Þjóðviljinn - 22.10.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.10.1987, Blaðsíða 11
El Salvador/Venezuela Viðræður á ný Fuiltrúar ríkisstjórnar E1 Sal- vador og þarlendra skæruliða vinstrimanna komu í gær til Car- acas, höfuðborgar Venezuela, og hófu á ný viðræður um vopnahlé. Báðir aðilar sögðust svartsýnir á að þeir hefðu árangur sem erfíði. Það var erkibiskup E1 Salva- dor, Arturo Rivera y Damas, sem átti frumkvæðið að því að menn settust að nýju við samn- ingaborð. Mikið ber á milli því skæruliðar krefjast þess að stjórnin í San Salvador hætti að þiggja fjárstuðning frá Banda- ríkjunum, fallist á að sameina heri uppreisnarmanna og stjórnvalda og myndi bráða- birgðastjórn með vinstri- mönnum. Ráðamenn í landinu segja þetta ekki koma til greina og vilja að allt yfirráðasvæði skæruliða lúti sér áður en vopnahlé komi til framkvæmda. Bilið virðist því óbrúanlegt nema annar hvor að- ila söðli gersamlega um. ks. Danmörk Sprenging á þingi Einhver óþekktur tilræðismað- ur varpaði í gær bensínsprengju inni í þinghúsi Dana í Kaup- mannahöfn að sögn lögreglu þar í borg. Sprengjan olli ekki mannskaða en brenndi göt á gólfteppi í skrif- stofu Pauls Schlúters forsætisráð- herra sem þar var staddur. Yfirleitt geta menn ekki kom- ist fram hjá „alsjáandi“ auga sjónvarpsupptökuvélar sem stað- sett er i andyri hússins en það mun þó hafa gerst að þessu sinni. Nema sökudólginn sé að finna í hópi háttvirtra þingmanna? -ks. ERLENDAR FRETTIR Sri Lanka Tígrar ráða Jaffna Fullyrðingar indversku herstjórnarinnar um sigra í Jaffna lygimál að sögn þriggja fréttamanna er ferðuðust til borgarinnar á laun Mörg hundruð skæruliðar Tígrahreyfingarinnar réðu lögum og lofum í Jaffnaborg á þriðjudagsmorgni þrátt fyrir full- yrðingar Indverja um að liðs- sveitir þeirra hefðu náð miðborg- inni á sitt vald. Tígrar búnir vélbyssum og sprengjuvörpum voru á vappi um miðborgina á þriðjudagsmorgni og tóku af öll tvímæli um hald- leysi staðhæfinga indversku herstjórnarinnar. Indverski her- inn hefur nú setið um Jaffna í tólf daga og kveða skæruliðar um 650 manns hafa látið lífið í stórskota- hríð umsátursmanna, mestmegn- is óbreytta borgara. Fram að þessu hafa engar frétt- ir borist af átökunum í Jaffna nema frá Indverjum. En á mánu- dag komust þrír fréttamenn til borgarinnar eftir miklum króka- leiðum og stangast vitnisburður þeirra algerlega á við staðhæfing- ar indversku herstjórnarinnar. Þeir fullyrða að fréttir um að indverskir dátar hafi baéði tögl og hagldir í miðborginni og standi nú í „hreinsunaraðgerðum“ séu lygimál. Fréttamennirnir ræddu við ýmsa af foringjum Tígranna og fóru þess á leit við þá að þeir fengju að koma að máli við 23 indverska stríðsfanga en því var hafnað. Þeir segja tugi þúsunda íbúa borgarinnar hafa flúið í ýmsa griðastaði svo sem hið risa- stóra Nallurhof hindúa. Flóttamenn sem komist hafa á Tveir Tígrar við öllu búnir í Jaffnaborg. Þrír fréttamenn segja Indverja Ijúga því að þeir hafi náð miðborginni á sitt vald. brott frá Jaffna staðhæfa að báðir aðila hafi gert sig seka um grimmdarverk gegn almenningi. „Einhverjir sem meta mannslíf einhvers ættu að grípa í taumana og binda enda á þessa útrýming- arherferð á Sri Lanka,“ sagði yf- irmaður Rauða kross landsins, R. Balasubramaniam, í gær. Ekki eru menn á einu máli um mannfall í átökunum. Tígrar segja 51 sinna manna hafa fallið, 300 indverska hermenn og um 300 óbreytta borgara. Á sunnu- dag fullyrti indverska herstjórnin hinsvegar að 527 Tígrar dauðir en 107 Indverjar. -ks. Sovétríkin Alíjef úr framkvæmdanefndinni Fyrsti varaforsætisráðherra Sovétríkjanna og fyrrum yfir- maður í KGB, Geidar Alíjef að nafni, er ekki lengur í hópi hinna útvöldu valdsherra er skipa bekki pólitískrar framkvæmdanefndar kommúnistaflokksins. Því að í gær dró hann sig í hlé af heilsufarsástæðum. Heimildir eystra herma að Alíjef gangi ekki heill til skógar og hafi verið frá vinnu lungann úr þessu ári af þeim sökum. Aðrir segja Alíjef hafa verið hálfutangátta í „per- estrojku“ Gorbatsjofs leiðtoga og því hlotið að víkja fyrr en síð- ar. Alíjef er 64 ára gamall og hafði setið í framkvæmdanefndinni, sem í raun er æðsta valdastofnun Sovétrikjanna, frá því árið 1982 að þáverandi leiðtogi, Júrí And- rópof, kvaddi hann til Moskvu frá heimaríkinu Azerbaijan við Kaspíhaf. Ekki var þess getið í gær hver leysa myndi Alíjef af hólmi. Nú eiga 13 atkvæðisbærir félagar sæti í framkvæmdanefndinni og eru bandamenn Gorbatsjofs taldir hafa aukið meirihluta sinn eftir