Þjóðviljinn - 22.10.1987, Blaðsíða 5
VIÐHORF
Kennari eða ekki
Magnús Þorkelsson skrifar
í lesendadálkum Þjóðviljans
birtist þann 15. október síðast-
liðinn eftirfarandi lesendabréf, -
eða setning:
Kennari eða ekki
Verði sá Salómonsdómur
felldur í skrifstofu menntamála-
ráðherra að guðfræðingar og
prestar, sem kennt hafa kristin
fræði í skólum landsins, séu ekki
hæfir til að nefnast kennarar
heldur leiðbeinendur, þá teldi ég
við hæfi að allir þeir guðfræðing-
ar sem þessi fræði hafa kennt
hætti því svo að nemendur geti
fengið hæfari kennara og betur
menntaða í kristnum fræðum en
guðfræðinga og presta.
Sverrír Haraldsson
Steinholti í
Borgarfirði eystra
Viðkomandi bréf verður að
teljast merkilegt, því umræða um
það hvort guðfræðingar teljist
leiðbeinendur í skólum eða kenn-
arar hefur ekki farið hátt í fjöl-
miðlum, enda af nógu öðru
merkilegra að taka í blöðum en
ástandi í skólum.
Reyndar má um það deila hver
sé hinn eiginlegi munur á
leiðbeinanda og kennara. Hafa
kennarar ekki leiðbeint? Mega
þeir það ekki? Parf að draga línur
milli þess sem annar aðilinn má
gera og hinn ekki? Fordæmi fyrir
svoleiðis hugsun má finna t.d. úr
heilbrigðiskerfinu.
Hitt er svo annað, sem bæði
Sverrir Haraldsson í Steinholti og
svo margir aðrir ruglast á, en það
er að ekki er verið að gefa í skyn -
ekki einu sinni hugleitt - að til séu
einhverjir sem teljist í eðli sínu
hæfari sem kristnifræðingar en
blessaðir klerkarnir. Æskilegast
er að þeir sinni þessu sviði, ef
bjóða skal kristin fræði fram í
skólum á annað borð. Enda virð-
ist sem ærið margir almennir
kennarar treysti sér illa til að
sinna greininni vegna vanþekk-
ingar á fræðum hinnar helgu
bókar.
Vangavelturnar eru um það
hvort guðfræðingar og prestar
teljast kennarar. Hvort þeir falli í
flokk þeirra sem lokið hafa kenn-
araprófi, án tillits til þess hvort
þeir séu guðfræðingar eða hafi
önnur próf. Ef setning Sverris
Haraldssonar er rétt skilin þá
ættu sagnfræðingar sjálfkrafa að
teljast kennarar, eða þá jarð-
fræðingar, eða efnafræðingar eða
hver sá sem lokið hefur einhverju
prófi frá háskóla á íslandi eða
annars staðar. Þannig ætti hver
sem væri úr ofangreindum flokki
og ekki ber kennaranafnbótina
að hætta að kenna viðkomandi
grein af þeirri ástæðu sem nefnd
var í grein Sverris. Um það snýst
málið ekki, heldur það hvort við-
komandi fræðingar hafi sýnt
hæfni sína til að kenna og lokið til
þess sniðnu námi frá Háskólan-
um eða Kennaraháskólanum.
Guðfræðingar lenda hér í
klemmu umfram aðra þar sem
þess hefur lengi verið krafist af
fræðingum hvers konar að þeir
hafi kennararéttindi, ætli þeir sér
að kenna. Þeir kenna flestir á
framhaldsskólastigi. Prestarnir
sem kenna kristin fræði hafa
flestir tekið þetta að sér í
sveitarfélagi sínu, oft meira fyrir
greiðvikni, áhuga og elju, fremur
en brýna eigin þörf fyrir auka-
vinnu. Þeir hafa þannig starfað
innan kerfis sem annars sækir
menntun sína að mestu til Kenn-
araháskólans, þar sem starfs-
menn þjálfa sig ekki í eins þröngu
fagi og háskólafræðingarnir, auk
þess sem Kennaraháskólafólkið
fær kennaramenntun, sem er orð
sem ekki er nefnt upphátt í ýms-
um deildum Háskóla íslands.
