Þjóðviljinn - 22.10.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.10.1987, Blaðsíða 8
Tengjum nafn íslands enn frekar við afvopnun með áframhaldandi útrýmingu allra kjarnorkuvopna að markmiði. Siðfrœðistofnun Verður að vemleika? Bregður ekki fœti fyrir stofnun Pjóðmála- ráðs Kirkjuþing hefur nú afgreitt tillöguna um Siðfræðistofnun Há- skólans og Þjóðkirkjunnar, en frá efni hennar hefur áður verið skýrt hér í blaðinu. Raddir komu fram um það, að þó að Siðfræðistofnun yrði komið á fót ætti það hvorki né mætti koma í veg fyrir það að Þjóðmál- aráð kirkjunnar yrði að veru- leika. Einn þingfulltrúa, sr. Árni Sig- urðsson, var málinu andvígur. Hann taldi, að með þátttöku í Siðfræðistofnun væri kirkjan að afsala sér valdi, sem hún hefði og henni bæri að hafa. Hún ætti að tala fyrir sig sjálf, en ekki fela það öðrum. Afgreiðsla Kirkjuþins var ann- ars á þá leið, að það samþykkti fyrir sitt leyti að komið yrði á fót Siðfræðistofnun Háskólans og Þjóðkirkjunnar, samkvæmt til- lögu þeirri að reglugerð, sem fyrir liggur, með þeirri breytingu þó, að í stað orðanna: „veita starfsmönnum stofnunarinnar og gestum fyrirgreiðslu við rann- sóknir“ komi „veita fyrirgreiðslu við rannsóknir". Bent er á nauð- syn þess að Kirkjuráði og Kirkju- þingi sé árlega gefin skýrsla um starfsemi stofnunarinnar og sá varnagli sleginn „að Siðfræði- stofnun geti ekki talað í nafni kirkjunnar“. Loks felur Kirkju- þing Kirkjuráði að fylgja málinu eftir við Háskóla íslands og væntir þess, að ekki verði gerðar verulegar efnisbreytingar á reglu- gerðinni, eins og hún liggur nú fyrir. -mhg Kirkjuþing Afvopnum og umhverfisvemd Andstaða við hverskonar vígvélar-Sjórinn verði ekki notaður sem sorphaugur Þingsályktunartillaga sú um friðarmál sem þeir sr. Lárus Þ. Guðmundsson og sr. Gunnar Kristjánsson fluttu á Kirkjuþingi hefur áður birst hér í blaðinu. í meðförum allsherjarnefndar þingsins tók hún þeim breyting- um einum að bætt var við nýrri málsgrein sem lýtur að umhverf- ismálum. í heild hljóðar þá til- lagan þannig, eins og hún var samþykkt af þinginu: Kirkjuþing 1987 fagnar þeim árangri sem náðst hefur í afvopnunarviðræðum risaveld- anna um að allar meðaldrægar og skammdrægar eldflaugar í Evr- ópu verði fjarlægðar. Kirkjuþing lýsir yfir sérstakri ánægju vegna þess að ísland var vettvangur þess fundar sem hafði þessa mikilvægu þróun í för með sér. Þingið hvetur íslenska stjórnmálamenn til að tengja nafn íslands enn frekar við af- vopnun með áframhaldandi út- rýmingu allra kjarnorkuvopna að markmiði. Jafnframt varar þingið við hug- myndum um aukna uppbyggingu hefðbundins vfgbúnaðar. Þingið fagnar yfirlýsingu utan- ríkisráðherra um að hann muni styðja tillögu Síþjóðar og Mexíkó á þingi S.