Þjóðviljinn - 22.10.1987, Blaðsíða 7
MINNING
vík. Gegndi hann því starfi við
góðan orðstír og vinsældir, þar til
hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir, en þá með óbugaða starfs-
orku. Helgi var fjölhæfur atorku-
maður og féll aldrei verk úr
hendi. Auk síns aðalstarfs fékkst
hann mikið við bókmenntaiðju.
Hann samdi kennslubók í ensku,
samdi rit um sagnfræðileg efni og
fékkst við þýðingar, svo að nokk-
uð sé nefnt.
Þann 24. febrúar 1945 gengu
þau í hjónaband Helgi og Guð-
björg Guðbjartsdóttir systir mín,
yngsta barn þeirra hjóna Guð-
bröndu Þorbjargar Guðbrands-
dóttur og Guðbjarts Kristjáns-
sonar á Hjarðarfelli í Hnappa-
dalssýslu. Hófust þá kynni mín og
minnar fjölskyldu við Helga, sem
héldust óslitið og aldrei féll
skuggi á, þar til yfir lauk. Við
Guðbjörg vorum yngstar í barna-
hópnum á Hjarðarfelli og alla tíð
mjög samrýmdar. Okkar góða
samband reyndist traust og var-
anlegt, þó að leiðir skildust.
Helgi og Guðbjörg stofnuðu
heimili í Reykjavík, en ég giftist
og fór að búa í sveitinni fyrir vest-
an. Það var mér alltaf tilhlökkun-
arefni að fá systur mína og mág
með dætur sínar til sumardvalar
um lengri eða skemmri tíma,
börnin okkar voru samrýmd og
ferskleiki og gleði fylgdi fjöl-
skyldunni. Þau hjónin eiga 4 dæt-
ur, taldar eftir aldursröð: Sigrún,
Guðný, Þorbjörg og Áslaug. Þær
systurnar eru allar vel gefnar og
góðar konur og hafa allar lokið
háskólaprófum. Þeim hefur
öllum farnast giftusamlega og
verið tengdar foreldrum sínum
og heimili þeirra sterkum kær-
leiksböndum.
Helgi var góður eiginmaður og
faðir, dagfarsprúður með hressi-
legt og sérlega aðlaðandi viðmót.
Heimili þeirra hjóna var
sannkallað fyrirmyndarheimili.
Reglusemi, þrifnaður og hófsemi
voru ríkjandi þættir sem sköpuðu
farsælt heimilislíf. Milli þeirra
hjóna ríkti gagnkvæm virðing
sem gaf lífi þeirra traust og far-
sæld. Helgi var sérlega barngóð-
ur og eins og hann var mikill fé-
lagi og vinur dætra sinna, fengu
bömin þeirra að njóta gæða afa
síns í óvenju ríkum mæli. Um-
hyggja hans og veitandi lífsgleði
hafði greiða leið að hugum barn-
abarnanna. Ég veit að þessi góðu
áhrif munu varðveitast í hugum
þeirra og lýsa þeim fram á ævi-
veginn.
Við andlát Helga J. Halldórs-
sonar mágs míns vakna margar
kærar minningar. Ég á honum
margt og mikið að þakka. Allt frá
því að fundum okkar bar fyrst
saman og til hinstu stundar, hefur
hann verið mér og mínu fólki trú-
fastur vinur og velgjörðarmaður.
Við þessi leiðarlok eru mér þakk-
ir efst í huga. Ég og börnin mín
þakka Helga vináttu og um-
hyggju.
Dætrum mínum var hann sér-
staklega góður og nærgætinn,
þegar þær oft og tíðum voru
langdvölum á heimili þeirra
hjóna sem börn og unglingar. Þar
dvaldi um tíma yngri dóttir mín,
sem móðir, með veik börn sín og
naut þar þá sem endranær vel-
vilja og fórnfýsi. Hún þakkar af
alhug föðurlega umhyggju.
