða ákvarð- anir um laun æ persónulegri og þvinga menn til að koma sér sem best við verkstjóra eða aðra yfir- menn. Það er „sjeffinn" sem ák- veður hvort menn eru færðir upp um launaflokk, og líka hve mikla launahækkun hver og einn fær við árlega endurskoðun kjara- samninga. Þetta er kallað „feðra- veldi" en í rauninni er þetta ekki annað en útsmogin aðferð til að halda verkamönnum á mottunni. AB endursagði Launamönnum sundrað Stjórn fyrirtækisins hafði frum- POST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða VERKAMENN við jarðsímalagnir í Reykjavík og nágrenni. Nánari upplýsingar verða veittar í síma 91- 26000. Auglýsið í Þjóðviljanum Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Reykjavíkurhafnar, óskar eftir tilboðum í fram- leiðslu á steyptum staurum undir sporbita fyrir gámakrana á Kleppsbakka. Um er að ræða: Framleiðslu á 134 steyptum staurum, 12-17,5 m löngum. Áætlað steypumagn er 245 m3. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudag- inn 28. október kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 18 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. október 1987 1 Bakkaborg við Blöndubakka Fóstrur og fólk með aðra uppeldismenntun eða reynslu af uppeldisstörfum óskast til starfa sem fyrst. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 71240.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.