Þjóðviljinn - 20.10.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.10.1987, Blaðsíða 2
SPURNINGIN— Hefurðu trú á starfsemi Amnesty Internation- al? Svanhildur Sigurgeirsdóttir, bankastarfsmaður: Já, það hef ég, Alþjóðleg samtök á borð við Amnesty hljóta að gera gagn einhvers staðar í veröldinni. Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður: Já, ég hef trú á starfsemi þeirra. Þau hafa sýnt að þau geta komið já- kvæðum hlutum til leiðar á liðnum árum. Ingolfur Ásgeirsson, flugnemi: Já, ég hef trú á þeim. Starfsemi þeirra er þörf og jákvæð, sem kemur þeim sem eru minnimáttar til góða. Leó Ólafsson, verslunarmaður: Já, það geri ég. Þar sem ég hef fylgst með starfsemi þeirra í fréttum er oft á tíðum um lofsverðan árangur hjá þeim að ræða. Reynir Marteinsson, sjómaður: Já, ég hef trú á þeim. En þau mættu leggja meira á sig til þess að meiri árangur verði af starfsemi þeirra en hingað til. FRETTIP Námslán Ur takt við tímann Námslánþurfa að hœkka að meðaltali um 15% til að svara framfærslu. Theódór Guðmundsson: Námslánin úr takt við framfœrslukostnað. Námsmaður sem leigirfœr 4000 krónur á mánuði til að greiða húsaleiguna Það hefur alveg gleymst í þeirri umræðu sem orðið hefur um fyrirhugaða aukningu framlaga ríkissjóðs til Lánasjóðs íslenskra námsmanna, að mikið vantar enn uppá til að námslánin svari fram- færslukostnaði námsmanna, sagði Theódór Guðmundsson, fulltrúi Stúdentaráðs Háskóla ís- lands í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna, vegna frétta að und- anförnu um aukin framlög ríkis- sjóðs til námslánakerfisins sam- kvæmt fjárlagafrumvarpinu. í fréttatilkynningu sem fulltrú- ar námsmanna í stjórn LÍN hafa sent frá sér, segir að þrátt fyrir aukin framlög ríkissjóðs til LÍN, sé „ekki gert ráð fyrir að ráð- stöfunarfé sjóðsins aukist nægj- anlega til að sjóðurinn standi undir því hlutverki sínu að lána fyrir eðlilegum framfærslu- kostnaði námsmanna. Ef námslán væru í samræmi við eðlilegan framfærslukostnað nú í dag, miðað við verðlagsþróun síðustu tveggja ára, ættu þau að meðaltali að vera um 15% hærri“. - Miðað við núverandi láns- úthlutun eru námsmanni sem býr í leiguhúsnæði aðeins ætlaðar 4000 krónur í húsaleigu á mán- uði. Það sér það hver heilvita maður að námslánin eru gjörs- amlega orðin úr takt við fram- færslukostnað, sagði Theodór Guðmundsson. Fulltrúar námsmanna í stjórn LÍN benda á að ráðstöfunarfé sjóðsins þyrfti að vera um 200 milljónum hærra en gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu, til að námslán svaraði til framfærslu. -rk Ríkisspítalar Skökk mynd Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Sóknar: Auglýsingin gefur skakka mynd miðað við innskráningu. Vildum miða við tveimur þrepum minna Auglýsingin gefur skakka mynd miðað við innskráningu. Til dæmis er 23ja ára gömul manneskja þremur þrepum neð- ar en útreiknuð meðallaun gefa til kynna, sagði Þórunn Svein- björnsdóttir, formaður Starfs- mannafélagsins Sóknar, aðspurð um upplýsingar þær um laun sem koma fram í auglýsingum isspítal- anna, en að undanförnu hafa þeir auglýst grimmt eftir fólki, þar á meðal í mörg störf sem unnin eru af Sóknarfólki. Forystukonur Sóknar og Sjúkraliðafélagsins eru ekki sáttar við þær fullyrðingar sem settar eru fram í auglýsingum stjórnar Ríkisspítalanna um launakjör á spítölunum. Þegar samband var haft við okkur vegna þessara launaút- reikninga óskuðum við eftir því að farið yrði tveimur þrepum neðar, þar sem auglýsingin gefur 'rétta mynd af 26 ára gamalli manneskju með þriggja ára starfsreynslu, sagði Þórunn. Þá taldi Þórunn að gáleysislega væri farið með ýmsar staðreyndir í auglýsingunni, og tiltók sem dæmi að talað væri um frían fatn- að eða fatapeninga, en slíkt gilti ekki um starfsfólk á Kópa- vogshælinu. HS Ríkisspítalar Ansi mikil einföldun Hulda Ólafsdóttir Jormaður Sjúkraliðafélagsins: Sjúkraliðar geta náð 60 þúsundum á mánuði með því að vinna mest álags- og kvöldvaktir -Það er fræðilega hægt að ná þessum launum með því að vinna mest álags- og kvöldvaktir, en hér er ansi mikil einföldun á ferðinni, sagði Hulda Ólafsdóttir, formað- ur Sjúkraliðafélags íslands, að- spurð um þá fullyrðingu í auglýs- ingu Ríkisspítalanna þessa dag- ana að meðalmánaðarlaun sjúkraliða með vaktaálagi séu um 60 þúsund krónur. Það er hægt að komast upp í þessi laun með því að miða við níu ára starf - fimmta þrep af sjö - en þá eru launin 44,479 krónur. Kaffi- og matartímar hækka þessa tölu um 3,816 krónur, og ef miðað er við að unnar séu sex kvöldvaktir á virkum dögum og sex nætur- og helgidagavaktir á mánuði þá verður útkoman úr því dæmi tæplega 60 þúsund krónur. En þá er kvöld- og næturvinnan líka orðin meiri en dagvinnan. Svona er auðvitað hægt að leika sér með tölur, en þetta er mikil einföldun, sagði Hulda. Þá sagði Hulda að sjúkraliðast- éttin væri mjög ung. Fimmta þrepið miðast við 9 til 13 ára starf,en ég gæti trúað að sjúkra- liðar væru mjög fjölmennir í fjórða þrepi, sagði hún. HS Bændur Fjárlögin gegn landbúnaðin- um Stjórn Stéttarsambands bænda telur að fjárlagafrumvarp ríkis- stjórnarinnar brjóti í bága við þá landbúnaðarstefnu sem bændur hafa gengið til samvinnu um við stjórnvöld. í bréfi sem stjórnin sendi ríkis- stjórninni í gær segir ma. að for- sendum fyrir búvörusamningum við ríkið sé kollvarpað með álagningu söluskatts á matvæli og lækkandi hlutfalli niður- greiðslna. Minnkandi hlutdeild innlendra matvæla kippi grund- vellinum undan atvinnumögu- leikum verulegs fjölda bænda. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.