Við hjónin kveðjum góðan vin
með söknuð í huga og þökkum
fyrir vináttu og órofa tryggð á
liðnum arum. Ég og fjölskylda
mín vottum eftirlifandi eigin-
konu, dætrum og börnum þeirra
innilega samúð. Minningin um
ástkæran eiginmann, föður og afa
mun verða þeim ljós á ævivegi.
Ragnheiður Guðbjartsdóttir
Akrancsi
„Því er lokið, því lauk í morg-
unn“ sagði Guðbjörg systir mín,
er hún hringdi til mín síðdegis 13.
þ.m. og sagði mér andlát manns
síns Helga J. Halldórssonar. Þá
var lokið ströngu sjúkdómsstríði
við ólæknandi sjúkdóm.
Helgi fæddist að Kjalvarar-
stöðum í Reykholtsdal og var
yngstur 10 barna hjónanna Hall-
dórs Þórðarsonar bónda þar og
konu hans Guðnýjar Þor-
steinsdóttur. Hann óíst upp á
Kjalvararstöðum í hópi hinna
mörgu systkina.
Æskuár Helga voru kreppuár-
in, sem voru mörgum erfið. Á
þeim árum fór Helgi til náms í
Reykholtsskóla og tók gagn-
fræðapróf utan skóla. Að því
búnu innritaðist hann í Mennta-
skólann í Reykjavík og tók þar
stúdentspróf vorið 1939.
Veturinn 1939 til 1940 nam
hann í Kennarskóla íslands og
lauk kennaraprófi 1940. Síðan
fór hann til náms í íslenskudeild
Háskóla íslands og lauk magist-
erprófi í ísienskum fræðum 1945.
Samhliða náminu stundaði hann
jafnan kennslu í hlutastarfi. Með-
al annars kenndi hann einn vetur
á Reykjum í Mosfellssveit.
Enskunám stundaði Helgi eitt
sumar í Summerschool for Teac-
hers of English í Englandi. Strax
að loknu háskólanáminu hóf
hann fulla kennslu og var
íslensku- og enskukennari við
Stýrimannaskólann í Reykjavík
alla starfsævi sína frá árinu 1945
þar til hann hætti fyrir aldurs sak-
ir.
Helgi var mjög vel látinn af
nemendum sínum og féll starfið
einkar vel. Honum var mjög
lagið að kenna, hann hafði næm-
an málsmekk og góða framsetn-
ingu. Þessu kynntust allir lands-
menn, því Helgi annaðist lengi
útvarpsþáttinn „íslenskt mál“ og
var mjög vinsæll í því starfi. Þá
þóttu þættir hans í sjónvarpinu
„Myndhverf orðtök“ mög eftir-
tektarverðir og vel gerðir.
Þeim, sem þessar línur ritar,
þótti þeir einkanlega góðir og
upplýsandi um forna atvinnu-
hætti, sem mynduðu hin sérstæðu
„myndhverfu orðtök“. Þeir
sýndu fjölhæfi íslenskunnar til að
bera minningu fornra vinnu-
bragða milli kynslóða á þennan
sérstæða hátt. Þeir tengdu saman
landið og söguna í fortíð, nútíð og
framtíð. Gerð þáttanna sýndi
bæði sögulega og málfarslega
þekkingu Helga og næmi hans
fyrir hvorutveggja og mat hans á
gildi þessara þátta í menningarlífi
þjóðarinnar.
Helgi var náttúruunnandi og
vildi vera í lifandi sambandi bæði
við náttúruna og atvinnulíf lands-
manna. Hann stundaði því úti-
vist, þegar hann átti þess kost.
Af því að í skólanum er ekki
kennsla á sumrin gat hann leyft
sér að sinna öðrum áhugaefnum
þá mánuði ársins, sem hann ekki
þurfti að kenna. Hann var
allmörg sumur í brúarvinnu með
mági sínum Sigfúsi Kristjánssyni
brúarsmið. Mest var þá um
brúargerð víðsvegar á Vestfjörð-
um í stórbrotinni náttúru þess
landshluta. Sex sumur var Helgi
háseti á togurum eða sfldar-
skipum m.a. á aflaskipi með Þor-
steini Gíslasyni, fiskimálastjóra.