Þetta sendi ég hér með í þeirri
von að lesendur skilji að ekki er
verið að draga í efa hæfni guð-
Framhald á bls. 11
„Vangavelturnar eru umþað hvortguð-
fræðingar og prestar teljist kennarar.
Hvortþeirfalli íflokkþeirra sem lokið
hafa kennaraprófi, án tillits tilþess hvort
þeir séu guðfræðingar eða hafi önnur
próf. “
Kveðja til AJþýðuflokksins
Þegar ég var ungur maður að
alast upp á ísafirði, hreifst ég
mjög af stefnu jafnaðarmanna.
Tók þátt í starfi ungra jafnaðar-
manna og gegndi þar trúnaðar-
störfum fyrir F.U.J. á staðnum
og var meðal annars varaformað-
ur F.U.J. í nokkur ár. Þá var
gaman að vera jafnaðarmaður.
Þá var barist fyrir fögrum og
göfugum hugsjónum, frelsi,
jafnrétti og bræðralagi. En síðan
hefir margt breyst og Alþýðu-
flokkurinn því miður fjarlægst
hugsjónir jafnaðarstefnunnar.
Hin síðari ár, eða allt frá því um
og eftir 1940, hefur flokkurinn
hægt og bítandi aðhyllst íhalds-
sama afturhaldsstefnu. Og nú
hefur því verið lýst yfir að flokk-
urinn sé hægramegin við miðju í
stjórnmálum. Versta tímabil
Óskar Líndal Arnfinnsson skrifar
„Hin síðari ár, eða alltfrá því um og eftir
1940, hefur flokkurinn hægtog bítandi
aðhyllst íhaldssama afturhaldsstefnu.
Og nú hefur því verið lýstyfir aðflokk-
urinn sé hægra megin við miðju í
stjórnmálum. “
flokksins var þó án nokkurs vafa
f)átttaka hans í samstjóm með
haldinu 1959 til 1971, þegar við
lá að Alþýðuflokkurinn fengi
hægt andlát.
Arið 1956 fannst mér svo kom-
ið fyrir Alþýðuflokknum, að
hann hefði svikið alla stefnu sína
og hugsjónir jafnaðarmanna. Þá
sagði ég mig úr flokknum. Ég tel
mig enn þann dag í dag vera sósí-
aldemókrata. En ég er ekki al-
þýðuflokksmaður. Og ástæðan er
augljós, Alþýðuflokkurinn er
ekki lengur sósíalískur flokkur.
Mál er að þylja
Árni Björnsson skrifar
Það virðist tími til kominn, að
hljóð heyrist úr horni þeirra fá-
ráðu, sem fengu í hendur tossa-
miða á fundardegi ABR í síðustu
viku.
Vitað var, að kosning hlyti
mjög að snúast um afstöðu til
væntanlegs formanns. Margir
höfðu eftir umþenkingar komist
að þeirri niðurstöðu, að Ólafur
Ragnar væri vænlegri kostur eins
og sakir standa, þótt ekkert sé
nema gott um Sigríði Stefáns-
dóttur að segja. Pólitísk reynsla,
viðbragðsflýtir og slagkraftur
skiptir ætíð miklu, en ekki síst
vegna fylgislægðar nú um stund-
ir. Þessa kosti hefur Ólafur Ragn-
ar fyrir utan alkunnan dugnað,
skipulagsgáfu, verksvit - og
metnað - sem alls ekki þarf að
vera af hinu vonda. Og úr því
hann nennir þessu enn, finnst
mörgum rétt að láta hann spreyta
sig, jafnvel þótt þeir hafi hingað
til ekki verið neinir sérstakir að-
dáendur. Auk alls þessa er áreið-
anlega miður heppilegt við ríkj-
andi aðstæður, að formaður sé
búsettur utan höfuðborgarsvæð-
isins, þrátt fyrir flugsamgöngur
og símaþjónustu. Hann eða hún
þyrfti m.a.s. að geta verið sem
næst í fullu pólitísku starfi.
Ekki þekki ég svo hjörtun og
nýrun í þúsund félögum mínum
eða því hálfa þriðja hundraði,
sem í boði var, að ég vissi um
nema svosem tvær tylftir, sem
væru sammála mér í for-
mannsmálinu. Ég var því allshug-
ar feginn, þegar mér barst fyrr-
nefndur tossamiði eða lyfseðill
nokkrum stundum fyrir fund.
