Þjóðviljinn - 20.10.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.10.1987, Blaðsíða 4
Þorskflökin koma úr flökunarvélinni og eru snurfusuð á Ijósaborðinu. Pétur Jóhannsson, verkstjóri í Hróa. Ólafsvík Saltað í Hróa Saltfiskverkunin Hrói hf er ein af stærstu saltfiskverkunum í landinu. Þegar Þjóðviljinn leit þar við fyrr í mánuðinum var allt á fullu við verkunina. „Það er útlit fyrir 900 tonna ársframleiðslu í ár, sem er svipað og í fyrra,“ sagði Pétur Jóhanns- son, verkstjóri. Mest hefur hins- vegar verið framleitt um 1500 tonn í Hróa. Hrói er eingöngu í saltfiski og er fiskurinn saltaður á alla hefð- bundna markaði. Hjá fyrirtækinu vinna um 20 manns núna en yfir hávertíðina fjölgar starfsfólki um helming og eru þá um 40 manns starfandi við söltunina. „Við höfum verið mjög heppn- ir með starfsfólk og gengið vel að manna starfsemina. Sama fólkið Síldarvinnslan hf. Neskaupstað - Sími 97-7500 Starfrækjum: Gerum út eftirtalin skip: Frystihús Birtingur NK 119 Saltfiskverkun Barði NK 120 Síldarsöltun Bjartur NK 121 Loðnuverksmiðju Börkur NK 122 Reykiðju Véismiðju Bílaverkstæði Dráttarbraut Beitir NK 123 er hjá okkur ár eftir ár þannig að mannekla hefur ekki háð starf- seminni.“ Pétur sagði að afkoman væri nokkuð góð núna þar sem mark- aðsverð hefur verið mjög hátt og hráefni gott. „Afkoman er fyrst og fremst undir hráefninu komin. Undan- farin tvö ár hefur hráefnið verið mjög gott en árin 1983-1985 var fiskurinn mun smærri. Þá er verð á erlendum mörkuðum mjög þokkalegt núna. Fiskverðið er í hámarki núna og ég hef ekki trú á því að það hækki meira. Þjóðim- ar geta einfaldlega ekki borgað hærra verð fyrir fiskinn. Fiskur er farinn að kosta meira en kjöt í helstu viðskiptalöndum okkar.“ Pétur taldi að ýmsar blikur væru á lofti innanlands, þar sem allt verðlag er á uppleið en fiskur- inn hafi ekkert hækkað að undan- förnu. „Það er hætt við því að fastgengisstefnunni verði ekki langra auðdaga lífdaga úr þessu.“ Hvað kjaramál fiskvinnslu- fólks varðar þá telur Pétur að þeir sem vinna að vinnslunni eigi að sitja við sama borð og sjómenn hvað skattafríðindi varðar. Telur hann að yfirvinnan eigi að vera undanskilin skatti. „Verkafólk ætti ekki síður að hafa þetta en sjómenn. Fisk- vinnslufólkið vinnur iðulega mikla yfirvinnu til þess að bjarga verðmætum. Það er ekki rétt að refsa fólki fyrir slíkt með háum álögum.“ -Sáf 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.