í þessum störfum kynntist Helgi
bæði landinu, sem hann unni og
sænum sem umlykur landið, sem
hvorutveggja gefur þegnum þess
hið daglega lifibrauð. Einnig
kynnist hann erfiðismönnum,
sem vinna í sveita síns andlits að
öflun lífsbjargar bæði á landi og
sjó. Hann skildi því vel hlutskipti
þeirra stétta og hafði samúð með
lífsbaráttu þeirra.
En Helgi kom víðar við. Hann
vann mikið að þýðingum bóka og
var mjög vandvirkur á því sviði.
Hann þýddi hið mikla ritverk
Peters Hallberg, Hús skáldsins,
og allmargar skáldsögur að auki.
Auk þess ritaði hann bækur um
ritverk Halldórs Laxness, þ.e.
þætti um sagnfræði íslandsklukk-
unnar og skýringar við Gerplu.
Ýmislegt fleira liggur eftir hann
af rituðu máli.
Eins og áður segir var Helgi
náttúrunnandi og tileinkaði hann
sér líka fábrotna en heilbrigða
lifnaðarhætti, stundaði göngu-
ferðir á sumrin, skíðaferðir á vet-
urna og sund þegar hann mátti
því við koma.
Helgi kvæntist systur minni
Guðbjörgu, 24. febrúar 1945, og
hafa þau átt heimili í Reykjavík
alla tíð og nú síðustu áratugina að
Vatnsholti 8. Helgi var góður
heimilisfaðir og sinnti heimili
sínu og fjölskyldu eins og best
verður gert. Fjölskyldan hefur
verið mjög samhent í leik og
starfi.
Þau hjón eignuðust fjórar dæt-
ur. Þær eru:
Sigrún eðlisfræðingur og
stærðfræðingur frá Edinborgar-
háskóla með meiru. Hún vann
um nokkur ár sem tölvufræð-
ingur hjá Rannsóknastofnun
landbúnaðarins og jafnframt
vann hún að orðasafni um tölv-
umál. Hún vinnur nú hjá Hag-
stofu íslands. Hún er gift Ara
Arnalds, verkfræðingi.
Guðný. Hún tók M.A. próf í
námsfræðum frá háskólanum
East Anglia í Englandi til við-
bótar kennaraprófi frá Kennar-
aháskóla íslands. Hún vinnur nú
á skrifstofu ráðherranefndar
Norðurlanda í Kaupmannahöfn.
Guðný er ógift.
Þorbjörg, magister í latínu.
Hún er gift dönskum manni Jörg-
en Jörgensen, magister í norræn-
um fræðum. Þau búa í Dan-
mörku.
Áslaug, náttúrufræðingur frá
Manitobaháskóla. Hún vinnur að
jurtakynbótum hjá Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins. Hún er
gift enskum manni, Nicholas
J. G. Hall, kerfisfræðingi.
Eins og hér kemur fram hafa
þær systur allar notið bestu
menntunar í háskólum, bæði hér
heima og erlendis.
Ég kynntist Helga, þegar við
unnum saman við brúargerð við
Reykjadalsá í Reykholtsdals-
hreppi, haustið 1939. Við lágum
saman í tjaldi í indælli hausttíð í
nokkrar vikur. Á kvöldin rauluð-
um við saman þjóðlög og létt
dægurlög okkur til yndis og rædd-
um um þjóðlífið og þá óráðnu
framtíð, sem báðir áttum þá og
reyndum að ráða í rúnir hennar.
Þessir haustdagar voru fagrir og
ánasgjulegir.
Öll ár sem síðan eru liðin höf-
um við átt mikið saman að sælda.
