Þjóðviljinn - 22.10.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.10.1987, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 22. október 1987 235. tölublað 52. árgangur Húsnœðismálin Ríkisstjómin lögð að veði Jóhanna Sigurðardóttir: Standi ríkisstjórnin ekki öll að baki húsnœðisfrumvarpinu eru komnir alvarlegir þverbrestir ístjórnarsamstarfið. Nýtt húsnœðisfrumvarp lagtfram ígœr. Framsóknar- og Sjálfstœðisflokkur með fyrirvara Ríkisstjórnin stendur öil að baki þessu frumvarpi. Komi annað í ljós eru komnir alvarlegir þverbrestir í stjórnarsamstarfið, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, þegar hún kynnti frumvarp sitt um breytingu á húsnæðislána- kerfinu, sem lagt var fram á Al- þingi í gær. Ljóst er að ýmsir af þing- mönnum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eru andvígir þessu frumvarpi og hefur Páll Pétursson sagt frumvarpið illa unnið og að greinargerðin væri rugl. Þá er Alexander Stefánsson lítt hrifinn af frumvarpinu. í ofanálag sendi þingflokkur Sjálfstæðisflokksins Alþýðu- flokknum bréf í gær, þar sem gerðar eru ítarlegar athuga- semdir við frumvarpið. Tilkynnt var að fulltrúar flokksins í fél- agsmálanefnd muni beita sér fyrir veigamiklum breytingum á frum- varpinu. Að sögn Jóhönnu er verið að stíga á bremsurnar því ef ekkert verði aðhafst þá stefni í að loka þurfi húsnæðislánakerfínu á nýj- an leik á miðju næsta ári, þar sem öllu fjármagni Byggingarsjóðs ríkisins, sem um hefur verið sam- ið við lífeyrissjóðina, verði þá ráðstafað. Þeim ráðstöfunum Matarskatturinn Framsókn skrifar Jóni Ragna Bergmann: Mótmælum skattinum. Tek ekki undir orð varaformanns Verkamanna- sambandsins í Þjóðviljanum í gœr Matarskatturinn var tekinn fyrir á fundi stjórnar verka- kvennaféiagsins Framsóknar og kom þar fram einhuga andstaða við söluskatt á matvæli. Var ákveðið í framhaldi af því að skrifa fjármálaráðherra bréf þar sem skattinum yrði mótmælt. „Ég tel mjög miður að matar- skattar séu settir á, þar sem þeir koma verst niður á láglaunafólki og félagar í verkakvennafélaginu eru með lág laun,“ sagði Ragna Bergmann, formaður verka- kvennafélagsins Framsóknar. Ragna sagði að félagið myndi beita sér gegn þessari skattlagn- ingu og að þegar hefði verið ákveðið að mótmæla þessu við fj ármálaráðherra. Karl Steinar Guðnason, vara- formaður Verkamannasam- bandsins, lýsti því yfir í Þjóðvilj- anum í gær að hann styddi matar- skattinn og var Ragna spurð hvort hún væri þá á öndverðum meiði við varaformann VMSÍ. „Ég get ekki skrifað upp á orð Karls Steinars þar sem ég er afar óhress með þessa skattlagningu." -Sáf sem nú er gripið til er ætlað að koma í veg fyrir að húsnæðislána- kerfið lendi í algjörum ógöngum. Samkvæmt frumvarpi Jóhönnu skulu þeir sem eru að byggja eða kaupa í fyrsta skipti hafa forgang um lán. Sé umsækjandi að stækka við sig getur fjölskyldustærð og skuldlaus eignarhluti í fyrri íbúð haft áhrif á hversu lengi hann þarf að bíða eftir láni. Húsnæðismálastjórn verður heimilt að skerða eða synja um lán ef umsækjandi á fyrir fleiri en eina íbúð. Einnig ef fyrri íbúð umsækjanda er skuldlítil eða skuldlaus og stærri en 180 fer- metrar. Þess má geta að fjárveitingar til þess hóps sem nú verður hafnað eða fær skert lán vegna þess að lánaumsækjendur eiga miklar skuldlausar eignir fyrir, numu frá 1. september 1986 til október 1987 um 1,2 milljarði króna, eða jafn miklu og allt ráðstöfunarfé Byggingarsjóðs verkamanna til félagslegra íbúða er á þessu ári. Þá er ríkisstjórninni heimilað að ákvarða mismunandi vexti innan hvers lánaflokks eða að endurgreiða vexti. Víkingasveitin hræddi líftóruna úr íbúum Vesturbæjar í gær með skothríð í miðju íbúðahverfi. (Mynd: Sig). Víkingasveitin Skothríð í Vesturbænum Skotœfingar innímiðju íbúðahverfi um miðjan dag. íbúar vissu ekki hvaðan áþá stóð veðrið. Böðvar Bragason lögreglustjóri: Petta var æfingadagur, veit ekki meira Ibúar í Vesturbænum í Reykja- vík, við Hringbraut og Meistar- avelli, hrukku illilega við í gær þegar rúmlega tugur Víkinga- sveitarmanna í skæruliðabúning- um hljóp um hverfið með alvæpni og skaut lausum skotum. Skýr- ingin sem íbúar fengu á lögregl- ustöðinni var sú að víkingasveitin væri á æfingu. - Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar þeir birtust hérna í götunni og fóru að skjóta, sagði einn íbúinn í hverfinu í sam- tali við Þjóðviljann í gær. Petta stóð yfir í nær tvær klukkustundir og börn sem voru að leik hér í hverfinu fylgdust með í forund- ran eins og við hin sem héldum okkur innandyra. Engin leið var að fá upplýsing- ar um hvað væri að gerast fyrr en búið var að skjóta í nokkum tíma en þá fékkst upplýst á lögreglu- stöðinni að þetta væri „bara“ æf- ing. - Mér finnst fyrir neðan allar hellur að það sé verið að hlaupa hér um hverfið með alvæpni á víkingaæfingum án þess að íbúar fái að vita hvað um er að vera, sagði einn íbúinn í gær. Böðvar Bragason lögreglu- stjóri í Reykjavík sagði í samtali við Pjóðviljann í gær að hann vissi ekki um þessa æfingu í Vest- urbænum. - Ég veit bara að það er æfingadagur sveitarinnar í dag, en hvar þeir eru að æfa veit ég ekki. Ég skil vel að fólki hafi orð- ið hverft við og ætla að láta kanna þetta betur, sagði Böðvar. -Ig- Útvegsbankinn Ræddur á þingi í dag Salan á Útvegsbankanum verð- um hvernig þau mál stæðu, t.d. ur tU umræðu utan dagskrár á hvort fleiri aðilar væru inni í Alþíngi í dag, að ósk Svavars myndinni en Sambandið og KR- Gestssonar. ingarnir og hvenær búast mætti Svavar sagði við Þjóðviljann við að þessi bankasölumál að brýnt væri að fá upplýsingar leystust. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.