brotthvarf Alíjefs. -ks. Geidar Alíjef. Sagði af sér af heilsu- farsástæðum. Umhverfisvernd Vulkanus mjakast heimleiðis Urgangsskipið Vulkanus annar siglir nú í hægðum sínum heim til Hollands, drekkhlaðinn eiturefnum sem brenna átti á Norðursjó. Skipverjar neyddust til að láta af þeirri óþurftaiðju er net danskra sjómanna flæktist í skrúfu eiturgnoðarinnar á mánu- dag. Eigendur Vulkanusar eru ekki með hýrri há þessa dagana og kenna þeir Grænfriðungum um að hafa skaddað fley sitt. Kveða þeir rándýrt að gera við skemmd- irnar og hyggjast stefna umhverf- isverndarsamtökunum fyrir dóm- stóla. Grænfriðungar segjast enga Skák Kaipof frestar Anatólí Karpof áskorandi ákvað í gær að fresta fimmtu skák einvígis þeirra Garrís Kasparofs heimsmeistara sem tefla átti í gær. Sem kunnugt er Iaut hann í lægra haldi í fjórðu viðureigninni og kemur því ákvörðun hans ekki ýkja mikið á óvart. Hvor keppenda um sig á rétt á þrem frestunum. Skákin verður að öllum líkindum tefld á morgun og mun Karpof stýra hvítu mönnunum. -ks. ábyrgð bera á bilun Vulkanusar sem danskir sjómenn staðhæfa orsakast af því að net þeirra hafi fyrir slysni flækst í skrúfu úr- gangsskipsins. Hvorir tveggja Grænfriðungar og danskir sjómenn hafa mót- mælt því harðlega að eitruðum úrgangi skuli brennt á Norðursjó enda eru flestir á einu máli um að slíkt tefli lífríki sjávarins í mikla hættu. Hinir fyrrnefndu hafa gripið til nokkurra aðgerða á þessu ári til að koma í veg fyrir þennan ósóma. í fyrri viku skarst í odda með Grænfriðungum og belgískum lögregluþjónum þegar umhverfisverndarmennirnir sigldu skipi sínu, Beluga að nafni, í veg fyrir Vulkanus annan er hann lét úr Antwerpenhöfn. -ks. Spánn Verkalýðsleiðiogar yfirgefa Gonzalez Leiðtogi hins öfluga Alþýðu- sambands Spánar (UGT), Nicolas Redondo, kom sósíalista- stjórn Felipes Gonzalezar í mik- inn bobba í gær er hann sagði af sér þingmennsku fyrir Sósíalista- flokkinn í mótmælaskyni við fjár- hagsáætlanir ríkisstjórnarinnar. Redondo kvað meginorsök af- sagnar sinnar vera „hið óbrúan- lega bil milli krafna UGT og fjár- hagsáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár.“ Skipulagsstjóri Alþýðusam- bandsins, Anton nokkur Saraci- bar, lét einnig af þingmennsku fyrir Sósíalistaflokkinn í gær af sömu sökum. Brotthvarf tvímenninganna af þingi tekur af öll tvímæli um kreppu í samskiptum ríkisstjórn- ar og verkalýðsforystu Sósíalista- flokksins. Ándað hefur köldu milli þessara aðila allar götur frá því flokkurinn hófst til valda árið 1982 og hóf að boða niðurskurð- arstefnu á flestum sviðum. En þegar Gonzalez ákvað fyrr á þessu ári að banna launahækkan- ir umfram ákveðið lágmark fór fyrst að hitna verulega í kolun- Þegar forsætisráðherrann var að klifra upp metorðastigann í flokknum naut hann fulltingis Redondos og kveða margir það hafa ráðið úrslitum um sigur hans í baráttunni um foringjasætið. Nú virðast þeir hinsvegar alveg skildir að skiptum. Leiðtogar Verkalýðsráðsins (CO), keppinautar UGT er lýtur forystu kommúnista, fögnuðu í gær afsögn þeirra félaga. For- maður CO, Marcelino Camacho, sagði brotthvarf Redondos af þingi og uppgjör hans við ríkis- stjórnina bera vott um að hann mæti hagsmuni alþýðu manna meir en tryggð við flokksbræður er veigruðu sér ekki við að grípa til afturhaldsaðgerða. Hann bætti því við að nú myndi Gonzalez ef til vill þurfa að efna til kosninga fyrr en ráð væri fyrir gert og væri það vel. Fulltrúar beggja þessara stétta- sambanda sögðust ætla að funda stíft á næstunni og koma sér sam- an um aðgerðir til að knýja fram hækkun launa, ellilífeyris og at- vinnuleysisbóta. -ks. VIÐHORF Framhald af síðu 5 fræðinga í hinum kristna sið. Setningu Sverris mætti því frem- ur orða: Verði sá Salómonsdómur felldur í skrifstofu menntamála- ráðherra að guðfræðingar og prestar, sem kennt hafa kristin fræði í skólum landsins séu ekki hæfir til að nefnast kennarar heldur leiðbeinendur, þá teldi ég við hæfi að allir þeir guðfræðing- ar sem þessi fræði hafa kennt - og leiðbeinendur teljast - ljúki hið snarasta kennaraprófi, eins og allir góðir leiðbeinendur ættu að gera, svo að nemendur geti feng- ið hæfari kennara og betur menntaða en þeir hafa haft til þessa. Og þá mundi ég fagna þessari annars bráðsmellnu austfirsku at- hugasemd og án hiks setja nafn mitt við hana - ef þeim þarna fyrir austan væri með því nokkur greiði gerður. Magnús Þorkelsson er kennari við Menntaskólann við Sund í Reykjavík. Fimmtudagur 22. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.