Þjóðviljinn - 20.10.1987, Blaðsíða 10
H| REYKJMJÍKURBORG Rfl
Mr Aautein, Stödun
Ðókasafnsfræðingar
Hjá skólasafnamiöstöö skólaskrifstofu Reykja-
víkur eru lausar til umsóknar nú þegar, tvær stöð-
ur bókasafnsfræðinga:
1. Skólasafnafulltrúi
Skólasafnafulltrúi er forstööumaöur skólasafna-
miöstöövar. Hann hefur m.a. eftirlit og umsjón
með skólasöfnum í Reykjavík og leiðbeinir skóla-
safnvöröum í starfi.
2. Bókasafnsfræðingur
Bókasafnsfræöingur annast m.a. flokkun, skrán-
ingu og önnur sérfræöistörf. Hlutastarf kemur til
greina.
Skólasafnamiöstöö skólaskrifstofu Reykjavíkur
er þjónustumiðstöð fyrir skólasöfn grunnskóla
Reykjavíkur, tvo framhaldsskóla og nokkrar sér-
deildir. Hún er til húsa í Miðbæjarskólanum viö
Fríkirkjuveg.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá skólasafna-
miðstöð, í síma 28544. (Auðbjörg) kl. 9.00-13.00
virka daga.
Umsóknarfrestur er til 30. október 1987.
Umóknum ber aö skila til Starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæö á
eyðublöðum sem þar fást.
firTÝA Félagsfundur
Vörubílstjórafélagsins Þróttar verður haldinn fimmtudaginn 22.10. 1987 kl. 20.30 að Borgartúni 33.
Dagskrá: 1. Atvinnumál 2. Húsnæðismál L.V. 3. Önnur mál.
Stfómin
Aðstoðarmann
vantar viö gerð námsgagna í Blindrabókasafni
íslands.
Kennaramenntun æskileg.
Upplýsingar gefur forstööumaöur í síma 686922.
Blindrabókasafn íslands
LÖGTÖK
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og aö undan-
gengnum úrskuröi veröa lögtök látin fram fara án
frekari fyrirvara á kostnaö gjaldenda, en ábyrgö
ríkissjóös, að átta dögum liðnum frá birtingu
auglýsingar þessarar, fyrir eftirtöldum gjöldum:
Söluskatti fyrir apríl, maí, júní, júlí, ágúst og sept.
1987;svoog söluskattshækkunum, álögðum 12.
júní 1987; til 12. okt. 1987 vörugjaldi af innlendri
framleiðslu fyrir apríl, maí, júní, júlí, ágúst og sept.
1987; mælagjaldi af dísilbifreiöum, gjaldföllnum
11. sept. 1987; skemmtanaskatti fyrir maí, júní,
júlí, ágúst og sept. 1987; svo og launaskatti,
gjaldföllnum 1986.
Reykjavík 13. okt. 1987
Borgarfógetaembættið í Reykjavík
Móðir okkar og systir
Jóna Sveinsdóttir
Marargötu 4
lést 17. október í Landspítalanum.
Sveinn Þorkelsson Dóra Diego Þorkelsdóttir
Hjálmar Diego Þorkelsson Þorkell Diego Þorkelsson
Jón Þorkelsson
Arnheiður Sveinsdóttir Þórunn Sveinsdóttir
ERLENDAR FRÉTTIR
Ladies‘ Home Journal
Thatcher áhrifamest
Könnun meðal blaðaritstjóra um áhrifamestu konurheims: Thatcher,
Aquino, Móðir Teresa, Winnie Mandela, Elísabetdrottning
Margrét Thatcher er áhrifa-
mesta kona heims sam-
kvæmt könnun bandaríska
kvennatímaritsins Ladies‘ Home
Journal. Svarendur í könnuninni
voru ritstjórar 250 dagblaða víða
um heim, - meðal annars Þjóð-
viljans.
Önnur á eftir breska forsætis-
ráðherranum í könnuninni var
Corazon Aquino forseti Filipps-
eyja, þriðja Móðir Teresa nunna
og handhafi friðarverðlauna
Nóbels. í fjórða sæti er Winnie
Mandela, eiginkona Nelsons og
einn af helstu forystumönnum
blökkumanna í Suður-Afríku.
Elísabet Englandsdrottning er í
fimmta sæti, og í sjötta banda-
ríska blaðadrottningin Katharine
Graham, sem meðal annars
stjórnar Washington Post og
Newsweek. Næst koma Nancy
Reagan forsetafrú í Hvíta húsinu,
Melina Mercouri leikari og
menntamálaráðherra í Aþenu,
Raísa Gorbatsjova aðalritarafrú í
Kreml og franski stjórnmálamað-
urinn Simone Veil, fyrrverandi
heilbrigðisráðherra og fyrsti
forseti þings Evrópubandalags-
ins.
