Þjóðviljinn - 20.10.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.10.1987, Blaðsíða 7
tugum til að sjá að öll endurnýjun hefur orðið í miklum sveiflum. Það veldur því meðal annars að ekki er hægt að gera neinar áætl- anir um framtíðina. Síðan þegar loksins fer að rofa til í þessum málum, án þess að nokkuð verði að gert í ástandinu eins og það er í dag, þá stöndum við frammi fyrir því að við erum engan veginn í stakk búnir hér heima til að tak- ast á við verkefnið og verðum þar af leiðandi að flytja skipin inn, í staðinn fyrir að smíða þau hér heima.“ Verkefnin flutt út Nú er Ijóst að mörg skip hafa að undanförnu verið smíðuð erlendis, en ekki hér heima. Hvernig lítur dœmið út? „Samkvæmt upplýsingum frá Fiskveiðasjóði hafði sjóurinn í ágústlok síðastliðinn lánað til smíða á 40 skipum samtals 7.800 brúttótonn frá því sjóðurinn hóf aftur að lána til nýsmíði skipa í febrúar 1986. Þetta skiptist þann- ig að erlend smíði er 29 skip sam- tals 7.200 brúttórúmlestir (8 gömul skip um það bil 1000 brúttórúmlestir og 29 skip ný, um það bil 6.200 brúttórúmlestir) og 11 skip smíðuð innanlands sem eru aðeins um 600 brúttórúmlest- ir samtals. Á þessu ári hefur Fisk- veiðasjóður ekki lánað út á neina íslenska smíði. Á ráðstefnu um stöðu og fram- tíð íslensks skipasmíðaiðnaðar, sem haldin var í mars á þessu ári, komu fram upplýsingar frá Þjóð- hagsstofnun um áætlaða fjárfest- ingu í endurbótum og breyting- um á fiskiskipum. Er talið að á síðasta ári hafi heildarfjárfesting- in verið um 1900 milljónir króna og þar af ríflega helmingur fram- kvæmdur erlendis. Síðustu þrjú árin þar á undan hafði innlend markaðshlutdeild verið yfir 90% í endurbóta- og breytingaverk- efnum. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskveiðasjóði höfðu verið af- greidd lán til endurbóta að upp- hæð ca. 40 milljónir króna fyrstu 8 mánuði ársins 1987. Óafgreidd lánsloforð vegna slíkra verkefna eru líklega yfir 1000 milljónir króna í dag. Enginn sundurliðun liggur fýrir, eða er fáanleg, á skiptingu þessara lána til inn- lendra og erlendra verkefna. Sennilega eru þó 70-80% af þess- um verkefnum unnin erlendis. Þó ber þess að geta í þessu sambandi að lán Fiskveiðasjóðs eru fyrst og fremst til stærri verkefna og lýsir þetta háa hlutfall hve mikið af þeim fer til útlanda. En við hér heima sitjum uppi með smærri verkefnin." Erum sam- keppnisfærir Er innlendur skipaiðnaður sam- keppnisfœr við erlendan? „Já, það hefur sýnt sig og sann- að, að hann er samkeppnisfær við skipaiðnað í nágrannalöndunum, þegar keppt er á eðlilegum sam- keppnisgrundvelli. Það sýndi sig þegar Slippstöðin á Akureyri hreppti lengingu á fimm kana- dískum togurum hér um árið. En samanburður í nýsmíði, það er að segja á verðinu, er okkur óhag- stæður í mörgum tilvikum og er þar um að kenna fyrst og fremst að erlendur skipaiðnaður, er víða ríkisstyrktur. Það þýðir að við- komandi ríkiskassi niðurgreiðir í einu eða öðru formi, kostnaðinn við nýsmíðina. En þegar til lengdar lætur er þessi ríkisaðstoð ekkert annað en skammtíma- lausn sem leysir engin langtíma- vandamál viðkomandi iðanðar. Enda enginn vilji fyrir því hér að nýsmíði skipa verði niðurgreidd af íslenska ríkinu. Stjórnvöld sofandi Engu að síður verðum við að bæta ýmislegt í rekstrinum hjá okkur og vera alltaf vakandi fyrir öllum tækninýjungum sem að gagni mættu koma. Hins vegar er það alveg ljóst að tæknivæðing í jafn fjárfrekum iðnaði og skipa- smíðar eru, verður að byggjast á sæmilegu öryggi hvað varðar næg verkefni. Þess í stað virðist sem stjórnvöld horfi með öllu að- gerðalaus á öll bestu skipaiðnað- arverkefnin, ef svo má að orði komast, hverfa úr landi. Hér þarf að verða breyting á ef ekki á illa að fara og við, fiskveiðiþjóðin, stöndum uppi með það einn góð- an veðurdag, að hér finnast ekki lengur iðnaðarmenn sem geta smíðað skip sem fullnægi kröfum tímans.