Þjóðviljinn - 01.11.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.11.1987, Blaðsíða 2
SPURNING VIKUNNAR Hvað er Þorsteinn Páls- son gamall? (Spurt í fertugsafmæli Þor- steins Pálssonar) Albert Guðmundsson: Ha? Hvaða Þorsteinn? Nú, hann Steini litli! Fimm? Sex? Matthías Mathiesen: Við Þorsteinn tilheyrum ungu kynslóðinni í flokknum eins og fólk veit. En hvað hann er nák- væmlega gamall - sextugur kannski? Ólafur Stephensen: formaður Heimdallar. Gamall. Lulli: Kva segiru? Er’etta ammæli? Til hamingju! Þjónn... Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokks- ins: Á þessu stigi málsins tel ég ekki rétt að gefa nokkrar yfirlýsingar, enn er málið í athugun og á við- kvæmu stigi. En ég vil taka fram að yfirlýsingar einstakra stjórnar- liða í þessu máli hafa verið óvið- urkvæmilegar. Þetta mál verður ekki leyst nema af ríkisstjórninni í heild. Island - Ærland óskalandið... Ég, Skaði, er einsog aðrir dauðlegir og góöir sjálfstæðismenn, skapgerð mín hefur mótast af æðruleysi og festu, en umframallt bjartsýni á hæfileika einstaklingsins til að spjara sig á hinum stóra verðbréfamarkaði tilverunnar. Það er þessvegna fátt sem raskar sálarró minni og aldrei verður mér svefnsvant afáhyggjumyfirvíxlumeðaafdrifum mannkynsins. Ég veit sem er að á ögurstundum mun ávallt rætast úr, fyrst og fremst vegna dugnaðar og þrautseigju þeirra, sem hafa sömu afstöðu til lífsins og ég. Það verður seint sagt um mig að ég sé sérstaklega hrifnæmur maður, málverk og bækur eru í mínum huga fyrst og fremst afurðir á borð við sólstóla eða lopapeysur og aldrei hef ég skilið það fólk sem fær einsog kökk í hálsinn yfir einni pensilstroku eða hálfri setningu í bók. En þetta er vitaskuld útúrdúr, enda er mitt hlutverk á síðum þessa volaða vinstrablaði að útnefna dándimann vikunnar. Og það er ekki örgrannt um að kunningjar mínir í heita pottinum hafi hnýtt í mig undanfarnar vikur, þegar þeir segja sem svo: Heyrðu nú Skaði minn, Jón Baldvin og Steingrímur urðu dándimenn einsog að drekka vatn og jafnvel morkin skreið varð heiðursins aðnjótandi í síðustu viku; hvernig er það Skaöi minn, er enginn maöur í þínum gamla flokki sem kemst á blað? Ég verð að játa að þetta hefur komist næst því að raska svefnfriði mínum. En alltaf hef ég nú vitað innst inni aö Eyjólfur myndi hressast og hann Steini minn stökkva fram á vígvöllinn og ryðja öllum óvinum okkar sjálfstæðismanna um koll með miklum glæsibrag. Og endur- heimta okkar fornaldar frægð. Og þessi stund rann upp í vikunni þegar hinn ungi forsætisráðherra flutti af meiri skörungsskap en áður þekkt- ist stefnuræðu ríkisstjórnarinnar. Þar sem ég sat við sjónvarpið mitt og horfi á komst ég einna næst því á lífsleiðinni að fá kökk í hálsinn af hrifningu. Og það er ekki að orðlengja að þegar leiðtogi minn hafði lokið sér af fór ég beint að skrifpúltinu og ritaði eftirfarandi örlítið skjálfhentur: Loksins, loksins.... Lengra komst ég ekki, því dyrabjöll- unni var hringt. Það var með semingi að ég fór til dyra - hvað aldrei skyldi verið hafa. Um leið og ég lauk upp ruddust inn a.m.k. sextíu sauðkindur - sauðkindur - og strunsuðu inní stofu. - Nei, heyriði mig nú, sagði ég, þið farið húsavillt. Hann Jón Helga- son býr útí Granaskjóli... - Minnstu ekki á hann! fnæsti stór og stæðilegur hrútur og stappaði öðrum framfætinum harkalega í flókateppið mitt. Jón Helgason er svikari, hélt hann áfram, og við komum til að segja þér frá því! - Mér?! stundi ég, Skaði, hálfhvumsa. Hvernig má það vera? - Jú, sagði hrúturinn, íslenska sauðkindin á að vera dándimaður vikunnar í Þjóðviljanum. - Ekki nema það þó, sagði ég móðgaður. Ef þið haldið að tilvonandi súpukjöt verði þess heiðurs aðnjótandi, þá farið þið villu vegar. Það er hann Þorsteinn Pálsson sem á að vera dándimaður. Út! Út með ykkur! - Þorsteinn Pálsson, hló hrússi hæðnislega svo mér varð ekki um sel. Sá fír hefur nú aidrei þekkt í sundur sauðina og hafrana. Og ef þú ert með eitthvert múður... Hann þagnaði og leit á þungbúinn sauðkindaskarann sem umkringdi mig. -Jæja, allt ílagi, Meme minn, sagð ég diplómatískur. Hvað hefurþú fram að færa? Brúnin á hrússa léttist aðeins og hann hóf mál sitt: Við erum að vestan, byrjaði hann, frá Bíldudal nánar tiltekið. í allt sumar höfum við kappkostað að éta sem allra mest af grasi, gimburmosa og berjalyngi, breytt grænum grundum í örfoka sanda í þeim heilaga tilgangi að verða feit og pattaraleg þegar við yrðum færð til slátrunar. Nú, nú, einsog feður okkar og mæður stóð til að kála okkur í hinum ástsælu útrýmingarbúðum á Bíldudal. - En hvað gerist? Jú, einhver yfirdýra- læknir í félagi við Seglbúðajón bannar öll veisluhöld! Saurgerlar, segja þeir, rottugangur og viðbjóður! Og nú vilja þeir ekki slátra okkur! Hrússi var aftur orðinn þungur á brún. Við erum menningararfurinn, sagði hann og okkur laangar (hér brá hann fyrir sig vestfirsku) ekki að vera eftirbátar áa okkar sem héldu lífi í þessari voluðu þjóð í þúsund ár. Allt í einu erum við orðin óalandi og óferjandi: Við megum helst ekki éta landið lengur og til að bíta hausinn af skömminni neita þeir að slátra okkur. Við megum hvorki lifa né deyja! Og er það ekki alvarlegra mál en rausið í þessum Þorsteini þínum? - Ehem, stundi ég, máttvana undir hundrað æraugum. Hvað ætliö þið að gera í málinu, spurði ég svo vonleysislega. - Við erum búin að fá nóg! hrópaði hrússi og hjörðin spændi upp afganginn af teppinu. Það eru milljón þjáðar sauðkindur í þessu landi, sem hvorki mega lifa né deyja. Fram þjáðar ær í þúsund hreppum! ísland - Ærland, óskalandið - kemur brátt! „Þetta gerði útslagið, Berti! Héðan í frá drekkurðu aðeins koffínlaust kaffi!" 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. nóvember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.