Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Þjóðviljinn - 20.10.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.10.1987, Blaðsíða 16
Tilkynningaskyldan Ólafur Ársælsson til vinstri og Eysteinn Guðlaugsson, starfsmenn Tilkynningaskyldunnar. Mynd: Sig. Sektir við ítrekuðum bratum Ólafur Ársælsson: Lögboðin öryggisþjónusta frá 13. maí 1977. Byrjaði fyrst 13. júlí 1968. Um 500-600 bátar að jafnaði á miðunum Oryggismál Nýgeið af neyðar- sendum Skip sekkur. Sjálfvirkur sleppi- búnaður losar frá því bauju sem strax byrjar að senda út neyðar- kall. Merkin berast til gervihnatta sem staðsetja neyðarsendinn og senda skilaboð til annarra skipa og stöðva á ströndinni. Þetta er í stórum dráttum lýs- ing á COSPASS/SARSAT kerf- inu en að því hafa unnið f samein- ingu Kanadamenn, Frakkar, Bandaríkjamenn og Sovétmenn. Nú þegar hefur þetta kerfi að- gang að fimm gervitunglum og innan tíðar fjölgar þeim í sex. Talið er að með þessu kerfi ættu ekki að líða nema nokkrar mínút- ur þar til heyrðist í neyðarbauju sem hæfi sendingar við ísland. Nú hefur franska fyrirtækið ISEM ásamt þeim aðilum í Frakklandi sem stóðu að þróun COSPASS/SARSAT- kerfisins sett á markaðinn nýja neyðar- bauju og er Skiparadíó hf. að hefja sölu á henni hér á landi. Nefnist hún KANNAD-Eprib sem er skammstöfun fyrir Em- ergency Position Indicating Ra- dio Beacon. (í lauslegri þýðingu: Útvarpsgeisli til að staðsetja neyðartilfelli.) Frönsku KANNAD neyðar- baujurnar voru kynntar á sjávar- útvegssýningunni í Laugardal og vöktu þar mikla athygli. Fisksala til Japan Viðskiptin margfaldast Þegar Vigdís Finnbogadóttir forseti heimsótti Japan á dögun- um var vakin á því athygli að Jap- anir kaupa af okkur umtalsvert magn af fiski og fara þau viðskipti stöðugt vaxandi. Mest er það fryst loðna og loðnuhrogn en einnig töluvert af grálúðu. í Frosti, blaði Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, hefur birst yfirlit um Japansviðskipti sam- takanna. Þau hafa þróast þannig: 1983:1.102 tonn 1984: 3.201 tonn 1985: 5.575 tonn 1986: 11.528 tonn 1987: 14.559 tonn og er þá aðeins talinn með fyrri helmingur ársins. ..f'" - — .... „Tilkynningaskylda íslenskra skipa tók til starfa í maí 1968 og fyrstu skeytasendingartil miðstöðvar hennar í Slysa- varnahúsinu bárustfrásíld- veiðiflotanum við Jan Mayen 13. júlí þá um sumarið. Þáttaskil urðu síðan í starfsem- inni þegar Alþingi samþykkti 2. maí 1977 frumvarp til laga, sem hlaut staðfestingu forseta íslands 13. maí sama ár og þar með var Tilkynningaskyldan orðin lög- boðin öryggisþjónusta,“ sagði Ólafur Ársælsson, starfsmaður Tilkynningaskyldunnar, í spjalli við blaðamann Þjóðviljans fyrir skömmu. „Skipin tilkynna sig tvisvar á sólarhring. Frá klukkan 10-13.30 á daginn og frá 20-22 á kvöldin. Einnig láta þau vita þeg- ar látið er úr höfn og þegar þau koma til hafnar.