Blaðið sendi út 100 nafna lista
til ritstjóranna til að velja úr og
bæta á. Á þeim lista var meðal
annars nafn Vigdísar Finnboga-
dóttr forseta íslands.
í könnuninni lenti norski
forsætisráðherrann Gro Harlem
Brundtland i 15. sæti, þýski
Græninginn Petra Kelly í 16.,
norska leikkonan Liv Ullman í
22. sæti, Díana prinsessa Breta í
23. sæti og breski rithöfundurinn
Doris Lessing í 25. sæti. -m
Sovétríkin
Efnahagsáætlun
næsta árs
Stórátak í vélaiðnaði og betri nýting náttúruauðlinda efst á
baugi. Útgjöld til varnarmála standa í stað
Sovéskir ráðamenn lögðu í gær
fram efnahagsáætlun fyrir
árið 1988. I henni er áhersla lögð
á betri nýtingu náttúruauðlinda
og mikla endurnýjun í vélaiðnaði.
Áætlanastjórinn Nikolai Tal-
yzin tjáði Æðsta ráðinu að gert
væri ráð fyrir að iðnframleiðsla
ykist um 4,5 af hundraði á næsta
ári en reiknað er með að aukning-
in verði 4,4 af hundraði í ár. Iðn-
framleiðsla hefur aukist um 3,6 af
hundraði það sem af er þessu ári.
Ennfremur kvað hann stefnt
að því að þjóðartekjur ykjust um
4,3 af hundraði á næsta ári á móti
4,1 prósent hækkun í ár.
Talyzin sagði stjórn sína hafa í
hyggju að uppskera um 235 milj-
ónir smálesta af korni á næsta ári
sem væri 3 miljónum meira en
framleiða ætti í ár. Heildarupp-
skeran í fyrra var hinsvegar að-
eins 210 miljónir smálesta og
reiknað er með að mikil vætutíð,
sem verið hefur eystra í sumar og
haust, setji strik í uppskeru-
reikning ársins í ár.
Megináhersla verður lögð á
vélaiðnaðinn á næsta ári enda í
samræmi við yfirlýsingar Míkaels
Gorbatsjofs aðalritara um að
gagnger og skjót endurnýjun
hans sé forsenda þess að Sovét-
menn geri strandhögg á
heimsmarkaði.
„Vissir örðugleikar hafa komið
upp í sambandi við vélafram-
leiðslu," sagði Talyzin í gær,
„ýmsan búnað skortir sárlega í
efnahagslífinu og illa gengur að
ráða bót á því.“
Samkvæmt sovéskum hagtöl-
um jókst framleiðsla á allskyns
búnaði til verkframkvæmda um
3.3 af hundraði fyrstu níu mánuði
þessa árs miðað við sama tímabil í
fyrra. Áætlað er að framleiðslu-
aukning á þessu sviði verði um
7.3 prósent á næsta ári.
Talyzin kvað pólitíska fram-
kvæmdanefnd Kommúnista-
flokksins nýskeð hafa ályktað á
þá lund að betri nýting og varð-
veisla náttúruauðlinda væri ein
aðalforsenda efnahagsframfara í
landinu. „Miklar aðgerðir eru
fyrirhugaðar til að koma þessum
málum í viðunandi horf,“ sagði
hann í gær.
Talyzin sagði að endingu að út-
gjöld yrðu stóraukin til heilbrigð-
is, mennta, ellilífeyris og trygg-
ingamála á næsta ári. 171 miljón
rúblna yrði brúkuð til þessara
mála sem væri 3,5 miljón rúblna
aukning frá því sem upphaflega
var kveðið á um í fimm ára áætl-
uninni (1986-1990).
Boris Gustev fjármálaráðherra
tjáði Æðsta ráðinu í gær að 20,2
miljörðum rúblna (1280 miljörð-
um íslenskra króna) yrði varið til
vamarmála á næsta ári sem er
sama upphæð og eytt var í hermál
á þessu ári.
Sérfræðingar á Vesturlöndum
gjalda varhuga við þessum
tölum, segja þær of lágar, en full-
yrða að mjög erfitt sé að henda
reiður á raunverulegum varnar-
útgjöldum Sovétmanna þar eð
hergagnaiðnaður þeirra fléttist á
margvíslegan hátt öðrum iðnaði.
- ks.
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. október 1987