Þjóðviljinn - 20.10.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 20.10.1987, Blaðsíða 15
Byggðastofnun Útgerðarstaðir á Islandi Safnaö saman upplýsingum til aö auövelda samanburð þegar meta á hvort einhverjir staöir hafi fariö halloka. Reynt að meta áhrif kvótakerfisins á byggðaþróun. í síöasta mánuði sendi Byggðastofnun frá sér skýrslu sem ber heitið Útgerðarstaðir áíslandi. Þarmáfinnayfirlit um atvinnulíf, fólksfjölda og útgerð í byggðarlögum þar sem sjávarútvegur er aðalat- vinnuvegur eða þar sem hann er mjög mikill á landsmæli- kvarða. Skoðaðar eru breytingar á fólksfjölda og þróun atvinnulífs einkum með tilliti til útgerðar síðustu 6 til 8 árin. Sérstaklegabeinistat- hyglin að því hvort ástandið á ákveðnum stöðum hafi breyst til hins verra með tilkomu kvóta á fiskveiðiskip. Eitt af markmiðum skýrslunnar er að gefa mynd af þróun á einstök- um stöðum í samhengi við heildarþróun á öllu landinu. Bent er á að upplýsingar um þróun og stöðu einstakra þátta í sjávarútvegi hafi gjarnan verið notaðar sem rökstuðningur með tilmælum um fyrirgreiðslu stjórnvalda, svo sem um útvegun leyfis til skipakaupa. Skýrslan ætti að auðvelda mönnum að skoða þessa þætti í heildarsam- hengi. í formála að skýrslunni er þess getið að ríkisstjórnin hafi falið stofnuninni að gera úttekt á ást- andi atvinnumála á þeim útgerð- arstöðum sem höllustum fæti virtust standa. Það sé aftur á móti ekki einfalt mál að meta hvaða byggðarlög eigi við meiri vanda að etja en önnur, svipuð vanda- mál fái oft mismunandi athygli fjölmiðla og stjórnvalda. Þess vegna hafi orðið úr að leggja mat á stöðuna á öllum útgerðarstöð- um á landinu. Höfundar skýrslunnar benda á að tilhneiging til stöðnunar og jafnvel íbúafækkunar er mest á stöðum með hátt hlutfall starfa í sjávarútvegi. Aftur á móti aukist íbúafjöldi þeirra staða, sem hafa stórt þjónustusvæði, jafnvel þótt hlutfallslegt vægi sjávarútvegs í atvinnulífinu fari minnkandi. ÓP ísafjörður Lítil verðlagsráð úti um allt land Rúnar Grímsson varaformaöur Sjómannafélags ísfiröinga: Frjálst f iskverö í einu tilviki „Ég veit aðeins um eitt tilvik þar sem hægt er að tala um að frjálst fiskverð hafi verið í framkvæmd hér á Vestfjörð- um. Það var í sumar þegar íshúsfélag ísfirðinga hringdi í Guðbjörgu ÍS 46 út á miðin og bauð þeim 35 krónur fyrir kíló- ið af þorskinum ef þeir kæmu inntil löndunar," segir fíunar Grímsson, varaformaður Sjó- mannafélags ísfirðinga. í nýgerðum samningum milli sjómanna á Vestfjörðum og fisk- kaupenda er verðið fyrir 2 kílóa þorsk, sem er uppistaðan í veiðum Vestfirðinga, með kassa- uppbót 31 króna. Að sögn Rúnars hefur þróunin verið sú, eftir að fiskverð var gef- ið frjálst 15. júní síðastliðinn, út um alla strönd, að þar hafa mynd- ast lítil Verðlagsráð, sem hafa í samningum milli sjómanna og fiskkaupenda komið sér saman um lágmarksverð á fiskinum. Aðspurður um aflabrögð í sumar og haust, sagði Rúnar að þau hefðu verið þokkaleg, en á síðustu dögum hefði verið lítið um gæftir vegna brælu og ótíðar. „Það er nóg af fiski hér fyrir utan Vestfirðina og við á Guð- bjarti ÍS gætum fiskað mun meira en við gerum vegna kvótans,“ sagði Rúnar Grímsson. -grh ★ Við búum yfir áratuga reynslu í smiðum, viðgerðum og breytingum á skipum. + Við höfum á að skipa hæfum iðnaðarmönnum og öflugu tækniliði. ★ Við starfrækjum: Dráttarbraut Plötusmiðju Vélsmiðju Trésmiðaverkstæði ★ Við framleiðum rækjudælur ★ Við hönnum og smiðum skrúfuhringi ★ Við höfum ávallt á lager ýmsan skipsbúnað, og efni og vöru til skipaviðgerða. 26,00 m 6,40 m 5,45 m Lengd 12,00 m Nýsmíði nr. 55 Breidd 3,80 m jan. 1988. 9,9 brl. SKIPASMÍÐASTÖÐ MARSELLÍUSAR hf. Suðurtangi 6 — 400 (safjörður — lceland P. O. Box 371 — Tel 354-4-3575 Telex: Sandis 2061 IS —Telefax (4) 4471 Lengd Breidd Dýpt Fjöltækni sf. Eyjarslóð9-121 R.vík. yJ Sími 27580 Fittings fyrir Ö hringi Subunipplfjr Einstefnulokar- Háþrýsti og lágþrýsti Kúlulokar Rörabaulur Flangsatengi Stál- kopar og rústfrír fittings Svart- og galvaníserað og rústfrítt ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.