Þjóðviljinn - 20.10.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.10.1987, Blaðsíða 9
I aðhyllast lífsgræðgi þeirrar kyn- slóðar sem ráðið hefur undanfar- ið. Ég skora á ykkur að berjast fyrir betra mannlífi í borg og sveit. Við skulum varast að stilla þéttbýlisbúum og dreifbýlisbúum upp sem stríðandi ósættanlegum fylkingum. Borgarbúar mættu gjarnan minnast þess í steigurlæti sínu þegar þeir gagnrýna sveita- fólk að náttúruvernd stoppar ekki við borgar- eða bæjarmörk- in. Það eru engin landamæri þeg- ar um umhverfisvernd er að ræða. Sannir rœktunar- menn George Orwell sagði á sínum tíma „Sósíalistum ber engin skylda til að trúa því að mannlegt samfélag geti orðið fullkomið, heldur að það sé hægt að gera það miklu betra en það er.” Hvað sem við kjósum að kalla okkur, þegar reynt er að eyrnamerkja hugsjónirnar, þá held ég að við verðum að trúa því að mannlegt félag geti orðið betra. Til að svo megi verða þurfum við að gerast sannir ræktunarmenn. Það er ekki nóg að setja lagabókstafi og tala fagurlega á mannamótum, þó það sé gott og blessað og orð séu til alls fyrst. Það eitt breytir bara ekki því hörmungarástandi em ríkir hér í mannheimi. Allt sem ég hef sagt hafið þið þegar heyrt margsinnis áður af annarra vörum. Þetta er enn ein ræðan í orðabelginn. Nú langar mann að sjá árangur í verki, það fer að verða hver síðastur. Það er bara formsins vegna sem ég hef látið orðin flæða yfir ykkur þessar mínútur. Tala mín rúmast raunar öll í þessari einföldu áskorun BYRJUM Á OKKUR SJÁLF- UM. Þessi ádrepa var flutt á ráðstefnu Abl. um umhverfismál 11. októ- ber s.l. Viðtal við Boris Weil: Langtímafangar lifa ekki, þeir bíða Pólitískar handtökur koma nú vartfyrir íSovétríkjunum - Átta og hálft ár í fangabúðum, fimm ár í útlegð - Kostir og gallar samtaka eins og Amnesty Undanfarna mánuði hefur varla nokkur maður verið hand- tekinn í Sovétríkjunum fyrir skoðanir sínar og er það vitanlega mikill munur frá því sem áður var. Um 200 pólitískir fangar hafa verið látnir lausir og smám saman er fleiri sleppt. En Amn- esty International hefur enn á skrá hjá sér um 600 sovéska sam- viskufanga, og vel geta þeir í rauninni verið flciri. Svo segir Boris Weil, sovéskur útlagi í Kaupmannahöfn og fyrrum samviskufangi sem hér er staddur í tilefni alþjóðlegrar viku sem helguð er föngum sem lang- tímum saman sitja í haldi, einatt án dóms og laga. Verið að breyta lögunum Um leið, hélt Boris áfram, vonum við að aðbúnaður í fanga- búðum batni. Það gerist alltaf þegar verið er að láta menn lausa, að þá verða fangabúðastjórar vissir í sinni sök og ekki eins strangir og áður. Þeir sem enn sitja inni eru m.a. Litháar og Úkraínumenn, dæmd- ir fyrir þjóðernissinnuð viðhorf, óstýrilátir Baptistar, fólk úr Hare Krishna hópum og fleiri. Sum dæmi eru mjög undarleg. Til dæmis er maður einn enn í fanga- búðum sem hafði ekki gert annað en fara út á götu með spjald þar sem stóð: Frelsið Sakharov. Maður hefði haldið að hann yrði látinn laus um leið og Sakharov var leyft að snúa heim frá Gorkí. Annars gerast hlutir í Sovétr- íkjunum nú hraðar en maður hafi við að fylgjast með. Sá sem situr í fangelsi í dag er frjáls maður á morgun. Það er líka verið að breyta hegningarlögunum. Lík- legt er að felld verði burt grein 190 um „róg um sovétskipulagið“ og að grein nr 70 um „andsovésk- an áróður" verði annaðhvort felld úr gildi eða mjög dregið úr henni. Saga samviskufanga Boris Weil var ungur stúdent í Leningrad þegar hann tók þátt í starfi hóps ungra manna sem voru að velta því fyrir sér hvernig ætti að koma á betri sósíalisma í landinu - einnig voru þeir andvíg- ir innrásinni í Ungverjaland 1956. Þeir félagar, fimm saman, voru handteknir 1957 og Boris var dæmdur í sex ára fangabúða- vist. í fangabúðunum tók hann þátt í starfi neðanjarðarfélags sem miðlaði upplýsingum meðal fanganna um það sem gerðist utan búða og lagði drög að því að þeir héldu saman eftir að út kæmi. Þá var ég, segir hann, handtekinn í annað sinn, sitjandi í fangabúðum, svo einkennilega sem það nú hljómar. Og fékk tveggja og hálfs árs dóm til