Þ. um stöðvun allra kjarnorkuvopnatilrauna og áskorun til stórveldanna um að hætta þegar öllum tilraunum sín- um. Þingið minnir á að umhverfis- og friðarmál eru náskyld og bendir á að fáar þjóðir eiga jafn mikið í húfi og við íslendingar að haf og loft haldist ómengað og sjórinn verði ekki notaður sem sorphaugur fyrir efnaiðnaðar- og kjarnorkuúrgang. Vísast þar til fyrirhugaðrar stækkunar kjarn- orkuvers í Dounreay á Skot- landi.,, I upphaflegu tillögunni var tal- að um „núverandi” utanríkisráð- herra og svo var einnig í áliti all- herjarnefndar. Fram kom rödd um að fella niður orðið „núver- andi”. Var á það fallist þar sem talið var að það breytti engu í sjálfu sér. -mhg Stefnumörkun Framtíðarskipan kirkjueigna Tímarit Níutíu ára Æska Fjölbreytt og fallegt afmælisblað Sjöunda tbl. Æskunnar sem jafnframt er eins konar afmælis- blað - Æskan varð jú 90 ára nú nýlega - er nú komið út. Ekki er rúm til að geta fjölbreytts efnis þess nema að litlu leyti. Ritstjórar blaðsins, Karl Helgason og Eðvarð Ingólfsson, rita eins konar afmælisleiðara og segja þar m.a.: „Forverum okkar tókst að höfða hverjum til sinnar kynslóðar. Okkur er keppikefli að ná sama árangri og gefa út hugstætt blað og skemmtilegt, jafnframt því að halda á lofti husjónamálum frumkvöðlanna og birta efni sem komið getur nemendum til nokkurs þroska.” Varla verður um það deilt að rit- stjórarnir hafa haft þar árangur sem erfiði. Hilmar Jónsson skrifar af- mælisgrein. Minnist þar m.a. á Gím Engilberts fyrrverandi rit- stjóra og segir það hafa verið hann, öðrum fremur, sem gerði Æskuna að „einhverju fallegasta og víðlesnasta barnablaði á Norðurlöndtvn.” Sr. Björn Jóns- son á Akranesi skrifar ítarlega grein um fyrsta ritstjóra Æskunnar, hugsjóna- og mannvininn Sigurð Júlíus Jó- hannesson. Þá er opnuviðtal við Valgeir Guðjónsson hljóðfæraleikara og tónskáld og annað við Bjarna Arason „látúnsbarka”. Sögur eru eftir þau Iðunni Steinsdóttur, Eðvarð Ingólfsson, Jóhönnu Steingrímsdóttur og framhalds- saga barnanna í Húsabakka- skóla. Sagt er frá verðlaunasam- keppni Æskunnar og Rásar 2. Edda Rún Jónsdóttir í Hafnar- firði greinir frá helsta áhugamáli sínu. -mhg Tímarit Eiðfaxi Síðata tbl. Eiðfaxa er að veru- legur leyti helgað heimsmeistara- mótinu í hestaíþróttum sem hald- ið var í Austurríki í sumar. Er það mjög að vonum um svo ágæta ferð sem íslensku þátttakendurn- ir gerðu þangað. Þá er og birt fréttatilkynning frá hestamannafélögunum Funa, Létti og Þráni, en við borð liggur að þau segi sig úr Landssambandi hestamanna vegna ákvörðunar stjórnar þess um að næsta lands- mót verði á Vindheimamelum en ekki Melgerðismelum. Vonandi kemur þó ekki til hins versta í þessum efnum, heldur finnist ein- hver sú leið út úr ógöngunum sem allir geta sætt sig við. Sigurður Haraldsson ritar um dómarastörf í gæðingakeppni og telur athugandi að mynda fasta dómarahópa í hverjum lands- fjórðungi og spyr: „Væri ekki snjallt fyrir Dómarafélagið að taka upp þann hátt að samhæfa svona valdar dómaranefndir sem alltaf ynnu saman og næðu vænt- anlega meiri leikni í störfum en ella?” Guðmundur Jónsson minnist 10 ára afmælis íþróttaráðs L.H. og rekur sögu þess í stórum drátt- um. Sigrún Björgvinsdóttir held- ur áfram með unglingasögu sína. Og svo er það auðvitað vísnaþátt- urinn Snapir, en hagmælska hef- ur löngum verið rík meðal hesta- manna. -mhg Fóstureyðingar Ríkisvaldið vemdi mannlegt líf „Rétturinn til lífs er frumatriði alira mannréttinda. Þá kröfu verður að gera til