Þjóðviljinn - 22.10.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.10.1987, Blaðsíða 2
p—SPURNINGIN-^ FRÉTTIR Telurðu að bjórfrum- varpið verði samþykkt á Alþingi í vetur? Steinunn Kolbeinsdóttir húsmóöir: Nei, það tel ég ekki. Ég held að það sé ekki nægjanlegur stuðn- ingurfyrir því á þingi; það þykir of frjálslegt. Jón Jónsson sendill: Miðað við óskhyggju, já, en miðað við reynslu fyrri ára er ég svartsýnn á að það nái fram að ganga. Bind þó vonir við nýju þingmennina að þeir greiði frum- varpinu sitt jáatkvæði. Kristján Kristjánsson bílstjóri: Já, án efa. Ég vona það alla vega að þingmennirnir samþykki það fyrir mína hönd og annarra bjór- vina. Sif Gunnlaugsdóttir nemi í matreiðslu: Nei, ég stórefast um það. Þó má vera að þingmenn séu skyn- samari en maður heldur og það nái í gegnum þingið, loksins. Eyþór Gunnarsson leigubílstjóri: Já, ég vona það svo sannarlega að það nái fram að ganga í þetta sinn. A.m.k. er miklu meiri hljóm- grunnur fyrir bjórnum í dag en áður. Sveitarstjórnir Skárra en ekki nóg Athugun Jafnréttisráðs: Konum hefur fjölgað verulega í sveitarstjórnum en sitja eftir íyfirstjórn ognefndum. Neskaupstaður sker sig úr í jafnréttismálum Athugunin leiðir í Ijós að konur eru nú um 30% borgar/ bæjarfulltrúa en voru eftir kosn- ingarnar 1982 rúm 19%. Hlutur kvenna í borgar/bæjarráðum hef- ur einnig aukist nokkuð eða úr 10% árið 1982 í 13% árið 1986. Þessi aukning er þó engan veginn í samræmi við hlut kvenna í borgar- og bæjarstjórnum. Engin kona er borgar/bæjarstjóri en tæp 22% kvenna eru forsetar bæ- jarstjórna og tæp 39% eru vara- forsetar. Þetta er niðurstaða athugunar sem Jafnréttisráð hefur gert á hlutfalli kynja í borgar/ bæjarstjórnum og í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum borgar og kaupstaða eftir síðustu svei tarstj órnarkosningar. Á tímabilinu 1974 til kjörtíma- bilsins 1982-1986 fjölgaði konum í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum borgar/kaupstaða úr rúm- um 14% í tæp 27%. Á yfirstand- andi kjörtímabili er hlutur kvenna rúm 27% og er aukningin frá síðasta kjörtímabili innan við 1%. Þegar einstök bæjarfélög eru skoðuð nánar er ekki hægt að merkja nein stærri frávik frá þeirri meðaltalstölu, með einni undantekningu þó, þ.e. í Nes- kaupstað. Konur eru í meirihluta kjörinna bæjarfulltrúa í Nes- kaupstað og tæp 42% þeirra sem kjörnir hafa verið í hinar ýmsu nefndir á vegum bæjarfélagsins eru konur. Þegar litið er til stærstu bæjar- félaganna kemur í ljós að fylgni er ekki milli fjölda þeirra kvenna sem kjörnar eru borgar/ bæjarfulltrúar og fjölda þeirra kvenna sem sitja í hinum ýmsu nefndum, stjórnum og ráðum í sama bæjarfélagi. í Reykjavík eru 40% borgar- fulltrúa konur og 28% nefndar- fulltrúa. f Kópavogi eru 37% bæjarfulltrúa konur og 24% nefndarfulltrúa. Á Akureyri eru konur 37% bæjarfulltrúa og 26% nefndarmanna bæjarins og í Hafnarfirði eru einnig 37% bæjarfulltrúa konur og þær eru í 31% nefndarsæta. Af þessu má draga þá ályktun að það sé konum auðveldara að komast í borgar/bæjarstjórn í gegnum „örugg“ sæti á listum stjórnmálaflokkanna en að