Þjóðviljinn - 15.10.1987, Síða 1
að eru og munu verða uppi
kröfur um aukinn kaupmátt
taxtakaups. Þessi spá mun því
aldrei verða að raunveruleika.
Forsendur fjárlagafrumvarpsins
eru rangar, sagði Asmundur Stef-
ánsson í samtali við Þjóðviljann í
gær.
í fjárlagafrumvarpinu er gert
ráð fyrir að verðlag hækki um tæp
10% á árinu 1987 en almennar
launahækkanir verði ekki nema
7%. Athygli vekur að þessar hug-
myndir eru settar fram jafnhliða
áætlunum um aukinn skatt á mat-
væli.
„Ég benti á það fyrir kosningar
að það hlyti að koma til aukinnar
skattlagningar nú. Valið stæði
milli skattlagningar á fyrirtæki
eða þess að leggja skatt á matvæli
eins og nú hefur verið gert.
Fjármálaráðherra og forsætis-
ráðherra hafa verið beðnir að
endurskoða þessar fyrirætlanir
sínar sem hljóta að hafa mikil
áhrif á kröfugerð samtaka launa-
fólks núna.
Einn megintilgangur sölu-
skatts á matvæli er að undirbúa
álagningu virðisaukaskatts. Að-
alfyrirmyndin í þeim efnum eru
Efnahagsbandalagsríkin. En um-
ræða þar um samræmingu milli
aðildarlandanna á virðisauka-
skatti miðast við tvö mishá skatt-
stig þar sem hinu lægra yrði beitt
á matvæli og aðrar lífsnauðsynj-
ar.
íslensku kratarnir eru miklu
kaþólskari en páfinn að þessu
Ieyti.“
ÓP
SVR
Fargjöld
hækka
- Rekstrarvanda SVR er fyrst
og síðast að rekja til niður-
skurðar borgaryfirvalda á þjón-
ustu SVR, sem hefur fæit fólk í
stórum stO frá því að nota vagn-
ana sem skyldi, sagði Guðrún
Ágústsdóttir, fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins í stjórn Stræti-
svagna Reykjavíkur og borgarr-
áðsmaður, en meirihluti stjórnar
SVR hefur farið fram á 21%
hækkun fargjalda, sem meirihluti
borgarráðs er meðmæltur.
Nái 21% hækkun á fargjöldum
SVR fram að ganga, hækkar far-
gjald fullorðinna úr 28 í 35 og
barna úr átta krónum í tíu.
-rk
Fimmtudagur 15. október 1987 229. tölublað 52. árgangur
Kjarabaráttan
Kaupmáttur aukist
Ásmundur Stefánsson: Hugmyndir um 7% launahœkkanir í 10% verðbólgu
óraunhœfar. Áform stjórnvalda hafa áhrif á kröfugerð launþega
Kvótakerfið
Breytingar
á kerfinu
Ermeirihluti ráðgjafar-
nefndarinnar á því að
stokka upp kvótakerfið?
Á fundi ráðgjafarnefndar um
fiskveiðistefnu, sem haldinn var í
gær, lagði fulltrúi Sölumiðstöðv-
ar hraðfrystihúsanna fram
stjórnarsamþykkt þar sem kostir
núverandi fyrirkomulags við
stjórnun fiskveiða eru dregnir í
efa, þ.e. að öllum kvóta skuli vera
úthlutað á fiskiskip. Fulltrúi
verkamannasambandsins vill að
athugað sé hvort fiskvinnslan fái
allt að helmingi kvótans. Nefndin
kemur aftur saman í dag.
Ráðgjafarnefndin á að vera
sjávarútvegsráðherra til aðstoðar
við samningu frumvarps sem
hann mun innan tíðar leggja fyrir
þingið. Um næstu áramót renna
út lög um gildandi fiskveiði-
stefnu.
f tillögu stjórnar S.H., sem
Bjarni Thors íagði fram á nefn-
darfundinum í gær, er bent á að
ójafnvægi hafi skapast milli veiða
og vinnslu og að taka verði fullt
tillit til hagsmuna fiskvinnslu og
fiskverkafólks ekki síður en út-
gerðar og sjómanna.