ríkisvaldsins að það verndi mannlegt líf og efli meðal almennings vitundina um mannhelgi“. Þannig hljóðar upphafið á af- greiðslu Kirkjuþings á tillögu þeirri, sem fyrir þinginu lá um að beina því til Alþingis, að þrengja lögin um fóstureyðingar af félags- legum ástæðum. Skorar Kirkju- þing á Alþingi að breyta lögunum í þá átt „að friðhelgi mannlegs lífs sé viðurkennd“. „Aðalatriðið er að fólk finni að samfélagið býður nýtt líf velkomið,“ sagði Hall- dóra Jónsdóttir, framsögumaður löggjafarnefndar þingsins.- mhg Frá Kirkjuþingi. Næstur á myndinni er sr. Sigurður Guðmundsson, settur biskup, sr. Þórhallur Höskuldsson í ræðustóli, þá sr. Olafur Skúlason, vígslubiskup, Ingimar Einarsson, sr. Þorbergur Kristjánsson, Kristján Þorgeirsson, sr. Gunnar Kristjánsson, sr. Jón Einarsson og Halldór Finnsson. Mynd Sig. Kirkjuþing Athafnasamt og vinnuglatt Afgreidd voru 26 mál og tvœr fyrirspurnir Kirkjuþing 1987 felur Kirkju- ráði að skipa nefnd er geri til- lögur að framtíðarskipan kirkju- eigna og um samskipti ríkis og kirkju almennt á fjármálasviði. Nefndin hafi m.a. hliðsjón af samþykkt Kirkjuþings 1982, til- lögum starfsháttanefndar 1977 og álitsgerð Kirkjueignanefndar 1984. Tillögur nefndarinnar skulu miða að því að auka fjár- hagslega ábyrgð og sjálfstæði kirkjunnar gagnvart ríkinu. Nefndin skili áliti eigi síðar en 1989. Þannig hljóðar tillaga þeirra sr. Þórhalls Höskuldssonar, sr. Jóns Einarssonar, sr. Jónasar Gísla- sonar og sr. Jóns Bjarman um stefnumörkun varðandi kirkju- eignir o.fl. Tilgangur flutnings- manna er að vekja á ný umræðu um fjármál og eignamál kirkj- unnar, bæði þjóðkirkjunnar og einstakra kirkna, í því skyni að mörkuð verði ákveðin stefna af kirkjunnar hálfu um framtíðar- stöðu þessara mála. Kirkjueignanefnd skilaði fyrri hluta álitsgerðar sinnar fyrir árs- lok 1984. Fól hún fyrst og fremst í sér fræðilega úttekt á réttarstöðu svonefndra kirkjueigna og ráð- stöfun þeirra fyrr og síðar. Á grundvelli þeirrar vinnu, sem þannig liggur fyrir, telja flutn- ingsmenn tímabært að ákveða framtíðarstefnu varðandi kirkju- eignir. Kirkjuþing samþykkti tillögu þeirra óbreytta. fjórmenninganna - mhg Kirkjuþingi er nú lokiS. Það fékk til meðferðar 26 þingmái og tvær fyrirspurnir. Voru þau öll 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. október 1987 Burt með stríðsleikföngin - Ég hef stundum verið að horfa á barnaefnið í Sjónvarpinu. Þar gengur þetta meira og minna út á ofbeldi. Er á góðu von? Kirkjuþing á að fordæma svona athæfi. Þannig mælti sr. Árni Sigurðs- son á Kirkjuþingi þegar fjallað var um tillögu Kristjáns Þorgeirs- sonar, þar sem hann hvetur for- eldra og aðra til þess að gefa börnum ekki stríðsleikföng. Skorar Kristján á alla þá, sem hafa með höndum innflutning og sölu á barnaleikföngum að und- anskilja þar stríðsleikföngin. Kirkjuþing tók undir tillögu Kristjáns Þorgeirssonar og benti á ályktun frá Prestastefnu 1982 þar sem segir: „Vér hvetjum söfnuði landsins til að leggja aukna áherslu á uppeldi til friðar með því að: B-liður-vekja menn til vitundar um skaðsemi ofbeldis í fjölmiðlum, á myndböndum, leikföngum