Auðvitað var ekki hægt að kjósa
nákvæmlega eftir honum. Að
sjálfsögðu kaus ég Svavar, Öddu
Báru, Sigurjón, Inga R., Álf-
heiði, Árna Bergmann og fleiri
bestu menn. En þekkti ég lítið til
manna, var listinn vissulega til
hliðsjónar.
Það er undarlegt að heyra þessi
vinnubrögð kölluð „ruddaleg" og
„sóðaleg“, eftir að hafa verið við-
loðandi þessa hreyfingu í þrjá
áratugi. Það er enginn eðlismun-
ur á þeim og því sem ævinlega
gerist í lýðræðislegum kosningum
innan félags eða utan: Mönnum
er bent á, hverjir séu væntanlegir
samherjar þeirra í tilteknu máli.
Vegna mannfjölda hlýtur í þessu
tilviki að hafa verið fljótlegra og
hentugra að nota fjölföldunar-
tækni, heldur en þylja hundrað
nöfn mörghundruð sinnum í
síma.
Árni Björnsson er fræðimaður
við Þjóðminjasafnið og einn
nýkjörinna Reykjavíkurfulltrúa
á landsfund Alþýðubanda-
lagsins.
„Það er undarlegt að heyra þessi vinnu-
brögð kölluð „ruddaleg“ og „sóðaleg“
eftir að hafa verið viðloðandiþessa
hreyfingu í þrjá áratugi. “
Um tíma skipaði ég mér í raðir
Samtaka frjálslyndra og vinstri-
manna. En eftir að þau samtök
lögðust niður, gekk ég til liðs við
Alþýðubandalagið og hef verið
þar síðan. Enda tel ég að Alþýðu-
bandalagið sé fyrst og fremst sósí-
aldemókratískur flokkur, sem
hafi tekið við að framkvæma þá
stefnu, sem Alþýðuflokkurinn
sveikst undan að berjast fyrir. En
hefur í þess stað tekið að sér
íhaldshækjuhlutverkið, eins og
Hannibal Valdimarsson orðaði
það svo snilldarlega.
Nú er það yfirlýst af forystu Al-
þýðuflokksins að flokkurinn sé
hægramegin við miðju og kjósi
helst samstarf við Sjálfstæðis-
flokkinn, enda eigi þeir svo margt
sameiginlegt. Og nú eru kratarnir
komnir í flatsængina með íhald-
inu og virðast una sér þar vel.
Enda benda fyrstu ákvarðanir
núverandi ríkisstjórnar til þess,
að hér sé sest að völdum einhver
íhaldssamasta og verkalýðsfjand-
samlegasta ríkisstjórn sem hér
hefur setið um langa hríð. Þessa
ályktun dreg ég af fyrstu aðgerð-
um ríkisstjórnarinnar, og ef ann-
að fer eftir því, þá eiga lands-
menn ekki von á góðu.
Að skrifa þessar línur liggur í
því, að ég sagði mig úr Alþýðu-
flokknum 1956. En svo virðist
sem ég sé enn þann dag í dag
skráður félagi f Alþýðuflokksfé-
lagi Reykjavíkur. Nóg fæ ég af
bréfum og eins Flokkstíðindi Al-
þýðuflokksins, sem dæmi. Hvort
þeir, sem á sínum tíma tóku við
úrsögn minni úr flokknum, hafa
vanrækt þá skyldu sína að koma
henni á framfæri eða hún á annan
hátt hefur misfarist, þá vænti ég
þess að nú verði nafn mitt afmáð
úr félagaskránni, því ég kæri mig
ekki um að vera kenndur við
flokk, sem ég hef mestu skömm
á.
Ég er enn þann dag í dag sósíal-
demókrati og þess vegna flokks-
bundinn í Alþýðubandalaginu,
sem ég tel best fallið til að berjast
fyrir sósíalisma og þjóðfrelsi. Og
mun því leggja því það lið sem ég
get, þótt af litlum mætti sé.
Óskar Líndal Arnfinnsson er
matsveinn og félagi í Alþýðu-
bandalaginu.
Fimmtudagur 22. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 5