Það var alltaf ánægjulegt að vera í
návist Helga og njóta þekkingar
hans á sögu landsins, íslenskrar
tungu og ræða við hann um
mannlífið í landinu.
Hann var alltaf sami góði fé-
laginn sem ég kynntist fyrir 48
árum við Reykjadalsá og skiln-
ingsríkur á samtíð sína.
Ég og fjölskylda mín dvöldum
oft á heimili Guðbjargar og
Helga og nutum þar gestrisni
þeirra og mikils höfðingsskapar.
Við þökkum af alhug allar þær
samverustundir og hjálpsemi
okkur veitta alla tíð.
Við vottum öllum aðstandend-
um sámúð á þessum sorgardegi
og óskum fjölskyldunni bjartrar
framtíðar.
Gunnar Guðbjartsson
Fast upp við gamla húsið á
Kjalvararstöðum stendur stórt
tré. Svo langt aftur sem ég man
hefur þetta tré verið þarna og sett
svip á umhverfi þessa gamla húss.
Þetta gamla hús var fullgert
árið 1915 sama ár og Helgi fædd-
ist en hann var 10. barn foreldra
sinna þeirra Halldórs Þórðar-
sonar frá Skáneyjarkoti og
Guðnýjar Þorsteinsdóttur frá
Gróf.
Á þessum árum þótti það ekki
tiltökumál þótt barnafjöldi yrði
svona mikill þó á okkar tímum sé
það fréttaefni ef börn verða svo
mörg í sömu fjölskyldu.
Foreldrar Helga hófu sinn bú-
skap á Kjalvararstöðum árið
1894 og eignuðust sitt fyrsta barn
ári síðar.
Afi Helga, Þórður Halldórs-
son, gerðist bóndi á Kjalvarar-
stöðum 1884 þannig að sama fjöl-
skylda hefur búið þar í meira en
100 ár og býr þar enn.
Ef hægt væri að færa tímann
100 ár aftur á bak er hætt við að
okkur sem nú erum á besta aldri
myndi bregða í brún, svo hröð
hefur þróunin verið skoðað í
sögulegu samhengi.
Fram að þessum tíma hafði
aðal byggingarefni landsmanna
verið torf og grjót en nú hillti í
breytta tíma.
Steinhúsið á Kjalvararstöðum
var reyndar ekki það fyrsta, en
það telst samt vera með fyrstu
steinhúsunum sem reist voru hér
á landi og hægt er að taka sem
dæmi um framsýni Halldórs
föður Helga um breytta búskap-
arhætti.
Halldór á Kjalvararstöðum
mun einnig hafa verið einn af
þeim fyrstu til að nýta hverahita
til upphitunar íbúðarhúsnæðis.
Það var engin tilviljun að ég
tala hér í upphafi um „hegginn“,
tréð fyrir sunnan gamla húsið á
Kjalvararstöðum, en þannig vill
til að mér er fullkunnugt um, að
þetta tré bar Helgi Jósep ungur
drengur sem lítinn frjóanga frá
Kópareykjum og niður að Kjal-
vararstöðum og gróðursetti þar
sem það nú stendur.
Kjalvararstaðaheimilið hefur
verið mannmargt á þessum árum,
börnin mörg og þama ólst Helgi
upp í glöðum systkinahópi.
U ngmennafélagshreyfingin
kom til sögunnar upp úr alda-
mótunum og var Ungmennafélag
Reykdæla stofnað 1908.
Helgi gekk í félagið þegar hann
hafði aldur til og tók þátt í starfi
þess meðan hann bjó í sveitinni.
Á þessum fyrstu árum ung-
mennafélagsins var sá grunnur
lagður sem félagið síðan hefur
starfað eftir og búið að síðan.
Fyrir nokkrum árum skráði
Helgi sögu félagsins og vann þar
mikið og þarft verk við varðveislu
ómetanlegra heimilda til handa
ókomnum kynslóðum.