og á fleiri sviðum". _____________________ - mhg afgreidd utan eitt, sem dregið var til baka. Öll voru mál þessi meira og minna veigamikil og tímafrek en þingtíminn afskammtaður og varð því að ganga ötullega að verki. Kirkjuþingin eru ekki ýkja áberandi samkomur. Þau láta ekki mikið yfir sér og þykja því kannski rýrari fjölmiðlamatur en þeir mannfundir þar sem meira ber á yfirborðsmennsku og auglýsingastarfsemi. En þau fjalla um þýðingarmikil og fjöl- þætt mál af alvöru og ábyrgðartil- finningu án þess að láta þó alla gamansemi lönd og leið. Sr. Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup á Hólum í Hjalta- dal, gegnir nú biskupsembættinu í veikindaforföllum hr. Péturs Sigurgeirssonar biskups. Hann gat þess m.a. í þingslitaræðu sinni að hann væri mjög ánægður með þingið. Þar hefði ríkt athafna- semi og vinnugleði. Skoðanir hefðu eðlilega verið skiptar um ýmis mál en fyrir mestu væri að allir stefndu að einu marki. Því- næst bað hann þess, að hr. Pétur Sigurgeirsson biskup mætti sem fyrst ná fullri heilsu, óskaði hin- um nýja kirkjumálaráðherra farsældar og heilla í starfi og þakkaði sr. Ólafi Skúlasyni og öðrum forráðamönnum Bústaða- kirkju fyrir einstaka lipurð og ágætan aðbúnað á alla grein. - mhg Fimmtudagur 22. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Laus staða Staða forstöðumanns hlutafélagaskrár er laus til umsóknar frá og með 1. janúar 1988. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist ráðuneytinu fyrir 25. nóvember n.k. Viðskiptaráðuneytinu 20. október 1987 Framleiðsluráð land- búnaðarins auglýsir Með tilvísun til 10. greinar reglugerðar nr. 445/ 1986 „um fullvirðisrétt til framleiðslu sauðfjáraf- urða, verðlagsárið 1987/1988“ skulu þeir fram- leiðendur sem ætla að geyma framleiðslurétt vegna slátrunar á tímabilinu frá 10. nóvember til maíloka 1988, tilkynna til Framleiðsluráðs fyrir 20. nóvember n.k. fyrirætlanir sínar um það efni. Framleiðsluráð landbúnaðarins Fóstrur athugið Ein heil staða og ein hálf staða lausar hjá okkur í Steinahlíð. Komdu og kynntu þér staðinn og starfið. Upplýsingar í síma 33280. Auglýsing Dóms- og kirkjumálaráðuneytið auglýsir eftir húsnæði í Neskaupstað er hentað gæti fyrir lög- reglustöð. Þeir sem hyggjast senda tilboð skulu tilgreina verð og greiðsluskilmála auk upplýsinga um húsnæðið, þar á meðal stærð þess og gerð. Þess er óskað að teikningar fylgi með. Tilboð skulu hafa borist dóms- og kirkjumálaráð- uneytinu fyrir kl. 17 þriðjudaginn 3. nóvember n.k. í lokuðu umslagi merkt „húseign Neskaup- stað“. Áskilinn er réttur til að þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 19. október 1987 Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir september mánuð 1987, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 26. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. nóvember. Fjármáiaráðuneytið, 20. október 1987 Aðstoðarmann vantar við gerð námsgagna í Blindrabókasafni íslands. Kennaramenntun æskileg. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 686922. Blindrabókasafn l'slands

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.