“ Hvað er til ráða íþessari stöðu? „Félag dráttarbrauta og skipa- smiðja hefur í fjölmörgum sam- þykktum sínum bent á atriði sem að gagni mættu koma til að rétta að einhverju leyti hlut íslensks skipaiðnaðar. Sem dæmi get ég nefnt hér fáein.“ Margoft bent á leiöir til úrbóta „í fyrsta lagi að í tengslum við breytingar á lögunum um stjórn fiskveiða verði ákveðið, að skip smíðuð innanlands fái ríflegri veiðiheimildir en skip smíðuð er- lendis. Ennfremur að skip, sem smíðuð eru innanlands og koma í stað úreltra skipa, megi vera stærri en ef þau eru smíðuð er- lendis. En það sýnir kannski vel við- horfið sem innlendur skipa- smíðaiðnaður á við að stríða, að ekkert samráð hefur verið haft við Félag dráttarbrauta og skipa- smiðja um málefni fiskveiði- stjórnunar, en sem kunnugt er, er að störfum nefnd hagsmunaaðilja um stefnuna í stjórn fiskveiða á næstu árum, sem Alþingi tekur síðan ákvörð- un um væntanlega fyrir næstu áramót. í öðru lagi að gefinn verði eðli- legur umþóttunartími vegna veiðiheimilda fyrir framleiðend- ur og kaupendur þeirra báta, sem samið hafði verið um smíði á, þegar nýjar mælingarreglur skipa voru settar síðastliðið sumar. í þriðja lagi að lánshlutfall Fiskveiðasjóðs til nýsmíði innan- lands verði hækkað upp í 75% úr 65% og lögum um sjóðinn verði breytt á þann veg, að skipaiðnað- urinn tilnefni mann í stjórn hans. Ennfremur höfum við bent á að íslenskum fyrirtækjum verði gert kleift að útvega lán og endur- lána viðskiptavinum sínum, sam- tals 80% af kostnaðarverði allra skipasmíðaverkefna, svo sem nýsmíða, viðgerða- og endur- bótaverkefna, sem unnin eru hér á landi. Einnig að inn í lánsfjárlög verði sett sérstakt heimildar- ákvæði fyrir lántöku til að endur- lána í þessu skyni, eins og gert hefur verið nokkur undanfarin ár með sérstakri lánveitingu Byggðasjóðs til viðgerða og endurbótaverkefna. Fram- leiðslulán til fyrirtækja í skipa- iðnaði verði aðgreind frá hinum endanlegum lánveitingum til við- komandi kaupanda. Sambærileg lán Þá hefur Félag dráttarbrauta ennfremur bent á, til þess að skipasmíðastöðvar hér heima séu betur samkeppnisfærar við þær erlendu, að veittar verði sambærilegar bankaábyrgðir vegna verkefna innanlands og veittar eru, þegar þau eru unnin erlendis. Einnig í þessu sam- bandi, að séð verði um, að inn- lend lán og heimildir til erlendrar lántöku til lengri tíma en 7 ára vegna nýsmíði, endurbóta eða viðgerða á fiskiskipum, verði ekki veitt án undangenginna út- boða á verkþáttum, þar sem bor- ið er saman verð þeirra sem þjónustuna bjóða og þar sem viðurkenndar aðferðir í við- skiptum eru viðhafðar. Ennfrem- ur að veitt verði sérstök sam- keppnislán til þess að mæta ein- stökum undirboðstilboðum frá erlendum skipasmíðastöðvum.“ Að lokum Kristján. Útflutningur á vélum og tœkjum til sjávarútvegs hefur stóraukist á undanförnum árum, og við erum framarlega í Uekninýjungum varðandi vinnslu og veiðar. En hvenœr verðum við þess megnugir að flytja út skip í stórum stíl? „Það er erfitt að segja nokkuð til um það og hefur ekki reynt á það ennþá. En ég get tekið undir það sem framkvæmdastjóri skipasmíðastöðvar M. Bern- harðssonar hf. á ísafirði, Sævar Birgisson, sagði eitt sinn og gert að mínum að við ættum fyrir löngu að vera orðin stór útflyt- jandi, ef allt væri með felldu,“ sagði Kristján Guðmundsson, viðskiptafræðingur hjá Lands- sambandi iðnaðarmanna. -grh ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.