Hugur Helga hefur staðið til
mennta en eftir nám í Reykholts-
skóla lá leið hans í Mennta-
skólann í Reykjavík og síðan í
Háskólann þar sem hann lauk
cand. mag. prófi í íslenskum
fræðum árið 1945.
Síðan hefur aðal starfsvett-
vangur verið kennsla en við Stýri-
mannaskólann í Reykjavík starf-
aði hann um 40 ára skeið eða frá
Þjoðv. II hl. minningargre. datt
út d. 33 verk 117 dj
Síðan hefur aðað starfsvett-
vangur verið kennsla en við Stýri-
mannaskólann í Reykjavík starf-
aði hann um 40 ára skeið eða frá
1945 til 1985
Kennsluferli Helga ætla ég
ekki að gera skil hérna, þar eru
aðrir kunnugri, en þó get ég full-
yrt að hann var farsæll kennari og
vinsæll og margir eru þeir sjó-
menn sem hafa notið leiðsagnar
hans í gegnum tíðina.
Helgi kvæntist árið 1945 Guð-
björgu Guðbjartsdóttur frá
Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi,
og eignuðust þau fjórar dætur,
Sigrúnu gifta Ára Arnalds búsett
í Reykjavík, Guðnýju búsetta í
Danmörku, Þorbjörgu gifta Jörg-
en H. Jörgensen búsett í Dan-
mörku og Áslaugu gifta Nicholas
J. G. Hall búsett í Reykjavík,
barnabörnin eru orðin 7.
Ef hægt er að segja um heimili
að þau séu menningarheimili er
það einmitt orðið sem hægt er að
nota um heimili Helga og Guð-
bjargar, en þeir sem sóttu þau
heim geta borið um að þar var
lögð rækt við menningu menntun
og listir og fagurt mannlíf.
Á síðari árum hefur Helgi orð-
ið landsþekktur fyrir líflega þætti
sína um daglegt mál í Ríkisút-
varpinu.
Ritstörf Helga voru margvísleg
allt frá frumsömdu efni til þýð-
inga og á tímabili þýddi hann
mikið af leikritum fyrir Ríkisút-
varpið og einu frumsömdu
leikriti eftir hann man ég eftir
sem útvarpið flutti.
Nú þegar ég minnist Helga
föðurbróður míns fer ekki hjá því
að hugurinn reiki aftur á bak í
tímann, ég minnist ræktarsemi
hans við aldraða foreldra meðan
þeirra naut við, einnig bar hann
grafreit foreldra sinna í túninu á
Kjalvararstöðum fyrir brjósti og
á þar mörg verkin.
Á síðari árum hefur Helgi ver-
ið óþreytandi við að halda sam-
bandi við yngra fólkið í fjölskyld-
unni og sjá til að tengslin rofnuðu
ekki.
Ég vil einnig geta systkina
Helga en þau eru: Helga f. 1895,
Þórður f. 1897, Guðríður f. 1899,
Ástríður f. 1901, Þorgerður f.
1903, Bjarni f. 1905, Ármann f.
1908, Steinunn f. 1909, Aðalgeir
f. 1911 og síðastur Helgi f. 1915.
Nú eru aðeins eftirlifandi Guð-
ríður og Aðalgeir.
Að ieiðarlokum er mér í huga
þakklæti fyrir þann áhuga sem
Helgi sýndi við að halda tengslum
við okkur sem yngri erum og
rækta þannig fjölskylduböndin. -
Helgi er nú horfinn af sviði en
heggurinn sem hann gróðursetti
sunnan við húsið þar sem hann
fæddist kemur til með að standa
enn um sinn.
í hugann koma ljóðiínur úr
kvæði Stephans G. Stephans-
sonar:
„Bognar aldrei, brotnar í
bylnum stóra seinast.“
Ég votta Guðbjörgu og fjöl-
skyldu mína inniiegustu samúð.
Snorri Bjarnason
Fimmtudagur 22. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7