“ En fer ekki drjúgur tími þess á milli í aö svara fyrirspurnum œtti- ngja sem vilja vita hvar viökom- andi bátur er staddur hverju sinni? „Jú það er óhætt að segja svo. Þó fer það mikið eftir veðri hverju sinni. Þegar spáin er slæm stoppar varla síminn hjá okkur. Enda höfum við hjá Tilkynning- askyldunni að mestu leyti komið í stað þess sem áður var, þegar fólk gat fylgst með bátunum í gegnum bátabylgjuna. Nú hringir það í okkur, sem er ekki nema von. Hérna eru fyrir allar upplýsingar um ferðir bátanna tvisvar á sólar- hring.“ Hvaö eru margir bátar svona venjulega á sjó? „Að meðaltali á venjulegum degi eru þetta á bilinu 500-600 bátar sem eru á sjó hér við land. Mest höfum við komist yfir 1800 meldingar á sólarhring, en á síð- asta sólarhring voru þær 1355.“ Standa menn sig í stykkinu við aö tilkynna sig? „Upp til hópa gera þeir það. En inn á milli eru alltaf skussar sem trassa það sí og æ. Sam- kvæmt lögunum um Tilkynning- askylduna er heimild til að beita sektum við ítekuðum brotum vegna vanrækslu á að tilkynna sig og ég veit um eitt mál í gangi þar sem á að láta reyna á þetta.“ EruTkki einhverjar nýjungar á döfinni varðandi Skylduna? „Það nýjasta er sendir sem tengdur verður við lóraninn í cVminu sem sendir sjálfur stað- setmngu skipsins til lands. Þor- geir Pálsson hefur hannað hann og ÓtfeÓíð: á. ílS§tunni verða reistar tvær móttökustöðvar til að byrja með, áSkálafelli ogíVestmanna- eyjum. Seinna meir, ef þetta reynist vel, sem við vonum, verða reistar móttökustöðvar á fleiri stöðum umhverfis landið.“ Á hvaða svœöum eruflest skipin aÖ jafnaöi? „Langflest skip og bátar eru venjulega á svæðinu frá Þorláks- höfn og vestur á Breiðafjörð, á suðvesturhorninu. Svo er rækju- flotinn fyrir norðan land og í dag er loðnuflotinn norðvestan við miðlínu Grænlands og íslands.“ Eitthvaö að lokum Olafur? „Ekki annað en það að brýna fyrir skipstjórnarmönnum að gleyma ekki Tilkynningaskyld- unni því hún er fyrst og fremst fyrir þá sjálfa en ekki fyrir okkur sem í landi erum. Þeir gera sjálf- um sér illan grikk ef þeir trassa Skylduna svo ekki sé talað um þegar Bakkus er með í spilinu, eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum að undanförnu. Svoleiðis framkoma er fyrir neðan allar hellur og ég vona að það hendi ekki aftur,“ sagði Ólafur Ársæls- son, starfsmaður hjá Tilkynn- ingaskyldunni. -grh Útgerðarmenn fískverkend Höfum ávalft fýríriiggjandi strarvörur fýrír fískvinnslu “ ar, og veiðarfæri fýrir dpaflofann. al annars, fiskumbuðir hvers konar, 'æri til línu-, neta- og togveiða og úrval tækja og áhalda til unar. umboðsmenn fyrir sjálfvirkar lar, fiskþvottavélar, slægingarvéiar narvélar fyrir síld, loðnu og rækju. nánarí upplýsinga. SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA M ‘Sjávaraf urtadeild sambónd Umbúöir og veiðaifæri Sambandshúsid Reykjavik Sími 28200 Telex 2023 Vöruafgreiðslan Holtabakka Símar 681050 og 84667 $Q0RN- BÚNAÐUR .. FVRIR V0KVAKERFI FRÁ HAMWORTHY-HAWE- NORDHYDRAULIK-REXROTH. UCC síur. Viögeröar- og varahlutaþjónusta. LANDVEiMMF SMIOJOÆGI66. KÓPAVOGI. S. 9176600

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: Sjávarútvegur (20.10.1987)
https://timarit.is/issue/225321

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Sjávarútvegur (20.10.1987)

Aðgerðir: