Þjóðviljinn - 01.11.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 01.11.1987, Blaðsíða 11
Helgi Björnsson leikur skólastrákinn. Ljósmyndin er af æfingu og er því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar. Ef þú þykist án þess að leika Ljósin eru slökkt í salnum og kvikna hægt á sviðinu. Sviðið hallar eins og fjöruborð og vír- net undarleg í innréttingu um- lykjapersónurnar. Gljáandi mótorhjól stendur þar af ein- hverjum ástæðum. Ástfangið kennarapar er að flækjast í framhjáhaldi, þegar kemur strákur að sækja mótorhjólið. Það er útskriftardagur í skól- anum. Þau bregðastókvæða við og verða vandræðaleg. Alltíeinu er eins og það sé strák að kenna hvernig þau hagasinni lífsblekkingu. í þessum þrengingum er hon- um skyndilega nóg boðið og samt nánast fyrir tilviljun eru þau orðin gíslar hans. Hann hótar þeim lífláti ef þau verða ekki við kröfum hans sem hann sjálfur veit eiginlega ekki hverjar eru. Og í gíslingu halda kennararnir áfram að krefjast svara eins og í skólastofunni, þarsemárang- ur og velgengni eru sett ofar öllu og skilyrði til að losna úr þeirri gíslingu sem skólinn hremmir nemendur sína í. Svo þeir geti orðið nýtir þjóð- félagsþegnar. Og handa hverjum er þetta þjóðfélag? Leikritið er líkast snjóbolta og persónunni er hnoðað inn í kald- an blautan snjóinn. Og snjórinn heitir tvöfalt siðgæði. Sem er fyr- irtaks kúgunaraðferð. Því ef þú ruglar fólk ertu að kúga það. Ef þú þykist án þess að leika. Þegar leiksýningin er yfirstaðin ertu í slæmri klípu. Þú ert bæði inni í leiksýningunni og úti í sal. Bæði inni í snjóboltanum og heldur honum í höndunum. Frumsamin rokktónlist Hremming, eftir Barrie Keefe, sem Leikfélag Reykjavíkur frum- sýnir á sunnudag, er fyrsta verk þessa höfundar sem sýnt er hér- lendis. Helgi Björnsson leikur skólastrákinn, Harald G. Har- alds er í hlutverki leikfimikenn- ara, Inga Hildur Haraldsdóttir, kennslukonunnar og Guðmund- ur Ólafsson leikur skólastjórann. Leikstjóri, þýðandi og höfundur söngtexta er Karl Ágúst Úlfsson, en þetta er fyrsta sinn sem hann leikstýrir hjá Leikfélagi Reykja- víkur. Vignir Jóhannsson listmálari gerir leikmynd og bún- inga og er það einnig frumraun hans á sviði LR. Ljósahönnuður er Lárus Biörnsson. Verkið er kryddað kröftugri rokktónlist sem Kjartan Ólafsson semur sér- staklega fyrir sýninguna. Tónlist- in kemur út á hljómplötu. Um höfundinn Barrie Keefe fæddist árið 1945 í austurhluta Lundúna. Verka- fólkið sem þar bjó og býr enn er hans fólk. Hann þekkir heim þess og er sjálfur hluti af honum. Atvinnuleysi og fátækt hafa gjarna verið yrkisefni hans. Þá hafa mörg verka hans verið skrif- uð sérstaklega með ungt fólk og vandamál þess í huga, einsog Hremming. Gagnrýnendur dást mjög að hröðum stfl og óþrjót- andi uppáfinningasemi þegar kemur að því að búa til söguþráð. Barrie Keefe gleymir heldur aldrei kímnigáfunni, þótt hann fjalli um háalvarlega og jafnvel sorglega viðburði.„Hann lýsir vel lífskjörum persóna sinna og þótt hann finni til með þeim, þá lætur hann eigi að síður eftir þeim að skemmta - skemmta sér og skemmta áhorfendum,“ komst gagnrýnandi að orði. Barrie Keefe hóf ritferil sinn í blaðamennsku, en brátt átti leikhúsið hug hans allan. Frá 1973 hafa verk hans verið sýnd reglulega á sviði í Englandi og víðar. Þá hefur hann samið hand- rit fyrir útvarp og sjónvarpsleikrit og má geta þess að hann gerði handritið að kvikmyndinni „The Long Good Friday". ekj Litlu myndirnar eru teknar í Austur- bæjarskóla þegar leikarar fóru í e.k. vettvangskönnun. Sunnudagur 1. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Reynum að segja satt Karl Ágúst Úlfsson þarf ekki að kynna fyrir mörgum, en hann er þýðandi og leikstjóri verksins. Hvaða erindi á Hremming upp á svið? „í fyrsta lagi vekur það okkur til umhugsunar um hvemig við umgöngumst annað fólk og hvernig við ölum upp kynslóðina sem fylgir okkur næst á eftir. Svo er þetta skemmtilegt og spenn- andi verk, sem mér finnst erindi út af fyrir sig.“ - Leikritið erm.a. hörð ádeila á skólakerfið. Eru skólar svona í dag? „Það verður hver að svara því sem til þekkir. Skólakerfið hefur kannski breyst töluvert mikið, en það gerist alltaf að ákveðnum einstaklingum, sem ekki finna sig í þessu kerfi, er ýtt út í kuldann. Annars er þetta hugsað sem nein alhæfing um skólakerfið, af okk- ar hálfu. En fyrst og fremst saga þessa drengs og hvernig hann upplifir hlutina. Öðrum þræði er þetta saga um þann sem verður undir - og kúgarana. - Hvaða áherslur notar þú í leikstjórn? Ég reyni að draga fram við- brögð þess kúgaða sem kemst óvart í þá aðstöðu að geta klekkt á kúgurum sínum. Við höfum iíka reynt að koma því þannig fyrir að allt sem gerðist á sviðinu væri satt og forðast að gera eitthvað sem við upplifðum ekki sjálf. Eitthvað sem við ættum ekki inni fyrir. Og það er ekki mitt verk nema að litlu leyti. Það hvflir á leikurunum að segja satt á sviðinu." ekj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.