við- bótar. Ég losnaði úr fangelsi 1965, en fimm árum síðar var ég dæmdur í fimm ára útlegð í litlu plássi í Síbiríu og þar var ég til 1970 ásamt konu minni og syni. Um það leyti hafði Danmerk- urdeild Amnesty International tekið mig að sér, þeir sendu mér bréf og pakka og allt var það mér velkominn siðferðilegur stuðn- ingur: Það er mikils virði að vita af því að þú ert ekki öllum gleymdur. Danirnir spurðu hvort ég vildi flytja úr landi, en það vildum við ekki. Þegar svo að því leið fyrir tíu árum að ég yrði handtekinn aftur, þá notaði ég mér þessa smugu og leynilög- reglan hjá okkur fylgdi þá þeirri stefnu að best væri að losna við ófriðarseggi, sem þekktir væru erlendis, úr landi. Sjálfur hugsaði ég sem svo: Það er kannski þro- skavænlegt að sitja í fangelsi eitt ár eða tvö, en þá er líka allt gam- an farið af. Síðan hefir ég búið í Kaupmannahöfn og vinn þar á Konunglega bókasafninu. Gamanmál og ömurleiki Þegar Boris segir sögu sína, eins og hann gerði á ágætri sam- komu hjá íslandsdeild Amnesty í Norræna húsinu á sunnudag, er hann furðu léttur í máli. Hann hendir t.d. gaman að raunum fangans sem situr vikum saman í einangrunarklefa, fær ekki blöð og ekki pappír og verður að treina sér eina bók til tíu daga, og þráir ekkert meira en félagsskap. Síðan kemur til hans fangi og þeir tala saman sólarhringum saman - en ekki líður mjög langur tími þar til þessi samfangi er orðinn næsta hvimleiður og allt sem hann ger- ir, hvernig hann étur, hvernig hann hrýtur og þar fram eftir göt- um og maður hugsar: Mikið vildi ég, að ég væri orðinn einn aftur. Hann sagði og í svipupðum tón frá þeim gömlu pólitísku föngum sem hann hitti fyrir í fangabúðun- um og höfðu sumir unnið fyrir hernámsliðið þýska. Þeir sögðu við okkur þessa græningja: Þið þarna ungkommúnistar, við hefðum heldur betur látið ykkur finna til tevatnsins ef við hefðum náð í ykkur þegar við réðum ein- hverju! (á hernumdu svæðunum á stríðsárunum meina þeir). Ég spurði Boris um þessa gam- ansemi hans og hann sagði: Ég hefði náttúrlega ekki getað sagt frá þessum tíma í þessum dúr hér áður fyrr. Fjarlægðin hjálpar til. En það er líka einhver sterk nauðsyn fyrir því, að maður verð- ur að finna spaugilegu hliðarnar á jafnvel því sem dapurlegast er. Segðu mér Boris: Hvað er erf- iðast í lífi manns sem situr inni í átta ár? Sú tilfinning, að þetta sé ekkert líf heldur bara bið. Dagarnir renna saman í gráa klessu, maður veit hvað getur gerst, hvað verð- ur sagt, einatt er eins og maður hafi einskis að minnast frá löngum, löngum tíma. Tilveran er marklaus. Sök sér að eiga eitt ár eftir og telja dagana - en ef maður á nú eftir að sitja í fimm ár eða tíu? Ég heyrði fanga stundum segja : Bara ef þeir hentu nú sprengjunni. Með öðrum orðum; betri er hræðilegur endir en enda- laus hörmung. Bara ef eitthvað gerðist. Við gerum gagn, og lœrum sjálf Þú hefur mikið starfað fyrir Amnesty. Hverjir finnast þér höfuðkostir og hverjir höfuð- ókostir þeirra samtaka? Það besta við Amnesty er að samtökin tengja sig ekki við ák- veðna stétt eða skoðun heldur. berjast fyrir hvern einstakling. Menn segja svo: Þið fáið kannski mann látinn lausan, en stjórnvöld sem sviptu hann frelsi eru áfram við lýði og setja aðra menn í dý- flissur. Þið berjist bara gegn afl- eiðingunum en ekki orsökunum. Þessi gagnrýni er vitanlega ekki út í hött. En Amnesty getur ekki barist gegn stjórnum, við verðum að halda okkur við það að hjálpa einstaklingnum. Hinsvegar get- um við vonað, að starf okkar breyti að nokkru leyti andrúms- lofti í viðkomandi löndum. Til dæmis tel ég mig vita, að þótt so- vésk yfirvöld hafi horn í síðu Amnesty og reyni stundum að „sanna" að samtökin séu á snær- um CIA eða eitthvað þessháttar, þá ber leynilögreglan í reynd virðingu fyrir samtökunum. Svo má ekki heldur gleyma því, að þátttaka í starfi Amnesty er blátt áfram holl hverjum og einum, menn frétta margt um fjarlæg þjóðfélag, kynnast menningu og aðstæðum sem þeim voru fram- andi, víkka sjóndeildarhring sinn. ÁB skráði Þrlðjudagur 20. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.