kom- ast í ráð, stjórnir og nefndir fyrir þessa sömu flokka. Á vegum þeirra 23 bæjarfélaga sem athugunin nær til eru starf- andi 727 nefndir, stjórnir og ráð, borgar- og bæjarstjórnir með- taldar. f tæplega helmingi þeirra, eða 48% nefnda, sitja engar kon- ur. Konur eru í meirihluta í 17 af 23 félagsmálaráðum og í 18 af 23 grunnskólanefndum. Þær hafa oft meirihluta í ýmsum nefndum sem tengjast heilbrigðismálum, menningarmálum, umhverfis- og náttúruverndarmálum og nefnd- um sem tengjast málefnum barna og ungmenna. Konum hefur verulega fjölgað í borgarstjórn og sveitarstjórnum á síðasta hálfum öðrum áratug, eða úr 14% fulltrúa í 27%. Kennarastóll Regnboginn Endurmenntun ráðunauta Fyrirheit landbúnaðarráðherra á 40 ára afmæli Búvísindadeildarinnar á Hvanneyri. 123 hafa verið útskrifaðir Afundum sínum hafa bændur og starfsmenn þeirra oft rætt um nauðsyn þess að búnaðar- ráðunautar ættu kost á endur- menntun. Nú má ætla að úr því rætist. Á samkomu á Hvanneyri sl. mánudag, þar sem minnst var 40 ára afmælis Búvísindadeildar, tilkynnti Jón Helgason landbún- aðarráðherra að ætlunin væri að koma á fót kennarastóli til endur- menntunar ráuðunautum. Heiðursgestur afmælishófsins var Folke Rasmussen, fyrrum rektor danska landbúnaðarhá- skólans. Einnig var boðið fyrstu nemendum frá Búvísinda- deildinni (sem þá hét raunar framhaldsdeild) og gátu 4 þeirra mætt: Aðalbjörn Benediktsson, Bjarni Arason, Egill Bjarnason og Skafti Benediktsson. Voru þeim afhentir pennahnífar að gjöf, svo og fyrstu kennurum við deildina, Guðmundi Jónssyni og Gunnari Bjarnasyni. Á þessum 40 árum hafa 123 nemendur útskrifast frá Búvís- indadeild. Aðeins 16 þeirra hafa horfið að óskyldum störfum. Hinir eru bændur eða vinna að störfum sem tengjast landbún- aði. Landbúnaðarráðherra afhjúp- aði við þetta tækifæri myndir af tveimur forystumönnum rann- sóknarstarfa á Hvanneyri, þeim Þóri Guðmundssyni og Stefáni Jónssyni. Þrjú erindi voru flutt í afmælis- hófinu. Guðmundur Jónsson fyrrum skólastjóri rakfi aðdrag- andanna að stofnun Búvísinda- deildarinnar, Folke Rasmussen talaði um kennslu og rannsóknir og þriðja erindið flutti Rikard Brynjólfsson deildarstjóri við Búvísindadeild. Tekið var nú í notkun og vígt nýtt og mjög fullkomið rannsóknahús, sem undanfarið hefur verið í byggingu á Hvann- eyri. Forstöðumaður þess er dr. Þorsteinn Guðmundsson. -mhg Frönsk gæðamynd Síðasta ár í Marienbad hjá Allíansinum Alliance Francaise heldur áfram kvikmyndasýningum sín- um á fimmtudagskvöldum í Regnboganum og í kvöld verður sýnd myndin „Síðasta ár í Mari- enbad“ eftir Alain Resnais frá 1961. „Marienbad" er ein frægustu mynda nýbylgjunnar frönsku, án hefðbundins söguþráðar og líkir í staðinn eftir draumnum með samblandi minninga og tíða. Þetta er önnur mynd Resnais, eins fremsta kvikmyndahöfundar Frakka (sú fyrsta var „Hiroshima mon amour“), og handritið skrif- aði Alain Robbe-Grillet, sem sótti okkur heim fyrir nokkru á bókmenntahátíð. Myndin er með frönsku tali og enskum texta og er sýnd í B-sal Regnbogans klukkan 7, 9 og 11. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.