Samkvæmt heimildum Þjóð-
viljans tók Árni Benediktsson frá
Sjávarafurðadeild SÍS undir þessi
sjónarmið og Matthías Bjarna-
son og Skúli Alexandersson
munu hafa talið að endurskoðun
á fiskveiðistefnunni ætti ekki
endilega að miðast við óbreytta
stefnu í kvótamálum. Þröstur Ól-
afsson, fulltrúi Verkamannasam-
bandsins, hafði áður viðrað þær
hugmyndir að kvótanum yrði
skipt milli fiskvinnslu og útgerð-
ar.
Fulltrúar útgerðarmanna og
sjómanna hafa lýst yfir andstöðu
við þessi sjónarmið.
Svo virðist sem meirihluti sé að
verða í nefndinni fyrir miklum
breytingum á kvótakerfinu.
Halldór Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra, sagði í gær að svo
virtist sem menn væru nokkuð
sammála um að viðhalda kvóta-
kerfinu; hinsvegar greini menn á
um hvort útgerðin ætti að sitja ein
að kvótanum eða hvort fisk-
vinnslan ætti að fá hlutdeild í
honum. Hann tók hinsvegar ekki
afstöðu til þessa máls. Ap
Glaðbeittir borgarfulltrúar minnihlutans í borgarstjórn kynntu í gær tillögu til lausnar dagvistarvandanum á þremur árum. Sigrún Magnúsdóttir, Framsókn,
Bjarni P. Magnússon, Alþýðuflokki, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kvennalista og Kristín Á. Ólafsdóttir, Sigurjón Pétursson og Guðrún Agústsdóttir, Alþýðubanda-
lagi. Mynd Sig. . ,
Borgarstjorn
Lausn á dagvistarvandanum
Sameiginleg tillaga minnihlutaflokkanna um lausn dagvistarvandans.
740 milljónir til byggingar á 24 nýjum dagvistarheimilum
r
Isameiginlegri tillögu minni-
hlutaflokkanna í borgarstjórn
er gert ráð fyrir að með sameigin-
legri fjármögnun ríkis, borgar og
atvinnurekenda uppá 740-750
miUjónir, eða um 250 milljónir á
ári, megi koma upp 42 nýjum
dagheimilisdeUdum og 30 nýjum
leikskóladeildum. Samkvæmt
þessu er unnt að leysa á þremur
árum þá þörf sem er fyrir dagvist-
arrými, en tæplega 2000 börn
voru á biðlistum eftir dagvistar-
rými s.l. áramót.
- Nái tillagan fram að ganga,
gefst loksins öðrum kostur á að fá
inni fyrir sín börn en þeim sem
teljast til forgangshópa. Jafn-
framt gerum við ráð fyrir að með
stighækkandi gjaldskrá, þar sem
foreldrar greiði eftir tekjum og
efnahag, verði unnt að bæta laun
þeirra sem vinna á þessum stofn-
unum og störfin verði eftirsóttari
en er í dag, sagði Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir, Kvennalista, á
blaðamannafundi minnihlutafl-
okkanna í borgarstjórn í gær, þar
sem þeir kynntu sameiginlega til-
lögu til lausnar dagvistarvandan-
um.
- Við gerum ráð fyrir að
stofnkostnaður við þessa upp-
byggingu greiðist til jafns af borg,
ríki og atvinnurekendum. Til
þess að þetta geti náð fram að
ganga þarf Alþingi að veita
sveitarstjórnum lagaheimild til
að leggja 5-10% álag á aðstöðu-
giöld í þrjú ár, sagði Guðrún
Ágústsdóttir, borgarfulltrúi Al-
þýðubandalagsins.
- Sjálfsagt mun meirihlutinn
finna þessari tillögu flest til for-
áttu og nefna að óraunhæft sé að
fjölga dagvistarstofnunum þegar
fólk fáist ekki til starfa á þeim. En
það sam gildir reyndar einnig um
borgarráðhús, sem ákveðið hefur
verið að ráðast í smíði á. Þess má
jafnframt geta þetta er álíka upp-
hæð og hugsuð er til byggingar
borgarráðhússins, sagði Sigurjón
Pétursson, Alþýðubandalagi. _rk
Sjá bls. 3
Kaipov sigraði
Áskorandinn Karpov vann í gœr Kasparov heims-
meistara með svörtu í 32 leikjum.
Sáá cknkckvrinPU hfp.lpa Ólafs.
/í ív 7 r> 7 7